13.07.2015 Views

Ársskýrsla 2012 - Orkustofnun

Ársskýrsla 2012 - Orkustofnun

Ársskýrsla 2012 - Orkustofnun

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

8 Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðannaá jarðhitasvæðum, jarðfræði, efnafræði og jarðeðlisfræði,og gefið yfirlit um aðra þætti jarðhitarannsókna, allt fráumhverfisrannsóknum og forðamati yfir í bortækni. Einnigvar vikið að skipulagningu jarðhitaverkefna, virkjunum, rekstriþeirra og viðhaldi. Námskeiðið var þrískipt. Fyrsti hlutinn fórfram við Bogoriavatn þar sem nemendur skoðuðu jarðhita ogkynntust rannsóknaraðferðum undir leiðsögn sérfræðinga fráGDC og KenGen. Þann 3. nóvember var farið að Naivasha vatniþar sem kennslan næstu 12 dagana var í formi fyrirlestra umrannsóknaraðferðir og stöðu jarðhitans í Austur-Afríku. Síðustufjóra dagana voru þátttakendur í verkefnavinnu. Metþátttakavar einnig í þessu námskeiði, eða 61 þátttakandi, og komuþeir aðallega frá löndum Austur-Afríku. Ný lönd voru Nígeríaog Súdan. Kennarar og leiðbeinendur námskeiðsins komu fráÍslandi (4), Kenía (40), og nágrannalöndum Kenía (4), og voruflestir fyrrum nemendur JHS.Útseld námskeið og verkefniUmsvif Jarðhitaskólans vegna útseldra námskeiða ogverkefna voru meiri á árinu en dæmi eru um áður. Þorrinn varvegna sérsniðinna námskeiða í Kenía þar sem unnið var bæðifyrir KenGen og GDC, en einnig var gerð úttekt fyrir Amerískaþróunarbankann (Inter-American Development Bank – IDB) ájarðhitakennslu í El Salvador með stofnun Jarðhitaskóla þarfyrir M- og S-Ameríku sem langtímamarkmið. Þar yrði kennt aðmestu á spænsku.Í febrúar fór fram seinni hluti (30 daga) þjálfunar íborholujarðfræði fyrir GDC í Kenía. Alls tóku 7 starfsmenn GDCþátt í þessari stífu þjálfun. Í apríl hófst mjög umfangsmikiðnámskeið um rannsóknir og nýtingu jarðhita fyrir KenGen(Course on Geothermal Technology). Hér var um að ræða 3mánaða námskeið sem stóð frá 16. apríl til 14. júlí. Alls tóku48 starfsmenn KenGen þátt í námskeiðinu. Í framhaldi af þvítók við sex mánaða sérhæfð þjálfun 5 borholujarðfræðinga semstóð út árið (og lauk ekki fyrr en í byrjun febrúar 2013). Másegja að eftir að hafa farið í gegnum námskeiðið og þjálfuninahafi þessir 5 borholujarðfræðingar verið komnir með menntunað minnsta kosti á við þá sem eru þjálfaðir í þessum fræðumí Jarðhitaskólanum á Íslandi. Loks er rétt að nefna úttekt áefnagreiningarstofu KenGen, samhliða rúmlega mánaðaþjálfun 17 efnafræðinga, sem bættist við og fór fram í ágústog september. Tveimur skýrslum var skilað um verkið. Flestirkennararnir/leiðbeinendurnir komu frá ÍSOR.Vinnan fyrir IDB vegna stofnunar og uppsetningujarðhitaskóla í El Salvador fór fram á síðustu mánuðum ársins.Eftir nokkurn undirbúning fóru þrír starfsmenn Jarðhitaskólansí vettvangskönnun til El Salvador í október, þar sem rætt var viðýmsa hagsmunaaðila. Jarðhitaskólinn skilaði bráðabirgðaskýrsluum verkefnið í lok árs. Reiknað er með að verkefninu ljúki áfyrri hluta árs 2013, í framhaldi af vinnuþingi, sem haldið verðurí El Salvador í lok febrúar 2013.Þátttakendur þúsaldarnámskeiðisins í El Salvador.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!