13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

8 1 INNGANGURekki fyrir sem sjálfstæð orð (eða kjarni sjálfstæðra orða) <strong>og</strong> sumir orðhlutar sem hafamálfræðilegt hlutverk koma líka fyrir sem sjálfstæð orð.Í þessari ritgerð verður fjallað um vandamál sem tengjast hugmyndum manna ummuninn á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u í ljósi greiningar á orðum úr íslensku nútímamáli.Gagnasafnið sem byggt er á er fengið úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans <strong>og</strong> stofninn íþví eru rúmlega fimmtíu þúsund orð sem koma fyrir í ritum frá þessari öld. Eitt af þeimvandamálum sem upp komu í greiningu á orðunum var einmitt munurinn á <strong>samsetning</strong>u<strong>og</strong> afleiðslu. Þetta vandamál er í megindráttum tvíþætt. Fyrra atriðið snýst um það semfram kom hér að framan, þ.e. um samband merkingar eða hlutverks annars vegar <strong>og</strong> sjálfstæðraorða eða bundinna orðliða hins vegar. Þar má nefna tvenns konar dæmi:(2) a Orðliðir sem haga sér merkingarlega eins <strong>og</strong> aðskeyti <strong>og</strong> virðast fremur hafamálfræðilegt hlutverk en merkingu en koma samt fyrir sem sjálfstæð orð eðaeru a.m.k. samhljóða sjálfstæðum orðum: -dómur, -háttur.b Orðliðir sem haga sér merkingarlega eins <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arliðir (þ.e. eins <strong>og</strong> orð)en koma ekki fyrir sjálfstæðir: kirsu- í kirsuber <strong>og</strong> -róf í litróf.Síðara atriðið snertir stofnbrigði önnur en þau sem fram koma í beygingarmyndum <strong>og</strong>tengsl þeirra við sjálfstæð orð. Þar er spurningin sú hve orðliður má vera ólíkur sjálfstæðuorði án þess að hætta að tilheyra sama orði eða lesi. Sem dæmi um þetta má nefnaorðliði sem leiddir eru af töluorðum þar sem stofnbrigði koma fram sem ekki er að finnaí sjálfstæðum orðmyndum, tve-, þre- <strong>og</strong> fer- (t.d. í tvennd, þrenning <strong>og</strong> ferund) <strong>og</strong> orðliðieins <strong>og</strong> kven- sem kemur ekki fyrir sem sjálfstæð orðmynd, þótt stofnbrigðið komi fram íeignarfalli fleirtölu, kvenna.Svona atriði gefa tilefni til þess að athuga skilgreiningar á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong>muninn á þessu tvennu, forsendurnar sem að baki liggja <strong>og</strong> tilganginn með skiptingunni.Við það vakna fjölmargar spurningar um muninn á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u:(3) a Er hann fólginn í1. mismunandi formi eininganna,2. mismunandi stöðu þeirra í orðasafninu,3. ólíku orðmyndunarlegu hlutverki4. eða kemur hann fram annars staðar í málkerfinu, t.d. með því að einingarnarhaga sér ekki eins hljóðkerfislega?b Er eðli þessara tveggja gerða orðmyndunar gjörólíkt eða skiptir munurinn engumáli?c Eru skilin milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar ljós <strong>og</strong> skýr eða verður að gera ráðfyrir því að aðeins sé hægt að lýsa dæmigerðri <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> dæmigerðri afleiðsluen þar á milli séu fyrirbæri sem hafi einkenni beggja?Í erlendum ritum um generatífa málfræði er áberandi hve lítið er um beinar skilgreiningará muninum á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u. Helst er von á slíku efni í kennslubókumen þar virðist hver taka skilgreiningar upp eftir öðrum. Í frumheimildum verður að faranokkra krókaleið <strong>og</strong> leita að efni sem sýnir skilgreiningarnar óbeint þar sem menn hirðayfirleitt ekki um að setja þær fram með óyggjandi hætti. Hér á eftir verður gefið yfirlit umþá afstöðu sem fram kemur til mismunar á <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> afleiðslu í nokkrum grundvallarritumum generatífa orðmyndunarfræði, auk þess sem skilgreiningar í kennslubókumverða raktar. Við athugun á frumheimildum skipta kenningakerfi þau sem menn vinnaí öllu máli <strong>og</strong> þess vegna er óhjákvæmilegt að skoða þau nokkuð, til að átta sig á þeim

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!