13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

118 4 GREINING Á ίSLENSKU DÆMASAFNIer orðið höfðaður tæplega notað nema með ákvæði af einhverju tagi, t.d. í orðunum berhöfðaður,marghöfðaður, tvíhöfðaður, þríhöfðaður, e.t.v. vegna þess að ástæðulaust er aðnota orðið öðru vísi. Orðið er aðeins notað um fyrirbæri sem hafa höfuð <strong>og</strong> þá er ástæðulaustað taka fram að fyrirbærið hafi höfuð nema ákvæðið fylgi; það að vera höfðaðurliggur í hlutarins eðli. 29 Hér á eftir fylgja nokkur dæmi sem sýna þetta fyrirbæri nánar. Íöllum orðunum virðist síðari hlutinn óhugsandi sem sjálfstætt orð:(31) Bundnir afleiddir síðari liðir:-blaðaður breið-, einblaðaður -hælaður ein-, háhælaður-botnaður ein-, flatbotnaður -höfða rauð-, tvíhöfða-brima albrima -höfðaður ber-, tvíhöfðaður-brjóstaður harð-, svalbrjóstaður -kríkaður berkríkaður-bytna flat-, tvíbytna -leggjaður ber-, langleggjaður-dálkaður tvídálkaður -loftaður tví-, þríloftaður-dyraður ein-, tvídyraður -lokkaður fagurlokkaður-eggjaður eineggjaður -múlaður harðmúlaður-eggjaður hvass-, tvíeggjaður -sjávaður há-, lágsjávaður-feðra samfeðra -skjaldaður berskjaldaður-fingraður lang-, rósfingraður -skoltaður fattskoltaður-fjallaður blá-, gullfjallaður -svíraður harðsvíraður-fóta lausfóta -trýndur stutttrýndur-gólfaður tvígólfaður -tyngdur tvítyngdur-hálsaður berhálsaður -uggaður linuggaður-hjartaður fróm-, ljónhjartaður -ullaður fín-, stuttullaður-hjóla fjórhjóla -veggjaður lág-, þunnveggjaður-hrossa marghrossa -viðaður grann-, sterkviðaður-hryggjaður upphryggjaður -þumlaður ein-, tvíþumlaðurÍ þessum orðum leynist því skemmtilegt rannsóknarefni sem ekki hefur verið athugaðsérstaklega að þessu sinni, þ.e. að hve miklu leyti þessi formgerð orða er bundin merkingarlegumskilyrðum. Fyrirbærið minnir að sumu leyti á aðra málfræðilega formgerð semvirðist merkingarlega skilyrt á sama hátt, þ.e. á þágufall með nafnorðum í forsetningarlið,t.d. í orðum Skarphéðins: „. . . er þér <strong>og</strong> nær að stanga úr tönnum þér rassgarnarendannmerarinnar . . . “. Þessi formgerð virðist vera bundin við órjúfanlega eign (sjá ritgerðinaDativus Sympatheticus (Kristín Bjarnadóttir 1990a) <strong>og</strong> B.A.-ritgerð Steingríms Þórðarsonar(1979)) <strong>og</strong> segja má að ákvæðisliðirnir með orðunum hér að ofan eigi við einhverskonar órjúfanlegan hluta heildar líka.Þau orð þar sem gera verður ráð fyrir ofvirkni í orðmynduninni eru ekki bundin viðþau atriði sem hér hafa verið nefnd en í greiningu þeirra eru orðhlutar sem ekki koma fyrirsjálfstæðir merktir á þann hátt sem hér hefur verið skýrt frá, þ.e. með gv!.4.5.3.3.2 AgnarsagnirAgnarsagnir í íslensku virðast vera af þrennu tagi. Sumar þeirra koma aðeins fyrir semsamsett orð, aðrar geta ýmist verið samsettar eða sagnasamband <strong>og</strong> í þriðja flokknum eruþá þær sagnir sem aðeins koma fyrir sem samband. Á eftirfarandi töflu eru dæmi um þettaþrennt:29 Í Ritmálssafni finnast að vísu dæmi um orðið höfðaður, þ.e. höfðað skip <strong>og</strong> höfðaður þorskur. Merkingorðsins er skemmtilega tvíræð: höfðað skip hefur (dreka)höfuð en höfðaður þorskur er afhausaður.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!