13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

2.3 Arfurinn frá formgerðarsinnum 17beinlínis frá þeim fengnar eða a.m.k. byggðar á verkum þeirra (sjá t.d. Katamba 1993 <strong>og</strong>Spencer 1991). Þannig er málum háttað um afmörkun afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar en þessiskipting stendur auðvitað á gömlum merg í málfræði, eins <strong>og</strong> fram kemur þegar gamlarmálfræðibækur eru skoðaðar. Nú verður tekið dæmi af aðferðum formgerðarsinna við aðgreininguundirflokka orðmyndunar <strong>og</strong> skilgreiningar Nidas (1949) raktar. Þá er minnst áþrjár aðferðir formgerðarsinna við orðhlutagreiningu (Item and Arrangement, Word andParadigm <strong>og</strong> Item and Process) en þar kemur fram munur sem tengist mismunandi skoðunummanna á orðmyndunarreglum þar sem aðskeyti eru annaðhvort talin vera les eðahluti orðmyndunarreglnanna sjálfra. Loks fylgja vangaveltur um áhrifin af vinnuaðferðumformgerðarsinna á líkan generatífra málfræðinga.2.3.1 Skilgreiningar NidasEugene Nida er hér tekinn sem fulltrúi amerískra formgerðarsinna, án þess þó að hannsé að öllu leyti dæmigerður fyrir þá stefnu eða trúi blint á sumar af höfuðkennisetningumhennar. Ástæðan er sú að bók hans um orðhlutafræði, Morphol<strong>og</strong>y. The DescriptiveAnalysis of Words (1949), er afskaplega greinargóð <strong>og</strong> ítarleg <strong>og</strong> aðferðir þær sem þar erlýst hafa haft mikil áhrif á generatífa málfræðinga. Stefna formgerðarsinna mótaðist mjögaf raunhyggjustefnunni (empiricism) sem var frá fjórða áratugnum ráðandi fræðastefna íýmsum greinum í Bandaríkjunum, þar með talið í málfræði þar til generatífistar ruddusér til rúms. Eitt af viðfangsefnum amerískra formgerðarsinna, þar á meðal Nida, varað greina <strong>og</strong> skrá fjölmörg indíánamál <strong>og</strong> bók Nidas er öðrum þræði handbók um þaðhvernig greina skuli framandi tungumál. Eins <strong>og</strong> Frederick Newmeyer rekur í bók sinniLinguistic Theory in America (1980) var markmiðið að lýsa málfræði tungumálsins semgreina átti með því að byrja á hljóðformi þess (þ.e. greina fónemin) <strong>og</strong> halda síðan áframkoll af kolli. Kennisetning flestra formgerðarsinna var sú að greininguna yrði að vinnaí skýrt afmörkuðum stigum þannig að hljóðkerfisfræði, orðhlutafræði <strong>og</strong> setningafræðivoru alveg aðskilin rannsóknarsvið sem ekki mátti blanda saman. 9 Þessu var Nida ekkisammála, eins <strong>og</strong> fram kemur í þriðja lögmáli hans um málgreiningu: „No part of alanguage can be adequately described without reference to all other parts“ (1949:2). 10Greining <strong>og</strong> aðferðir formgerðarsinna, bæði þeirra sem ekki leyfðu blöndun sviða <strong>og</strong>Nidas, bera merki raunhyggjumanna <strong>og</strong> eru sérstaklega til þess fallin að vinna frumvinnu ílýsingu tungumála. Raunhyggjustefnan átti líka greiðan aðgang að málfræðingum á þessusviði þar sem aðalatriðið hlýtur að hafa verið að koma sér upp nothæfum vinnuaðferðum,eins <strong>og</strong> fram kemur í bók Newmeyers:Empiricism struck an especially responsive chord in linguistics. To hard-headedfieldworkers busy with the initial descriptions of hundreds of “exotic” languages,Humboldtian speculations about “inner form” and Schleicherian pronouncements oflanguage evolution seemed as unscientific as Greek mythol<strong>og</strong>y.(Newmeyer 1980:4)Bók Nidas (1949) er mjög í þessum anda <strong>og</strong> þar er að finna nákvæma lýsingu á vinnuaðferðumvið myndangreiningu. Skilgreiningin á muninum á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u9 Newmeyer (1980:6) tekur dæmi úr Hockett (1942:107): „There must be no circularity; phonol<strong>og</strong>ical analysisis assumed for grammatical analysis and so must not assume any part of the latter. The line of demarcationbetween the two must be sharp.“10 Hér fylgir hluti af skýringu hans á lögmáli nr. 3: „This principle means that the phonemics, morphol<strong>og</strong>y, andsyntax of a language cannot be described without reference to each other. A language is not a departmentalizedgrouping of relatively isolated structures; it is a functioning whole, and the parts are only fully describable interms of their relationship to the whole“ (Nida 1949:2–3).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!