13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

1355 Gögnin <strong>og</strong> viðfangsefnið5.1 InngangurÍ þessum kafla verður athugað að hvaða gagni gögnin koma við að svara þeim spurningumsem settar hafa verið fram í þessari ritgerð um flokkunaratriði sem notuð eru til að skiljaá milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar. Bein not af gagnasafninu við þetta eru fólgin í athuguná formlegum einkennum 1 <strong>og</strong> greinimörkin sem skoða þarf eru þau sem sett eru fram í2. kafla. Eins <strong>og</strong> ljóst er af niðurstöðukafla þar er þó ekki einrætt hvernig túlka á þessigreinimörk enda eru skiptar skoðanir um mörg atriði sem þar koma fram. Þeir höfundarsem fjallað er um í 2. kafla virðast vera sammála um að aðskeyti séu bundin myndön <strong>og</strong>gengið verður út frá því að svo sé í þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir, enda eru gögninsérstaklega sett upp með þetta í huga. Hins vegar eru sömu höfundar ekki sammála um þaðhvort aðskeyti gegni málfræðilegu hlutverki <strong>og</strong> heldur ekki um það hvort í aðskeytum errót eða ekki. Í íslenska efninu sem fjallað er um í 3. kafla er þetta enn meira á reiki, eins<strong>og</strong> fram kemur í niðurstöðukafla þar (3.4). Nú verður athugað hver niðurstaðan verðuref báðir þessir þættir eru taldir vera skilgreiningaratriði á aðskeytum, þ.e. að þau gegnimálfræðilegu hlutverki <strong>og</strong> að í þeim sé ekki rót. Hér verður því reynt að skoða mjögþrönga skilgreiningu til að sjá hvaða niðurstöðu hún gefur.Notum af gagnasafninu við það að skoða formlegan mun á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>umá skipta í tvennt. Annars vegar eru atriði þar sem upplýsingar fást með því að berasaman mismunandi liði í sömu stöðu í orði, þ.e. bundna liði <strong>og</strong> grunnorð sem fyrri hluta <strong>og</strong>viðskeyti, bundna liði <strong>og</strong> grunnorð sem koma fyrir sem síðari hlutar í orðum. Meðal þesssem þar þarf að skoða er orðflokksgreining fyrri hlutanna, en eitt af einkennum forskeytaer (a.m.k. hjá sumum) talið vera að þau hafa ekki orðflokk (sjá t.d. greinimörk forskeytahjá Aronoff <strong>og</strong> Sridhar (1988) í (4)a 2. á bls. 31 hér að framan). Við athugun á gögnunumkemur í ljós að þetta á ekki síður við um bundna liði sem ekki er hefðbundið að greinasem forskeyti, t.d. stakmyndön, en þar er oft ógerlegt að greina orðflokk. Þetta atriðiverður því tæplega notað til að skilja þarna á milli. Þá geta tíðnitölur úr gögnunum gefiðvísbendingar um það hvort orðhluti gegnir málfræðilegu hlutverki þar sem tíðnitölur umkerfisfyrirbæri eru yfirleitt háar, eins <strong>og</strong> vikið verður að hér á eftir. Einnig þarf að athugahvort í orðhlutunum er rót eða ekki, að svo miklu leyti sem það er yfirleitt hægt. Loks eroftast reiknað með því að aðskeyti séu lokaður flokkur orða, eins <strong>og</strong> kerfisfyrirbærin erureyndar alltaf. Niðurstaða skoðunar á liðunum sjálfum sem sagt er frá í þessum kafla er súað engin orðhlutafræðileg rök séu fyrir því að gera stífan greinarmun á eðli <strong>samsetning</strong>ar<strong>og</strong> afleiðslu þar sem mörkin þarna á milli eru mjög óljós.Síðari hluti athugunarinnar á gögnunum felst í því að skoða vensl milli liða í orðunum.Þar þarf að athuga hvernig mismunandi endingar á fyrri hlutum dreifast í afleiðslu <strong>og</strong><strong>samsetning</strong>u en vitað er að sumir orðhlutar sem hefðbundið er að greina sem viðskeyti1 Gagnasafnið nýtist ekki til að skoða merkingarleg eða hljóðkerfisleg einkenni í þeirri mynd sem það er núþótt vel mætti hugsa sér að bæta slíkum upplýsingum inn síðar. Gagnasafnið gefur heldur ekki rétta mynd afvirkni í orðmyndun, eins <strong>og</strong> fram kemur í kafla 4.3 hér að framan, enda eru orðin ekki valin með það í huga aðskoða virkni.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!