13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

154 5 GÖGNIN OG VIÐFANGSEFNIÐtagi en ekki forskeyti. Greinimörkin sem notuð eru hér eru mjög ströng, þ.e. að orðhlutarnirgegni málfræðilegu hlutverki <strong>og</strong> að í þeim séu ekki rætur. Í raun <strong>og</strong> veru eru þaðaðeins liðirnir ó-, ör-, and-, auð- <strong>og</strong> tor- sem erfitt er að útiloka sem forskeyti á þessumforsendum þar sem vont er að skera úr um hvort í þeim eru rætur eða ekki. Hins vegarer ekkert sem bendir ótvírætt til þess að þessir orðhlutar gegni málfræðilegu fremur enmerkingarlegu hlutverki í orðmynduninni. Miðað við þessar forsendur er staða þeirra semaðskeyta því fremur veik.Mikil tíðni ó- bendir til þess að orðhlutinn geti verið kerfisfyrirbæri enda er hann algengasturallra orðhluta í gögnunum. Hinir orðhlutarnir fjórir eru fátíðari eins <strong>og</strong> sést í(13) á bls. 150–151. Þar kemur líka fram að dreifing þessara orðhluta í orðmynduninnikemur illa heim við kenninguna um einsleitan grunn (The Unitary Base Hypothesis) ensamkvæmt henni á aðskeyti aðeins að bætast við orðmyndunargrunn af einum orðflokkieða a.m.k. aðeins við orðmyndunargrunn sem hefur einhvern einn tiltekinn orðflokksþátt(sjá bls. 25 hér að framan). Orðhlutinn ó- virðist þannig bætast framan á orð af höfuðorðflokkunumfjórum (lo: 1.116, ao: 166, no: 178, so: 26) <strong>og</strong> sama máli gegnir um ör-(lo: 43, ao: 2, no: 22, so: 12) <strong>og</strong> and- (lo: 17, ao: 8, no: 26, so: 9). Orðhlutarnir auð- <strong>og</strong>tor- bætast hins vegar framan við orð af þremur af höfuðorðflokkunum, (auð- lo: 43, ao:4 <strong>og</strong> so: 5 <strong>og</strong> tor- lo: 20, no: 4 <strong>og</strong> so: 7). Þetta atriði bendir því til þess að orðhlutarnirséu <strong>samsetning</strong>arliðir fremur en aðskeyti þar sem eitt af einkennum <strong>samsetning</strong>arliða erað geta bæst við hvaða orðflokk sem er, ef skilyrðum um merkingarvensl er fullnægt.Niðurstaðan er því samhljóða greiningu Alexanders Jóhannessonar (1929) <strong>og</strong> HalldórsHalldórssonar (1950) sem ekki gera ráð fyrir sérstökum flokki forskeyta í greiningusinni á íslenskri orðmyndun (sjá 3.2.1 <strong>og</strong> 3.2.3 hér að framan <strong>og</strong> (17) á bls. 83). Niðurstaðaner líka að því leyti sú sama <strong>og</strong> hjá Sigrúnu Þorgeirsdóttur (1986, sjá 3.3.2 hér) aðþeir liðir sem venja er að telja til forskeyta í íslensku eru ekki flokkaðir með viðskeytumhér <strong>og</strong> taldir til aðskeyta. Hins vegar hefur ekkert komið fram hér sem styður þá greininguSigrúnar að forskeyting sé sérstök tegund orðmyndunar sem hvorki telst til afleiðsluné <strong>samsetning</strong>ar enda byggir hún þar á merkingarlegum forsendum en hér er stuðst viðformið eitt.5.3.2 Samanburður á bundnum <strong>og</strong> frjálsum síðari hlutum <strong>og</strong> viðskeytumVegna þeirrar stefnu sem tekin var í greiningunni þar sem gerður er munur á bundnumsíðari liðum <strong>og</strong> viðskeytum í kerfinu sjálfu (sjá kafla 4.5.3.2 hér að framan) er nokkruflóknara að skoða tölurnar sem fram koma í (3) á bls. 140 um síðari hluta orða. Hér þarfað bera saman þrjá flokka orðhluta, þ.e. grunnorð sem síðari hluta (g), bundna síðari hluta(!) <strong>og</strong> loks þá orðhluta sem greindir eru sem viðskeyti í gagnasafninu hér. Reyndar þarflíka að athuga fjórða flokkinn, bundna afleidda liði (sjá 4.5.3.3.1 hér að framan), ef hafter í huga hvaða liðir eru greindir sem viðskeyti hjá Þorsteini G. Indriðasyni (1994) ensum af viðskeytum hans eru hér talin af þessari gerð, t.d. -laga, -látur, -leiðis, -lendi, -lífi,-lægur, -læti, -neyti <strong>og</strong> -nætti (sjá (14)b á bls. 77 hér að framan). Í því sem hér fer á eftir ervert að hafa í huga niðurstöður hans um flokkun viðskeyta <strong>og</strong> mismunandi hljóðkerfislegahegðun þeirra sem birtist í skiptingu þeirra í tvo flokka.Eins <strong>og</strong> fram kemur hér að framan var máltilfinningin í fyrstu látin ráða hvaða liðirvoru greindir sem viðskeyti en síðan var greiningin samræmd. Af samanburðinum hérættu því bæði að fást niðurstöður um mismun milli flokka <strong>og</strong> ekki síður um það hvortgreiningin er sjálfri sér samkvæm. Strax í upphafi var gengið út frá því í gagnagreiningunniað aðskeyti væru bundnir liðir <strong>og</strong> því hefur verið fylgt nema um orðhlutana -dómur,-leiki, -leikur <strong>og</strong> -samur sem eru greindir hér sem viðskeyti, vegna áhrifa frá hefðbundinniumfjöllun (sjá t.d. kaflann um greiningu Halldórs Halldórssonar, 3.2.3 hér að framan).Orðhlutinn háttur var hins vegar ekki greindur sem viðskeyti heldur sem grunnorð,

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!