13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

172 5 GÖGNIN OG VIÐFANGSEFNIÐ(48) Lagskiptingin <strong>og</strong> nafnleidd sagnorð:nafnorðsviðskeyti I nafnorðsviðskeyti II(-ing/-un/-ning/-nað . . . ) (?)u ugrunnsögnsögn með vsk u uIsögn með vsk 9 uIIsamsett 9 usögnAfleiðingarnar af þessu eru þær að í lagskiptu líkani geta orðin bólusetning, lögskráning,fjármögnun <strong>og</strong> rökstuðningur ekki verið sagnleidd nafnorð, þ.e. afleiðsla af samsettusögnunum bólusetja, lögskrá, fjármagna <strong>og</strong> rökstyðja. Þar sem orðin eru nú samt semáður til hljóta þau að vera samsett orð, þ.e. sett saman úr grunnorðunum bóla, lög, fé <strong>og</strong>rök <strong>og</strong> viðskeyttu orðunum setning, skráning, mögnun <strong>og</strong> stuðningur. Við þetta er þrenntað athuga. Í fyrsta lagi er það mjög furðuleg tilviljun að rökvenslin í orðapörunum bólusetja<strong>og</strong> bólusetning, lögskrá <strong>og</strong> lögskráning, fjármagna <strong>og</strong> fjármögnun <strong>og</strong> rökstyðja <strong>og</strong>rökstuðningur skuli vera alveg samstæð, alveg á nákvæmlega sama hátt <strong>og</strong> í sagnleiddumnafnorðum af grunnsögnum, (t.d. hugga <strong>og</strong> huggun), ef engin orðmyndunarleg tengsl eruá milli þeirra nema þau að pörin eru (hvert um sig) mynduð af sömu orðunum. Í öðrulagi er það skrýtin tilviljun að <strong>samsetning</strong>arhátturinn skuli vera sá sami í svona pörum,þar sem engin ástæða er til að svo sé ef aðeins er um hliðstæðar <strong>samsetning</strong>ar að ræðaen ekki afleiðslu af <strong>samsetning</strong>um. Fyrri hlutarnir lög-, fjár- <strong>og</strong> rök- eru t.d. ekki einu<strong>samsetning</strong>arliðirnir sem til greina koma af orðunum lög, fé <strong>og</strong> rök, eins <strong>og</strong> orðin féfletting,rakasannindi <strong>og</strong> lagabreyting sýna. 56 Ef aðeins er um hliðstæð samsett orð að ræðagæti útkoman alveg eins verið féfletta, ?fjárfletting <strong>og</strong> fjárfesta, ?féfesting. 57 Í þriðja lagileiðir þessi greining til þess að eiginleg sagnleidd nafnorð eru ekki til nema af grunnsögnum<strong>og</strong> afleiddum sögnum (með viðskeyti I) en þar með verða til mjög skrýtin göt íorðmynduninni.Með greiningu sem takmarkar endurkvæmni milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar er þvíverið að segja að eiginleg gerandorð <strong>og</strong> verknaðarorð (sem eru afleidd orð) séu ekki tilnema af sumum sögnum, þ.e. grunnsögnum <strong>og</strong> afleiddum sögnum með viðskeyti I, ensamsett orð gegni sama hlutverki merkingarlega fyrir samsettar sagnir. Á þessu er þar aðauki einn annmarki enn; í sumum orðum verður að gera ráð fyrir <strong>samsetning</strong>armyndumsem ekki eru til sem sjálfstæð orð, t.d. nýjun í samsetta orðinu endurnýjun. 585.4.3.2 Lýsingarháttur þátíðar, orðmyndun <strong>og</strong> beygingSvipuð vandamál koma upp í greiningu lýsingarháttar nútíðar <strong>og</strong> þátíðar eins <strong>og</strong> í greiningunafnorðanna sem fjallað er um í næsta kafla hér á undan. Lýsingarhátturinn er þó aðþví leyti enn flóknari að hann er ýmist talinn vera beygingarmynd eða orðmyndun 59 <strong>og</strong>56 Samsetningar af nafnorðinu rök með fyrrihlutanum raka eru fáar, e.t.v. vegna þess að orðhlutinn er samhljóða<strong>samsetning</strong>armynd orðsins raki.57 Val á <strong>samsetning</strong>armynd í einstökum samsettum orðum virðist vera lexíkalíserað <strong>og</strong> ófyrirsegjanlegt í mjögmörgum tilfellum, eins <strong>og</strong> sést af pörum eins <strong>og</strong> barnsvagga, barnarúm; barnsmeðlag, barnalífeyrir <strong>og</strong> bóksala,bókabúð þar sem merkingarvensl í orðunum skýra ekki muninn á stofn<strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> lausri <strong>samsetning</strong>u eðaeignarfalli eintölu <strong>og</strong> fleirtölu í <strong>samsetning</strong>armyndunum. Ekki virðist heldur vera auðvelt að gera grein fyrirþessu út frá hljóðskipun (sjá Kristín Bjarnadóttir 1995a).58 Hér er endur- talið vera <strong>samsetning</strong>arliður en í lagskiptu líkani skiptir engu þótt það sé talið vera forskeytiþar sem það hlyti að vera í sama lagi <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ing, sbr. orðið endurskipulagning þar sem skipuleggja <strong>og</strong>skipulagning eru samsett orð sem endur bætist framan á.59 Um vandamál í skiptingu lýsingarháttar í beygingu <strong>og</strong> orðmyndun, sjá t.d. Sýnihefti sagnorðabókar (ÁstaSvavarsdóttir et al. 1993:18–20) <strong>og</strong> Setningafræði Höskuldar Þráinssonar (1990:39–43) <strong>og</strong> ritgerðina Naumt aðhugað hætti: Um lýsingarhátt þátíðar (Kristín Bjarnadóttir 1996).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!