13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

106 4 GREINING Á ίSLENSKU DÆMASAFNIað framan (sjá t.d. nmgr. 39 á bls. 82 <strong>og</strong> greiningu á orðinu ummyndanamálfræðingur),enda er niðurstaðan úr 3. kafla hér að framan sú að orðhlutafræðilegar röksemdir fyrir þvílíkani sýni ekki fram á að lagskiptingin eigi rétt á sér. Nánar verður komið að þessu atriðií kaflanum um stofnhlutagreiningu hér á eftir.4.4.1.4 Gögnin <strong>og</strong> fræðinEins <strong>og</strong> hér hefur komið fram eru fræðilegar forsendur fyrir greiningunni byggðar á örfáum<strong>og</strong> einföldum atriðum, þ.e. kenningunni um tvígreiningu, mismuninum á bundnum <strong>og</strong>frjálsum liðum <strong>og</strong> lögmálinu um rökformgerð. Tvígreiningin er viðtekin hefð í umfjöllunum íslenska orðmyndun <strong>og</strong> hefur tvímælalausa kosti í gagnavinnslunni vegna þess aðhún leiðir til þess að aldrei er verið að greina nema ein skil í orði í einu, afrakstur einnarorðmyndunarreglu. Hver færsla í gögnunum verður þess vegna tiltölulega einföld <strong>og</strong> allarfærslur eru settar upp á sama hátt. Hins vegar setur tvígreiningin því nokkrar skorðurhvernig lýsingin er sett upp, eins <strong>og</strong> fram kemur hér á eftir. Í umfjöllun um íslenska orðmynduner líka venjulega gert ráð fyrir að rökformgerð ráði greiningu orða, en eins <strong>og</strong>fram hefur komið hér að framan eru þó undantekningar á því, t.d. þegar gert er ráð fyrirlagskiptu orðasafni. Hér er þó farin sú leið sem Eiríkur Rögnvaldsson mótar í kennslubóksinni, af ástæðum sem þegar hafa verið settar fram <strong>og</strong> komið verður aftur að síðar.Mismunurinn á frjálsum <strong>og</strong> bundnum liðum er síðan lykillinn að athugunarefninu sjálfuen þar virðast kenningar um ljós skil afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar eins <strong>og</strong> í reglum Scalisesstangast á við raunveruleikann.4.4.2 MyndangreininginSú stefna var mótuð í upphafi þessa verks að greina ætti í myndön eftir málkunnáttufræðien ekki málfræðikunnáttu, en það er þó annmörkum háð. Þetta var ljóst strax á fyrstustigum verksins <strong>og</strong> því eiga þau orð enn við sem höfð eru um þetta í B.A.-ritgerð minni(1990b). Þar segir m.a. að vandinn við að nota þessa aðferð á dæmi úr Ritmálsskránni hafiverið sá að mörg þeirra orða sem þar koma fyrir eru alls ekki í virkum orðaforða mínum.Þess vegna var stundum nauðsynlegt að leita heimilda við myndangreininguna <strong>og</strong> notadrýgstahjálpartækið reyndist vera Íslensk orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon(1989) sem var í vinnslu á Orðabók Háskólans á meðan upphaflega vinnan við myndangreiningunastóð yfir. Ritmálsskráin sjálf <strong>og</strong> önnur gögn í fórum OH komu líka að góðugagni. Hugmyndin var samt sem áður sú að greiningin yrði samtímaleg, en greining sembyggist á málkunnáttu <strong>og</strong> málskilningi hlýtur alltaf að vera einstaklingsbundin <strong>og</strong> þar afleiðandi umdeilanleg. Þessari stefnu hefur verið haldið síðan, eftir því sem kostur er, envandamál af þessu tagi verða þeim mun meira áberandi eftir því sem reynt er að samræmagögnin meira. Því má ætla að seilst sé út fyrir samtímalega greiningu hér <strong>og</strong> þar. Höfuðstefnaní myndangreiningunni er í reynd sú að auðþekkjanlegir orðhlutar eru greindir semslíkir, jafnvel þótt það leiði til þess að „afgangarnir“ verði þar með að torkennilegum einingumí greiningunni sem aldrei koma fyrir sjálfstæðar en fullnægja því að engu öðru leytiað vera taldar til aðskeyta, eins <strong>og</strong> stakmyndönin hind- <strong>og</strong> kirsu- í hindber <strong>og</strong> kirsuber (sjátilvitnun í Nida á bls. 18 hér að framan <strong>og</strong> kafla 2.3.2 í kennslubók Eiríks Rögnvaldssonar(1990:21)). Þessi tilhneiging til stöðlunar gengur þó ekki alltaf upp, enda eru þess dæmiað erlend tökuorð sem tekin eru inn í málið í heilu lagi hafi að geyma orðhluta sem eruóþekkjanlegir frá íslenskum orðhlutum. Það er t.d. ekki gott að segja hvað venjulegummálnotanda finnst um -ari í orðunum bæjari, spæjari <strong>og</strong> brandari <strong>og</strong> hvort máltilfinningingerir greinarmun á þessum orðum <strong>og</strong> pönkari, stuðari <strong>og</strong> gaflari. Í gögnunum eru tökuorðsem ætla má að séu tekin inn í málið sem heild ekki sundurgreind en mörg slík atriði eruvafamál.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!