12.07.2015 Views

2010 - AVS

2010 - AVS

2010 - AVS

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ársyfirlit <strong>AVS</strong><strong>2010</strong>1


Ábyrgðarmaður: Páll Gunnar PálssonTexti og uppsetning: Páll Gunnar PálssonMynd á forsíðu er úr <strong>AVS</strong> verkefninu „Fiskur í-mynd“, þarsem afraksturinn kom fram í sjónvarpsþáttunum „Fagurfiskur“. Höfundur myndar er: Linda Desire Loeskow


Efnisyfirlit• Inngangur• Umsóknir & úthlutanir• Styrkt verkefni <strong>2010</strong>• Fiskeldi á Íslandi• Saltfiskverkun á tímamótum• Kynbætur á þorski• Fréttir af verkefnum• Skýrslur og greinar3


Inngangur<strong>AVS</strong>rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og veitir styrki tilrannsókna- og þróunarverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Styrkir eru veittir til verkefna sem taka áöllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.Í upphafi sjöunda starfsárs <strong>AVS</strong> sjóðsins var ljóst að ekki yrði um auknar fjárveitingar til sjóðsins og því nauðsynlegt aðreyna að skerpa á fyrri áherslum um styttri og afmarkaðri verkefni. Það tókst ágætlega á árinu 2009 að fá umsækjendurtil að skipuleggja styttri verkefni sem gætu unnist á 12-18 mánuðum. Þessi áhersla sjóðsins var því endurtekin á þessuári og verkefni sem sett voru upp til skemmri tíma nutu að öllu jöfnu forgangs.Þessi ákvörðun kemur sér vel núna þar sem allt bendir til að framlag til sjóðsins verði skorið umtalsvert niður ánæsta ári, en vonandi verður engu að síður hægt að styrkja svipaðan fjölda nýrra verkefna og áður, þar sem færriframhaldsverkefni eru í gangi.Á árinu <strong>2010</strong> hafði sjóðurinn til ráðstöfunar 305,8 m.kr., en auk þess var sjóðnum falið að sjá um umsóknir vegnasérstakrar fjárveitingar til rannsókna á eldi sjávardýra, en til þeirra verkefna var ráðstafað 19,1 m.kr. Heildarfjármögnunsjóðsins var um 30 m.kr minni <strong>2010</strong> miðað við árið á undan.Fjöldi umsókna til stærri verkefna var um 130 og til viðbótar þeim bárust rúmlega 40 umsóknir í forverkefni eðasmáverkefni. Svipað var því sótt í sjóðinn og árið áður en töluvert minna fé var til ráðstöfunar að þessu sinni. Þessimikli fjöldi umsókna gefur til kynna að sjóðurinn hefur stóru hlutverki að gegna og eins og undanfarin ár þá er umhelmingur umsókna að fá jákvæða niðurstöðu sem þykir mjög gott í samanburði við aðra sjóði.Síðastliðið vor fól ráðuneytið sjóðnum að sjá um að úthluta rúmlega 20 m.kr. til fyrirtækja sem væru tilbúin til að ráðanýtt starfsfólk til starfa um sumarið og tókst með þessum hætti að koma 28 einstaklingum til starfa. Þessi úthlutunþótti takast með ágætum og fengu margir styrkþegar vel hæft fólk til að sinna áhugaverðum verkefnum.Á heimasíðu sjóðsins má finna á fjórða hundrað fréttir af verkefnum og tenglar á skýrslur og ritrýndar greinar eruorðnir vel á annað hundraðið, enda er lögð mikil áhersla á að verkefnisstjórar verkefna <strong>AVS</strong> skili sýnilegum árangri.Langflestir standa sig vel í að gera upp sín verkefni og skila áhugaverðum upplýsingum til sjóðsins, þannig er hægt aðsýna fram á mikilvægi sjóðsins og tryggja framtíð hans.Verkefnisstyrkir <strong>AVS</strong> sjóðsins eru komnir á sjötta hundraðið og hefur sjóðurinn lagt til þessara verkefna tæpa tvomilljarða króna, annað eins og gott betur kemur frá styrkþegum, svo <strong>AVS</strong> hefur stuðlað að rannsóknum og þróun ííslenskum sjávarútvegi fyrir um fjóra milljarða króna, sem ætla má að svari til ríflega 400 ársverka. Þar að auki eru mörgverkefnin að skila verulegum og varanlegum verðmætum svo sem í framleiðslu og sölu nýrra afurða, bættri nýtinguog auknum gæðum.Verkefni <strong>AVS</strong> sjóðsins eru mjög mörg og fjölbreytt og langflest unnin í nánu samstarfi við iðnaðinn eða að frumkvæðihans, en því miður er það svo að mörg áhugaverð verkefni komast ekki á laggirnar vegna takmarkaðs fjármagnssjóðsins. Mikilvægt er að <strong>AVS</strong> sjóðurinn hafi bolmagn í framtíðinni til að efla markaðssetningu og þróun verðmætraafurða sem geta skapað ný störf og verðmæti sem víðast á landinu.Nóvember <strong>2010</strong>Páll Gunnar Pálsson, verkefnisstjóri<strong>AVS</strong> rannsóknasjóðs í sjávarútvegi5


