13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

132 Um afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u í generatífri málfræði2.1 InngangurÍ þessum kafla verður fjallað um þær röksemdir sem notaðar eru í generatífri málfræði tilað skilja á milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar. Þar er ýmist byggt á formlegum einkennumorðhluta, merkingarlegum einkennum eða hljóðkerfislegri hegðun, <strong>og</strong> ræður þar viðhorfhvers höfundar <strong>og</strong> viðfangsefni. Þá skiptir einnig máli hvaða tímabil verið er að fjalla umþar sem tískusveiflur í fræðunum eru talsverðar. Fæst þeirra verka sem hér eru skoðuð hafaþað að aðalmarkmiði að skilja á milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar <strong>og</strong> því verður á stundumað fara nokkra krókaleið að efninu. Hér er því leitað bæði í almennar kennslubækur til aðfinna beinar skilgreiningar <strong>og</strong> í frumheimildir þar sem oft verður að leita skilgreiningannaóbeint. Reynt er að velja verkin þannig að sem ólíkust sjónarhorn komi fram <strong>og</strong> jafnframter reynt, eftir því sem kostur er, að gera grein fyrir því hvernig mismunandi viðfangsefnimanna hafa áhrif á kenningakerfin sem þeir velja sér eða koma sér upp.Efnisskipan í kaflanum er þessi: Í kafla 2.2 er vikið að flokkadráttum í generatífri orðmyndunarfræði<strong>og</strong> því hvernig viðfangsefni manna móta afstöðu þeirra til kenninganna.Í kafla 2.3 er fjallað um þann arf sem generatíf málfræði tók eftir formgerðarsinna, entil þeirra má rekja bæði kenningar <strong>og</strong> vinnuaðferðir. Í kafla 2.4 eru raktar skilgreiningará afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u í kennslubókum í generatífri málfræði <strong>og</strong> þar koma framhelstu greinimörk sem notuð eru, formleg (2.4.1), merkingarleg (2.4.2) <strong>og</strong> hljóðkerfisleg(2.4.3). Þá er vikið að fleiri atriðum, svo sem hugsanlegum mun á virkni <strong>og</strong> endurkvæmniafleiðslu- <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arreglna <strong>og</strong> mismunandi takmörkunum á stöðu <strong>samsetning</strong>arliða<strong>og</strong> aðskeyta í orði (2.4.4). Í síðari hluta kaflans er síðan fjallað um einstök verk nokkurralykilhöfunda. Þar fer fremstur í flokki Mark Aronoff (2.5.1 <strong>og</strong> ásamt Sridhar í 2.5.2), enaðrir höfundar eru Elisabeth Selkirk (2.5.3), Paul Kiparsky (2.5.4), Stephen R. Anderson(2.5.5) <strong>og</strong> Rochelle Lieber (2.5.6). Í lok kaflans er yfirlit um helstu niðurstöður.2.2 UpphafiðÁ fyrstu árum generatífrar málfræði var kenningin sú að öll formleg vensl mætti setja frammeð setningafræðilegum reglum sem röðuðu saman orðum í setningar <strong>og</strong> myndönum íorð. Öll myndbrigði voru þá talin til hljóðkerfisfræði <strong>og</strong> afleiðingin var sú að orðhlutafræðiskipaði engan afmarkaðan sess í málkerfinu <strong>og</strong> viðfangsefni hennar skiptust millisetningafræði <strong>og</strong> hljóðkerfisfræði. Endurvakning <strong>og</strong> ný tilvist orðhlutafræði í generatífrimálfræði er oftast rakin til greinar Chomskys Remarks on nominalization (1970) en þarkemur fram það sjónarmið að nægilega margt sé ólíkt með ferlum þeim sem gilda í setningafræði<strong>og</strong> orðmyndun til þess að rétt sé að tala um aðskilda hluta málkerfisins þarsem hver hluti lýtur sínum lögmálum. Orðhlutafræði er þá talin eiga heima í þeim hlutamálkerfisins sem nefndur er orðasafn eða lexíkon <strong>og</strong> kenningar sem byggjast á þessarihugmynd þiggja þaðan nafn sitt <strong>og</strong> eru kenndar við lexíkalska orðmyndunarfræði.Það líkan af málkerfinu sem upprunalega bjó að baki þessari hugmynd var hið svokallaða„klassíska líkan“ sem byggðist á bók Chomskys Aspects of the Theory of Syntax

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!