13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

4.4 Gagnavinnan 103teknir úr orðasafninu <strong>og</strong> sameinaðir. 15 [Upprunaleg vísun var í handrit Höskuldar Þráinssonarsem er einn ritstjóra verksins.] Þarna virðist vera komið atriði sem gæti höfðaðtil setningafræðilega sinnaðra orðmyndunarfræðinga þar sem tvígreiningu í orðmyndunmætti þá setja fram á svipaðan hátt með því að gera alltaf ráð fyrir samröðun lesa. Ekkimá þó gleyma því að tvígreiningin er líka hluti af kenningu Aronoffs <strong>og</strong> annarra semgera ráð fyrir að afleiðsla sé ferli; þarna er því atriði sem þó nokkur samstaða virðistvera um meðal orðmyndunarfræðinga. Í köflunum sem hér koma á eftir kemur síðan íljós hvaða afleiðingar kenningin um tvígreiningu hefur á greiningu gagnanna sem hér erfjallað um.4.4.1.2 Orðmyndunarreglur <strong>og</strong> ¯X-kerfiðKenningin um tvígreiningu leiðir til þess að hægt er að setja upp einfaldar orðmyndunarreglurtil að lýsa allri orðmyndun, eins <strong>og</strong> t.d. er gert hjá Selkirk (sjá kafla 2.5.3 hér aðframan). Ef gert er ráð fyrir því að orð séu táknuð með XV , eins <strong>og</strong> gert er í ¯X-kerfinu ísetningafræði <strong>og</strong> að aðskeyti séu alltaf bundin, en þá má tákna þau með X†ˆ‡ (til að sýnaað þau eru hluti af X), þá nægja þrjár reglur til að sýna alla orðmyndun:(10) a Forskeytt XV ^© X†ˆ‡ XVorð:b Viðskeytt XV ^© XV X†‰‡orð:c Samsett XV ^© XV XVorð:X er hér notað fyrir orðflokksmerkin, eins <strong>og</strong> gert er í reglu Aronoffs (sjá 2.5.1) <strong>og</strong> hjáSelkirk (sjá 2.5.3) <strong>og</strong> í stað þess má setja hefðbundnar skammstafanir fyrir orðflokka,eins <strong>og</strong> Selkirk gerir t.d. í reglunum um <strong>samsetning</strong>u (sjá (7) á bls. 36 hér að framan). Tilþess að lýsa íslenskri orðmyndun má þá líka taka mark af því að í íslensku eru formlegirhægri hausar allsráðandi, þ.e. orðflokkur ákvarðast alltaf af síðari lið, <strong>og</strong> nota X <strong>og</strong> Yfyrir ótilteknu orðflokksgildin. Þá sést líka af reglunum að orðflokkur síðari hluta ræðurorðflokki orðsins sem hver regla myndar:(11) a Forskeytt XV ^© Y†ˆ‡ XVorð:b Viðskeytt XV ^© YV X†‰‡orð:c Samsett XV ^© YV XVorð:Rannsóknarefnið hér er því að finna gildin á XV <strong>og</strong> X†‰‡ <strong>og</strong> hvort ástæða er til að skilja ámilli þessara reglna.Við uppsetningu á þessum reglum er gengið út frá því að orðmyndunarreglur séu aðöllu leyti endurkvæmar, þ.e. XV stendur fyrir hvaða hugsanlegt orð sem er, grunnorð,afleidd orð <strong>og</strong> samsett orð af öllu tagi. Þarna er því sami skilningur lagður í XV <strong>og</strong> í setningafræði,þ.e. XV er eining sem setja má inn í setningarhríslur. Að auki er XV svo orðmyndunargrunnur,þ.e. eining sem orðmyndunarreglurnar verka á. 16 Eins <strong>og</strong> fram kemurhér á eftir fer setningafræðileg skilgreining á XV ekki alltaf saman við þá orðmyndunarlegu;sum fyrirbæri hljóta að teljast orðmyndunargrunnur án þess að þau sé hægt að setjainn í setningu, t.d. bundin afleidd orð eins <strong>og</strong> Margaret Stong-Jensen lýsir í grein sinni(sjá 3.3.3 hér að framan).Í reglunum hér að ofan eru aðskeyti merkt með X†ˆ‡ en það er nokkuð á reiki millihöfunda hvernig útfærslan á ¯X-kerfinu er í orðmyndunarfræði. Þar eru aðallega tvær leiðirfærar. Annars vegar er táknunin á bundnum liðum (þ.e. aðskeytum) fest með því að vísa15 Sjá t.d. inngang í Abraham et al. 1996.16 Í skilningi þeirra sem halda því fram að orðmyndunarreglur séu ferli er X þá lesið sem regla breytir átiltekinn hátt. Í skilningi hinna sem gera ráð fyrir að aðskeyti séu les er X þá eining sem aðskeyti geta bæst við.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!