Umsóknir & úthlutanirRáðstöfunarfé sjóðsins samkvæmt fjárlögum minnkaðium 30 m.kr. milli áranna 2009 og <strong>2010</strong>, fór úr 354 m.kr. í 325m.kr. Nokkur verkefni sem höfðu fengið styrk áður unnustekki eins og að var stefnt og voru styrkir þar af leiðandiekki greiddir út. Þetta varð til þess að lækkunin frá árinuáður varð í raun ekki eins mikil og endaði heildarúthlutunársins í um 330 m.kr. Inn í þessum upphæðum er 19,1m.kr. sem kemur af fjárlagaliðnum „Eldi sjávardýra“ enþað hefur verið eitt af verkefnum <strong>AVS</strong> sjóðsins að sjá umúthlutun þess fjármagns.Fjöldi styrkja3447Úthlutað m.kr.741156421765 6523125484 84350 351Þegar ljóst var í lok árs 2008 að ekki yrði um auknarfjárveitingar til sjóðsins að ræða þá var ákveðið að hvetjaumsækjendur til að sækja um styttri verkefni sem gætuunnist á 12-18 mánuðum. Þetta var gert til þess aðminnka hlut lengri framhaldsverkefna og hafa þannighlutfallslega meira fé til nýrra verkefna.Þetta varð meðal annars til þess að hlutur nýrra verkefnahélst nánast óbreyttur milli áranna 2009 og <strong>2010</strong> þráttfyrir nærri 9% niðurskurð. Þessi ákvörðun var látin haldasér árið <strong>2010</strong> og nú eru mun færri framhaldsverkefni ífarvatninu og því möguleiki á að styrkja svipaðan fjöldanýrra verkefna þrátt fyrir að fyrirhugaður niðurskurður ermun meiri árið 2011 eða ríflega 40 m.kr. Fjármagn til <strong>AVS</strong>sjóðsins kemur því til með að minnka um allt að 20% átveimur árum.Þrátt fyrir minna ráðstöfunarfé sjóðsins þá fækkarekki umsóknum og á árinu <strong>2010</strong> var umsóknafjöldinnsvipaður og árið á undan eða rúmlega 170 og alls sótt umríflega 800 m.kr. Það tókst eftir vandasama vinnu faghópasjóðsins að styrkja 80 verkefni, sem er lítið eitt minna enárin á undan.803302003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 <strong>2010</strong>sjávarfangs í fyrirhuguðu verkefni. Í fyrra skrefi matser eingöngu lagt mat á þennan þátt ásamt nýnæmiverkefnisins og umsóknum forgangsraðað að því loknu.Með þessum hætti hefur tekist að gera matið markvissaraum leið og umsækjendur hafa fengið skýrari skilaboð umhvað þarf til, til þess að umsókn komi til greina.Framhaldsverkefni hafa verið um helmingur allra verkefnasem styrkt eru ár hvert. Þessu hlutfalli er markvisst veriðað breyta með meiri áherslu á styttri verkefni til að aukahlut nýrra verkefna ár hvert. Því miður þá er ekki fyrirséðað þetta hlutfall breytist þrátt fyrir viðleitnina, þar semráðstöfunarfé sjóðsins fer hratt minnkandi. En ef ekkihefði verið gripið til þessara áherslubreytinga á sínumtíma þá hefði hlutur nýrra verkefna orðið enn minni.Skipting verkefna milli faghópa hefur lítið breyst milli ára,nema hvað að í ár var töluvert meira um markaðsverkefnisem vonandi bendir meðal annars til þess að mörg <strong>AVS</strong>verkefni séu farin að skila markaðshæfum afurðum.20032004200520062007Veiðar & vinnsla41%34454748646763656165Markaðir22%Fiskeldi26%Líftækni11%Sú nýbreytni var tekin upp árið 2009 að meta umsóknirí tveimur skrefum í stað þess að vega og meta allaþætti allra umsókna, þetta hefur sparað mikla vinnu hjáfaghópunum. Eins og kemur fram á umsóknarblöðumog í leiðbeiningum sjóðsins þá er lögð mikil áhersla áað umsækjendur geri skýra grein fyrir auknu verðmæti20082009<strong>2010</strong>Fjöldi styrkja648488848092Umsóknum hafnað7


R&Þ verkefni - Veiðar & vinnslaHeiti verkefnis Verkefnisstjóri Samstarfsaðilar UpphæðHagnýting gagnatenginga viðfiskiskip til bættra eldsneytisnýtingarJón ÁgústÞorsteinssonMarorka ehf 6.000.000Næringargildi sjávarafurða Ólafur Reykdal Matís ohf, Iceland Seafood og SH-ÞjónustaVarpa Halla Jónsdóttir Nýsköpunarmiðstöð Íslands,Hafrannsóknarstofnun, Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf og FjarðanetBestun á þíðingar- og ílagnarferlirækju til pillunarTími ígulkerjanna er kominn -Útflutningur á ígulkerjahrognum tilJapansÞrösturFriðfinnssonEggertHalldórssonDögun ehf, Hólmadrangur ehf og MatísohfMarbroddur ehf, Matís ohf og TheHumberside Institute2.600.0006.000.0006.500.0001.500.000R&Þ verkefni - LíftækniHeiti verkefnis Verkefnisstjóri Samstarfsaðilar UpphæðLýsisstílar sem hægðalyfFramleiðsla á fjölómettuðumomega-3 fitusýrum og lífvirkumefnum með smáþörungumOrri ÞórOrmarssonSigurðurBaldurssonÞróun á fóðurbóluefni fyrir fisk Bjarnheiður K.GuðmundsdóttirFramleiðsla á lífvirkum peptíðum úrfiskpróteinum og eiginleikar þeirra ídýrum og mönnum.MargrétGeirsdóttirBrjósksykrur Ólafur H.FriðjónssonLífvirk bragðefni unnin úr íslenskusjávarfangiPensím - flutningur um húð og rofsjúkdómsvaldandi próteinaHörður G.KristinssonÁgústaGuðmundsdóttirLipid Pharmaceuticals, Lýsi hf og Oculisehf4.000.000BioPol ehf, Háskólinn á Akureyri ofl. 3.000.000Tilraunastöð H. Í. Í meinafræði að Keldum,Orf Líftækni ehf, Hafrannsóknastofnunog Hólaskóli5.000.000Matís ohf, ArcticLAS og Nýland ehf 6.000.000Matís ohf, HÍ - Lyfjafræðideild ogUniversity of FloridaMatís ohf, Norður ehf/Norðurbragð hf, HÍ- Lyfjafræðideild og University of Florida6.000.0005.500.000Raunvísindastofnun HÍ og Ensímtækni 7.500.000R&Þ verkefni - MarkaðirHeiti verkefnis Verkefnisstjóri Samstarfsaðilar UpphæðVottun ábyrgra fiskveiðaKólga – markaðsátak í söluog markaðsfærslu á lífvirkumsjávarefnumMarkaðssetning íslensks Sjávarfangsí smásölu í USAMarkaðsrannsókn og markaðsátakfyrir hágæða hvítfisk úr íslenskuhlývatnseldiKristjánÞórarinssonGuðbrandurSigurðssonIngvar EyfjörðStefanía KatrínKarlsdóttirFiskifélag Íslands 8.000.000Nýland ehf, Iceprótein ehf og Matís ohf 6.000.000Icelandic Group h.f., Marinus hf,Íslandssaga hf ofl.Íslensk Matorka ehf., Matís ohf ogOrkustofnun6.000.0004.900.00011


