13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

5.4 Athugun á orðmyndunarreglum 173þess vegna kemur fram aukið ósamræmi í greiningunni þegar flæði á milli orðasafnsferlaer takmarkað, þ.e. á milli beygingar, afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar.Upphaflegt markmið Kiparskys í lagskiptu líkani var það að línuleg röðun myndanaendurspeglaði lögin í líkaninu <strong>og</strong> röksemdir um hömlur á röðun liða vega þungt hjá honum.Þessu hafnar Þorsteinn G. Indriðason hvað beygingu snertir, þar sem tilvist eignarfallsmyndaí <strong>samsetning</strong>arliðum (þ.e. í lausum <strong>samsetning</strong>um) verður til þess að hannbyggir greiningu sína á því að liðirnir séu sóttir beygðir inn í samsettu orðin (sjá umfjölluná bls. 80–81 hér að framan). Þetta er nauðsynlegt vegna þess að beyging verður að farafram í fyrra lagi í líkaninu en <strong>samsetning</strong> vegna mismunar í regluvirkni hljóðkerfisreglnasem Þorsteinn byggir skiptingu sína á. Ætla má að það sama gildi um greiningu á beygingarlegumlýsingarhætti <strong>og</strong> við greiningu beygðra <strong>samsetning</strong>arliða, þ.e. að gera verðiráð fyrir því að liðirnir komi beygðir inn í orðið. Allar beygingarmyndir samsettra sagna,þ.m.t. lýsingarháttur, hljóta þá að vera e.k. inntak í <strong>samsetning</strong>una sjálfa.Hins vegar virðist Þorsteinn gera ráð fyrir því að ströng lagskipting (<strong>og</strong> þar með línulegröð orðhluta) gildi þegar viðskeyting I <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong> er annars vegar, eða svo máa.m.k. ætla af þeim rökum sem hann setur fram um röðun viðskeyta I <strong>og</strong> II <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arliða.Það er því ekki að sjá af kenningu Þorsteins að hann geri ráð fyrir sams konarferli í afleiðslu <strong>og</strong> í beygingu þannig að liðirnir séu sóttir afleiddir inn í orðin, enda væruþá öll rök um línulega röðun fallin.Niðurstaðan um lýsingarhátt er því sambærileg við það sem fram kemur hér á undanum nafnleidd sagnorð. Orðmyndunarlegur lýsingarháttur af samsettum sögnum, myndaðurá reglulegan hátt með sömu viðskeytum <strong>og</strong> fram koma í beygingarlegum lýsingarhætti,er ekki til ef endurkvæmni milli <strong>samsetning</strong>ar- <strong>og</strong> afleiðslureglna er takmörkuð. Í staðinnkoma samsett orð þar sem síðari liðurinn er lýsingarháttur grunnsagna eða afleiddra sagna.Hins vegar veldur beygingarlegur lýsingarháttur þátíðar af samsettum sögnum ekki vandræðumí lagskiptu líkani, miðað við forsendur Þorsteins G. Indriðasonar þar sem beygðirliðir eru sóttir inn í orðasafnið áður en til <strong>samsetning</strong>arinnar kemur. Þarna þarf því að notatvær gjörólíkar aðferðir til að skýra ferlin sem búa til beygingarlegan <strong>og</strong> orðmyndunarleganlýsingarhátt samsettra sagna en samt vill svo til að myndirnar eru alltaf samhljóða<strong>og</strong> merkingarvensl eru þau sömu. Með þessu tapast því sú alhæfing að lýsingarháttur,bæði beygingarlegur <strong>og</strong> orðmyndunarlegur, sé myndaður af sögnum, bæði grunnsögnum,afleiddum sögnum <strong>og</strong> samsettum sögnum, með viðskeytunum -inn, -aður, -ður, -dur, -tur(sjá t.d. Björn Guðfinnsson 1958:65).5.4.3.3 Niðurstaða um víxlverkunNiðurstaðan um víxlverkun afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar er því sú að rökgerð orða bendiótvírætt til þess að orðmyndunarreglur verði að vera endurkvæmar þannig að samsett orðgeti verið inntak í afleiðslureglur. Í kenningum þar sem strangar takmarkanir gilda umflæði milli afleiðslu- <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arreglna er óhjákvæmilegt að rökgerð tapist <strong>og</strong> aðauki verða til göt í orðmynduninni í ferlum sem annars væru mjög virk <strong>og</strong> fullkomlegaregluleg, t.d. í myndun sagnleiddra nafnorða <strong>og</strong> orðmyndunarlegs lýsingarháttar þátíðar.Ef afleiðsla getur ekki farið á eftir <strong>samsetning</strong>u eru eiginleg sagnleidd nafnorð aðeins tilaf grunnsögnum <strong>og</strong> viðskeyttum sögnum en sambærilegar myndir af samsettum sögnumverður þá að skýra á annan hátt, t.d. með því að þar séu á ferðinni samsett nafnorð. Þaðer þá hending að þau eru nákvæmlega hliðstæð samsettu sögnunum, bæði að formi <strong>og</strong>merkingu. Sams konar vandamál birtast einnig í greiningu lýsingarháttar af samsettumsögnum, eins <strong>og</strong> hér hefur verið sýnt. Niðurstaðan hér sýnir að fullt flæði verður að veramilli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar <strong>og</strong> gera verður ráð fyrir víxlverkandi reglum um afleiðslu<strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!