13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

5.4 Athugun á orðmyndunarreglum 169orða einnig að finna hvorugkynsmyndir lýsingarorða sem greindar eru sem atviksorð íRitmálssafni, vegna setningarstöðu, t.d. andskotalaust í reglunni hér.Eins <strong>og</strong> áður sagði eru reglurnar um viðskeytingu hafðar með hér til að sýna fjölbreytnií orðmynduninni fremur en að þeim sé ætlað að varpa ljósi á samanburðinn við reglurSelkirk eða að af þeim sé hægt að draga miklar ályktanir.5.4.2.6 Er munur á orðmyndunarreglum í afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u?Strangt til tekið má halda því fram að engin orðflokkagöt séu í reglum um samsett orð ííslensku á borð við þau sem Selkirk gerir ráð fyrir í ensku. Orðhlutar af öllum höfuðorðflokkumganga saman í <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> sömu ályktun má reyndar draga af reglunum hérá undan um viðskeytingu. Tölurnar sýna þó að talsverður munur virðist vera á virkni endaer það gamalkunn staðreynd að enginn vandi er að búa til samsett nafnorð en erfiðara meðflest annað, t.d. sagnir.Lykillinn að þessu er e.t.v. sá að merkingarvensl milli orðhluta eru með ólíkum hætti íorðum af mismunandi orðflokkum. Það er því e.t.v. alls ekki hlutverk orðmyndunarreglnannasjálfra (eins <strong>og</strong> Selkirk virðist telja) að útiloka að einhverjir tveir orðflokkar myndisamsett orð. Er ekki miklu líklegra að þetta sé afleiðing af ströngum reglum um merkingarvenslmilli orðhluta sem byggjast á reglum um úthlutun merkingarhlutverka innanorða á hliðstæðan hátt <strong>og</strong> í setningum? Hugmyndir Lieber sem minnst er á í 2.5.6 hérað framan byggjast reyndar á kenningum af þessu tagi en hún setur það að skilyrði aðvensl á milli orðhluta séu samkvæmt setningafræðilegum lögmálum. Þess er ekki kosturað athuga þetta atriði hér en á því er full þörf. Með þetta í huga má e.t.v. segja að reglursem settar eru fram á þann hátt sem gert er í þessum kafla séu í eðli sínu lýsandi <strong>og</strong> getialdrei verið skýrandi. Ef til vill liggur það einnig í hlutarins eðli að orðgreiningarlýsingþar sem ekki er verið að fást við virka orðmyndun eingöngu getur aldrei orðið annað enlýsandi þar sem þar er í raun verið að athuga mörg málstig í einu.Niðurstaðan af þessari skoðun á hugsanlegum mismun á regluvirkni í <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong>afleiðslu er því sú að í íslensku komi ekki fram göt í reglunum á sama hátt <strong>og</strong> í ensku þóttvirkni sé mismikil. Því er tæplega hægt að halda því fram á grundvelli þeirra staðreyndasem hér hafa verið settar fram að afleiðsla <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong> séu eðlisólíkar að þessu leyti.5.4.3 Um víxlverkun afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arÞeir sem gera ráð fyrir ströngum aðskilnaði <strong>samsetning</strong>ar <strong>og</strong> afleiðslu í orðasafninu <strong>og</strong>telja eðli þessara orðmyndunarferla vera ólíkt þurfa að haga greiningu sinni þannig aðaðskeyti bætist ekki við samsett orð. Þar gildir m.ö.o. eins konar bann við blöndun sviða.Afleiðingin verður sú að fram koma liðgerðarþversagnir, eins <strong>og</strong> nokkrum sinnum hefurverið minnst á hér að framan. Þetta á bæði við um lýsingu eins <strong>og</strong> hjá Stephen R. Anderson(sjá 2.5.5) <strong>og</strong> í lexíkalskri hljóðkerfis- <strong>og</strong> orðhlutafræði, t.d. hjá Kiparsky <strong>og</strong> ÞorsteiniG. Indriðasyni (sjá 2.5.4 <strong>og</strong> 3.3.4 hér að framan). Í lagskiptum líkönum af málkerfinukemur þetta fram í því að aðskeyti sem tilheyra lagi sem er ofar í ferlinu en <strong>samsetning</strong>ineiga ekki að bætast á samsett orð en hins vegar kemur ekkert í veg fyrir afleiðslu afsamsettum orðum með aðskeytum sem tilheyra sama lagi <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>in. Ef viðskeytagreiningÞorsteins G. Indriðasonar er notuð til að sýna hvað við er átt ættu viðskeytin-ing-, -ísk-, -nað-, -ni-, -ning- <strong>og</strong> -un, sem öll teljast vera viðskeyti I, ekki að bætast viðsamsett orð. Ef rökformgerð er látin ráða greiningunni, eins <strong>og</strong> hér er gert, stenst þettaekki, eins <strong>og</strong> sjá má af greiningunni á orðinu ummyndanamálfræðingur sem hér að framaner talið vera afleitt af samsetta orðinu ummyndanamálfræði (sjá nmgr. 39 á bls. 82 hérað framan). Í þessum kafla verður athugað hverju gögnin skila varðandi þetta efni.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!