13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

100 4 GREINING Á ίSLENSKU DÆMASAFNIorðinu óalmennilegur kemur líka fram að upplýsingar um endurvirkni í forskeytingunnitapast; orð er merkt á sama hátt hvort sem forskeytin eru eitt eða fleiri. (Bæði al- <strong>og</strong>ó- eru talin til forskeyta í Ritmálsskrá.) Á sama hátt hverfa allar aðrar upplýsingar umendurkvæmni í orðmynduninni.Vegna þeirra takmarkana sem eru á orðgreiningunni í Ritmálsskránni var mér ljóstfrá upphafi að hún myndi ekki nýtast mér nema að mjög litlu leyti. Að auki er ég ekkisammála þeirri greiningu sem þar er notuð. Þar eru bæði merkingarlegar <strong>og</strong> formlegarforsendur notaðar en þeim er þó ekki haldið alveg til streitu, eins <strong>og</strong> sjá má af tilvitnunumhér á undan. Reglan er yfirleitt sú að frjáls myndön teljast vera <strong>samsetning</strong>arliðir enekki aðskeyti, en samt eru sum atviksorð (þ.e. agnir <strong>og</strong> „áttarorðin“ sem óumdeilanlegageta staðið sjálfstætt) talin til forskeyta <strong>og</strong> það hlýtur að vera gert á merkingarlegumforsendum. Annars staðar er merkingarlegum forsendum hafnað, sbr. það að dauð- <strong>og</strong>band- í dauðleiður <strong>og</strong> bandvitlaus eru ekki greind sem forskeyti, sem þó er alvanalegt aðgera. Því var sú leið farin hér að velja forskeytt <strong>og</strong> samsett orð úr safninu, á þann háttsem þegar hefur verið lýst. Aðeins hluti viðskeyta er merktur sem slíkur í Ritmálsskrá(a.m.k. enn sem komið er) <strong>og</strong> að auki eru merkingarnar aðeins notaðar þegar viðskeytieru aftast í orði. Viðskeyttra orða í Ritmálsskránni má því rétt eins leita með því að sláinn leitarstrengi úr orðunum sjálfum. Þá er merkingin á viðskeytum undirskipuð öðrumorðgerðarmerkingum í Ritmálsskránni <strong>og</strong> dæmi um þau fylgja því sjálfkrafa með þegarbeðið er um forskeytt eða samsett orð. Dæmasafnið er svo stórt að ég hef trú á því að þarkomi fram allar gerðir orðmyndunar í Ritmálsskránni, enda slagar úrtakið hátt í tíundahluta af safninu í heild.4.4 GagnavinnanEins <strong>og</strong> fram kemur í formála hófst gagnavinna sú sem hér verður frá sagt á útmánuðum1989 <strong>og</strong> hefur þess vegna staðið í langan tíma <strong>og</strong> með mörgum hléum. 11 Gagnaskipulagiðber þess nokkur merki enda þótt því hafi verið gjörbylt nokkrum sinnum frá upphafi. Öllgagnavinna er unnin á tölvur Orðabókar Háskólans, þ.e. á Unix-vélar sem ráða við röðun<strong>og</strong> flokkun á miklu efni. Hér verður vinnulagi við greininguna ekki lýst í smáatriðum,enda ætti að verða ljóst af lýsingu á skipulagi gagnanna í næsta kafla (4.5) um hvað máliðsnýst. Í aðalatriðum má segja að gagnavinnan hafi farið fram í þremur áföngum. Fyrstvoru öll orðin myndangreind <strong>og</strong> var það upphaflega gert með því að nota línuskiptingaforriten afraksturinn af því var síðan yfirfarinn vandlega. Síðan voru orðin stofnhlutagreind<strong>og</strong> var það gert með því að setja inn mismunandi merki á öllum skilum. Loks var tekiðupp það skipulag sem fram kemur í gagnasafninu sjálfu eins <strong>og</strong> það er nú <strong>og</strong> sagt verðurfrá í næsta kafla, en þar er aðeins gerð grein fyrir einni orðmyndunarreglu í hverri færslu(eða línu) í gögnunum, í stað þess að sýna öll skil í hverju orði í einu. Í þessum kaflaverður sagt frá grunnforsendum fyrir greiningunni <strong>og</strong> fyrstu tveimur vinnslustigunum,þ.e. myndangreiningu <strong>og</strong> stofnhlutagreiningu.4.4.1 Fræðilegar forsendur fyrir greiningunniÍ þessum kafla verður sagt frá því hvernig skilið er á milli <strong>samsetning</strong>ar <strong>og</strong> afleiðslu í gögnunumsjálfum <strong>og</strong> þeim fræðilegu forsendum sem liggja að baki greiningarinnar. Greininginbyggist á kenningum um tvígreiningu, endurkvæmum orðmyndunarreglum þar semgildi liða er oftast strangt afmarkað í fræðunum <strong>og</strong> loks er hér stuðst við kenninguna um11 Lýsing á vinnulagi á fyrstu stigum verksins, þ.e. við myndangreiningu <strong>og</strong> stofnhlutagreiningu er að finna íB.A.-ritgerð minni, Stofnhlutagreining samsettra orða (Kristín Bjarnadóttir 1990b). Hér verður aðeins sagt fráskipulagi gagnanna eins <strong>og</strong> það er nú <strong>og</strong> forsagan í vinnunni ekki rakin.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!