R&Þ verkefni - MarkaðirMarkaðsátak kaldsjávarrækju <strong>2010</strong>Gagnleg gerjun - framleiðsla fisksósuúr íslensku sjávarfangiAfurðastjórinnGrásleppan í sókn - grásleppa ánhrogna seld til KínaUndirbúningur og upphafmarkaðssetningar á stoðefni unnuúr fiskipróteinumBragiBergsveinssonÓmar BogasonKolbeinnGunnarssonÖrn PálssonGuðmundur F.SigurjónssonSamtök fiskvinnslustöðva, Bakkavíkhf, Dögun ehf, Fisk Seafood hf,Hólmadrangur ehf ofl.Brimberg ehf., Gullberg hf, Síldarvinnslanhf, Matís ohf ofl.4.200.0007.500.000Trackwell hf, Matís ohf, Vísir hf o.m.fl. 7.500.000Landssamband smábátaeigenda ogTriton ehf3.000.000Kerecis ehf 6.000.000Smáverkefni og forverkefniHeiti verkefnis Verkefnisstjóri Samstarfsaðilar UpphæðTækifæri vegna fríverslunarsamningsvið KanadaOrkunýting við krapakælingu ífiskvinnslumBjörn H Reynisson Útflutningsráð Íslands 250.000Kristján G.JóakimssonHraðfrystihúsið Gunnvör hf, Kælitækniehf og Matís ohf1.000.000Ræktun á beltisþara til manneldis Símon Sturluson Íslensk Bláskel ehf og Matís ohf 1.000.000Afföll á aleldisþorski Kristján G.JóakimssonMiðlun þekkingar til fiskeldismannaBleikjueldi í landeldisstöðvumSamanburður á flutningsumbúðumfyrir heilan ferskan fiskMarkaðssetning upprunamerkis fyriríslenskar sjávarafurðirÍslenskar sjávarafurðir á Salone delGustoForvinnsla á laxi fyrirbeingarðshreinsunForkönnun á vinnslu ogmarkaðssetningu íslenskrakrabbategundaÍblöndun fiskpróteina í nasl og fleirimatvæliGuðbergurRúnarssonSveinbjörnOddssonJónas RúnarViðarssonHraðfrystihúsið Gunnvör hf, HB-Grandihf, Sjávarútvegsþjónustan ehf ogTilraunastöð HÍ í meinafræði að KeldumLandssamband fiskeldisstöðva, Hólaskóliog Sjávarútvegsþjónustan ehfFjallableikja, Fiskeldis Haukamýragili,Glæðir ehf og Sjávarútvegsþjónustan ehfMatís ohf, Atlantic Fresh, Fiskverkun I.G.ehf. og Cool Blue Box Island ehf.1.000.0001.000.0001.000.000900.000Ingólfur Sveinsson Útflutningsráð Íslands 1.000.000Eygló BjörkÓlafsdóttirSlow Food á Íslandi 250.000Kristinn Andersen Marel hf og Matís ohf 900.000GuðjónÞorkelssonGuðjónÞorkelssonMatís ohf og ISG ræktun 1.000.000Matís ohf 1.000.000Kryddfilma Einar Matthíasson Matverk ehf og Matís ohf 1.000.000Áhrif sjávarútvegsklasans áuppbyggingu tæknifyrirtækja ísjávarútvegiÞorskeldi í beitarkvíum- minnifóðrunarþörf?Ragnar Árnason Háskóli Íslands 750.000Hjalti KarlssonHafrannsóknastofnun og HraðfrystihúsiðGunnvör hfNeyðarpakki frá Tröllaskaga. Steinar Svavarsson SiglÓl ehf, Siglunes ehf, Háskólinn áAkureyri og SR-Vélaverkstæði1.000.0001.000.000


Smáverkefni og forverkefniHeiti verkefnis Verkefnisstjóri Samstarfsaðilar UpphæðVerslun með þörunga á Fiskmarkaði Karl Gunnarsson Hafrannsóknastofnun, Green in blue ehfog Matís ohfSala á þurrkuðum íslenskumafurðum í SvissÞorskeldisráðstefna 2011Fagur fiskurAuðun FreyrIngvarssonValdimar IngiGunnarssonGunnþórunnEinarsdóttirGreen in Blue ehf, Matís ohf og Ice-CoGmbHSjávarútvegsþjónustan ehf,Hafrannsóknastofnun og Stofnfiskur ehf1.000.0001.000.0001.000.000Matís ohf, Sagafilm o.fl. 1.000.000Örhúðun á kítósan Einar Matthíasson Primex ehf 1.000.000Aukið verðmæti marningsÁgúst TorfiHaukssonBrim hf og 3X-Technology 1.000.00013


