13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

4.5 Greiningaratriðin ί gögnunum 117fyrir í gögnunum <strong>og</strong> valda þeir stundum erfiðleikum í greiningu þar sem ekki er alltaf ljósthver liðgerð orðanna er. Meðal þessara orða eru klassísk dæmi um liðgerðarþversagnirsem hafa orðið mörgum umfjöllunarefni, t.d. í ensku eins <strong>og</strong> sjá má af greiningunni í (10)á bls. 73 hér að framan en þar koma fram fimm mismunandi greiningar á orðum eins <strong>og</strong>one-eyed <strong>og</strong> hand-riveted.Vandamálið er m.a. það að rökgerðin er ekki vel ljós í mörgum þessara orða <strong>og</strong> formiðsjálft gefur ekki alltaf góðar vísbendingar. Það er til dæmis erfitt að ákvarða liðgerð þegarannar eða báðir liðirnir í orði koma ekki fyrir sjálfstæðir, eins <strong>og</strong> í orðunum andfætingur,eintrjáningur, andbanningur, ferfættur, ferfætlingur, áttblöðungur. Merkingarlega virðasttengslin oft helst vera við setningarliði; eintrjáningur er bátur sem gerður er úr ‘einu tré’,flatbytna er bátur með ‘flatan botn’ <strong>og</strong> tvíbytna er ker eða ílát með ‘tveimur botnum’. 27Formlega séð virðist þó ekki vera góður kostur að gera ráð fyrir því að orð af þessu tagiséu leidd af setningarliðum, en þó er það e.t.v. ekki útilokað þar sem gera verður ráð fyrirafleiðslu af setningarliðum í annars konar orðum sem komið verður að í næstu köflum hérá eftir. Hér er sú leið þó ekki farin heldur er í gögnunum gert ráð fyrir ofvirkri orðmyndunaf því tagi sem Margaret Stong-Jensen lýsir <strong>og</strong> eru ósjálfstæðir afleiddir síðari hlutar orðamerktir með gv!.(30) Greining á bundnum afleiddum síðari liðum:afarmenni n 1 afar -0 0 afar adv g menni n gv! |bleyðimenni n 1 bleyði -i b blauður adj g menni n gv! |búramenni n 1 búra -a e* búri m g menni n gv! |eintrjáningur m 1 ein -0 0 einn num g trjáningur m gv! |eintrjánungur m 1 ein -0 0 einn num g trjánungur m gv! |dauffingraður adj 1 dauf -0 0 daufur adj g fingraður adj gv! |berhendur adj 1 ber -0 0 ber adj g hendur adj gv! |berhentur adj 1 ber -0 0 ber adj g hentur adj gv! |berhöfðaður adj 1 ber -0 0 ber adj g höfðaður adj gv! |Búast má við að ekki sé fullt samræmi í greiningu orða af þessu tagi enda er greininginverulega tvíræð <strong>og</strong> hefur reyndar sveiflast dálítið í meðferðinni á meðan á gagnavinnslunnistóð. Að auki er oft erfitt að meta hvort orðhlutarnir koma fyrir sem sjálfstæð orð eða ekki;þannig er orðhlutinn -hentur t.d. greindur sem bundinn liður í gögnunum en fættur semsjálfstætt orð. Við greininguna var að nokkru leyti stuðst við Ritmálsskrá OH en margtí þessu sambandi er á reiki <strong>og</strong> verður eiginlega ekki útkljáð á einn veg eða annan. 28 Öllorð af þessu tagi eru sérmerkt í athugasemdasviði með athugasemd um að skoða eigisetningarlið til að athuga merkingarvensl á milli liða.Orðin sem greind eru á þennan hátt eru af ýmsum gerðum. Þar eru t.d. nafnorð semenda á -ingur, -lingur <strong>og</strong> -ungur (andfætingur, armfætlingur, ferfætlingur, tvífætlingur,þrífætlingur, tólffótungur, þrílaufungur) <strong>og</strong> lýsingarorð sem enda á -a, -aður, -dur, -tur,-ugur (albrima, fjórhjóla, fjórhjólaður, berhendur, berhentur, harðsvírugur). Þá komafyrir atviksorð af þessu tagi líka, t.d. einhestis.Athyglisvert er að skoða hvers konar lýsingarorð það eru sem helst koma fyrir meðsíðari hlutum sem fá greininguna gv!. Þessi orðgerð virðist oft vera merkingarlega bundinþannig að fyrri hlutinn er ákvæði sem tilgreinir einhverja órjúfanlega eiginleika sem síðarihlutinn hefur. Eiginleikarnir eru aðeins í þeim skilningi órjúfanlegir að síðari hlutinn geturekki komið fyrir án þess að einhverjir eiginleikar af þessu tagi fylgi með í orðinu. Þannigkonar tregða gildir ekki gegn nýjum setningum. Í íslensku virðist þetta líka gilda um form orða, t.d. hvað varðar<strong>samsetning</strong>arhátt, sjá t.d. Kristín Bjarnadóttir (1995a).27 Orðið er einnig notað um mjög djúp stöðuvötn eða tjarnir.28 Í vissu samhengi virðist vera hægt að nota flesta liði af þessu tagi sjálfstætt, t.d. í spurningum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!