13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

2.2 Upphafið 15Skiptingin í afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u skiptir mismiklu máli eftir því hver heildarmyndinaf málkerfinu er. Stundum er hún lykilatriði, eins <strong>og</strong> í A-Morphous Morphol<strong>og</strong>y eftirStephen R. Anderson (1992). Hjá honum er eðlismunur á orðmyndunarreglum þeim semgilda í afleiðslu <strong>og</strong> orðgerðarreglum sem eiga við um <strong>samsetning</strong>u, þannig að <strong>samsetning</strong>arliðireru les (lexem) <strong>og</strong> geymdir sem slíkir í orðasafni. Aðskeytin sjálf eru hins vegaraðeins talin vera hljóðform orðmyndunarreglnanna <strong>og</strong> því hluti af þeim. Aðrir gera hinsvegar ráð fyrir því að aðskeyti séu les, rétt eins <strong>og</strong> orð, <strong>og</strong> þá eru afleiðsla <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>sett fram með sambærilegum reglum sem raða saman lesum. Þetta á t.d. við um Selkirk(1982) sem beitir liðgerðarreglum í orðmyndun <strong>og</strong> hjá Lieber (1992) sem beitir einni innsetningarreglusem gildir jafnt um <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> afleiðslu, en þar er orðmyndun talin tilsetningarhluta málkerfisins. Þessi mismunur á viðhorfum tengist viðfangsefnum mannaþannig að þeir sem fást við hljóðkerfislega þætti orðmyndunar virðast vera hallari undirþað að beita aðferðum sem svipar til aðferða í hljóðkerfisfræði. Þeir sem fást við rökvenslorðliða o.þ.h. nota hins vegar aðferðir sem eru líkari aðferðum í setningafræði eða teljaorðmyndun beinlínis til setningafræði.Í setningafræði hafa orðið gífurlegar breytingar á síðustu árum <strong>og</strong> bilið milli aðferða<strong>og</strong> kenninga í hljóðkerfisfræði <strong>og</strong> setningafræði virðist vera að aukast. Í setningafræðiChomskysinna hefur reglumálfræðin vikið fyrir málfræði sem kennd er við lögmál <strong>og</strong>breytur (principles and parameters). 3 Þá er orðum raðað saman í setningar eftir þeimgildum sem hvert einstakt tungumál setur fyrir breyturnar í allsherjarmálfræðinni semer algild fyrir öll tungumál. Þessi stefna er meiri bylting en ummyndanamálfræðin vará sínum tíma, samkvæmt Chomsky sjálfum (sjá greinina Some Notes on Economy ofDerivation and Representation (1991)), <strong>og</strong> verður að auki til þess að bilið milli aðferða ísetningafræði <strong>og</strong> hljóðkerfisfræði breikkar: 4The past few years have seen the development of an approach to the study of languagethat constitutes a fairly radical departure from the historical tradition, more sothan contemporary generative grammar at its origins. I am referring to the principlesand-parametersapproach, which questions the assumption that a particular languageis, in essence, a specific rule system. If this approach is correct, then within syntax(excluding phonol<strong>og</strong>y) there are no rules for particular languages and no constructionspecificprinciples. A language is not, then, a system of rules, but a set of specificationsfor parameters in an invariant system of principles of Universal Grammar . . . .(Chomsky 1991:417)Þeir sem eru setningafræðilega sinnaðir í orðhlutafræði virðast hneigjast æ meira aðbreytulíkaninu <strong>og</strong> miða við að einhvers konar ¯X-kerfi 5 gildi líka um orðmyndun. Búastmá við að nýjasta líkan Chomskys af málkerfinu, naumhyggjan (eða minimalisminn) semboðuð er í bókinni The Minimalist Pr<strong>og</strong>ram (1995a), verði til þess að flækja málið ennfrekar en samkvæmt þessari kenningu er aðeins gert ráð fyrir orðasafni, rökgerð (l<strong>og</strong>icalform, LF) <strong>og</strong> hljóðgerð (phonetic form, PF) en aðrir hlutar málkerfisins missa sjálfstæðisitt. Þar með hlýtur orðasafnið að verða mjög flókið en Chomsky virðist gera ráð fyrir því3 Í 2. kafla í kandídatsritgerð Friðriks Magnússonar (1990) er góð lýsing á þessu.4 Í neðanmálsgrein (Chomsky 1991:449, nmgr. 2) kemur fram að Chomsky gerir enn ráð fyrir regluvirkni íhljóðkerfisfræði <strong>og</strong> er þar vísað til greinar Brombergers <strong>og</strong> Halles, Why Phonol<strong>og</strong>y is Different (1989), þar semfærð eru rök fyrir þessu. Þarna er m.ö.o. gert ráð fyrir grundvallarmismuni á eðli setningafræði <strong>og</strong> hljóðkerfisfræði,að því er virðist enn frekar en áður hefur verið. Þeir sem fást við orðmyndunarfræði í anda þessa líkansgeta því enn um sinn deilt um það hvort afleiðsla sé fremur í ætt við hljóðkerfisreglur eða setningagerðarlögmál.5 Ekki verða menn þó á eitt sáttir um það hvort ¯X-kerfið innan orðs lítur eins út eða fylgir sömu lögmálum<strong>og</strong> í setningafræði, sjá kafla 4.4.1.2 hér á eftir.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!