Fiskeldi á ÍslandiÁ árunum 2007-2009 var framleiðsla í íslensku fiskeldium 5.000 tonn en það er töluvert minna en árin 2004-2006 en þá nam framleiðslan 8.000-10.000 tonn.Ástæðan fyrir samdrættinum er sú að laxeldi í sjókvíumlagðist af. Á árinu <strong>2010</strong> er gert ráð fyrir lítilsháttaraukningu og að eldið verði rúm 5.000 tonn. Á næstuárum er gert ráð fyrir enn frekari aukningu og spáð erað fiskeldið verði komið í rúm 10.000 tonn árið 2015 oger þá miðað við hugsanleg áform þeirra fyrirtækja semnú eru í rekstri. Mikil óvissa er þó um þessa spá þar semákvörðun um að hefja umfangsmikið laxeldi í einni eðafleiri stórum sjókvíaeldisstöðvum getur hugsanlegaaukið framleiðsluáform umtalsvert.Silfurstjarnan ÖxarfirðiLjósmynd: Valdimar Ingi GunnarssonStefnumótun Landssambands fiskeldisstöðvaÍ lok ársins 2009 gaf Landssamband fiskeldisstöðva útstefnumótun fyrir rannsókna- og þróunarstarfi sem gildiryfir árin <strong>2010</strong>-2013. Markmið með stefnumótunarvinnuLandssambands fiskeldisstöðva er að: ,,Auka framleiðslu,útflutningsverðmæti og fjölga atvinnutækifærum ííslensku fiskeldi. Þessu markmiði verður náð með þvíað skilgreina þau rannsókna- og þróunarverkefni semgeta skilað mestum og skjótvirkustum afrakstri tilgreinarinnar“.Öflugt rannsókna- og þróunarstarfÁ árinu 2009 var unnið að rúmlega 40 rannsóknaogþróunarverkefnum (R&Þ) mest innan þorsk- ogbleikjueldis. Rannsókna- og þróunarverkefnum hefurfækkað lítilsháttar á þessu ári. Flest þessara verkefna erustyrkt af <strong>AVS</strong> rannsóknasjóði í sjávarútvegi.Í stefnumótun Landssambands fiskeldisstöðva írannsókna- og þróunarverkefnum kemur fram aðsameiginleg viðfangsefni fyrir allar eldistegundir er eflingá sjúkdómaeftirliti, þjónustumælingum og bæta aðstöðutil sjúkdómarannsókna. Jafnframt er talið mikilvægt aðsafna saman á einn stað jákvæðum upplýsingum umíslenskt fiskeldi sem getur nýst við markaðssetningueldisafurða. Þá þarf að sýna fram á heilnæmi eldisafurðam.a. með reglulegum mælingum á þungmálum ogþrávirkum lífrænum efnum eins og gert er fyrir villtanfisk.BleikjueldiÍ bleikjueldi var framleiðslan um 3.000 tonn á árunum2008-2009 en áætlað er að framleidd verði um 2.500tonn árið <strong>2010</strong>. Ástæðan fyrir samdrætti er að dregið varúr framleiðslu á seiðum fyrir 2-3 árum vegna örðuleika viðmarkaðssetningu en í dag er eftirspurn bleikju meiri enframboð. Undanfarin þrjú ár hefur <strong>AVS</strong> sjóðurinn styrktmarkaðssetningu á bleikjuafurðum. Á næstu árum munframleiðslan aukast mikið og spáin gerir ráð fyrir 5.000-6.000 tonna framleiðslu árið 2015. Gert er ráð fyrir aðaukin framleiðsla muni koma til vegna betri nýtingar áeldisrými þeirra stöðva sem nú eru í rekstri ásamt stækkunþeirra.Matfiskeldi á bleikju er stundað í rúmlega 15fiskeldisstöðvum en flestar þeirra eru litlar. Mestumfang er hjá Íslandsbleikju sem er með tvær stórarstrandeldisstöðvar fyrir bleikjueldi. Mest er framleittaf bleikju á Íslandi og er Íslandsbleikja jafnframt stærstieinstaki framleiðandi bleikju í heiminum.Í stefnumótun Landssambands fiskeldisstöðva vorumikilvægustu R&Þ viðfangsefnin talin vera eflingkynbóta, markaðsmál, fóðrun, bestun á eldisferlinuog áframhaldandi rannsóknir á greiningartækni ánýrnaveikibakteríunni til að koma í veg fyrir frekari tjón afhennar völdum. Kynbætur á bleikju eru nú stundaðar ávegum Hólaskóla og eru þær styrktar af ríkissjóði.Lax- og regnbogasilungseldiEftir mikinn samdrátt í laxeldi var framleiðslan aðeins um1.000 tonn árið 2009 en spáð er 2.000 tonna framleiðsluárið 2012. Fjarðalax hóf nú í sumar laxeldi í sjókvíum íTálknafirði. Ef áform þeirra og annarra ganga eftir má geraráð fyrir verulegri aukningu á næstu árum og framleiðslangeti numið nokkrum þúsundum tonna árið 2015.Stofnfiskur hefur stundað kynbætur á laxi og flytur úthrogn og er gert ráð fyrir að útflutningurinn muni fljótlegaverða meiri en 50 milljónir hrogna á ári. Hugsanlega munieinnig verða flutt út laxaseiði eins og undanfarin ár.Regnbogasilungseldi hefur verið í mikilli lægð áundanförnum árum en sjókvíaeldi er nú stundað afDýrfiski í Dýrafirði og er gert ráð fyrir aukningu á næstuárum. Í lax- og regnbogasilungseldi er eingöngu umsameiginleg viðfangsefni í R&Þ starfi að ræða með öðrumtegundum einkum innan heilbrigðismála.15


