13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

2.3 Arfurinn frá formgerðarsinnum 19getur falist orðhluti sem ekki er rót en telst vera hluti af samsettu rótinni. Munurinn áafleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u er þá sá að <strong>samsetning</strong> felst í því að bæta kjarna við kjarna enafleiðsla felst í því að bæta orðhluta sem ekki er kjarni við kjarna:The derivational formations may . . . be divided between formations of the nuclei(these are compounds) and constructions consisting of nuclei and nonnuclei.(Nida 1949:98)Í einfaldaðri mynd má því segja að munurinn á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u hjá Nida sé býsnalíkur því sem fram kemur í skilgreiningunni í (1) í inngangi hér að framan. Munurinn ersá að grunneining Nidas er rót sem ekki þarf að vera frjálst myndan en í b-lið í (1) hér aðframan eru merkingarbæru einingarnar í <strong>samsetning</strong>u sjálfstæð orð eða kjarni sjálfstæðraorða (þ.e. orð án endinga).2.3.2 Orðmyndunarlýsing formgerðarsinnaGreiningaraðferðir formgerðarsinna <strong>og</strong> skilgreiningar þeirra eru grunnurinn sem generatíforðmyndunarfræði byggir á. Hér að framan var lauslega tæpt á því hvernig Nida skiptirorðmyndun í <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> afleiðslu en það er fleira sem hafa þarf í huga af arfiformgerðarsinna þegar nýrri verk um orðmyndun eru skoðuð. Hluti af deilum þeim semminnst var á í sambandi við mismunandi líkön <strong>og</strong> mismunandi aðferðir generatífra málfræðingahér að framan verður líka skiljanlegri í ljósi kenninga formgerðarsinna. Skiptinginí þrjár 12 aðferðir við orðmyndunar- <strong>og</strong> beygingarlýsingu sem rekja má til Hocketts,þ.e. Item and Arrangement (IA), Word and Paradigm (WP) <strong>og</strong> Item and Process (IP),kemur fram að einhverju leyti í generatífri málfræði þótt í breyttri mynd sé.Aðferðin sem nefnd er Item and Arrangement (IA) byggist á nákvæmri myndangreininguþar sem hvert myndan hefur sitt hlutverk <strong>og</strong> þeim er raðað saman samkvæmt ákveðnumreglum. Samkvæmt Matthews (1972:42) var fræðilega séð ekki munur á myndönumeftir því hvort þau voru rætur (radical elements) eða ekki (þ.e. aðskeyti eða endingar),a.m.k. ekki samkvæmt aðferðinni eins <strong>og</strong> hún var fyrst sett fram, en munur gat komiðfram í ólíkum hlutverkum þeirra. Finna má líkindi með þessu <strong>og</strong> kenningu Lieber (1981,1992) <strong>og</strong> Selkirk (1982) þar sem öll aðskeyti eru les (sjá 2.5.6 <strong>og</strong> 2.5.3). Þetta kerfi reynistvel til að lýsa aðskeytingu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u en miður til að lýsa fyrirbærum eins <strong>og</strong> beygingusterkra sagna þar sem grípa þarf til myndangreiningar sem ekki á sér stoð í línulegriröð myndana í orðinu. Aðferðin Item and Process (IP) byggist hins vegar á þeirri hugmyndað orðmyndunarreglur 13 (afleiðslu- <strong>og</strong> beygingarreglur) séu ferli sem breyta formimyndana eða orða á tiltekinn hátt, t.d. með viðskeytingu eða hljóðbreytingu. Grunnhugmyndiner þó sú að IP sé líka eins konar samröðun (agglutination). Spencer orðar þettasvo:. . . IP . . . is assumed to be agglutinative at the underlying level. Thus, took is formedfrom take plus the ablaut process, and this can be thought of as a base morpheme plusa past tense process, whose ‘combination’ results in the change in vowel quality.(Spencer 1991:50–51)12 Hockett (1954) gerir líkönunum reyndar mishátt undir höfði <strong>og</strong> þess vegna heitir grein hans Two models ofgrammatical description <strong>og</strong> þar er sagt frá IA <strong>og</strong> IP en WP aðeins nefnt lauslega.13 Hér nær orðið ‘orðmyndunarregla’ (word formation rule) líka yfir beygingarreglur eins <strong>og</strong> það gerir oft íensku en þar eru bæði orðmyndunaraðskeyti <strong>og</strong> beygingarendingar venjulega talin til aðskeyta í skilgreiningum ágrunnhugtakinu sjálfu en síðan skilin að með því að kenna þau við ferlin, þ.e. derivational affixes <strong>og</strong> inflectionalaffixes.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!