13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

22 2 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί GENERATίFRI MÁLFRÆÐIfinna skilgreiningu eða útskýringar á hugtakinu sjálfu. Í sumum bókum eru dæmi látinnægja til skýringar, sem oft hlýtur reyndar að vera einfaldasta leiðin ef bækurnar eru ætlaðaralgjörum byrjendum sem e.t.v. er ekki vert að hrella með tyrfnum skilgreiningum.Oft eru skýringarnar hafðar mjög einfaldar <strong>og</strong> duga til þess eins að þekkja í sundur dæmigerðustu<strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> dæmigerðustu afleiðslu sem er auðvitað ágætt til síns brúks enheldur haldlítið þegar til kastanna kemur. Nákvæmni á borð við það sem finnst hjá Nidaer ekki að finna í þeim bókum sem hér voru skoðaðar.Aðalþættirnir í flestum skilgreiningum byggjast á formlegum einkennum einingannasem raðast saman (sjá 2.4.1) <strong>og</strong> að auki er stundum vísað til merkingarlegra einkenna(sjá 2.4.2) en nánast aldrei til mismunandi hljóðforms (sjá 2.4.3). Í bókunum fer lítiðfyrir öðrum atriðum sem ætla mætti að kæmu við sögu í grunnskilgreiningum sem snertasamband afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar þegar einkenni róta hjá Nida eru höfð í huga (sjá (2) ábls. 18), eins <strong>og</strong> virkni, staða í orði, endurkvæmni <strong>og</strong> hömlur á röðun liða, <strong>og</strong> erfitt er aðfesta hendur á þessu efni til samanburðar á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u. Vikið er að þessuhér á eftir en þar er ekki um eiginleg skilgreiningaratriði úr kennslubókunum að ræða (sjá2.4.4.).2.4.1 Formleg einkenniAllar yfirlits- <strong>og</strong> kennslubækurnar sem leitað var að skilgreiningum í skýrðu muninn áafleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u á þann hátt að aðskeyti <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arliðir væru ólíkar gerðirorðhluta. Samsett orð er, samkvæmt þeim, myndað af tveimur einingum sem báðar eruaf sama tagi, þ.e. orð, les, stofnar, rætur eða frjáls myndön eftir bókum, en afleitt orð ermyndað af einu orði, lesi, stofni eða frjálsu myndani með því að bæta bundnu myndanivið. Munurinn á skilgreiningum milli bóka er að hluta aðeins orðalagsmunur þar sem skilgreiningar<strong>og</strong> skýringar eru settar fram á misjafnlega formlegan hátt. Þannig þarf ekki aðfelast fræðilegur munur í því þótt einn höfundur segi að í samsettu orði séu tvær rætur enannar segi að samsett orð sé myndað úr tveimur orðum þar sem í orði er alltaf rót. Orðalagsmunurinnsýnir þó stundum mismunandi skoðanir á grunneiningunni í orðmyndun,þ.e. hvort hún er myndan eins <strong>og</strong> hjá formgerðarsinnum (sbr. skilgreiningu Nidas á kjarnaá bls. 18 hér að framan) eða orð eins <strong>og</strong> oft(ast) er hjá generatífum málfræðingum eftir aðkenning Aronoffs um það kom fram í bókinni Word Formation in Generative Grammar(Aronoff 1976, sjá kafla 2.5.1).Þessa kenningu um orðið sem grunneiningu í orðmyndun (Word Based Hypothesis,WBH) ætti ekki að þurfa að rifja upp hér, enda er hún tíunduð nákvæmlega í kennslubókum(t.d. í Scalise 1986:40–44 <strong>og</strong> Spencer 1991:82 o.v.). Mörgum virtist kenningin eins <strong>og</strong>hún var upphaflega sett fram býsna einstrengingsleg <strong>og</strong> illa fallin til að lýsa orðmyndun ítungumálum þar sem meira er um beygingarendingar en í ensku <strong>og</strong> því töldu ýmsir (t.d.Scalise 1986) að ástæða væri til að breyta henni <strong>og</strong> segja að grunneining í orðmyndunværi stofn eða orð að frádreginni beygingarendingu en ekki endilega heilt orð. Notkunhugtaksins ‘les’ leysir þennan vanda en þá er vísað til orðs í orðasafni án skírskotunar tilþess hvort beygingarendingar eru taldar með eða ekki. Fjölbreytnin í orðavali í skýringumá grunnhugtökum um orðmyndun skýrist oft af þessari t<strong>og</strong>streitu. Í nýlegum ritum(t.d. í greininni „Stems in Latin Verbal Morphol<strong>og</strong>y“ (1992) <strong>og</strong> bókinni Morphol<strong>og</strong>y byItself (1994)) segir Aronoff reyndar að misskilningur hafi valdið þessum erfiðleikum <strong>og</strong>‘orð’ í Aronoff (1976) hafi stundum sömu merkingu <strong>og</strong> ‘les’ <strong>og</strong> ónauðsynlegt sé að geragreinarmun á orði <strong>og</strong> lesi sem grunneiningu í orðmyndun: 1717 Á fyrstu síðu í formála í Aronoff (1976) segir svo: „I have avoided the term lexeme for personal reasons anduse instead the term word. . . . I am confident that the ambiguity will not cause much grief.“ Þessar persónuleguástæður Aronoffs (eða sérviska) hafa reynst mörgum nokkur angurvaki! Þetta atriði er ítrekað í Aronoff (1994).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!