ÞorskeldiFramleiðslan í þorskeldi hefur verið um 1.500 tonn áári og reikna má með hægri aukningu á meðan veriðer að þróa aleldi og spáin er 2.500 tonn fyrir árið 2015.Hraðfrystihúsið Gunnvör og HB Grandi munu áfram leiðaþróun aleldis á þorski og líta á eldið sem þróunarverkefnitil að meta arðsemi þess, byggja upp þekkingu og vinnaað kynbótum á eldisþorski.Kynbætur eru stundaðar af IceCod sem er m.a. í eiguþessara fyrirtækja og hafa þær undanfarin ár verið styrktaraf <strong>AVS</strong> sjóðnum. Enn er eftir að þróa bóluefni, dragaúr tjóni vegna kynþroska og auka almenna þekkinguá sjúkdómum. Ef vel tekst til við þróun þorskeldis mágera ráð fyrir uppskölun eftir árið 2015. Ásamt aleldi eráframeldi á þorski stundað en það byggist á því að fangasmáan þorsk (1-2 kg) og ala í 6-12 mánuði í sjókvíum.Árlega er úthlutað 500 tonna kvóta til um 8þorskeldisfyrirtækja og er slátrað að jafnaði tæpum1.000 tonnum á ári. Í R&Þ starfi er megin viðfangsefniðáframhaldandi starf við kynbætur á þorski og efla það starffrekar. Jafnframt verði unnið að bestun á framleiðsluferlihrogna og lirfa, áframhaldandi rannsóknir á geldingu,þróun bóluefnis fyrir kýlaveikibróður og rannsóknir ááhrifum útsetningarstærðar og útsetningartíma á afföll,vöxt, atferli og kynþroska þorsks.Lúðu- og sandhverfueldiÁfram er gert ráð fyrir lítilli framleiðslu í matfiskeldi álúðu (< 100 tonn) en aukningu er spáð í útflutningi álúðuseiðum. Lúðuseiði eru framleidd hjá Fiskey í Eyjafirði.Í lúðueldi er megin viðfangsefnið í R&Þ starfi að draga úrótímabærum kynþroska hænga. Það verði gert með þvíað framleiða hænggerðar hrygnur og framleiða eingöngukvenkyns seiði.Miðað við þau áform sem eru í sandhverfueldi í dag ergert ráð fyrir lítilsháttar aukningu en að framleiðslan verðiundir 100 tonnum á allra næstu árum. Sandhverfuseiðieru framleidd hjá Hafrannsóknastofnuninni á Stað viðGrindavík. Matfiskeldi á sandhverfu og lúðu er stundað hjáSilfurstjörnunni í Öxarfirði. Í stefnumótun Landssambandsfiskeldisstöðva í R&Þ starfi fyrir sandhverfueldi er lagttil að forgangsverkefni verði bestun framleiðsluferils áseiða– og matfiskstigi.Fiskeldi á Íslandi 2001-<strong>2010</strong>10.0008.000LaxTonn6.000Samtals 4.200 tnSamtals 5.200 tn4.000Bleikja2.000Þorskur0Regnbogi, Lúða og Sandhverfa2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 <strong>2010</strong>áætlað


Saltfiskverkun á tímamótumHöfundur: Dr. Kristín Anna ÞórarinsdóttirSaltfiskverkun hefur tekið miklum breytingum ásíðustu árum úr því að vera einföld stæðusöltun ísamsettan feril verkunarþrepa sem hefur skilað um15 prósentustiga aukningu í heildarnýtingu. Öflugsamvinna rannsóknarstofnana og fyrirtækja semstudd hefur verið af innlendum (<strong>AVS</strong> og Rannís) ogerlendum rannsóknarsjóðum hefur verið mikilvægurþáttur í þessari þróun. Sú þekking sem skapast hefurí rannsóknarverkefnum hefur skilað bættri afkomuvið saltfiskverkun og stuðlað að góðri markaðsstöðuíslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum.Það var aldamótaárið 1800 sem Íslendingar senduí fyrsta skipti út saltfiskfarm á eigin vegum. Upp fráþví jókst saltfiskverkun Íslendinga smátt og smátt ogí upphafi 21. aldarinnar er saltfiskur ennþá mikilvægútflutningsvara þó að nýjar og breyttar geymsluaðferðirhafi litið dagsins ljós í millitíðinni. Í því sambandi mánefna að heildarverðmæti saltfisks var 26 milljarðar eðaum 14% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða árið2009. Blautverkaður saltfiskur úr þorski skilaði mestuútflutningsverðmæti, sem nam 16,4 milljörðum króna.Söltun til að tryggja geymsluþolTilgangur söltunar er að lækka vatnsvirkni, viðbætt saltiðbindur vatn í vöðvanum og kemur í veg fyrir að örverurfjölgi sér. Við söltun hægist á ensímstarfsemi í fiskholdinuog geymsluþol lengist. Í hefðbundinni saltfiskverkunverður lækkun á vatnsvirkni bæði vegna vatnstaps úrfiskvöðva og saltmettun þess vatns sem eftir er í saltaðriafurð.Við framleiðslu á fullverkuðum saltfiski breytist vatnsvirknifisksins úr 0,98 fyrir ferskan fisk í 0,76 fyrir fullverkaðan fisk.Vatnsinnihald fer úr 80-82% í 53-58% en salt úr 0,3% í 18-22%. Eftirsóttar breytingar á bragði og áferð fiskvöðvanseiga sér stað og gera útvatnaða neysluvöru frábrugðnaferskum fiski. Þróun söltunaraðferða hefur miðað að þvíað bæta stýringu á efnis- og eðlisbreytingum í fiskholdivið verkun en á sama tíma viðhalda verkunareinkennum.Hráefni við saltfiskverkunHráefnið er bolfiskur, sem er ýmist flattur eða flakaður.Breytileiki hráefnis eftir árstímum, s.s. stærð fisks,los, holdastuðull, vatnsinnihald og vatnsheldni, erumikilvægar breytur sem er nauðsynlegt að þekkja tilað geta fullmótað vinnslu- og verkunarferil saltfisks.Hráefnismeðferð, veiðitækni, geymslutækni og aldurhráefnis hafa einnig mikil áhrif á framleiðslu saltfisks ogsamtímis á val verkunarferla. Efnis- og eðliseiginleikarvöðvans ráða miklu um hvernig til tekst að fá fram réttverkunareinkenni og eins stöðugleika afurðarinnar fráframleiðslu og á disk neytandans.Salt er mikilvægur þáttur við verkun saltfisks en það geturverið breytilegt að gæðum og efnasamsetningu eftiruppruna og meðhöndlun. Kalsíum (Ca) og magnesíum(Mg) hafa áhrif á lit, bragð, áferð og hversu þétt yfirborðvöðvans er. Ef styrkur þessara efna er of mikill hafa þauneikvæð áhrif á gæði og nýtingu og geta jafnvel valdiðvansöltun.Mikilvægt er að skoða efnasamsetningu salts í samhengivið steinefni í vatni sem notað er til pækilgerðar en þaðgetur verið mismunandi eftir staðsetningu á landinu.Óhreinindi og mengun í salti, s.s. málmarnir járn og kopar,geta valdið göllum, t.d. myndun á gulum blæ á afurðum.Hafa ber í huga að kopar getur einnig komið úr umhverfiog tækjabúnaði og mikilvægt er fylgjast vel með efnavalibúnaðar við endurnýjum eða kaup tækja.Saltkærir gerlar sem finnast í salti eða roðagerlar getavaxið í fullsöltuðum afurðum og valdið skemmdum efekki er hugað nægilega vel að hitastigi við geymslu ogflutning. Tryggja þarf að hitastig sé undir 7°C en viðmiðiðer að halda hitastigi í 0°C .VerkunarferliVerkun saltfisks skiptist í vinnslu- og verkunarþrep. Margarmismunandi leiðir eru til að verka saltfisk. Í gegnum árinhafa verkunaraðferðir breyst, frá því að vera eingöngustæðusöltun yfir í mismunandi verkunarþrep. Eftirvinnslu má almennt segja að verkunin skiptist í forsöltun(sprautun og/eða pæklun), þurrsöltun og geymslu eðaumstöflun.StæðusöltunPækilsöltunPæklunGeymslaStæðusöltunSprautun SprautunPæklunMynd 1. Yfirlit yfir helstu verkunaraðferðirnar, verkunarferlarhafa þróast frá því að vera eingöngu stæðusöltun (ogumstöflun) yfir í að vera samsettur ferill af mismunandisöltunarþrepumMarkmiðið með forsöltun er að fá fram sem mestasaltupptöku á sem skemmstum tíma og ná betri stýringu ádreifingu vatns og salts í vöðvanum. Þær verkunaraðferðirsem eru notaðar eru sprautusöltun og/eða pæklun. Áðurfyrr var forsaltað með pækilsöltun eða eingöngu í stæður,svipað og við þurrsöltun (Mynd 1), en sú aðferð hefurnánast lagst af á Íslandi.Pækilsöltun er elsta verkunaraðferðin fyrir utanþurrsöltun. Fiskurinn er kafsaltaður í lokuð ker. Vegnasaltstyrks utan holdsins streymir vökvi úr fiskinum ogmyndar mettaðan saltpækil. Eftir 1-2 daga er pækillinnorðinn það mikill að fiskurinn flýtur. Algengt er að17


