13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

28 2 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί GENERATίFRI MÁLFRÆÐIverður brugðið á það ráð að athuga nokkur atriði í örfáum lykilverkum, þótt skoðanir séusjálfsagt skiptar um það líka hvaða verk beri það nafn með réttu.Í byrjun 2. kafla kom fram sú skoðun að viðfangsefni manna hefðu áhrif á það hvernigorðmyndunarlýsing þeirra yrði <strong>og</strong> setningafræðilega sinnaðir menn (þ.e. þeir sem fyrst <strong>og</strong>fremst hafa áhuga á venslum milli orða <strong>og</strong> orðliða) hneigðust frekar í átt að setningafræðilegumaðferðum en þeir sem fjalla um áhrifin sem orðmyndunin hefur á gerð einstakra liða(stofnbrigði o.þ.h.) beittu fremur fyrir sig aðferðum sem tengjast hljóðkerfisfræði. Þá varminnst á breytileg líkön af málkerfinu sem tíðkast hafa á síðustu 20 árum í generatífrimálfræði <strong>og</strong> loks var minnst á mismunandi aðferðir við orðmyndunar- <strong>og</strong> beygingarlýsingarsem minna um margt á aðferðir formgerðarsinna eða eru a.m.k. fyrst settar framá skipulegan hátt af þeim, þ.e. aðferðirnar sem kenndar eru við Item and Arrangement,Item and Process <strong>og</strong> Word and Paradigm. Nú verða þessi atriði skoðuð í Aronoff (1976),Aronoff & Sridhar (1988), Selkirk (1982), Kiparsky (1982a, 1982b), Anderson (1992) <strong>og</strong>Lieber (1992) <strong>og</strong> sett fram ágrip af orðmyndunarlýsingum þeirra.2.5.1 Mark Aronoff <strong>og</strong> Word Formation in Generative GrammarBók Aronoffs, Word Formation in Generative Grammar, kom út árið 1976 en mun aðstofni til vera doktorsritgerð við MIT frá árinu 1974. Hún er skrifuð í anda þeirrar stefnusem boðuð var í Chomsky (1970) <strong>og</strong> Halle (1973), þ.e. lexíkalskrar orðmyndunarfræði, <strong>og</strong>er oft talin fyrsta bitastæða verkið sem samið er á þessu sviði. Scalise segir t.d. um hanaí kennslubók sinni að hún sé „. . . the first systematic work on generative morphol<strong>og</strong>y“(1986:37). Af yfirlitsritum er að skilja að engin bók önnur hafi haft eins mikil áhrif ágeneratífa orðmyndunarfræði:The model of word formation proposed by Mark Aronoff (1976) marks a watershedin the development of morphol<strong>og</strong>ical theory within generative grammar. A good dealof the work done subsequently is an extension of, or reaction to, Aronoff’s theory.(Spencer 1991:81–82)Það er því ekki úr vegi að byrja þessa yfirferð yfir nokkur rit generatífra orðmyndunarfræðingameð því skoða þessa bók dálítið.Aronoff setur fram kenningakerfi <strong>og</strong> mynd af orðasafninu sem styðst við eina gerðorðmyndunar, þ.e. afleiðslu. Viðfangsefnið er bundið við hana, þrátt fyrir nafnið á bókinni,<strong>og</strong> beygingar koma lítið við sögu <strong>og</strong> samsett orð alls ekki. Það er því dálítið eins <strong>og</strong>að fara í geitarhús að leita ullar að reyna að gera sér grein fyrir mismuninum á <strong>samsetning</strong>u<strong>og</strong> afleiðslu af þessari bók. Þá er vert að velta fyrir sér hvort Aronoff hefði sett uppeins lýsingu á afleiðslu ef hann hefði athugað <strong>samsetning</strong>u um leið, eins <strong>og</strong> Halle gerðistuttu áður, en að vísu bara í örstuttri grein, Prolegomena to a theory of word-formation(1973). 24 E.t.v. er hluti af áhrifunum sem bók Aronoffs hefur haft fólginn í þeim algjöraaðskilnaði á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u sem víða er áberandi.Í orðmyndunarlýsingu Aronoffs er gert ráð fyrir orðmyndunarreglum sem bæta aðskeytumvið grunnformið sem hjá Aronoff er orð (sbr. þó athugasemdir um orð <strong>og</strong> les á24 Í grein Halles er gerð fyrsta tilraunin til að setja fram heildarkerfi um lexíkalska orðmyndun með orðmyndunarreglumsem raða saman myndönum <strong>og</strong> orðum í orð í orðasafninu. Hjá Halle eru aðskeyti geymd í orðasafniá sama hátt <strong>og</strong> önnur myndön en hann gerir þann greinarmun á aðskeytum <strong>og</strong> öðrum myndönum að aðskeytineru ekki orðflokksmerkt eins <strong>og</strong> önnur myndön. Bylting Halles felst í orðmyndunarreglunum sjálfum <strong>og</strong> lýsinguhans á uppbyggingu orðasafnsins en grunneiningar hans í orðmynduninni eru myndön, eins <strong>og</strong> í orðhlutafræðiformgerðarsinna. Grein Halles er mjög stutt <strong>og</strong> kerfi hans fékk ekki verulegt brautargengi en það athyglisverðavið líkan hans með tilliti til þess efnis sem hér er til umræðu er að aðskeyti eru einingar í orðasafninu á sama hátt<strong>og</strong> önnur myndön þótt formlega megi aðgreina þau frá öðrum myndönum þar sem þau eru ekki orðflokksmerkt.Þarna fer Aronoff allt aðra leið, enda er hann aðeins að fást við afleiðslu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!