13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

124 4 GREINING Á ίSLENSKU DÆMASAFNI4.5.3.3.8 Aðrir setningarliðir sem orðhlutarAukafallsliðir eins <strong>og</strong> þeir sem sagt er frá í næsta kafla hér á undan koma líka fyrir semorðhlutar í öðrum orðum, en að auki er dálítið af venjulegum nafnliðum sem koma fyrirsem orðhlutar í gögnunum. Þar eru ákvæðisliðir sem innihalda tölur áberandi, eins <strong>og</strong> sjámá af eftirfarandi dæmum: 30(42) Nafnliðir innan orða:áttablaðabroteinsatkvæðismáleinsmannshljóðfimmáraáætlunfjögramannafarhálfsárslegahálfsmánaðarlegahálfsmánaðartímisjöviknafastasexrúðugluggitíufjórðungavætttólfblaðabrottólfþumlungaþarmurþriðjabekkjarlegaþriggjapelaflaskaþúsundárahátíðOrð eins <strong>og</strong> þau sem hér eru sýnd <strong>og</strong> dæmin um forsetningaliði sem orðhluta (t.d. milliríkjamál,sjá 4.5.3.3.6) ættu að duga til þess að sýna að ekki er hægt að halda fast í þáhugmynd að setningarliðir eigi ekki að vera inntak í orðmyndunarreglur. Hamla sú semsagt er frá í byrjun þessa kafla fellur því á fleiru en sínu eigin nafni. Þá sýna þessi dæmilíka að kenning Scalises (1986, sjá líka Di Sciullo & Williams 1987) um það að setningarliðirgeti þá <strong>og</strong> því aðeins verið orðhlutar að þeir séu orðasafnseindir, þ.e. geymdirsem heild í orðasafninu, á tæplega við rök að styðjast. Á þeirri kenningu, meðal annars,byggist það að hægt sé að halda setningarhluta málkerfisins <strong>og</strong> orðasafninu stranglegaaðskildum:. . . this process seems to be limited to lexicalized phrases, a point which is relevantfor the organization of the lexicon, since it requires that such phrases be stored in thelexicon, in addition to the usual words. (Scalise 1986:156)Tæplega er þó hægt að halda því fram að áttablaða, milliríkja eða dömur <strong>og</strong> hattar séuorðasafnseindir, hvorki sem samsett orð né sem setningarliðir, t.d. í orðunum áttablaðabrot,milliríkjadeila <strong>og</strong> Dömu- <strong>og</strong> hattabúðin.Orð af þessu tagi eru einmitt meðal þess sem Lieber telur sanna að ekki sé hægt aðskilja orðhlutafræði <strong>og</strong> setningafræði algerlega að. Eiríkur Rögnvaldsson kemst að sömuniðurstöðu í greininni Collocations and the Minimalist Pr<strong>og</strong>ram (1993) en þar bendirhann á að naumhyggjukenningin opni möguleika á því að endurskoða tengsl orðasafns <strong>og</strong>setningarhluta málkerfisins. Eiríkur bendir á að þetta er nauðsynlegt bæði vegna þess aðýmiss konar setningarleg fyrirbæri eru augljóslega geymd í orðasafninu 31 <strong>og</strong> líka vegnaþeirra fyrirbæra sem hér eru til athugunar, þ.e. orðmyndunar þar sem greiður aðgangurþarf að vera að setningarhluta málkerfisins.30 Í B.A.-ritgerð minni (1990b) var nokkuð fjölskrúðugra úrval dæma um nafnliði sem orðhluta, t.d. þúsund<strong>og</strong> einnarnætur-pótentáti, Matvæla- <strong>og</strong> landbúnaðarstofnun, sameiningar<strong>og</strong>aðgreiningarregla, þrjátíuárastríðið,þúsundárahátíð <strong>og</strong> Bosch-Dewandre-Servo-hemill. Fyrsta gerðin, hliðtengdir nafnliðir sem orðhluti er ekkimjög sjaldgæf en virðist oftast nær koma fyrir í stofnanaheitum o.þ.h. Orð af því tagi eru ekki algeng í Ritmálsskránni.31 Grein Eiríks fjallar um fast orðalag, t.d. ríka tilhneigingu sem sum orð hafa til að standa alltaf (eða oftast)í sama samhengi án þess að þar sé um eiginleg orðasambönd að ræða, í þeirri merkingu sem venjulega er lögðí það hugtak. (Jón Hilmar Jónsson nefnir fyrirbæri af þessu tagi ‘orðastæður’ (collocations) <strong>og</strong> einkennin eruþau að merking <strong>og</strong> setningagerð er alveg gagnsæ en tilhneigingin til að ákveðin orð standi saman er mjög sterk.)Dæmin sem Eiríkur nefnir um þetta eru fengin úr Orðstöðulykli Íslendinga sagna (Eiríkur Rögnvaldsson etal. 1992): að berjast alldjarflega <strong>og</strong> verjast alldrengilega (sjá líka Eiríkur Rögnvaldsson 1995). Í generatífrimálfræði hefur ekki verið nein leið til að lýsa þessu fyrirbæri fyrr en þá í fyrsta lagi með naumhyggjunni.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!