12.07.2015 Views

3.tbl.7.árg

3.tbl.7.árg

3.tbl.7.árg

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

FRÉTTASKOT ÚR VÍNHEIMINUMBREYTT NEYSLUMYNSTURÁFENGIS Á ÍSLANDIÞað er forvitnilegt að skoða hvaðabreytingar hafa átt sér stað í sölu ákveðinnavöruflokka í Vínbúðunum síðustu mánuði.Sem starfsmaður í Vínbúð hefur maðurhaft ákveðna tilfinningu fyrir því hvað er aðbreytast. Það var því ákaflega forvitnilegtað skoða hvernig salan hefur verið fyrstu6 mánuði ársins og bera hana saman viðfyrstu 6 mánuði síðasta árs.HVÍTVÍNÞað er þekkt staðreynd að sú tegundléttvína sem hefur verið í mestri aukningusíðastliðin ár er hvítvínið. Ómöguleg er aðsegja vegna hvers það er. Sumir vilja tengjaþað hlýnun undanfarinna ára hér á landiog að hún hafi ýtt undir það að fólk drekkifrekar kælda drykki heldur en þá drykkisem við venjulega drekkum við stofuhita.Við skoðun á sölu hvítra vína í flöskumkemur í ljós að tvö söluhæstu vínin hafaskipt um sæti og salan á þeim því mikiðbreyst. Söluhæsta tegundin er til dæmisnúna að seljast í 15% meira magni helduren í fyrra. Við erum hér að tala um rúmar4.800 flöskur í viðbótarsölu eða rétt rúma3.600 lítra. Þessi nýja söluhæsta tegundhefur þar af leiðandi tekið mikið stökkog er með rúm 40% í söluaukningu fráfyrra ári. Ef við síðan lítum á heildarsölunaí hvítu víni í flöskum þá kemur í ljós aðþar hefur orðið smá samdráttur í sölu.Salan hefur dregist saman um 2,12%á milli ára, samdrátturinn nemur 6.615flöskum eða rétt tæpum 5.000 lítrum.Verðbreytingar hafa verið tíðar síðustumánuði og ef við lítum á meðaltalsverðá selda flösku og uppreiknum töluna fráí fyrra miðað við 38% hækkun þá kemurí ljós að meðaltalsverðið hefur lækkað úrtæpum 1.400 krónum í 1.240. Þetta segirokkur nákvæmlega það sem við höfðum átilfinningunni að viðskiptavinir okkar eru aðkaupa ódýrari vöru í dag en þeir gerðu fyrirári síðan.RAUÐVÍNHér er aftur á móti allt annað í gangi helduren í hvítu vínunum. Hér er mun meirisamdráttur í sölu eða 11% samdráttur í söluá rauðvínum í flösku. Þetta gera rétt rúmar58.000 flöskur eða samdrátt sem nemur réttum 43.500 lítrum.Eins og í hvítu vínunum er að eiga sér staðákveðin breyting í söluhæstu tegundumog þar er augljóst að ódýrari tegundir eruað færast upp í hóp söluhæstu tegunda.Hér er jafnvel hægt að merkja að tegundirsem voru mjög erfiðar í sölu áður fyrr,vegna lítilla gæða vínsins, eru farnar aðseljast mjög vel. Þetta segir okkur bara aðviðskiptavinir eru nú tilbúnir til þess aðkaupa sér vín í lægri gæðaflokkunum. Ágóðri íslensku heitir það jafnvel að sætta sigvið viðkomandi vín, frekar en að eyða umefni fram í eithvert dýrindis vín sem hægtvar að leyfa sér að kaupa áður. Við getumlíka bara kallað þetta aukna skynsemi.Líkt og í hvítu vínunum þá hefurmeðaltalsverð á flösku lækkað. Uppreiknaðmeðaltalsverð frá því í fyrra er 1.496 krónurá flösku, en nú er það komið í 1.350 krónur.STERK VÍN OG STYRKTUndanfarin ár hefur sala á brenndumvínum verið að dragast saman. Í árer heldur engin undantekning á því.Heildarsala á brenndum vínum íheilflöskum hefur dregist saman um 11,4%á milli ára. Þetta gera rétt um 22.700 flöskureða um 17.000 lítra.Hreyfing á milli tegunda virðist hér veraminni en í öðrum vöruflokkum, fyrir utanþað að ein tegund af bragðbættu rommihefur rokið upp í sölu. Ástæða þessararaukningar gæti verið, að hluta til vegnasölusamdráttar í tilbúnum blönduðumdrykkjum. Þessar svokölluðu gosblöndurhafa dalað mjög hratt í sölu og við tengjumþað við sölu á þessu nýja rommi. Þannigteljum við að yngri kynslóð viðskiptavinaVínbúðanna sé nú aftur farin að blandasína drykki frá grunni. Einnig hefursala á amerísku kryddrommi dregistverulega saman og má örugglega tengjasamdráttinn á því og söluaukningu ábragðbætta romminu.Svo er gaman að skoða hvað er að gerastí sölu á styrktum vínum eins og sérríi.Söluhæsta vínið í þessum flokki er sætastagerð sérrís, en það sem hefur nú gerst milliára er að sala þess hefur dregist saman um17% eða 1.327 flöskur.BJÓRBjórsala hefur verið að aukast hratt ogörugglega síðustu ár. Aukningin fyrstu 6mánuðina milli ára er þó minni en búasthefði mátt við. Selt magn á 500 ml bjór ídós hefur ekki hækkað nema sem nemur1,07%. Þessi sala er ennþá mikið til ísömu tegundunum, þar sem flestar þærsöluhæstu halda ár eftir ár sæti sínu. Núnaer það einungis ein íslensk tegund semhefur tekið gott stökk upp á við og náð allaleið upp í annað sæti bjóra í 500 ml dós.Hér er verðið að spila stórt hlutverk ísölunni og uppreiknað meðaltalsverðá bjórdósinni er því mun hærra fyrstu 6mánuði ársins í fyrra eða 238 krónur á móti219 krónum í ár.KASSAVÍNÞað er skemmst frá því að segja að hvítvíní kössum er sá vöruflokkur sem hefur tekiðmesta stökkið í sölu. Magnaukningin þar er26,9%, alls 47.700 lítrar. Í hvíta víninu erunokkuð margar tegundir sem skipta umsæti á vinsældalistanum. Öll hreyfing er þó íeina átt og það er til ódýrari tegundanna.Í rauðu kassavíni er einnig um að ræðasmávægilega aukningu í magni. Það ereðlilegt þar sem salan er að færast fráflöskuvínum og yfir í kassavín. Væntanlegaá þessi þróun sér stað vegna þess aðmiðað við magn er ódýrara að kaupavín á kassa. Aukningin í rauðu kassavínier þó ekki nema 2,09% sem er auðvitaðekki neitt í líkingu við aukninguna í hvítukassavínunum.Meðaltalsverð seldra kassa er einnig ániðurleið, líkt og gerist með öll flöskuvínin.Það er því ljóst að salan er að færastúr dýrari vöru í ódýrari. Þar með færistþví salan í léttvínum frá flöskuvíninuog yfir í kassavínin. Það er því ljóst aðefnahagsástandið hefur áhrif á sölumynsturVínbúðanna.Gissur Kristinssonvínráðgjafi 10

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!