13.07.2015 Views

Ársskýrsla 2012 - Orkustofnun

Ársskýrsla 2012 - Orkustofnun

Ársskýrsla 2012 - Orkustofnun

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ávarp orkumálastjóraNú eru rúmlega fimm ár liðin síðan ég tók við embættiorkumálastjóra. Þetta hefur sannarlega verið viðburðaríkur ogspennandi tími sem hefur einkennst af því að hlutverk og starfsemistofnunarinnar hefur verið í örri þróun ásamt mikilvægum einstökumverkefnum. Stjórnsýsluhlutverk og stjórnsýsluábyrgð stofnunarinnarhafa verið stóraukin, fyrst með ákvörðun ráðherra um flutningmikilvægra stjórnsýsluverkefna frá ráðuneytinu til stofnunarinnar2008 og síðan með staðfestingu Alþingis á Árósasamkomulaginu í lokárs 2011 þar sem skilgreind voru skörp skil milli framkvæmdavaldsinsog stjórnsýslunnar. Stofnunin hafði reyndar verið undirbúin undirþessa breytingu þegar auðlindarannsóknir, þ.e. rannsóknir ájarðhitalindum 2003 og vatnafari 2008, voru skildar frá stofnuninnitil þess að efla stjórnsýslulegt hæfi hennar. Einnig hefur stjórnsýslaokkar og eftirlitshlutverk samkvæmt vatnalögum aukist og við eigum íviðtæku samstarfi við aðrar stofnanir um innleiðingu VatnatilskipunarEvrópu skv. lögum um stjórn vatnamála sem Umhverfisstofnunleiðir. Af stærri innlendum verkefnum á tímabilinu má nefnaaðkomu stofnunarinnar að Rammaáætlun, endurskipulagningu ogeflingu raforkueftirlits, undirbúning útboða og leyfisveitingar vegnarannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu, orkunýtingu ogorkuskipti í samgöngum. Af erlendum samstarfsverkefnum má nefnaalþjóðlegan matslykil fyrir sjálfbærni vatnsaflsvirkjana, IPGT, sem ersamstarfsverkefni um tæknimál jarðhitanýtingar og GeothermalEranet sem hófst <strong>2012</strong> en þar leiðir <strong>Orkustofnun</strong> samstarf sex landaum samræmingu rannsókna og miðlun upplýsinga og gagna á sviðijarðhitanýtingar. <strong>Orkustofnun</strong> sér einnig um þátttöku Íslendinga í nýjuog áhugaverðu verkefni á vegum norrænu ráðherranefndarinnar umnýtingu á jarðefnum og málmum.Þegar annar áfangi Rammaáætlunar var settur á flot varþað með þeim ásetningi að leggja niðurstöðu verkefnisstjórnarRammaáætlunar fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu þannig aðhún fengi lagalega stöðu í stjórnsýslunni. Ef til vill var erfitt að gerasér grein fyrir því fyrirfram hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir þanntíma, sem þyrfti til þess að ljúka ferlinu. Því verður hinsvegar varlamótmælt að þessi aðferð hefur tryggt kynningu og ríka möguleikaalmennings og haghafa til þess að kynna sér tillögurnar á ýmsumstigum og koma á framfæri athugsemdum. Fyrst með kynningu ogathugasemdaferli verkefnisstjórnar, síðan með mati á Rammaáætlunsem skipulagsáætlun og að lokum í umsagnarferli Alþingis. Í allriþessari umræðu hefur mönnum að vonum verið starsýnt á einstakarvirkjanahugmyndir og áhrif þeirra á umhverfi og mannlíf. Því verðurhins vegar vart á móti mælt þegar litið er á heildina að Íslendingar hafameð tillögum Rammaáætlunar um verndun mögulegra virkjanasvæðaí heildina takmarkað verulega aðgang að mögulegum hagkvæmumorkulindum í jarðhita og vatnsorku.Raforkueftirlit er eitt af vandasömustu verkefnum <strong>Orkustofnun</strong>ar,en það er lögbundið eftirlit stofnunarinnar samkvæmt raforkulögum.Það má segja að raforkumarkaðurinn skiptist í framleiðslu og söluá raforku, sem er rekin á samkeppnisgrundvelli, annars vegar ogflutningi og dreifingu, sem er einkaleyfisstarfsemi, hins vegar.Einkaleyfishlutinn veltir um 26 milljörðum króna árlega semskiptist nokkuð jafnt milli flutnings og dreifingar. Það er hlutskipti<strong>Orkustofnun</strong>ar að ákveða hvað séu eðlilegar tekjur af starfseminnimeð því að setja einkaleyfisfyrirtækjunum tekjumörk og fylgjast síðanmeð því að gjaldskrár séu ákveðnar þannig að tekjur haldist innanmarka. Það er eðlilegt að slíkar ákvarðanir séu umdeildar, sérstaklegaþegar unnið er eftir nýlega breyttum lögum, enda miklir hagsmunir íhúfi. Ný verkefni sem takast verður á við á næstu árum eru til dæmisinnleiðing þriðju raforkutilskipunar ESB, ákvarðanir um hvort raflínumsé best komið fyrir í