13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

98 4 GREINING Á ίSLENSKU DÆMASAFNIskeytt orð, en síðar var einnig bætt við þeim möguleika að sýna viðskeyti í samsettu orði.Í fyrstu lotu var gert ráð fyrir að greina eftirfarandi liði sem viðskeyti: 10(7) Listi yfir viðskeyti í Ritmálsskrá:-andi (nemandi, dómandi)-ari (kennari, dómari)-ningur (flutningur)-ingi (heimskingi, ættingi)-lingur (þyrsklingur)-isti (fasisti)-ismi (fasismi)-ungur (glerungur)-ungi (sveitungi)-leiki (kærleiki, fríðleiki)-leikur (kærleikur, fríðleikur)-skapur (dónaskapur)-dómur (ræfildómur, kristindómur)-an/-un (skemmtan, skemmtun)-andi (kveðandi)-ing (firring, skýring)-ning (skráning, kvaðning)-ung (hörmung, háðung)-sjón (spekúlasjón)-semi (góðsemi, vinnusemi)-semd (vinsemd)-heit (blankheit, hortugheit)-legur (óttalegur, bölvanlegur)-óttur (blettóttur, kringlóttur)-samur (líknsamur, vinnusamur)-ugur (/-igur) (máttugur, skítugur)-andi (spennandi, vonandi)-lega (bráðlega)-ast (gerast)-era (blammera, skandalisera)Orð með viðskeytum sem ekki eru á þessum lista eru merkt sem grunnorð. Nokkrarbreytingar munu hafa verið gerðar á orðgerðargreiningunni á meðan á vinnunni stóð <strong>og</strong>þar sem margir unnu að henni varð samræmið minna en til stóð í upphafi. Það er líkaljóst að orðgerðargreiningin eins <strong>og</strong> hún er nú í Ritmálsskrá var aðeins upphafsáfangi <strong>og</strong>ætlunin var (<strong>og</strong> er) að taka aftur til við orðmyndunarhlutann síðar.Á valmynd í Ritmálsskránni er nú að finna þessa möguleika í orðmyndunargreiningu:g, gv, f, fs, fv, s, sv. Vegna breytinganna sem gerðar voru á greiningunni á meðan áverkinu stóð eru merkingarnar mismikið nýttar. Þannig eru aðeins fjögur orð merkt fs(forskeytt <strong>og</strong> samsett) í Ritmálssskránni, orðin óvefrænn, óíslenskaður, allfólksmargur<strong>og</strong> afvegaleiða, enda má segja að þessi merking sé ekki í samræmi við leiðbeiningarnarsem vísað var í hér að framan, þ.e. að velja beri eitt af aðaltáknunum þremur, g, f, s.Samræming er verulegum erfiðleikum háð þegar margir vinna verk af þessu tagi sem þarað auki er í mótun á meðan á vinnunni stendur. Talsvert er þess vegna um ósamræmií orðgerðargreiningunni, eins <strong>og</strong> sjá má af eftirfarandi dæmum þar sem orð, orðflokkur,kyn nafnorða <strong>og</strong> orðgerðargreining (í ramma til glöggvunar) í Ritmálsskrá eru sýnd:10 Sérstaklega er tekið fram í leiðbeiningartextanum að viðskeytin eigi að bíða betri tíma: „Innan g-flokks <strong>og</strong> f-flokks er takmarkaður hópur valinna viðskeyta merktur sérstaklega. Að öðru leyti er stefnt að því að viðskeytumverði sinnt frekar þegar skránni er lokið.“ Jón Hilmar Jónsson hefur bent mér á að fulljóst var strax í upphafiað fullt samræmi næðist ekki fyrr en öll orðin yrðu tölvutæk <strong>og</strong> smala mætti saman orðum sömu gerðar (meðsama viðskeyti o.s.frv.). Kódarnir voru að miklu leyti hugsaðir til að greiða fyrir því. Og einmitt vegna þessað samræmi myndi ekki nást meðan á greiningunni stóð var strax horfið frá því sem fyrst þótti liggja beint við,að merkja skilin í orðunum sjálfum. Þá þarf að að hafa í huga að orðgerðarmerkingin skar sig algerlega úr viðgerð Ritmálsskrárinnar að því leyti að þar gekk „skrásetjarinn“ ekki að klárum staðreyndum (eins <strong>og</strong> um titil<strong>og</strong> aldur) eða gat fylgt fyrri úrskurði (þótt hann gæti út af fyrir sig orkað tvímælis, þ.e. um uppflettimynd <strong>og</strong>orðflokk), heldur varð að úrskurða um myndunareinkenni hvers einstaks orðs án þess að hafa þá heildarmyndsem forsendur matsins byggðust á.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!