13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

4.5 Greiningaratriðin ί gögnunum 127bcLaus <strong>samsetning</strong> er það nefnt, ef beygingarending fylgir fyrra lið, venjulegaeignarfallsending, en stundum þágufallsending.Dæmi: vallarsýn, banamaðr, hugumstór.Tengistafs<strong>samsetning</strong> er það nefnt, ef milli <strong>samsetning</strong>arliðanna er sérhljóð(svonefndur tengistafur), sem í vitund manna er hvorki hluti af stofniné fallending.Dæmi: ráðunautr, linditré, ƒkumaður.(Halldór Halldórsson 1950:196–197)Halldór telur reyndar „mjög hæpið að telja tengistafs<strong>samsetning</strong>ar sérstakan flokk samsettraorða, þó að svo líti út frá sjónarmiði íslenzkrar tungu“ (1950:197) þar sem upprunaþeirra má rekja á mismunandi veg <strong>og</strong> þeir eru því sögulega ekki samstæðir. Í samtímalegrigreiningu á nútímamáli er þó ekki annað fært en að gera ráð fyrir bandstöfum, þóttekki séu þeir samstæðir að öllu leyti. Í greiningunni hér er því allt „aðskotaefni“ í orðmynduninnimerkt á sama hátt, bæði þeir liðir sem venjulegt er að telja bandstafi, t.d. -iíeldibrandur <strong>og</strong> -u- í ráðunautur <strong>og</strong> þeir liðir sem e.t.v. væri réttara að greina sem einskonar afbrigðilegar eignarfallsmyndir. Dæmi um slíkt eru -s- í kúplingsdiskur <strong>og</strong> afbrýðissamur.33 Þá er -i- á skilum í orðum eins <strong>og</strong> breytileiki einnig merkt sem bandstafur, enumfjöllun um þetta atriði er að finna hjá Baldri Jónssyni (1984) en þar segir hann i hafavarðveist „sem leifar af forsögulegu stofnviðskeyti“ í orðum sem hafa felli-, fleygi-, keppio.s.frv.að forlið. Um þetta segir Baldur svo:Frá því sjónarmiði séð eru þetta því fastar <strong>samsetning</strong>ar eða stofn<strong>samsetning</strong>ar. Þettavirðist nú vera orðið frjó orðmyndunareining <strong>og</strong> komið út fyrir sín sögulegu mörk.Það má t.d. sjá í orðinu hreinsibúnaður. Í stofni sagnarinnar hreinsa er ekkert i, endaer hún ō-sögn. Þetta er því hæpin orðmyndun. (Baldur Jónsson 1984:95)Þá er -an- (eða -n-) í orðum eins <strong>og</strong> hugsanlegur einnig greint sem bandstafur hér. 34Flokkun Halldórs í (46) á við samsett orð en sumir liðir sem oft eru flokkaðir semviðskeyti (t.d. -legur, -háttur <strong>og</strong> -skapur) geta líka tekið með sér beygða fyrri liði. Þessirliðir eru einmitt dæmi um markatilvik þar sem það er ekki sjálfgefið hvort þá á að flokkasem orð (XV ) eða viðskeyti. Það er því nærtækt að athuga hvort greining á formi fyrri liðaskilar einhverjum upplýsingum sem gagnast mættu í því sambandi.Í fjórða til sjötta sviði í hverri línu í gagnasafninu er greining á fyrri hluta hvers greiningarorðs.Í fjórða sviði kemur orðhlutinn sjálfur fram í þeirri mynd sem hann hefur íorðinu, ending er sérstaklega tilgreind í fimmta sviði <strong>og</strong> loks er greining á endingunni ísjötta sviði. Hér er sýnishorn af því hvernig greining á fyrri hluta lítur út í gögnunum:(47) Dæmi um greiningu á endingum:mýrarver n 1 mýrar -ar ee mýri f g ver n g |mýrarækt f 1 mýra -a ef mýri f g rækt f gv |mýrfugl m 1 mýr -0 0 mýri f g fugl m g |33 Í afbrýðissamur kemur fram eignarfallsmynd sem einnig kom fram í sjálfstæðum orðum í eldra máli, eins<strong>og</strong> Jón Hilmar Jónsson bendir á í formála að Orðabók Gunnlaugs Oddsonar (1991; fyrsta útgáfa kom út 1819)en þar segir hann að endingin -is í eignarfalli kvenkynsorða komi fram í ritum Gunnlaugs, „einkum á skilum<strong>samsetning</strong>arliða, þar sem endingin -is er rótgróin í sumum orðum, en einnig lítillega í enda orðs“ (bls. xxvii).Meðal dæma sem gefin eru um þessa endingu í sjálfstæðu orði er „uppspretta til vorrar rósemis <strong>og</strong> huggunar“.34 Alexander Jóhannesson (1927:67) telur þetta (a.m.k. stundum) vera leifar af lýsingarháttarmynd nútíðar;sjá líka B.A.-ritgerð Bjarnveigar Ingvarsdóttur (1992) „Þetta er orðið lokalegt“. Um viðskeytið -legur <strong>og</strong> tengslþess við grunnorð.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!