13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

140 5 GÖGNIN OG VIÐFANGSEFNIÐí orði. Markmiðið er að athuga hvernig skilgreiningin sem sett er fram í (2) hér að ofanreynist í ljósi gagnanna.Eins <strong>og</strong> fram kemur í yfirlitskafla um tákn í orðgerðarsviði (sjá 4.5.3.4) eru ósamsettir<strong>og</strong> óafleiddir liðir ýmist táknaðir með g (þ.e. grunnorð), ! fyrir bundinn orðhluta sem telstvera ígildi ‘orðs’ (þ.e. bundið XV ) <strong>og</strong> vsk (þ.e. X†ˆ‡ sem síðari hluti) fyrir viðskeyti. Eins<strong>og</strong> fram kemur í 4. kafla er ekki greint á milli forskeyta <strong>og</strong> annarra bundinna fyrri hlutaí gögnunum. Til samanburðar fylgja hér tölur um tíðni þessara orðgerðarstrengja semsýna hvernig grunnorð <strong>og</strong> aðrir ósamsettir <strong>og</strong> óafleiddir liðir dreifast í orðunum. Í töflunnikemur líka fram hver heildarfjöldi óafleiddra <strong>og</strong> ósamsettra orðhluta 13 er í gögnunum enalls er þar að finna 6.017 orðhluta af þessu tagi. Þetta er því heildarfjöldi grunneininga í58.222 orðum alls (sjá sundurliðun í (3) á bls. 91 <strong>og</strong> athugasemd aftast í kafla 4.4.3).(3) Dreifing óafleiddra <strong>og</strong> ósamsettra liða:XFyrri hlutar: Seinni hlutar: F+s. hlutar: Alls:Grunnorð: 1.257 1.903 2.234 5.394Bundin : 251 177 428Aðskeyti: 195 195Alls: 1.508 2.275 2.234 6.017Allir orðhlutar: 7.158 6.679 3.596Það er athugunarefni hvort dreifing <strong>samsetning</strong>arliða er eins frjáls <strong>og</strong> hún ætti í verunni aðvera ef sú kenning Aronoffs að <strong>samsetning</strong>arliðir geti verið hvort heldur er fyrri eða síðarihluti orðs er rétt (sjá t.d. (4) á bls. 31–32 hér að framan). Í gögnunum eru 2.234 grunnorðsem koma bæði fyrir sem fyrri <strong>og</strong> síðari liðir en 1.257 grunnorð koma aðeins fyrir semfyrri hlutar <strong>og</strong> 1.903 grunnorð koma aðeins fyrir sem síðari hlutar. Nú er auðvitað allsekki útilokað að grunnorð dreifist öðru vísi í öðrum orðum en þeim sem hér eru skoðuðen hér er mikill fjöldi grunnorða sem kemur aðeins fyrir annaðhvort sem fyrri eða síðarihluti. Því er vert að velta fyrir sér hvort þetta er ekki háð merkingu einstakra orða. Efsvo er þá er munurinn á aðskeyti, sem er alltaf stöðubundið samkvæmt skilgreiningunni,<strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arlið sem er stöðubundinn, e.t.v. vegna merkingar, ekki eins afgerandi aðþessu leyti <strong>og</strong> oft er látið í veðri vaka. Þetta er þó mjög erfitt að athuga <strong>og</strong> breytir þvíheldur ekki í sjálfu sér að formlega séð eiga öll grunnorð að geta komið fyrir sem hvaðaorðhluti sem er. Svo virðist þó ekki vera í reynd ef marka má tölurnar hér á undan. 14Munurinn virðist því einungis vera sá að í bundnu liðunum er það skilgreiningaratriði hvarliðir geta komið fyrir <strong>og</strong> ákvarðast beinlínis af flokkunarramma lesanna eða framsetninguorðmyndunarreglna, hjá þeim sem telja orðmyndunina vera ferli en ekki samröðun lesa.Í samsettum orðum verður mismunur í dreifingu ekki skýrður formlega á þennan hátt.Tölurnar um dreifingu <strong>samsetning</strong>arliða gefa samt tilefni til þess að athuga hvernig þessari„frjálsu“ dreifingu grunnorða sem <strong>samsetning</strong>arliða er háttað, einfaldlega vegna þess hvemörg grunnorð koma aðeins fyrir á öðrum hvorum staðnum.Í töflunni kemur líka fram hve lítill fjöldi bundinna liða er, miðað við gífurlegan fjöldagrunnorða. Alls eru grunnorðin 5.394 en bundnir liðir, bæði fyrri <strong>og</strong> síðari hlutar, eruaðeins 623. Hér fylgir fyrsti hluti af lista um alla orðhluta í gagnasafninu í tíðniröð, þ.e.orðhlutar úr sjöunda <strong>og</strong> tíunda sviði í hverri færslu ásamt meðfylgjandi orðflokks- <strong>og</strong>13 Með þeim formerkjum um myndangreiningu sem byggð er á máltilfinningu sem sett er fram í kafla 4.4.2hér að framan; ef greint væri á málsögulegum forsendum yrðu tölurnar aðrar. Þá eru beygingarendingar ekkitaldar þarna með þar sem þær eru ekki aðgreindar sérstaklega í orðmyndunarlýsingunni hér.14 Hér kemur enn einu sinni fram munurinn á því sem er <strong>og</strong> því sem getur verið, rétt eins <strong>og</strong> í þeirri aðgreiningusem gerð er á raunverulegum <strong>og</strong> hugsanlegum orðum (sbr. umfjöllun í kafla 3.3.3 hér að framan). Útilokaðvirðist vera að gera þar greinarmun á í samsettum orðum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!