12.07.2015 Views

3.tbl.7.árg

3.tbl.7.árg

3.tbl.7.árg

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

UNGLINGADRYKKJAAð fá unglinginn sinn drukkinn heim erreynsla sem flestir foreldrar vildu vera ánog er sú reynsla sem þeir eiga hvað erfiðastmeð að deila með öðrum foreldrum. Slíkarreynslusögur hafa ekki verið algengar áforeldrafundum unglingadeilda grunnskólahvað þá heldur á foreldrafundum íframhaldsskólum. Samt er það svo aðforeldrar eru kvíðnir þegar dregur að lokumgrunnskólans um hvernig börnin munifagna því og svo kemur næsti áhættutímisem eru busaböll framhaldsskólanna. Enhvað geta foreldar gert?Byrjunaraldurinn virðist skipta sköpumum afleiðingar áfengisneyslu og því fyrrsem börn byrja að drekka því meiri verðurskaðinn. „Hættan á alkóhólisma minnkarum 14% við hvert ár sem neyslan frestast.Þeir sem eiga á hættu að byrja snemma aðdrekka eru börn sem leiðist fljótt, sem forðastneikvæðar afleiðingar af eigin gjörðum, getailla beðið eftir umbun og hafa alist upp viðdrykkju foreldra,“ segir Sigurlína Davíðsdóttirdósent í uppeldis- og menntunarfræðivið HÍ. Hún segir ennfremur að oft eigiunglingar sem eru í neyslu sögu umafbrot, lélega tengingu við skóla, síngjarntgildismat og séu líklegir til að stunda óvariðkynlíf, fái frekar kynsjúkdóma og eignistbörn ung.Mikilvægt er að foreldrar kynni sérniðurstöður rannsókna og forvarnir gegnunglingadrykkju. Þar hefur komið framað mikilvægt er að þekkja vini barnasinna og hafa í huga landslög um 18 áraforeldraábyrgð. Áfengislöggjöfin er líkaeitthvað sem gott væri að kynna sér ogræða. Einnig sú sameiginlega ábyrgðsem allir fullorðnir þegnar þessa landshafa á börnum. Foreldrar eru minntir áútivistartímann, að þeir viti hvar börnineru og með hverjum, að kaupa ekkiáfengi fyrir yngri en 20 ára og leyfa ekkieftirlitslaus partý eða útilegur þar með taliðsumarbústaðaferðir og hópferðir unglingat.d. í nágrannabyggðir.Kannanir sýna að samverustundirfjölskyldunnar eru mikilvægar fyrir þroskabarna og einnig hefur komið fram aðbörn og unglingar vilja verja meiri tímameð foreldrum sínum en þau eiga núkost á. Öll þurfum við að axla ábyrgð ogvera meðvituð um það sem að okkur snýr.Á það ekki einungis við foreldra heldurlíka skemmtanahaldara, þá sem stundaáfengisverslun, vínveitingamenn og ekkisíst sveitarstjórnir og sýslumenn um alltland. Á haustin eru það ekki bara busaböllinsem eru nánast eins og manndómsvígslurheldur eru menningarhátíðir ástórhöfuðborgarsvæðinu ekki síðurvettvangur fyrir slíkt. Þá eru margirunglingar að fóta sig í nýjum aðstæðum, ínýjum vinahópum og nýjum skóla.Unglingarnir eru á breytingaskeiði og eruað máta sig sem fullorða. Þeir eru í raun aðbúa sig til sem fullorðnar persónur og eruað þreifa sig áfram sem kynþroska verur.Þau eru að undirbúa sjálfstæða tilvist sínaog takast á við það með ýmsum hætti.Sumum virðist það auðveldara en öðrum.Foreldrar ættu því að styðja vel við börnsín og gera hvað þeir geta til að ræða viðþau um áhættur og áreiti sem fylgja þessutímabili. Að breytast úr grunnskólanemaí framhaldsskólanema er þroskaferliog reynir verulega á aðlögunarhæfniog þrautseigju þorra unglinga. Áunglingsárunum verða fleiri og átakameiribreytingar en á öðrum tímabilum ævinnarhjá mörgum. Þá eru margir að stíga sínfyrstu skref í sjálfstæðu lífi sem kemur framá margvíslegan hátt. Unglingar geta gripiðtil ýmissa ráða, þeir eru á mörkum þess aðvera börn eða fullorðnir og áhættuhegðunheyrir til þessa æviskeiðs öðrum fremur. Þvískiptir máli þegar hugað er að forvörnumað unglingar geti reitt sig á stuðningforeldra sinna og sinna nánustu.Á undanförnum áratugum hafaniðurstöður fjölmargra rannsókna umallan heim leitt getum að því að bjargráðunglinga hafi áhrif á andlegt og líkamlegtheilbrigði þeirra, almenna líðan ogfélagslega aðlögun. Þar skiptir félagsgerðgrenndarsamfélagsins og aðstæðurunglinga miklu máli svo og viðbrögðþeirra og foreldra þeirra við aðstæðunum.Við getum haldið áfram að velta fyrirokkur hvað það er sem foreldrar, skóli ogumhverfi geti gert til styrkja betur börnog unglinga til að takast á við vandamálog andstreymi. Stór hluti hamingjunnarer talinn felast í því að taka á verkefnumlífsins með æðruleysi, rækta okkar innrimann og auðsýna fjölskyldu og öðrumástvinum kærleika, skilning og stuðning íólgusjó nútímatilveru. Allt eru þetta þættirsem við eigum auðlind af og getum veitt„ókeypis“. Hver myndi ekki vilja gefa barniaukið sjálfstraust í fermingargjöf eða þegarviðkomandi hefur nám í framhaldsskólaeða stendur á tímamótum.Niðurstöður rannsókna segja að eftirlitforeldra, stuðningur þeirra, magn tíma semforeldrar verja með börnum sínum, tengslforeldra við aðra foreldra og vini barnaþeirra dragi úr líkum á vímuefnaneyslu.Einnig kemur fram að í skólum þar semforeldrar þekkja aðra foreldra og vinibarnanna sinna eru minni líkur á því aðhver einstakur nemandi neyti áfengis óháðþví hvort foreldrar hans tilheyri þessutengslaneti foreldra eða ekki. Mikilvægforvörn er að foreldrar geri sér grein fyrirávinningi þess að þeir starfi saman ogeigi gott samstarf við skólann. Því meiraumburðarlyndi sem við sýnum, því meirilíkur eru á unglingadrykkju. Því lengursem við getum frestað byrjunaraldrinumþví minni líkur eru á að unglingarnir okkarlendi í vandræðum og einnig minni líkur áað vandræðin verði alvarlegri.Foreldrar geta haft mikil áhrif á það hvortog hvenær unglingurinn byrjar neysluog með samtakamætti hafa foreldrarsameinast um ýmis uppeldisleg gildi einsog hér að ofan greinir. Til að unglingurinngeti staðið gegn hópþrýstingi um aðhefja neyslu þarf hann umfram allt virkanstuðning foreldra sinna.Helga Margrét GuðmundsdóttirVerkefnastjóri hjá Heimili og skóla– landssamtökum foreldra6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!