pækilsöltun taki 3-5 daga. Þá hefur fiskholdið náð um 2/3af saltmagni fullverkaðs saltfisks. Kostir eru lítil saltnotkun,örveruvöxtur er stöðvaður mjög snemma og nýting ergóð. Gallar eru meðal annars hætta á ójafnri söltun ogvansöltunarblettum.Pæklun er algengasta forsöltunaraðferðin í dag. Viðpæklun er fiskurinn lagður í saltpækil af ákveðnumstyrkleika. Pækillinn er venjulega á bilinu 14-21% en18% er algengasti styrkleikinn. Í pækilinn eru stundumsett bætiefni til að bæta vatnsheldni og blæ afurðar ogsamtímis fæst betri gæðaflokkun afurða og einnig betriverkunarnýtingFullmettaður pækill er 26% í saltstyrk og pæklunartíminner oftast á bilinu 1-2 sólarhringar. Eftir pæklun ersaltinnihaldið komið í um 10% og vatnið niður í um 75%.Kostir eru jöfn saltdreifing vegna þess að hver fiskur erumlukinn pækli. Aðferðin er mildari en pækilsöltunin þarsem sjaldan er notaður fullmettaður pækill.Sprautusöltun er notuð í auknum mæli sem fyrstaþrep í ferlinu. Sprautunin fer fram í sprautusöltunarvél.Flökum eða flöttum fiski er rennt eftir færibandi oger grönnum nálum stungið inn í fiskholdið. Pækli afákveðnum styrkleika er sprautað inn í holdið. Hingað tilhefur verið algengt að nota frekar mettaðan pækil, 20-24%. Aðferðin er fljótleg og eykur nýtingu að því gefnuað ekki sé notaður of mikill þrýstingur við sprautun ogþyngdaraukningu stillt í hóf.Gallar eru að stungið er gat á holdið sem getur leitt tilaukins vökvataps við þrýsting og gæðarýrnunar. Einsdreifast örverur um allan vöðvann við sprautun og erhreinlæti því mjög mikilvægt. Eftir sprautusöltun erfiskurinn pæklaður í saltpækli með 12-22% saltstyrk í 1-2daga.Þurrsöltun eða stæðusöltun er annað stig saltfiskverkunarþar sem fiskurinn er saltaður í opin ker eða stæðurmeð miklu salti. Meginmarkmiðið með umsöltuninni erað ljúka saltupptöku og vatnstapi og að fá meiri verkun ífiskinn (bragð, áferð, stinning holds, þykktarjöfnun).Við verkunina leitar vatnið enn frekar út úr fiskinumog saltið inn. Saltinnihald fer upp í um 20-22% og vatnminnkar í um 53-58%. Fiski er staflað í ker. Salti er stráðmilli laga þannig að fiskurinn er umlukinn salti ogsnertir ekki annan fisk. Kerin eru með götum þannig aðumframvökvi lekur burtu.Eftir söltun er fiskinum pakkað og honum komið fyrir ígeymslu. Í geymslunni halda breytingar á bragði fisksinsáfram. Mikilvægt er að stýra bæði hita- og rakastigi viðgeymslu til að koma í veg fyrir vöxt roðagerla og til aðtryggja stöðugleika í þyngd. Ef loftraki er of lágur mábúast við rýrnun þar sem vatnsinnihald í afurðum leitastvið að vera í jafnvægi við rakstig í lofti. Æskilegt er aðafurðin geymist eftir verkun við sem næst 76% loftraka tilað varðveita alla æskilega eiginleika sem kaupendur hafabeðið um.að huga að við útvötnun eru hlutfall vatns á móti fiski,vatnsskipti, útvötnunartími og hitastig.Nýtingarhugtök og þróun við breytta verkunarferlaNýting og gæði afurða eru mikilvægir þættir m.t.t.afkomu saltfiskverkanda og markaðsstöðu. Skipta þarfnýtingarhugtökunum upp í a.m.k. vinnslu-, verkunar- ogpökkunarnýtingu og skoða aðskilda hluta verkunarferilstil að ná hámarks árangri (Mynd 2).VinnslunýtingVerkunarnýtingPökkunarnýtingHráefniVinnslaForsöltunÞurrsöltunGeymslaPökkunMynd 2. Framleiðsluferill saltfisks og sést hvarnýtingarhugtökin koma inn í ferliðVinnslunýting (η vi). Nær yfir þyngdarbreytingar viðforvinnslu hráefnis fyrir söltun, þ.e. nýting við flökun eðaflattningu fisks fyrir verkun, miðað við slægðan fisk meðhaus.Verkunarnýting (η ve). Nær yfir þyngdarbreytingar viðsöltun og verkun fisks, þ.e. vegna áhrifs salt- og vatnsflæðisí fiskinum.Pökkunarnýting (η pö). Lokavigtun í umbúðir (þyngdverkaðs fisks) að frádreginni yfirvigt.PökkunarþyngdVinnslu- og verkunarnýting (η vv). Nýting á verkuðumsaltfisk m.v. slægðan fisk.Fyrir neyslu fer fram útvötnun þar sem fiskurinn tekurupp vatn en salt leysist upp út í vatnið. Breytur sem þarf


