13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

164 5 GÖGNIN OG VIÐFANGSEFNIÐþeir taka með sér beygða fyrri liði, einir allra orðhluta sem greindir eru sem viðskeytihér. Niðurstaða sem byggir eingöngu á formlegum einkennum liðanna verður þá alveghrein <strong>og</strong> það verður einkenni á <strong>samsetning</strong>arliðum að taka með sér beygða fyrri hluta þóttstofn<strong>samsetning</strong>ar komi að sjálfsögðu líka fyrir. Viðskeyti bætast þá alltaf við stofn.5.4.2 Athugun á virkni í <strong>samsetning</strong>arreglumÍ kafla 2.5.3 hér að framan er sagt frá því að Selkirk telur ástæðu til að greina orðmyndunarreglurum afleiðslu alveg frá reglum um <strong>samsetning</strong>u, m.a. vegna þess að í ensku erugöt í regluvirkni í samsettum orðum. Þetta má sjá af því hvernig orðflokkarnir raðast íreglum hennar sem sýndar eru í (7) á bls. 36 hér að framan. Í þessum kafla eru settarfram sambærilegar reglur um íslenska orðmyndun sem byggðar eru á gagnasafninu, meðtölum um dæmafjölda um hverja orðgerð. Reglurnar eru unnar eins <strong>og</strong> sýnt er í sýnishorninuí lok síðasta kafla (sjá (55) á bls. 132–133). Nokkrum vafaatriðum í greiningunnier sleppt þar sem orðflokksgreining orkar tvímælis, t.d. þar sem setningarliðir eru orðhlutar.Dæmin eru valin úr gagnaskránni af nokkurri hendingu en reynt er að hafa þau semfjölbreytilegust. Best mynd af hverri reglu fæst með því að skoða dálítinn fjölda dæma.Dæmafjöldi um hverja orðgerð er mismikill, eins <strong>og</strong> sjá má í töflunni í (28) þar semtölur um höfuðorðflokkana eru sýndar. Orðgerðarstrengir í fremsta dálki eiga við fyrrihlutana <strong>og</strong> vísa í línur með tölum um hvern streng. Tölur um hverja gerð síðari hluta eruí dálkum. Hér er tölum um fornöfn, samtengingar, töluorð <strong>og</strong> upphrópanir sleppt en þærsjást í reglunum sjálfum á næstu síðum. Til samanburðar fylgja líka tölur um reglur umviðskeytingu:(28) Tölur um höfuðorðflokka í orðmyndunarreglum:Samsetning:Síðari hlutar:Viðskeyting:?P¨¢© ? ¨ƒ© ?P¨ƒ© ?P¨ƒ©adj adv no v adj adv no v0 1.630 247 658 433 21 13 7 1adj 2.345 179 1.695 1.165 110 269 534 21adv 816 314 1.849 1.927 17 20 8 1no 6.103 237 30.022 1.918 707 440 257 105v 160 6 670 77 1.160 113 810 9Eins <strong>og</strong> sjá má af þessum tölum eru samsett nafnorð með nafnorð að fyrri lið langalgengusten engir tveir orðflokkar ganga alls ekki saman þótt tölurnar séu sums staðarlágar. Þannig eru aðeins sex dæmi um atviksorð sem hafa sögn að fyrri lið. Nánari skýringarfylgja sjálfum reglunum sem hér fara á eftir en þeim fylgja dæmi um allar gerðirorðmyndunar í þessari töflu. Auk þess eru í þeim tölur <strong>og</strong> dæmi um aðra orðflokka enhöfuðorðflokkana fjóra, þ.e. fornöfn, samtengingar, töluorð <strong>og</strong> upphrópanir. Sárafá dæmieru þó um flest af þessu <strong>og</strong> eru þau höfð með hér nánast til gamans.5.4.2.1 NafnorðSamsett nafnorð eru mikill meirihluti af þeim orðum sem í gögnunum finnast <strong>og</strong> þaueru reyndar líka sá orðflokkur þar sem stofnhlutagreining verður langflóknust <strong>og</strong> liðirnirflestir. Ef orðgerðarstrengir í gögnunum eru skoðaðir finnast 9.810 orð þar sem <strong>samsetning</strong>arliðireru þrír eða fleiri; þar af eru 8.168 nafnorð, 1.139 lýsingarorð, 179 atviksorð<strong>og</strong> 156 sagnir. Þegar orð með fjórum eða fleiri liðum eru skoðuð finnst aðeins ein sögn,

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!