13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

20 2 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί GENERATίFRI MÁLFRÆÐIMunurinn á IA <strong>og</strong> IP minnir nokkuð á skoðanaágreining milli þeirra sem telja aðskeytitil lesa í orðasafni <strong>og</strong> hinna sem telja þau einungis vera hljóðform afleiðslureglnanna,en ekki virðast allir vera sammála um það hvað felst í IP: „. . . what precisely is meantby it [i.e. IP] varies from one linguist to another . . . “ (Matthews 1972:63). Munurinná því hvort aðskeyti eru les eða ekki virðist því ekki skipta eins miklu máli í IP eins<strong>og</strong> í IA. Þriðja aðferðin (Word and Paradigm (WP)) sem generatífir málfræðingar hafatekið í arf frá formgerðarsinnum kom seint til sögunnar hjá þeim síðarnefndu <strong>og</strong> er hjáSpencer (1991:52) rakin til Robins (1959) sem fyrstur mun hafa sett hana skipulega framen aðferðin er nefnd hjá Hockett (1954). Matthews (1972, 1974), Stephen R. Anderson(sjá 2.5.5) <strong>og</strong> fleiri vinna síðar á líkum forsendum. Í verunni er þetta sama aðferð <strong>og</strong> beitthefur verið í málfræði frá upphafi vega, ef svo má segja; aðferðin sem rakin er allt tilPāninis <strong>og</strong> byggist á því að ekki sé hægt að aðskilja orðhluta <strong>og</strong> beygingarreglur, þ.e. aðskoða verði hverja orðmynd sem eina heild. Kunnuglegust er aðferðin úr hefðbundnumíslenskum málfræðibókum þar sem beygingardæmi eru gefin, en hún hefur síðan veriðútfærð til þess að ná yfir afleiðslu líka, eins <strong>og</strong> sjá má hjá Anderson (1992). Ef þessi aðferðer notuð þá skiptir munurinn á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u verulegu máli. Vandamálin semformgerðarsinnar þurftu að taka afstöðu til í sambandi við þessar aðferðir þrjár eru enn ákreiki <strong>og</strong> munu koma við sögu hér á eftir.2.3.3 Bannið við blöndun sviðaBannið við blöndun sviða er áhugavert athugunarefni fyrir þá sem vilja skoða áhrif formgerðarsinnaá generatífa málfræði. Nú er talsverður munur á grundvallarviðhorfum formgerðarsinna<strong>og</strong> generatífra málfræðinga til þeirra líkana sem þeir setja upp. Grunnurinnað generatífri málfræði er sú hugmynd að verið sé að setja fram rétta <strong>og</strong> sálfræðilegaraunverulega mynd af málkerfinu sjálfu sem er meðfætt <strong>og</strong> eins í öllum mönnum, eins <strong>og</strong>glögglega má sjá af öllum ritum Chomskys sem fjalla almennt um málfræði <strong>og</strong> grundvöllhennar, t.d. Knowledge of Language (1986b). Markmið formgerðarsinna var annað; þeirvoru að glíma við að lýsa staðreyndum, m.a. með því að kljást við áður óskráð tungumál.Aðferðir þeirra <strong>og</strong> kenningar mótast því að verulegu leyti af gagnavinnunni sjálfri, a.m.k.hjá mönnum eins <strong>og</strong> Nida. Hljóðformið eitt var í verunni nægilega traust til að byggjalýsinguna á <strong>og</strong> þess vegna varð að greina það til hlítar áður en lengra var haldið. Á þannhátt var hægt að leiða í ljós málfræði tungumálsins sem verið var að rannsaka, eins <strong>og</strong>Newmeyer lýsir ágætlega:The goal of structural linguistics was to ‘discover’ a grammar by performing a setof operations on a corpus of data. Each successive operation was one step fartherremoved from the corpus. Since the physical record of the flow of speech itself was theonly type of data considered objective enough to serve as a starting point, it followedthat the levels of a grammatical description had to be arrived at in the following order:I. PhonemicsII. MorphemicsIII. SyntaxIV. DiscourseSince morphemes could be discovered only after the phonemes of which they werecomposed were extracted from the flow of speech, it followed that morphemic (orsyntactic) information could not enter a phonemic description . . . This became knownas the prohibition against ‘mixing levels’ in a grammatical description.(Newmeyer 1980:6)

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!