13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

32 2 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί GENERATίFRI MÁLFRÆÐI3. Staða aðskeytis í orði er alltaf ákvörðuð; aðskeytið er annaðhvort forskeyti,viðskeyti eða innskeyti <strong>og</strong> færist ekki milli þessara gerða.4. Aðskeyti eru fasttengd grunninum sem þau bætast við, bæði hljóðkerfislega<strong>og</strong> orðmyndunarlega.b Fyrri hluti samsetts orðs:1. Fyrri liður samsetts orðs er alltaf skilgreindur út frá orðflokki; hann er nafnorð,sögn eða lýsingarorð.2. Þessu fylgir að fyrri hlutar samsettra orða tilheyra opnum flokki eininga,þ.e. höfuðorðflokkunum sjálfum.3. Staða í orði er ekki skilyrt á sama hátt <strong>og</strong> staða aðskeytis; orð getur komiðfyrir sem fyrri eða síðari hluti samsetts orðs.4. Fyrri hlutar samsettra orða eru laustengdari grunninum sem þeir bætast viðen aðskeyti, bæði hljóðkerfislega <strong>og</strong> orðmyndunarlega.Gerð er grein fyrir hljóðkerfislegum mismuni afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar með því geraráð fyrir tveimur stigum í orðmynduninni, word-level <strong>og</strong> stem-level. 29 Samkvæmt þessubætast aðskeyti ýmist við stofn eða orð <strong>og</strong> skilin á milli orðhlutanna eru talin vera hluti afaðskeytunum sjálfum <strong>og</strong> ákveða á hvaða stigi orðmyndunin verður. Samsetningarliðumfylgja engin slík skil <strong>og</strong> samsett orð eru alltaf mynduð á ‘orðsstiginu’ (word-level), þ.e.þau eru mynduð af orðum en ekki stofnum. Þetta atriði er sagt vera tengt því að aðskeytieru alltaf bundin en les ekki: „The reason that all and only affixes must be specified for agiven level or boundary is that they are dependent, while lexical roots are not“ (Aronoff& Sridhar 1988:183).Virkni hljóðkerfisreglna er m.ö.o. mismunandi á ‘orðsstiginu’ <strong>og</strong> ‘stofnstiginu’ í orðasafninu<strong>og</strong> í greininni eru tekin dæmi um samlögunar- <strong>og</strong> röddunarreglur í kannada semaðeins verka í forskeyttum orðum en ekki í samsettum orðum en til eru hliðstæð dæmium afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u af sömu stofnum. Lykilatriðið er að hljóðkerfisreglur séuvirkar í afleiðslu (eftir því sem það á við) enda eru aðskeytin sjálf beinlínis tengd hljóðkerfisreglumgegnum orðmyndunarstigin: „Phonol<strong>og</strong>ical rules are associated, through thelevels, with individual affixes“ (Aronoff & Sridhar 1988:185). Svo er hins vegar ekki í<strong>samsetning</strong>u þar sem rætur <strong>og</strong> orð 30 tilheyra ekki í sjálfu sér neinu ákveðnu stigi eins <strong>og</strong>aðskeyti gera, þ.e. þeim fylgja engar slíkar upplýsingar í orðasafninu, <strong>og</strong> þannig tengjasthljóðkerfisreglur þeim ekki á sama hátt <strong>og</strong> aðskeytum:Affixes are thus connected arbitrarily through levels to phonol<strong>og</strong>ical rules. Roots donot have the same arbitrary connection to phonol<strong>og</strong>ical rules, because they belong tono level. (Aronoff & Sridhar 1988:183)Í greininni er tekið er fram að markatilvik af tvennu tagi séu til milli forskeyta <strong>og</strong>fyrri hluta samsettra orða, þ.e. bundnir stofnar eins <strong>og</strong> í nýklassískum orðum í ensku (sbr.micro- o.fl. dæmi frá Adams (1973) á bls. 24 hér að framan) <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arliðir semeru ekki samhljóða orðinu þegar það stendur frjálst en þess konar fyrirbæri eru hér nefncombining forms:29 Hér er byggt á eldri grein þeirra félaganna (1983), en sams konar aðgreining var viðhöfð í Sound Patternof English (Chomsky & Halle 1968), samkvæmt orðum Aronoffs <strong>og</strong> Sridhars. Það er athyglisvert að velta þvífyrir sér hvort þetta er í góðu samræmi við kenningu Aronoffs um orðið sem grunneiningu í allri orðmyndun.30 Í tilvitnunni hér á eftir stendur að vísu aðeins ‘rót’ en annars staðar er tekið fram að þetta eigi við um orðlíka: „Roots and members of major lexical categories carry no labels and are associatied with no level“ (Aronoff& Sridhar 1988:185).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!