Heildarnýting (η h). Nær yfir þyngdarbreytingar fráslægðum fiski í pakkaða lokaafurð og fæst hún með aðmargfalda vinnslu-, verkunar- og pökkunarnýtingu.* * * 100Vinnslunýting ræðst mest af efniseiginleikum hráefnisog meðferð aflans frá veiðum til vinnslu og spilarárstími og holdafar fisksins mikið inn í hver flatningseðaflakanýtingin verður. Verkunarnýting ræðst af þvíverkunarferli sem er valið, en einnig hefur hráefnisástandáhrif.Pæklun skilar um 72% verkunarnýtingu á meðanpækilsaltaður fiskur skilar um 67% og þurrsaltaður um65% nýtingu. Ef þorskur er tekinn mjög ferskur í söltun, þ.e.fyrir dauðastirðnun, fæst um 10% lakari verkunarnýting,en af þessum ástæðum lagðist saltfiskframleiðsla af ásjó. Val á framleiðsluferli fyrir saltfisk skiptir miklu fyrirheildarnýtingu eins og sést best á mynd 3, en þar er sýndheildarnýting fyrir flattan þorsk, en eins og áður hefurkomið fram eru þessar tölur mjög háðar framleiðendum,hráefni og aðstæðum í verkunarferlunum.Þróun í framleiðslu saltfisks hefur verið mest í þá áttað bæta verkunarnýtingu, enda er þar eftir mestu aðslægjast þar sem vinnslunýting er tiltölulega stöðug ogræðst mest af holdafari og stærð fisks og vali á vélum viðvinnsluna.Heildarnýting hefur aukist verulega við þróunverkunaraðferða sem hefur verið mjög hröð á síðustuárum. Heildarnýting fyrir flattan fisk hefur aukist úr43%, sem var meðaltal fyrir árið 1970, í 51% sem náðistum 1990 og eftir 1995 hafa miklar breytingar átt sérstað og ná sumir framleiðendur jafnvel um og yfir 58%heildarnýtingu. Á sama tíma hefur verið unnið markvisstaf því að viðhalda gæðaímynd íslenskra saltfiskafurða.Þegar meta á áhrif af breyttum verkunarferlum þarf bæðiað hyggja að einstökum skrefum og heildarferlinum.Til dæmis getur aukin upptaka við sprautun og pæklunjafnast út eða ávinningur minnkað í gegnum þurrsöltun.Gjarnan er miðað við að skoða nýtingu fram að útflutningi,það er að fylgja þyngdarbreytingum eftir þar til afurðiner fullsöltuð. Hins vegar er einnig mikilvægt að metaþyngdarbreytingar við útvötnun til að fá vísbendingarum hvernig afurðir komi út hjá kaupendum.Almennt má gera ráð fyrir því að afurðir með hærriverkunarnýtingu séu með lægri útvötnunarnýtingueftir verkun. Að auki má taka inn rýrnun frá veiðum aðvinnslu, þ.e. skoða allan ferilinn frá veiðum að fullsaltaðrieða útvatnaðri afurð.Stuðningur við öflugt þróunarstarfMiklar framfarir hafa átt sér stað við vinnslu saltfisks áliðnum árum og eins á sjá má á myndinni hér fyrir neðanþá hefur vinnslu – og verkunarnýting aukist umtalsvert.Allmörg verkefni hafa verið unnin sem studd hafa veriðaf <strong>AVS</strong> sjóðnum og sjóðum í vörslu Rannís, þessi verkefnihafa mörg hver skilað mikilli þekkingu til vinnslunnar.Bætt meðhöndlun og kæling hráefnis skilarundantekningalaust betri afurð, þættir eins og rekjanleiki,breytileiki hráefnis eftir veiðisvæðum og fleiri slíkirþættir skila mikilvægum upplýsingum til vinnslunnar ogmarkaðarins. Síðast en ekki síst hafa miklar rannsóknirá verkunarferlum, saltgæðum, pökkunaraðferðum,flutningsferlum og kælingu afurða komið íslenskumsaltfiski í fremstu röð sambærilegra afurða frá öðrumlöndum.60%55%Bætt meðhöndlun hráefnisHeildarnýting (%)50%45%Þjáfun starfsmannog fræðslaPökkun nýjar umbúðirStýrðar aðstæður við verkunog geymslu (˚C, RH%)40%Stæðusöltun Pækilsöltun Pæklun Sprautusöltun Sprautusöltunog pæklunMynd 3. Heildarnýting fyrir flattan þorsk og þættir sem hafa haft áhrif á aukna nýtinguSprautusöltun(bætiefni) og pæklun19


