13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

5.2 Málfræðilegt hlutverk <strong>og</strong> rætur 137Slíkar flokkanir, sem taka til (nær) allra orða af ákveðnum flokki, eru nefndar málfræðilegarformdeildir. Tala er þannig málfræðileg formdeild í íslensku, því aðhún er táknuð á reglubundinn hátt í formi (nær) allra nafnorða; <strong>og</strong> undirdeildir (gildi)hennar eru tvær, eintala <strong>og</strong> fleirtala. (Eiríkur Rögnvaldsson 1990:47)Síðan fylgja útskýringar á muninum á beygingarlegum <strong>og</strong> setningarlegum formdeildum,en þar kemur fram mismunur milli tungumála, eins <strong>og</strong> Eiríkur bendir á (s.st.). Hann tekurm.a. þolmynd sem dæmi um setningarlega formdeild. Bæði beygingarlegar <strong>og</strong> setningarlegarformdeildir byggjast á andstæðukerfum, eins <strong>og</strong> því sem kemur fram hjá Eiríkihér að ofan í sambandi við tölu, <strong>og</strong> framsetning formdeildanna er í samræmi við það,t.d. [ \ ft] fyrir tölu <strong>og</strong> [ \ þt] fyrir tíð. Eiríkur fjallar ekki um orðmyndunarlegar formdeildirí bók sinni <strong>og</strong> það er umhugsunarefni hvaða málfræðilegu andstæðukerfi komatil greina í orðmyndun. Í þrengsta skilningi má e.t.v. segja að andstæðukerfi í orðmyndungætu verið bundin við formlega þætti sem fylgja hverju lesi í orðasafninu, þ.e. þættisem allir eru tengdir sjálfum orðflokkunum, til dæmis orðflokksgildin sjálf, valhömlur <strong>og</strong>flokkunarrammar. Ef þessi stefna er tekin er málfræðilegt hlutverk algjörlega skilið fráhugsanlegum merkingarbreytingum sem verða í orðmynduninni. Eftirfarandi dæmi sýnahvað við er átt:(1) a 1. Maðurinn teiknaði kött2. Maðurinn sem teiknaði köttinn . . .3. Teiknarinn kláraði myndina af kettinum4. Teikningin af kettinum var ágæt5. Teiknaði kötturinn var stór <strong>og</strong> feitur6. Maðurinn er síteiknandi7. Maðurinn er óteiknandi (?)b1. Maðurinn málaði hús2. Maðurinn sem málaði húsið . . .3. Málarinn lauk við húsið4. Málunin á húsinu tókst vel5. Málningin var hvít6. Málaða húsið er hvítt7. Maðurinn er símálandi8. Húsið er ómálaðHægt er að halda því fram að enginn merkingarmunur sé á sjálfum verknaðinum í dæmuma 1.–3. <strong>og</strong> b 1.–3. þótt setningunum í liðum a 3. <strong>og</strong> b 3. hafi í báðum tilfellum verið breytttil þess að þar kæmu ekki fyrir samstofna gerandnafnorð <strong>og</strong> sögn. 2 Í myndun gerandorðameð viðskeytinu -ari kemur líka fram eins hreinræktað málfræðilegt hlutverk viðskeytis<strong>og</strong> hægt er að ímynda sér. 3 Sama máli gegnir um sagnleiddu nafnorðin í a 4. <strong>og</strong> b 4.–5.<strong>og</strong> lýsingarorðin í a 5. <strong>og</strong> b 6.; þar virðist liggja ljóst fyrir að grunnmerking sagnarinnarhelst en breyting verður í því hvernig merkingarhlutverk koma fram. Breytingin í þessumorðum kemur því fram í setningafræðilegum atriðum. Dæmi a 6.–7. <strong>og</strong> b 7.–8. eru hinsvegar óljósari. Þegar bætt er við orðhluta sem gerir orð neikvætt eða sýnir endurtekninguer þá verið að breyta merkingu orðs eða sýnir það andstæðu í málkerfinu? Og jafnvel þóttorðmyndun af þessu tagi sé talin dæmi um andstæðu í málkerfinu sjálfu, er það formleg2 Þ.e.: „Málarinn málaði húsið“ <strong>og</strong> „Teiknarinn teiknaði köttinn.“3 Samt geta orðið merkingarbreytingar í orðunum, m.a.s. með þessu viðskeyti.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!