13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

138 5 GÖGNIN OG VIÐFANGSEFNIÐeða merkingarleg andstæða? 4 Þetta vandamál er ekki auðleyst <strong>og</strong> mörkin eru ekki mjögskýr.Í 2. kafla hér að framan er nefnt að aðskeyti tilheyri lokuðum flokki en <strong>samsetning</strong>arliðirekki. Í einhverjum skilningi hlýtur þetta að eiga við öll fyrirbæri í málkerfinu semgegna málfræðilegu hlutverki, þ.e. eru birtingarform málfræðilegra formdeilda. 5 Það ersíðan eðlilegt að liðir sem gegna málfræðilegu hlutverki séu fáir þar sem aðgreining í málkerfinuaf þessu tagi byggir á tiltölulega fáum <strong>og</strong> strangt afmörkuðum formdeildum. Þaðer svo einkenni á öllum fyrirbærum í málinu sem gegna málfræðilegu hlutverki að tíðniþeirra er mikil. Þar nægir að nefna kerfisorð en samkvæmt Íslenskri orðtíðnibók (JörgenPind et al. 1991) eru algengustu sagnir í málinu einmitt hjálparsagnirnar vera <strong>og</strong> hafa. Algengastanafnorð í málinu er maður en merkingin ein (eða vísunin) nægir til að skýra tíðniorðsins. Þar að auki er orðið líka notað sem kerfisorð, a.m.k. í talmáli, þ.e. sem eins konarfornafnsígildi, <strong>og</strong> orðið gæti því verið enn algengara í talmáli en í ritmáli sem Orðtíðnibókiner byggð á. 6 Yfirþyrmandi tíðni kerfisorðanna sést af því að orðið maður er aðeinsí fertugasta sæti yfir algengustu orð, skv. Orðtíðnibókinni, en á undan eru samtengingar,hjálparsagnir, forsetningar <strong>og</strong> fornöfn, þ.e. dæmigerð kerfisorð. 7 Tíðnitölur um einstakabundna liði ættu því að gefa einhverjar vísbendingar um þetta þar sem kerfisfyrirbæri hafaoft háa tíðni. Þó er rétt að fara varlega í að álykta um þetta; ekki er víst að sama gildi umalla orðhluta sem gegna málfræðilegu hlutverki <strong>og</strong> um önnur kerfisfyrirbæri. 8 Eina færaleiðin er samt sú að gefa þessu gaum þar sem nákvæmur merkingarlegur samanburður ermeira verk en svo að hér verði í hann ráðist. Jafnframt verður hér á eftir reynt að athugahve augljóst málfræðilegt hlutverk orðhlutanna er, eftir því sem kostur er.5.2.2 Hvað er rót?Í 2. kafla hér að framan er vikið að því hér <strong>og</strong> þar hvaða skilning menn leggja í orðið rót ennákvæmust er skilgreiningin sem vitnað er í úr bók Nidas í (2) á bls. 18. Að sögn Nidaser merkingin oftast notuð til að greina rætur frá öðrum myndönum, þegar til kastannakemur (sjá tilvitnun neðst á bls. 18 hér að framan), en auk þess nefnir hann stöðu í orði,hljóðkerfislega þætti <strong>og</strong> tíðni. Í gagnavinnu eins <strong>og</strong> þeirri sem hér er sagt frá er þess þóekki kostur að styðjast við merkinguna nema að hluta, enda er greiningin öll byggð áforminu einu. Hér er því ekki annar kostur en að nota eins konar útilokunaraðferð til aðkomast að því hvaða liðir geta alls ekki verið aðskeyti.4 Tala í nafnorðum í íslensku er t.d. skýrt dæmi um kerfisaðgreiningu: Maðurinn teiknaði kött <strong>og</strong> Maðurinnteiknaði ketti. Hins vegar er ekki á sama hátt hægt að nota forskeytið sí- til að tákna að það er verknaðurinn‘að teikna’ sem kemur fyrir oftar en einu sinni. Tala í sögnum er (yfirleitt) bundin við rökliði með sögninni(venjulega frumlag) en ekki sjálfan verknaðinn sem felst í sögninni.5 Breytingar á málfræðilegum formdeildum eru ekki algengar en þær eru þó til. Þótt nýjar fleirtöluendingar,ný persónufornöfn eða nýjar hjálparsagnir virðist vera því sem næst óhugsandi sýnir sagan að allt þetta getur birstí kjölfar meiriháttar breytinga á málkerfinu. Dæmi um það eru breytingar á birtingarvísum í tíðbeygingu <strong>og</strong> horfi,eins <strong>og</strong> þær sem lýst er í bók Peters Ackemas þegar hjálparsagnir tóku við hlutverki því sem beygingarendingarsagna höfðu áður í germönskum <strong>og</strong> rómönskum málum (sjá 4. kafla í Ackema 1995:175–277). M.a. vegnabreytinga af þessu tagi er erfitt að ákvarða hvað felst í hugtakinu ‘lokaður flokkur’ <strong>og</strong> þess vegna er erfitt að notaþað sem skilgreiningaratriði, t.d. til að gera greinarmun á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u. Fyrst breytingar á lokuðumflokkum eru mögulegar á annað borð er erfitt að nota þetta til þess að draga skil á milli flokka.6 Það að orðið er notað sem fornafn sést glögglega af eftirfarandi setningu sem höfð var um nýþveginn <strong>og</strong>bónaðan bíl: „Maður er bara aldeilis orðinn fínn¡‘ Þá hef ég heyrt orðið notað um kött: „Maður er bara styggurí dag.“ Hvorugt fyrirbærið getur með nokkru móti talist mannlegt en þau eru e.t.v. persónugerð.7 Röðin er þessi: <strong>og</strong>, vera, að (st), í, á, það, hann, ég, sem, hafa, hún, en, ekki, til, þessi, við, um, með, af, að(ao), sig, koma, verða, fyrir, segja, allur, sá, svo, fara, þegar, eftir, sinn, annar, geta, úr, taka, eiga, upp, þú <strong>og</strong> þáloks kemur maður í fertugasta sæti.8 Þá er heldur ekki útilokað að aðrir bundnir liðir en aðskeyti geti verið mjög algengir; kerfisorð eru t.d. ekkieinu algengu orðin í málinu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!