12.07.2015 Views

3.tbl.7.árg

3.tbl.7.árg

3.tbl.7.árg

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

MatartáknMerkingar með vínlýsingumVið kynnum með ánægju matartákn sem hafa verið þróuð sérstaklega fyrir Vínbúðirnar. Táknin gefa til kynna hverskonar vín er um að ræða og við hvaða matarflokka hver víntegund á sérstaklega vel við samkvæmt mati vínsérfræðingaVínbúðanna. Það er von okkar að merkingarnar auðveldi viðskiptavinum okkar að finna rétta vínið meðmatnum hverju sinni.Fordrykkir og smáréttirVín sem á að standa eitt og sér sem fordrykkur er best að hafa frískandi og ávaxtaríkt. Bæði sæt og þurr vín geta gengið sem fordrykkir en þausýruríku (eins og t.d. kampavín) æsa upp matarlystina og koma munnvatnskirtlunum í gang.SmáréttirBetra er að vínin séu frekar sýrurík, létt og fersk. Bragðfylling fer eftir því hvers konar pinna eða smárétti er að ræða. Hvítu vínin frá Alsace íFrakklandi eru t.d. hentug með margskonar mat og sérstaklega köldum mat. Létt og sýrurík rauðvín eiga líka vel við. Crianza frá Rioja, létturChianti frá Toscana frá Evrópu og svo léttari rauðvín Nýja-Heimsins eru vínin til að nota með smáréttunum.SólpallavínHentug til drykkjar ein og sér án nokkurs matar. Oftast létt og fersk vín, ýmist sæt eða þurr. Ferskir hvítir drykkir frá Þýskalandi eru ofarlega áblaði, fersk freyðivín bæði þurr og sæt, roðavín frá USA og léttari fersk rósavín koma helst til greina hér.OstarLéttari hvítmygluostar eiga vel við léttari og sýruríkari vín Evrópu. Má þar benda á Pinot Noir vín Búrgundar og hin frægu herragarðsvín fráBordeaux. Spánverjar og Ítalir framleiða einnig frábær rauðvín til að hafa með hvítmygluostum og léttari hörðum ostum. Má nefna vín frá Rioja,Penedes og Valdepenas á Spáni og Toscana, Veneto og Piemonte á Ítalíu. Með íslensku mygluostunum notum við sæt desertvín.SkelfiskurVínin þurfa að hafa ákveðinn ferskleika, hátt sýrustig og mega ekki yfirgnæfa skelfiskbragðið. Í þessum flokki eru til dæmis Muscat Sévre etMaine, létt hvít Búrgundarvín, léttari hvítvín Alsace, Verdiccio og Soave frá Ítalíu og hin fersku léttu hvítu vín Þýskalands.FiskurRéttir með rjómasósu kalla á bragðmeiri vín en sósulausir fiskréttir. Til að vinna á móti mjólkurfitunni í rjómanum er snjallt að velja sýruríkt vínsem nær í gegnum mjólkurfituna. Grillaður fiskur er skemmtilegur með þéttum hvítvínum sem hafa nettan eikarkeim. Sterkryddaðir fiskréttirkalla svo á eilítið sæt og fersk hvítvín til dæmis frá Þýskalandi eða öflugri hvítvín Alsace, þá helst Pinto Gris og Gewürztraminer.AlifuglarBesta giftingin er þegar vínið ýtir undir og magnar gæði matarins. Þyngri hvítvín eru algengust meðal vína úr Chardonnay þrúgunni ásamtöflugri vínum úr Pinto Gris, Riesling, Grüner Veltliner og Gewürztraminer. Til rauðvína teljast léttir Bordeaux og Búrgundarar, léttari Tempranillovín Spánar og léttari vín Toscana eins og til dæmis Chianti.SvínakjötVínið þarf að hafa nægan kraft til að fara með ljósara kjöti en ekki þá fyllingu sem þarf með þyngri kjötréttum. Það er ekkert sem bannar aðnota hvítvín með svínakjöti og vel þekkt að Mið-Evrópubúar drekka sín hvítu vín með góðri svínasteik, hvort heldur sem er þau vín sem eruþurr eða örlítið sæt.NautakjötÍ þennan flokk falla allra öflugustu rauðvínin. Vín sem hafa nægan styrkleika í bragði til að fullkomna góðar blóðugar steikur. Nautakjöter bragðmikið kjöt og kallar á bragðmikil vín. Helstu vínin í þeim flokki eru kraftmikil vín úr hinum klassísku þrúgutegundum, CabernetSauvignon, Merlot og Syrah.LambakjötÍslenska lambið er eitt það bragðmesta sem völ er á enda alið á íslensku heiðalyngi í bland við grasið græna. Við erum því að tala um að veljarétta vínið með sjálfkrydduðu úrvalslambi. Með góðu lambi er fátt betra en hin frábæru herragarðsvín frá Bordeaux eða flottar Gran Reservurfrá Rioja eða Ribera del Duero. Helst ber að hafa í huga að velja vín sem hæfir kryddun réttarins og eldunaraðferð hans.Léttari villibráðAðallega ljóst kjöt eins og fasanar, akurhænur og villiendur. Með þessum mat hentar sérstaklega vel að nota vel þroskuð rauðvín eða glæsilegustuog þyngstu hvítvín sem völ er á.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!