13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

162 5 GÖGNIN OG VIÐFANGSEFNIÐhlutverki. Sögulega eru orðhlutarnir -dómur, -legur (ásamt -lega,) -leikur, -leiki, -samur(ásamt -semi <strong>og</strong> -semd), -skapur, -rænn (ásamt -ræna) <strong>og</strong> -verji (ásamt -verskur) taldirinnihalda rætur en engin leið er að álykta hvaða tilfinningu málnotendur hafa fyrir því.Þrátt fyrir þetta bendir mikil tíðni til þess að þessir liðir gætu verið kerfisfyrirbæri, þ.e.gegnt málfræðilegu hlutverki, en það þarf þó ekki að vera úrslitaatriði þar sem sjálfstæðkerfisorð eru líka til í málinu. 44Í næsta kafla verða síðan færð fyrir því rök að formleg einkenni þessara liða sýni aðþeir séu líkari <strong>samsetning</strong>arliðum en viðskeytum. Þá er erfitt að álykta um orðhluta semhér eru greindir sem viðskeyti en eru fátíðir. Mörkin milli þeirra <strong>og</strong> stakmyndana erumjög óljós.5.4 Athugun á orðmyndunarreglumÍ síðari hluta þessa kafla eru orðmyndunarreglur úr gagnasafninu skoðaðar. Þar er þrennttil athugunar, þ.e. mismunur á formi í afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u, en hér eru færð rök að þvíað einungis <strong>samsetning</strong>arliðir taki með sér beygða fyrri hluta (5.4.1). Þá er dreifing orðflokkaí orðmyndunarreglum um <strong>samsetning</strong>u skoðuð <strong>og</strong> borin saman við reglur Selkirkhér að framan (5.4.2) <strong>og</strong> settar fram almennar reglur um viðskeytingu. Loks er víxlverkun<strong>samsetning</strong>ar <strong>og</strong> afleiðslu athuguð en samkvæmt öllum kenningum sem fela í sérregluröðun <strong>og</strong> kenningum um ólíkt eðli þessara fyrirbæri ættu að vera verulegar hömlur áendurkvæmni milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar (sjá 5.4.3).5.4.1 Mismunur á formi í afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>uÞegar greining á endingum fyrri hluta er skoðuð í gögnunum eru niðurstöður þær viðfyrstu sýn að bæði viðskeyti <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arliðir geti farið á eftir beygðum fyrri hlutum.Heildarhlutföll milli beygðra <strong>og</strong> óbeygðra nafnorða sem fyrri hluta eru þessi:(24) Beygðir <strong>og</strong> óbeygðir fyrri hlutar:Nafnorðsfyrrihlutar alls: 39.795Óbeygðir: 16.451Beygðir: 23.344?: (vafadæmi) 23b: (bandstafur) 244e*: (eignarfall et. eða ft.) 2.318ee: (eignarfall et.) 14.417ef: (eignarfall ft.) 6.319þgf: (þágufall) 22Þarna kemur í ljós að nafnorð eru oftar beygð en óbeygð sem fyrri hlutar en heildartöluraf þessu tagi eru þó fremur gagnslitlar út af fyrir sig. Mun áhugaverðara er að skoða tölurþar sem orðgerðargreiningin er notuð til að skipta orðhlutunum í flokka.Í eftirfarandi töflu 45 er skilið á milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar, þ.e. síðari hlutunumer skipt í tvennt þannig að viðskeytin eru skilin frá öllum öðrum síðari hlutum <strong>og</strong> erþar miðað við orðgerðargreininguna sem sagt er frá í 4. kafla. Orðgerðargreining fyrri44 Til dæmis má nefna orðið maður en hlutverk þess <strong>og</strong> viðskeytisins -ari virðist mjög svipað í mörgumorðum eins <strong>og</strong> sjá má af dæmunum leikari <strong>og</strong> leikmaður. Munurinn er aðeins sá að leikari ástundar leiklist enleikmaður leikur með íþróttafélagi. Síðara orðið hefur að auki lexíkalíseraða merkingu en hún skiptir ekki málií þessu sambandi. (Sjá líka grein Margrétar Pálsdóttur um orðmyndun í barnamáli (1984).)45 Skýringar: ! = bundinn orðhluti, g = grunnorð, gv afleitt orð, gv! bundið afleitt orð, S = samsett orð, S! =samsett orð sem ekki kemur fyrir sjálfstætt, Sv = afleiðsla af samsettu orði, Xl = setningarliður.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!