13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

2.4 Skilgreiningar á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u ί nýlegum kennslubókum 21Spurningin er auðvitað sú hver afstaða manna var til þess líkans af málkerfinu sem kom útúr svona lýsingu. Var bannið við blöndun sviða eðlislægur þáttur málkerfisins sjálfs eðavar það tæki til þess að tryggja að vísindalegum vinnubrögðum væri beitt, án þess að bakilægi einhver dýpri sannleikur um málkerfið?Hugmyndir sem svipar til bannsins við blöndun sviða hafa átt talsverð ítök í generatífummálfræðingum <strong>og</strong> sá grunur læðist að á stundum að þar hafi atriði sem upphaflegamátti rekja til vinnuaðferða formgerðarsinna við greiningu tungumála orðið hluti af alltöðru líkani sem átti að sýna sálfræðilegan raunveruleika. Þar með er tæki eða aðferð e.t.v.orðið að trúarsetningu. Deilur um skil milli orðmyndunar <strong>og</strong> hljóðkerfishluta málsins annarsvegar <strong>og</strong> milli setningarferla <strong>og</strong> orðamyndunar hins vegar beinast oftar en ekki að þvíhvar skilin eiga að vera en ekki hvort þau eiga sér einhvern tilverurétt <strong>og</strong> hvort þau erusálfræðilega raunveruleg. Skilin sjálf verða síðan til þess að erfitt verður að gera grein fyriratriðum sem virðast eiga sér nákvæma hliðstæðu í öðrum hlutum kerfisins vegna þessað bannað er að nýta upplýsingar fyrr en flæðið milli aðskilinna hluta í kerfinu leyfir það(sbr. örvarnar í Aspects-líkaninu í (1) á bls. 14 hér að framan). Á stundum mætti halda aðaðskilnaðurinn verði markmið í sjálfu sér <strong>og</strong> að stíf skipting þjóni einhverjum tilgangi íkerfinu sjálfu, jafnvel án þess að vera réttlætt nægjanlega.2.4 Skilgreiningar á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u í nýlegum kennslubókumHér að ofan var því haldið fram að skilgreiningar formgerðarsinna á grunnhugtökum íorðmyndunarfræði hefðu að verulegu leyti verið teknar upp í ritum um generatífa orðhlutafræði14 <strong>og</strong> nú er rétt að huga nánar að þessu. Vandamálið við það er að í fræðilegaefninu sjálfu virðist vera litið á slíkar skilgreiningar sem sjálfsagða hluti <strong>og</strong> leita þarf íkennslubækur <strong>og</strong> yfirlitsrit til þess að finna skilgreiningar á grunnhugtökum eins <strong>og</strong> ‘rót’,‘stofn’ <strong>og</strong> ‘aðskeyti’ vegna þess að þeir einir sem fást við að útskýra hluti fyrir byrjendumreyna að gera slíku einhver skil. Sama má segja um hugtökin ‘afleiðsla’ <strong>og</strong> ‘<strong>samsetning</strong>’.Þeir sem fjalla um afmarkaðri viðfangsefni <strong>og</strong> setja fram nýjar kenningar virðast yfirleittganga út frá þessum hlutum sem gefnum en auðvitað má oft ráða hvaða skilning mennhafa á hugtökunum af ritunum sjálfum.Kennslubækur í orðmyndun sem einskorðast við generatífa orðmyndunarfræði eru fáar<strong>og</strong> flestar kennslubækur fjalla um orðmyndun almennt án þess að binda sig við þaðlíkan af málkerfinu sem lexíkölsk orðmyndunarfræði byggir á, í anda þeirrar stefnu semrekja má til greinar Chomskys um nafnleidd sagnorð (Remarks on nominalization, 1970).Það kom líka í ljós þegar allmargar kennslubækur voru athugaðar að tiltölulega lítill munurvar á grunnskilgreiningum í bókum sem beinlínis geta talist til kennslubóka í generatífrieða lexíkalskri orðhlutafræði, eins <strong>og</strong> Scalise (1986), Jensen (1990), Spencer (1991)<strong>og</strong> Katamba (1993), 15 <strong>og</strong> skilgreiningum í almennari eða eldri bókum eins <strong>og</strong> Matthews(1972 <strong>og</strong> 1974), Adams (1973) <strong>og</strong> Bauer (1983 <strong>og</strong> 1988). 16 Í sumum bókanna eru skilgreiningarmjög af skornum skammti <strong>og</strong> hugtökin sýnilega talin vera svo almenn að þauþarfnist alls ekki skýringa, eins <strong>og</strong> t.d. í Spencer (1991:14). Þar er fyrst sagt frá samsettumorðum á þennan hátt (leturbreyting hans): „Most languages exhibit some form ofcompounding. Indeed, in some languages . . . it is the only real evidence of morphol<strong>og</strong>icalcomplexity.“ Þrátt fyrir talsverða umfjöllun um samsett orð í bókinni er hvergi að14 Aronoff (1976:xi) telur t.d. skilmerkilega upp mörg helstu rit formgerðarsinna sem heimildir sínar um orðhlutafræðií formála, þ.e. Bloomfield (1933), Bloch (1947), Hockett (1947), Nida (1948) <strong>og</strong> Harris (1948, 1951).15 Fyrri bækurnar tvær eru hreinræktaðar kennslubækur í generatífri orðhlutafræði en í síðari bókunum tveimurkemur fleira við sögu þótt sama stefna sé ráðandi í þeim.16 Sumar þessara bóka eru skrifaðar áður en generatíf orðmyndunarfræði fór að ryðja sér til rúms.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!