13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

110 4 GREINING Á ίSLENSKU DÆMASAFNI4.5.1 GreiningarorðFremst í hverri línu (I.1.) er sjálft greiningarorðið, þ.e. orð úr Ritmálsskrá <strong>og</strong> þær viðbætursem verða til vegna tvígreiningarinnar, en eins <strong>og</strong> áður sagði (sjá 4.4.3) eru orðhlutarfærðir upp þegar þeir þarfnast frekari greiningar. Orðhlutarnir sjálfir eru settir upp innanhverrar línu á sama hátt <strong>og</strong> greiningarorðin, þ.e. þeir eru lemmaðir <strong>og</strong> þeim fylgja upplýsingarum orðflokk <strong>og</strong> orðgerð. Þannig eru svið I.1–3, III.7–9 <strong>og</strong> IV.10–12 sambærileg;á hverjum stað er eitt greiningarorð eða orðhluti, ásamt skammstöfun fyrir orðflokk <strong>og</strong>orðgerð. Viðbætur við efni úr Ritmálsskrá í fyrsta sviði eru merktar með stjörnu við orðgerðarskammstöfun.Hér á eftir eru dæmi um orðið atvinna, bæði sem greiningarorð <strong>og</strong>sem fyrri <strong>og</strong> síðari hluti samsetts orðs: 18(19) Dæmi um sambærileg greiningarsvið:Greiningarorð: Fyrri hluti: Síðari hluti:atvinna f 1 at -0 0 at adv ! vinna f gvatvinnuaukning f 12 atvinnu -u ee atvinna f 1 aukning f gvlífsatvinna f 21 lífs -s ee líf n g atvinna f 1Allir fyrri hlutar eru lemmaðir eftir því sem kostur er, þ.e. nafnorð eru sett upp í nefnifalli(yfirleitt í eintölu), lýsingarorð eru í nefnifalli eintölu karlkyns <strong>og</strong> sagnir eru í nafnhætti.Orðhlutar sem eru óumdeilanlega samsettir eða afleiddir, án þess að koma fyrir sem sjálfstæðorð, eru stundum færðir upp undir <strong>samsetning</strong>armyndinni óbreyttri ef uppflettimynder óljós eða vafasöm (t.d. fárán- í fáránlegur). 19 Eins <strong>og</strong> áður sagði eru öll orð sem fyrirkoma sem fyrri eða seinni hlutar greiningarorðanna færð upp sem sjálfstæð greiningarorðþegar þörf er á. Nokkur vandamál fylgja afbrigðilegum liðum í orðmynduninni, þ.e.liðum sem telja verður stærri en orð (sbr. dæmi þau um setningarliði sem talin eru upp í(15) hér að framan; sjá kafla 4.5.3 hér á eftir). Þá eru samsett orð af agnarsögnum þesseðlis að ögnin er sjálfstætt orð í nafnhætti en <strong>samsetning</strong>arliður í lýsingarhætti <strong>og</strong> sagnleiddumnafnorðum. Þar sem lýsingarhættir <strong>og</strong> sagnleidd nafnorð eru venjulega leidd afnafnhætti er gripið til þess ráðs hér að setja upp nafnháttarmyndir í greiningunni semekki eiga sér stoð í raunveruleikanum, þ.e. samsettar myndir í nafnhætti í stað sagnarsambands(t.d. orðmyndin *aðbúa í stað búa að í greiningu á orðinu aðbúnaður). Þessiafbrigðilegu greiningarorð eru merkt sérstaklega <strong>og</strong> þau má túlka á tvo vegu. Í fyrstalagi er hugsanlegt að halda því fram að samsetti nafnhátturinn sé raunverulegur grunnur íorðmynduninni sem hvergi kemur fram, eins konar hugsanlegt orð sem aðrar myndir erudregnar af. Þá má einnig líta á samsetta nafnháttinn sem skrifbrigði (notational variant)af agnarsögninni sem eingöngu er til þess ætlað að létta vélarvinnuna sem öll byggist ástafastrengjum í fastri röð. Nánar verður komið að þessu efni síðar.4.5.2 OrðflokksmerkingarOrðflokksgreining fylgir öllum orðum úr Ritmálsskránni <strong>og</strong> viðbótarorð sem verða tilvegna tvígreiningarinnar <strong>og</strong> allir fyrri <strong>og</strong> síðari hlutar greiningarorðanna eru síðan orðflokksgreindirá sama hátt, eftir því sem unnt er. Orðflokkur greiningarorðsins sjálfs er ísviði I.2, orðflokkur fyrri hlutans í sviði III.8 <strong>og</strong> orðflokkur síðari hlutans í sviði IV.11.Latneskar skammstafanir eru notaðar, eins <strong>og</strong> í Ritmálsskránni (sjá 4.3.3). Þar sem aðeinsvoru valin orð úr höfuðorðflokkunum fjórum 20 í upphaflegt gagnasafn bætast við18 Sjá yfirlit um tákn á bls. 125–126.19 Skv. Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon er þetta orð líklega í ætt við fárænn <strong>og</strong> fáræna.20 Ekki er gerður greinarmunur á atviksorðum <strong>og</strong> forsetningum í greiningunni <strong>og</strong> er hvort tveggja merkt adv.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!