13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

26 2 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί GENERATίFRI MÁLFRÆÐItæplega notuð sem skilgreiningaratriði á mismuni afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar.Endurkvæmni er útskýrð í bókunum en ekki munurinn á endurkvæmni í <strong>samsetning</strong>u<strong>og</strong> afleiðslu. Bauer segir hana vera takmarkalausa í samsettum orðum í germönskum málum:„In the Germanic languages, at least, there is no such thing as the longest compound“(Bauer 1983:66). 20 Endurkvæmni í afleiðslu er óljósara fyrirbæri enda skiptir þá málihvort verið er að tala um endurkvæmni einstakrar orðmyndunarreglu (þ.e. endurkvæmnieinstaks aðskeytis sem er merkingarlega dálítið ósennileg) eða endurkvæmni afleiðslu yfirleittsem getur verið talsverð, sbr. dæmi Spencers (1991:3) antidisestablishmentarianism<strong>og</strong> Bauers (1983:67) hemidemisemihemidemisemiquaver. 21 Endurkvæmni eða víxlverkunafleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar kemur líka furðulítið við sögu í bókunum, enda er yfirleittfjallað um afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u sem aðskilin fyrirbæri, eins <strong>og</strong> áður sagði. Þar semallir höfundarnir ganga út frá því að í samsettu orði geti verið tvö sjálfstæð orð valdaafleidd orð sem <strong>samsetning</strong>arliðir engum vandkvæðum þar sem þau eru óumdeilanlegaorð. Samkvæmt skilgreiningu Bauers á samsettu orði er líka hægt að mynda afleidd orðaf samsettum orðum:A compound lexeme (or simply a compound) can thus be defined as a lexeme containingtwo or more potential stems. Since each potential stem contains at least one root,a compound must contain at least two roots . . . However, this definition is not quitesufficient, since derivational processes may at times apply to forms containing morethan one root . . . In such cases it is said that the base of the derivational process is acompound . . . (Bauer 1983:28–29)Afleiðsla af <strong>samsetning</strong>um veldur þó stundum vandkvæðum í greiningunni, t.d. hjá þeimsem skilgreina sjálft grunnform afleiðslunnar svo þröngt að merkingarvensl orðliða <strong>og</strong>formleg liðgerð þeirra virðist stangast á. Slík fyrirbæri eru skoðuð nokkuð í Spencer(1991) <strong>og</strong> í Katamba (1993) <strong>og</strong> eru nefnd bracketing paradoxes sem e.t.v. mætti nefnaliðgerðarþversagnir. Fyrsta dæmið sem Spencer notar til að skýra þetta er transformationalgrammarian (1991:44) en enskur ritháttur leiðir til þess að viðskeytið er tengt viðsíðari hluta samsetta orðsins sem skrifað er í tveimur orðum. Það er spurning hver áhrifensk stafsetning hefur þarna <strong>og</strong> í íslensku sýnist ekkert því til fyrirstöðu að leiða orðiðummyndanamálfræðingur af ummyndanamálfræði en beinlínis villandi að greina það semsamsett af orðunum ummyndun <strong>og</strong> málfræðingur (sjá þó nmgr. 39 á bls. 82 hér á eftir).Liðgerðarþversagnir koma einnig fram þegar aðskeyti tengjast orðum sem ekki eruaf réttum orðflokki samkvæmt kenningu Aronoffs um einsleitan grunn, t.d. í orðum eins<strong>og</strong> grown-up-ness (Katamba 1993:151), en viðskeytið -ness á ekki að tengjast smáorðinuup, <strong>og</strong> ungovernability, en un- á samkvæmt kenningunni aðeins að bætast á lýsingarorð(Katamba 1993:145). Þá koma liðgerðarþversagnir fram hjá þeim sem gera ráð fyrirlagskiptu orðmyndunarlíkani, eins <strong>og</strong> oft er gert í lexíkalskri hljóðkerfis- <strong>og</strong> orðmyndunarfræðiþar sem afleiðsla er undanfari <strong>samsetning</strong>ar. Þá þarf hringstreymi í kerfinu til þessað mynda afleidd samsett orð, eins <strong>og</strong> Katamba (1993:149) bendir á en hann gefur dæmiðex-boy-friend. 22 Þetta brýtur gegn upphaflegu hugmyndinni að baki kenningarinnar20 Í íslensku virðast samsett orð helst ekki eiga að vera lengri en átta atkvæði, samkvæmt niðurstöðumMagnúsar Snædals í greininni Hve langt má orðið vera? í Íslensku máli 14. (1992). Hann nefnir þó lengriorð, t.d. undirstöðuatvinnufyrirtæki. Hér er átt við nefnifallsmyndir en beygingarendingar <strong>og</strong> viðskeyttur greinirlengja síðan orðin enn.21 Þetta mun vera 512-parts nóta en Bauer telur ólíklegt að nokkur vilji spila hana! Öll forskeytin í orðinu hafasömu merkingu <strong>og</strong> helminga það sem á eftir kemur, þ.e. stytta nótuna um helming.22 Lagskipting í afleiðslunni bannar þá líka að aðskeyti í 1. lagi séu utar í trénu en aðskeyti í 2. lagi. Dæmium þetta eru mýmörg í heimildum en orðin unhappier <strong>og</strong> ungovernability virðast njóta sérstakra vinsælda.Vandamálið við unhappier er að miðstigsendingin -er bætist því sem næst einungis á einkvæð orð (<strong>og</strong> stökutvíkvæð). Samkvæmt því ætti greiningin að vera [un[happier]] ‘ekki hamingjusamari’ en merkingarlega þarfgreiningin að vera [[unhappy]er] ‘óhamingjusamari’.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!