13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

1.1 Efnið 9hugmyndum sem að baki liggja. Þegar það er gert kemur í ljós að samstaðan um muninná afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u sem virðist ríkja á yfirborðinu er í reynd allt annað en afdráttarlaus<strong>og</strong> eitt heildstætt ríkjandi kerfi virðist ekki vera til í generatífri orðmyndunarfræði.Það er því engan veginn sjálfgefið hvaða leið á að fara í glímunni við íslenska orðmyndun,meira að segja þótt það sé gefið fyrir fram að generatíf skuli greiningin vera.Umfjöllun um íslenska orðmyndun er fremur lítil að vöxtum. Þar, ekki síður en íerlendri umfjöllun, er hefðin sterk <strong>og</strong> við fyrstu sýn er tiltölulega lítill munur á grunnskilgreiningumá orðmyndun, eins <strong>og</strong> fram kemur í 3. kafla hér á eftir. Þegar grannt er skoðaðgildir þó það sama um íslenska umfjöllun um orðmyndun <strong>og</strong> þá erlendu; afdráttarlausarskilgreiningar liggja ekki á lausu.Þegar reynt er að beita kenningunum við greiningu á orðum kemur fljótlega í ljósað skilgreiningarnar duga skammt <strong>og</strong> vafaatriðin eru mýmörg. Hluti af vandamálinu ertengdur óljósum mörkum milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar, m.a. vegna þess að skilgreiningarnarsjálfar eru ekki afdráttarlausar. Að auki er orðaforðinn í stöðugri sköpun <strong>og</strong> orðinsem verið er að fást við tengjast ekki einu málstigi heldur ná yfir langt tímabil. Í nútímamálier þess vegna mýgrútur af orðum sem ekki eru mynduð á sama hátt <strong>og</strong> nú væri gert.Orðin sjálf úreldast einfaldlega hægar en virkar orðmyndunarreglur í málinu <strong>og</strong> vafasamter að nokkrar orðmyndunarreglur sem eiga við nýmyndun nái yfir orð frá eldri málstigumeða eigi að gera það. Þá er átt við orðmyndunarreglur, þ.e. reglur sem eiga að veravirkar í málinu <strong>og</strong> samtímalegar, samkvæmt kenningakerfi generatífista. Hins vegar málíka halda því fram að einhverjar reglur hljóti að ná yfir greiningu á orðum sem þegar erutil í málinu, þ.e. orðgerðar- eða orðgreiningarreglur. Það er a.m.k. ljóst að málkenndindugar mönnum til að greina orðhluta í orðum sem mynduð eru með reglum sem ekki virðastlengur vera virkar. Þá virðast málnotendur ekki heldur vera í neinum vandræðum meðað finna skyldleika milli orða eða lesa þótt sjálf orðmyndunarvenslin séu ekki í samræmivið orðmyndunarreglur sem þeir geta sjálfir beitt á virkan hátt. 1Um leið <strong>og</strong> komið er út fyrir þær reglur sem greinilega eru virkar í máli manna verðurerfiðara að setja mörk um það hversu langt á að ganga í orðhlutagreiningu. Hvernig erhægt að meta hvaða vensl milli orða eru málnotandanum augljós þegar ekki er tekið miðaf virkri málnotkun? 2 Í þeirri greiningu sem hér verður sett fram er miðað við að eðlilegmálkennd sé grunnurinn, eins <strong>og</strong> gert er í kennslubók Eiríks Rögnvaldssonar, Íslenskriorðhlutafræði (1990). Niðurstaða hans er sú að eina gilda myndangreiningin sé sú semmálnotendur beita ósjálfrátt þegar þeir læra málið (1990:19–20). Hér er því miðað viðmálkunnáttu en ekki málfræðikunnáttu, eftir því sem tök eru á.Hins vegar er óhjákvæmilegt að ganga nokkuð lengra en venjulegur málnotandi myndigera í greiningu á borð við þá sem hér er sett fram, einfaldlega vegna þess að gögninsjálf <strong>og</strong> innbyrðis samræmi í þeim verður til þess að greiningin er endurskoðuð í sífellu.Greiningin verður þá ekki lengur ómeðvituð. Venjulegur málnotandi þarf ekki að hafa afþví áhyggjur hvort einhver tiltekinn orðliður er alltaf greindur á sama hátt. Ef miðað ervið málkunnáttu er ekki erfitt að setja skilin í sögulegu efni ef dæmin eru jafnafdráttarlaus<strong>og</strong> t.d. -d í mold <strong>og</strong> -d í lengd. 3 Fyrra orðið er með öllu ógagnsætt en það síðara tengirvenjulegur málnotandi hiklaust við lýsingarorðið langur. Venjulegur málnotandi hefurheldur ekki áhyggjur af því hvort orðin fallisti <strong>og</strong> sadisti eru mynduð á sama hátt. Íkerfisbundinni greiningu þarf hins vegar að taka afstöðu til þess hvort síðara orðið ertekið inn í málið sem ein heild <strong>og</strong> því greint sem grunnorð (þ.e. ósamsett <strong>og</strong> óafleitt orð)1 Í nútímamáli er t.d. varla hægt að halda því fram að nafnorð séu mynduð af sögnum með viðskeytinu -t,sbr. að taka til <strong>og</strong> tiltekt. Samt vefst ekki fyrir málnotendum að tengja þetta saman.2 Próf sem byggjast á könnunum á orðskilningi (fremur en tjáningu) eru þeim annmörkum háð að þau erualltaf leiðandi að einhverju leyti.3 Sbr. greiningu Alexanders Jóhannessonar (sjá 3.2.1) <strong>og</strong> Björns Guðfinnssonar (sjá 3.2.2).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!