13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

4.5 Greiningaratriðin ί gögnunum 125Þá eru þess einnig dæmi að aðrir <strong>og</strong> enn flóknari liðir en þeir sem hér hafa veriðnefndir komi fyrir sem orðhlutar en í gagnasafninu eru slík dæmi fá. Þar eru þó orðingleymmérei sem hlýtur að þurfa að greina sem setningu <strong>og</strong> faðirvorið sem eðlilegt er aðgreina sem nafnlið. Í B.A.-ritgerð minni (1990b) var nokkru fjölbreytilegra dæmasafn afþessu tagi enda var þar leitað í stakdæmum í Ritmálsskrá OH að slíku efni. Orð af þessutagi eru reyndar mjög oft stakdæmi eða eins konar einnotaorð <strong>og</strong> í þeim virðast vera lítiltakmörk fyrir því sem hægt er að gera, eins <strong>og</strong> sjá má af eftirfarandi dæmum sem mörghver eru nánast orðaleikir: „Það ætti eiginlega að kalla þetta ervallabrú eða séstvallabrú— hún er svo lítil“ (FM 90,9 kl. 8:45 6. sept. 1993). 32 Fleiri dæmi af sama tagi fara hér áeftir:(43) a ég-er-bara-einn-af-ykkur-strákunum-brosiðb innáhverteinastaheimilisfrægurc nöldur-skamma-hótana-gerðu-það-nú-fyrir-mig-jarmd borgarsigekkimennirnire Og það eru ‘kemur-alltaf-of-seint’ mennirnir(Björn Franzson, Mbl. 6/11 1971)f Hann sveimérþáaði sér duglega(Þórarinn Eldjárn. 1985. Margsaga, bls. 33.)g Það þýðir ekkert að bjóða svona „ef-<strong>og</strong>-þá-kannski-hluti“(Ásmundur Stefánsson, þáverandi forseti ASÍ, fréttir í RÚV)Þessi dæmi sýna að því virðast ekki vera nokkrar hömlur settar hvaða setningarliðir getaorðið að orðhluta á þennan hátt. Kenning Scalises um það að aðeins setningarliðir semgeymdir eru sem heild í orðasafni geti verið orðhlutar er því ekki mjög sannfærandi í ljósiþessara dæma. Spurningin er þá að hve miklu leyti þetta telst vera eðlileg orðmyndun,fremur en leikur með málið. Á sama hátt leikur fólk sér stöku sinnum með tiltekin viðskeyti,t.d. -ismi <strong>og</strong> jafnvel -isti: „Ég skil ekkert í öllum þessum ismum.“ Það er skiljanlegtað fátt eitt af slíku efni skuli vera í gagnasafninu, bæði vegna þess að slíkt efni er fremurbundið talmáli <strong>og</strong> kemst því sjaldan á prent, <strong>og</strong> eins vegna þess að dæmi eru hér valin úrRitmálssafninu eftir fjölda seðla. Algeng verða einstök orð af þessu tagi sennilega seint.Setningarliðir í orðmynduninni skiptast því í tvennt. Annars vegar er þanþol málsinsreynt til hins ítrasta í orðaleikjum <strong>og</strong> sennilega er öllum ljóst að þar er verið að brjóta(venjulegar) orðmyndunarreglur. Þetta á t.d. við um dæmin í (43) hér á undan. Hins vegareru svo orð sem hljóta að teljast alveg eðlileg (sjá (38) <strong>og</strong> (42)) <strong>og</strong> stinga málnotendurekki á nokkurn hátt. Þau hljóta því að vera hluti þess sem orðmyndunarreglurnar verða aðlýsa. Í þeim eru líka setningarliðir <strong>og</strong> þeir geta ekki talist vera orðasafnseindir. KenningScalises stenst því varla um íslenska orðmyndun.4.5.3.4 Yfirlit um tákn í orðgerðarsviðiÍ undanfarandi köflum hefur öllum afbrigðum af táknum sem fyrir koma í orðgerðarsviðunumþremur (sviðum 3, 9 <strong>og</strong> 12 í hverri færslu) í gögnunum verið lýst. Hér fylgirheildaryfirlit yfir öll táknin.Orðgerðarsviðið með greiningarorðinu sjálfu (svið 3) er notað til þess að merkja orðsem eru viðbætur við upprunalegu greiningarorðin úr Ritmálsskránni. Þetta er gert meðþví að setja stjörnu fremst í orðgerðartáknið. Orðgerðartáknin sjálf eru því í verunniþrískipt: Fremst er stjörnumerkingin sem sýnir hvort orðið er úr upprunalegum orðalista32 Nemendur mínir í námskeiðinu 05.40.05 Beyginga- <strong>og</strong> orðmyndunarfræði á árunum 1991 <strong>og</strong> 1992 <strong>og</strong> ýmsiraðrir vinir mínir hafa í gegnum árin gaukað að mér ýmsum dæmum af þessu tagi. Heimildamanna er ekki getiðvið slík dæmi þar sem ógerlegt reyndist að rekja þau. Hafi þeir bestu þakkir samt!

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!