13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

2.4 Skilgreiningar á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u ί nýlegum kennslubókum 25Þetta eru tvær af elstu bókunum <strong>og</strong> hvorug telst til generatífrar málfræði, þ.e. Adams(1973) <strong>og</strong> Matthews (1974). Adams nefnir dæmi eins <strong>og</strong> -man í chairman, dustman,policeman <strong>og</strong> postman sem borið er fram á annan hátt en man sem sjálfstætt orð eðasíðari hluti samsettra orða, t.d. í remittance man. Auk þess er merkingin önnur samkvæmtAdams sem segir að merking viðskeytisins sé líkari merkingu gerandviðskeytisins -er.Matthews nefnir svipuð dæmi <strong>og</strong> ágætt er að hafa þetta í huga til að gleyma því ekki aðstafsetning er ekki einhlítur vitnisburður um hvað er sama orðið eða orðhlutinn. BæðiAdams <strong>og</strong> Matthews gera ráð fyrir að sjálfstæð orð geti orðið að aðskeytum, á svipaðanhátt <strong>og</strong> margir hafa gert í umfjöllun um íslenska orðmyndun (sjá kafla 3.2.3). Adams segirað í ofannefndum dæmum hafi orðhluti misst merkingu sína <strong>og</strong> fengið hlutverk í staðinn<strong>og</strong> nefnir að í sumum viðskeytum í ensku hafi þessi þróun gengið svo langt að sjálfstæðuorðin séu ekki lengur til, t.d. -dom <strong>og</strong> -hood. Ekki er ljóst af umfjöllun þar sem hugmyndiraf þessu tagi koma fram hvort gert er ráð fyrir því að þessi viðskeyti innihaldi rót eða ekki.Aðrar af kennslubókunum gera ekki tilraun til að skýra eða skilgreina mismun á aðskeyti<strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arlið út frá framburði <strong>og</strong> til þess að finna frekari röksemdir fyrirmismunandi hljóðafari í aðskeytum <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arliðum verður að leita á önnur mið.2.4.4 Virkni, endurkvæmni, staða í orði <strong>og</strong> hömlur á röðunGreinimörkin milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar sem hér hefur verið lýst eru fremur fábreytileg<strong>og</strong> auðvitað er fjallað um afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u út frá mun fleiri atriðum í bókunumsem hér um ræðir. Sú umfjöllun beinist þó að hvorri gerð orðmyndunar um sig <strong>og</strong> höfundarreyna ekki að bera saman atriði eins <strong>og</strong> virkni, endurkvæmni, stöðu í orði <strong>og</strong> hömlurá röðun aðskeyta <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arliða. Hér verður því lauslega tæpt á þessum atriðumvegna þess að þau tengjast afstöðu manna til mismunarins á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u enaftur verður komið að þeim síðar.Sennilega er tilgangslaust að bera saman virkni afleiðslu <strong>og</strong> virkni <strong>samsetning</strong>ar íheild þar sem umfjöllun um þessi fyrirbæri er ekki sett fram á sömu forsendum. Umfjöllunum virkni aðskeyta beinist oftast að einstökum aðskeytum <strong>og</strong> mismuni á virkni þeirraá milli. Hvert aðskeyti er venjulega aðeins talið tengjast lesum af einum orðflokki eðaa.m.k. lesum með sama orðflokksgildi, í samræmi við kenningu Aronoffs um einsleitangrunn (The Unitary Base Hypothesis) <strong>og</strong> viðbætur Scalises við kenninguna (The ModifiedUnitary Base Hypothesis, sjá Scalise 1986:137–146). Venjulega er einnig gert ráð fyrirþví að hvert aðskeyti myndi aðeins orð af einum orðflokki, þ.e. að það sjálft tilheyriákveðnum orðflokki, <strong>og</strong> gengur sú kenning undir nafninu The Unitary Output Hypothesiseða kenningin um einsleita útkomu (sjá Scalise 1986:137). Virkni aðskeyta er síðan yfirleittskoðuð út frá þessu <strong>og</strong> eingöngu er fengist við samtímalega virkni (sjá t.d. könnunLieber á virkni aðskeyta sem mynda ákveðna orðflokka (Lieber 1992:1–9)). 19 Virkni ísamsettum orðum er í mesta lagi sögð vera mismunandi eftir orðflokkum, eins <strong>og</strong> Bauergerir <strong>og</strong> gefur dæmi um samsettar sagnir í ensku sem eru fáar <strong>og</strong> sú orðmyndun virðistekki vera virk. Samsett nafnorð virðist hins vegar vera hægt að mynda takmarkalaust (sbr.Bauer 1983:207–209). Umfjöllun um virkni í afleiðslu beinist því yfirleitt að einstökumaðskeytum en virkni í <strong>samsetning</strong>u er í besta falli skoðuð út frá orðflokksgildi <strong>samsetning</strong>arliðanna.Virkni í orðmyndun er sennilega líka mjög mismunandi milli tungumála <strong>og</strong>því er hæpið að reyna að setja fram algildar fullyrðingar um hana en án þess verður hún19 Í lexíkalskri hljóðkerfis- <strong>og</strong> orðmyndunarfræði skiptir virknin reyndar heilmiklu máli þar sem hún er eitt afþeim atriðum sem flokkað er eftir þegar aðskeytum er skipt í stig <strong>og</strong> því væri hugsanlegt að reyna að bera samanafleiðslu á hverju (eða hvoru) stigi fyrir sig <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u. Hvergi hef ég þó séð þetta reynt. Kannanir á virknieru verulegum vandkvæðum bundnar, einfaldlega vegna þess að erfitt er að ákveða við hvað á að miða <strong>og</strong> hvaðaefni á að leggja til grundvallar.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!