13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

10 1 INNGANGUReða sem afleitt orð til þess að greiningin á orðhlutanum -isti sé sjálfri sér samkvæm — enhvernig á þá að greina fyrri hlutann? Torkennilegir orðhlutar af þessu tagi verða svo tilþess að óljós skil afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar í kenningunum magnast enn upp. 4Umfjöllunarefnið í þessari ritgerð er því hvort ástæða er til að gera ráð fyrir þeimskörpu skilum milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar sem venjulega eru höfð. Er réttlætanlegt, íljósi þeirra gagna <strong>og</strong> þeirra kennisetninga sem hér verða skoðaðar, að skipta orðmynduní þessa tvo meginflokka? Hinn meginþátturinn í ritgerðinni er síðan gagnagreiningin sjálf<strong>og</strong> lýsing á henni.1.2 EfnisskipanEfnisskipan í ritgerðinni er á þessa leið: Í 2. kafla er fjallað um skilgreiningar á afleiðslu<strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u í erlendum ritum um generatífa málfræði. Þar er byrjað á að skoða skilgreiningarí kennslubókum <strong>og</strong> yfirlitsritum en síðan er leitað fanga víðar. Reynt er að setjaefnið í samhengi við þær hugmyndir um uppbyggingu málkerfisins sem liggja að baki nýlegumkenningum á þessu sviði <strong>og</strong> markmiðið er að finna þær fræðilegu forsendur semnotaðar eru til að greina á milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar. Í 3. kafla er á sama hátt athugaðhvaða afstöðu íslenskir fræðimenn taka til þessarar skiptingar <strong>og</strong> rakið hvernig hún kemurfram í nokkrum grundvallarritum. Í 4. kafla er lýsing á dæmasafni <strong>og</strong> gagnagreiningu<strong>og</strong> þar er sagt frá vandamálum sem upp koma vegna þess hve óljósar skilgreiningarnarreynast þegar til kastanna kemur. Forsendur fyrir greiningunni eru settar fram, skipulagigagnanna er lýst <strong>og</strong> loks er þar sýnishorn af úrvinnslu úr þeim. Segja má að þessi kafli sésjálfstæður hluti ritgerðarinnar þar sem í honum er lýsing á efni sem nýta má til skoðunará mun fleiri þáttum en hér er gert. Í 5. kafla er síðan athugun á orðhlutum <strong>og</strong> orðmyndunarreglumúr gagnasafninu í ljósi kenninganna sem sagt er frá í 2. <strong>og</strong> 3. kafla. Niðurstaðanþar er sú að með því að þrengja skilgreininguna á aðskeyti <strong>og</strong> gera ráð fyrir því að það séalltaf bundið myndan, gegni alltaf málfræðilegu hlutverki <strong>og</strong> í því sé aldrei rót komi frameðlileg skil á milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar að því leyti að beygðir liðir komi aldrei fyrirsem fyrri hlutar nema í <strong>samsetning</strong>u. Mörkin milli bundinna liða sem taldir eru aðskeyti<strong>og</strong> annarra bundinna orðhluta eru þó mjög óljós. Þá er í kaflanum gert ráð fyrir víxlverkunafleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar sem leiðir til þess að erfitt er að aðskilja þessi tvö afbrigðiorðmyndunar <strong>og</strong> telja á þeim eðlismun. Í 6. kafla eru lokaorð en þar er í stuttu máli gerðgrein fyrir hugmyndum um uppbyggingu orðasafnsins sem sprottnar eru af niðurstöðumritgerðarinnar.1.3 GrunnskilgreiningarÍ 2. <strong>og</strong> 3. kafla ritgerðarinnar eru skilgreiningar á grunnhugtökum ýmissa fræðimannaraktar, bæði erlendra <strong>og</strong> innlendra. Til hægðarauka er rétt að gera hér í upphafi greinfyrir nokkrum hugtökum <strong>og</strong> notkun þeirra í ritgerðinni <strong>og</strong> er þá átt við notkun orðannaþar sem þau eru notuð athugasemdalaust án þess að þeim fylgi nánari skýringar eða veriðsé að vísa í notkun tiltekinna fræðimanna á þeim. Hér er ekki um nákvæmar fræðilegarskilgreiningar að ræða, aðeins ábendingar til stuðnings þar til eiginlegar skilgreiningarkoma fram í textanum.(4) a Myndan er (minnsta) afmörkuð eind í byggingu orðs. 5 (Myndan er rót, aðskeytieða beygingarending.)4 Hér er reynt að sigla á milli skers <strong>og</strong> báru hvað þetta varðar en á endanum er greining af þessu tagi alltafbundin persónulegri túlkun greinandans. Nánar verður fjallað um einstök atriði í greiningunni í 4. kafla.5 Sjá kafla 2.3 í Íslenskri orðhlutafræði eftir Eirík Rögnvaldsson (1990:19).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!