jörð eða á lofti og uppbygging raforkukerfisins tilframtíðar. Hvaða stefna á að ríkja í fjárfestingum sem gagnast öryggiog skilvirkni kerfisins í heild sinni, og til lengri tíma, en er ekki hægt aðeyrnamerkja einstökum núverandi eða nýjum notendum. Til þess aðhugmyndir um sæstrengi geti orðið að veruleika þarf í raun að þróanýtt regluverk og viðhafa mikinn undirbúning innan stjórnsýslunnar ísamstarfi við systurstofnanir okkar erlendis.Eftir meira en 7 ára starf í útboðsferlinu erum við nú komin á þannpunkt að fyrirtæki sem sérhæfa sig í leit að olíu- og gaslindum hafaskuldbundið sig til þess að faraí kostnaðarsamar rannsóknirá Drekasvæðinu. Afstaðaíslenskra stjórnvalda hingaðtil hefur verið að undirbúaDrekasvæðið til útboðsmeð lágmarks tilkostnaðiog láta kunnáttumönnumí greininni eftir að meta ogtaka efnahagslega áhættuá grundvelli fyrirliggjandigagna. Það þýðir aðfyrirtækin telja líkur ástórum olíufundi nægilegamiklar til þess að fjárfestaí rannsóknum á svæðinu.Það þýðir hins vegar ekkiað þau telji vera 100 % líkur á slíkum fundi. Hugmyndir um aðfara strax í verulegar fjárfestingar í mannvirkjum í landi eða að farainn með almannafé í fyrirtæki á leitarstiginu væru í raun breytingá núverandi stefnu stjórnvalda. Það breytir hins vegar ekki því aðíslenskir fjárfestar og fyrirtæki í ráðgjöf, framkvæmdum og útgerðhafa, meðal annars í gegnum útboðsferlið á Drekasvæðinu, öðlastmikilvæga innsýn í þá möguleika sem eru á þessu sviði allt í kringumokkur. Ráðgjöf og þjónusta við leit, rannsóknir og vinnslu veltirmiklum fjárhæðum og hefur til dæmis í Noregi skapað mikla spurneftir verk- og tæknimenntuðu fólki og verkfræðilegri ráðgjöf. Við,sem höfum komið að þessum undirbúningi, höfum staðið frammifyrir þeirri spurningu hvort það sé rétt að ráðast í olíuvinnslu þóttaðstæður gætu verið fyrir hendi. Hér hefur mönnum annars vegarverið tíðrætt um líkur á slysum og mengun og hins vegar hafa vaknaðspurningar um það hvort það gagnist heimsbyggðinni í baráttunnigegn hlýnun að fundnar séu og teknar til vinnslu nýjar olíulindir.Mitt stutta svar er að olíuvinnsla í norðurhöfum er staðreynd, aðildokkar að olíuvinnslu gefur okkur innsýn og möguleika til áhrifa umöryggismál og umhverfismál. Fjarlægð frá landi verður vissulega tilkostnaðarauka fyrir vinnslufyrirtækin en minnkar hins vegar hættu ámiklum afleiðingum hugsanlegs olíuleka. Olíuvinnsla í heiminum hefurekki aukist að marki síðan 1970. Losun kolefnis hefur aukist annarsvegar með aukinni gasnotkun, sem er að vissu leyti jákvætt vegnaminni losunar á orkueiningu, en hins vegar hefur mesta aukninginorðið vegna brennslu á kolum og hún stendur nú fyrir fast að helmingiallrar losunar frá jarðefnaeldsneyti. Það er því ekki gefið að minnaframboð á olíu og gasi verði til þess að minnka kolefnislosun, heldurer margt sem bendir til að því sé öfugt farið.Það er deginum ljósara að orkusparnaður og bætt orkunýtingásamt nýtingu vistvænna orkugjafa eru öflugastu aðferðirnar til þessað draga úr kolefnislosun. Við Íslendingar erum svo gæfusamir aðnánast öll raforka og húshitun kemur frá kolefnisfríum orkugjöfum.Hins vegar notum við í samgöngum og fyrir fiskiskipaflotann 700.000tonn á ári eða meira en tvö tonn á hvert mannsbarn. Það værijafnvel full ástæða til þess að skoða siðfræði þess að nota þettamagn en láta öðrum þjóðum eftir að vinna það. Við höfum vissulegatæknilega möguleika á því að nýta innlenda orkugjafa í auknum mælií samgöngum en förum okkur hægt vegna þess kostnaðarauka semþað hefði í för með sér.Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson sem frá upphafi hefur gegnt stöðuforstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna semrekinn er innan vébanda <strong>Orkustofnun</strong>ar hyggst nú láta af störfumog hefur starfið verið auglýst. Íslendingar geta verið stoltir af þessumarkvissa og vel heppnaða framlagi til þróunarmála og þáttur IngvarsBirgis er þar mikill, bæði við uppbyggingu og stjórn skólans, en ekki sístí því að byggja upp öflugt tengslanet þeirra sem sótt hafa skólann.Guðni A. Jóhannessonorkumálastjóri

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!