13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

24 2 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί GENERATίFRI MÁLFRÆÐIrétt á undan eru ekki minnst á merkingu en Valerie Adams (1973) <strong>og</strong> John T. Jensen (1990)taka bæði fram að munurinn á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u sé að hluta fólginn í muninum ámerkingu orða <strong>og</strong> málfræðilegu hlutverki aðskeyta <strong>og</strong> Spencer (1991:461, nmgr. 10) vísarlíka á merkinguna í sambandi við notkun á orðinu ‘rót’: „I shall try to use the term rootto refer to a single morpheme which bears the ‘core’ meaning of a word.“ Munurinná málfræðilegu hlutverki <strong>og</strong> merkingu er hvergi skilgreindur í bókunum sem athugaðarvoru en oft er nefnt að erfitt sé að henda reiður á merkingu afleiddra <strong>og</strong> samsettra orðaþar sem orðgervingar (lexíkalíseruð orð) rugli myndina. Skilgreiningar á aðskeytum íenskum bókum ná þar að auki oft yfir beygingarendingar líka, eins <strong>og</strong> minnst var á ínmgr. 13 í kafla 2.3.2 hér að framan, <strong>og</strong> því er ekki alltaf ljóst hvort verið er að tala umorðmyndunaraðskeyti þegar aðskeyti eru fremur talin hafa hlutverk en merkingu, eins <strong>og</strong>t.d. í Jensen 1990: „The root is generally the principal carrier of the lexical meaning ofa word, while affixes generally carry grammatical meanings“ (1990:34). Síðar í bókinnikemur fram að hér er aðallega átt við beygingarendingar <strong>og</strong> enska fleirtöluendingin -s ernefnd sem dæmi en orðmyndunaraðskeyti eru sögð hafa merkingu fremur en hlutverk:„Other affixes (generally derivational) are associated with sense meaning . . . “ (1990:43).Skýringarnar eru óljósar í bókinni <strong>og</strong> höfundur tekur það beinlínis fram að of mikið málværi að rekja þetta nánar <strong>og</strong> hann er ekki einn um þá skoðun. Skýringar hjá Valerie Adams(1973) eru betri en hún slær þó þann varnagla að erfitt sé að skilja þarna á milli, auk þesssem hún bendir á að greinimörkin frjálst/bundið myndan <strong>og</strong> hlutverk/merking standistekki alltaf á, eins <strong>og</strong> minnst var á í inngangi þessarar ritgerðar:Thus, compounding may be distinguished from derivation both formally, in terms ofthe presence or absence of a bound form, and semantically, according to whether bothelements are ‘lexical’ or not. But we shall see that this distinction is not so simple:‘lexical’ elements are not always free, and ‘grammatical’ ones not always bound.(Adams 1973:30)Dæmin sem Adams tekur um bundnar einingar sem hún telur ekki til aðskeyta eru bæðiorðhlutar eins <strong>og</strong> -monger í ironmonger sem gjarnan koma fyrir í stakorðum <strong>og</strong> orðhlutaraf grískum <strong>og</strong> latneskum stofnum sem aðeins koma fyrir bundnir, t.d. micro-, -scope, tele<strong>og</strong>-graph. Orðmyndun af þessu tagi veldur vandræðum hjá þeim sem trúa sem stífast ákenningu Aronoffs um orðið sem grunneiningu en hún er auðvitað áhugaverð fyrir þá semvilja skoða íslenska orðmyndun vegna þess að þar úir <strong>og</strong> grúir af sambærilegum dæmumsem rakin verða í 5. kafla. Frjáls myndön (þ.e. orð) sem gegna málfræðilegu hlutverki erusíðan öll kerfisorð, hjálparsagnir, fornöfn o.þ.h.Kennslubækurnar gefa þá vísbendingu eina um not merkingar til að skilja milli afleiðslu<strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar að slíkt sé mjög vandmeðfarið <strong>og</strong> e.t.v. best að láta kyrrt liggja.Stefna sumra málfræðinga virðist líka vera sú að aðskilja eigi merkingu <strong>og</strong> form í orðmyndun<strong>og</strong> sýna með mismunandi reglum, eins <strong>og</strong> Jackendoff gerir í greininni Morphol<strong>og</strong>icaland Semantic Regularities in the Lexicon (1975) en aðrir láta sömu reglu ná bæðiyfir form <strong>og</strong> merkingu, eins <strong>og</strong> Aronoff gerir í Word Formation in Generative Grammar.2.4.3 Hljóðkerfisleg einkenniÍ tveimur bókanna sem hér um ræðir er sérstaklega fjallað um aðskeyti sem eru samstafaeða einsrituð 18 sjálfstæðum orðum en hafa annan framburð <strong>og</strong> aðra merkingu en þau.18 Hér er átt við hom<strong>og</strong>raph. Ekki er hægt að segja að þetta séu einsheiti eða að aðskeytið <strong>og</strong> orðið séusamhljóða vegna þess að munurinn er einmitt fólginn í mismunandi framburði (<strong>og</strong> merkingu). Þess vegna erhér notast við lýsingarorðið samstafa. Einnig er hægt að segja að orðin séu einsrituð (orðafar frá Jóni HilmariJónssyni).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!