Kynbætur á þorskiÞorskakynbætur hafa verið styrktar af <strong>AVS</strong> sjóðunum fráþví að sjóðurinn tók til starfa árið 2003. Þann 18. apríl2006 tilkynnti Ríkisstjórn Íslands sérstakar aðgerðir tilstuðnings fiskeldis sem meðal annars fólu í sér að árlegaverður veitt 25 milljónum króna til verkefnisins. Frá2006 hafa orðið stöðugar framfarir í kynbótum og sýnamælingar að kynbótaframför í vexti er um 18% á kynslóð.Árið 2009 var valin önnur kynblóð kynbættra seiða úrárgangi 2006.Enn sem fyrr eru megin áherslur í rannsóknum IceCodehf. eftirfarandi:•••KynbæturStýring hrygningarKynbótaframfarirKynbætur og seiðaeldiKynbótaframfarir eru nú að skila sér inn í áframeldi áþorski. Á mynd 1. sést samanburður á vaxtarferlumárgangana 2003, 2004, 2005 og 2007 (árgangur 2007 erkynbættur eldisþorskur) Gert er ráð fyrir að meðalþyngdverði 3,4 kg eftir 32. mánuði sjókvíum og um 70% afföll.Gangi þessi spá eftir er árgangur 2007 að ná 3 kg á umþað bil 28 mánuðum. Árgangur 2007 er fyrsti árgangurkynbætts eldisþorsks sem nær sláturstærð á Berufirði oger að sýna um það bil 20% betri vöxt en árgangarnir áundan.3.0002.500Theódór Kristjánsson (t.v.) verkefnisstjóri verkefnisinsásamt Unnari Reynissyni hjá Hafró á Ísafirði.Ljósmynd: Valdimar Ingi GunnarssonÞyngd (g)2.0001.5001.000Spá um vöxt500Búið er að koma fyrir góðri aðstöðu fyrir kynbætur ogseiðaeldi í eldisaðstöðu IceCod ehf. í Höfnum á Reykjanesiog þar er búnaður til að halda fjölskyldum aðskildumí körum að merkingarstærð. Alls er hægt að ala 106fjölskylduhópa samtímist. Að auki er eldisrými sem ernægjanlegt til að framleiða 500.000 þorsksseiði í hverjuklaki.Þyngd (g)3.5003.0002.5002.0001.5001.0005000Árgangur 2003 Árgangur 2004 Árgangur 2005 Árgangur 2007Des Jún Sep Des Mar Sep DesMynd 1. Á myndinni sést samanburður á vaxtarferlumárganganna 2003, 2004, 2005 og 2007 (2007 er kynbættureldisþorskur) felldir saman í eina mynd.0Sep.2008Feb.2009Júl.2009Okt.2009Jún.<strong>2010</strong>Okt.<strong>2010</strong>Mynd 2. Útsetning haustseiða hjá HraðfrystihúsinuGunnvör hf haustið 2008.Des.<strong>2010</strong>Aðlögun þorskeldis að íslenskum aðstæðumVerði eldisþorskur kynþroska í sjókvíum dregur verulegaúr vexti. Þetta kemur glöggt fram á árgangi 2005 semsýnt er á mynd 1. Hins vegar séu þorskseiði flutt í sjókvíarsíðsumars þá verða seiðin ekki kynþroska fyrsta veturinní kvíum þar sem seiðin hafa ekki náð lágmarksstærð.Þannig hefur það sýnt sig að eldisþorskur sem er yfir500 grömm í desember er mjög læiklegur til að fara íkynþroska þann vetur.Á mynd 2. má sjá vaxtarferil seiða sem voru sett í kvíar íseptember 2008 þá 70 grömm á Ísafirði. Gangi spár eftirmun eldisþorskurinn ná 2,5 kg um áramótin <strong>2010</strong> – 2011.Enn þarf að bíða eftir kynbótaframförum til að ná yfir 3 kgsláturstærð eftir 28 mánaða eldi en það næst á 3. kynslóð(sjá mynd 4).Gera má ráð fyrir að önnur kynslóð kynbætts eldisþorskskomist í sláturstærð 2013 og þriðja kynslóð 2015. Spáin21


sýnir nauðsyn á áframhaldandi kynbótum í þorskeldi.Einnig sýna mælingar úr tilraunum með útsetninguþorskseiða síðsumars hversu nauðsynlegt er að þróaíslensk þorskeldi samhliða kynbótum.70%60%50%40%30%20%10%0%Seiði sett út fyrir maíSeiði sett út í júníSeiði sett út síðsumarsHB 04 HB 05 HB 07 HB 08 HB 08 HG 07Mynd 3. Ámyndinni sést samanburður affalla eftir fyrstavetur í sjókvíum hjá fiskeldi HB – Granda á Djúpavogi ogHG. Bláu súlurnar sýna afföll á fyrstu 12 mánuðum þarsem seiðin voru flutt í sjókvíar á tímabilinu febrúar – apríl.Rauða súlan sýnir afföll á fyrstu 12 mánuðum þegar seiðinvoru flutt í byrjun júní og grænu súlurnar sýna afföll þegarseiðin voru flutt í sjókvíar síðsumars á tímabilinu ágústseptemberÍ þorskakynbótum er nauðsynlegt að skoða eldisferilinní heild sinni. Þetta á við um seiðaeldi, vöxt og afföll íáframeldi í sjókvíum. Niðurstöður mælinga undafarinnaára sýna að mikil afföll verða í sjókvíum fyrsta árið ef seiðineru sett út snemma sumars (apríl – maí). Nýjustu mælingarsýna að séu seiðin flutt í sjókvíar ágúst – september verðamun minni afföll sjá mynd 3.Þyngd (kg)5,04,03,02,01,01. kynslóð2. kynslóð3. kynslóð4. kynslóðMynd 4. Spá um kynbótaframför í vexti miðað við 15%erfðaframför á kynslóð. Sé þorskurinn 2,5 kg í fyrstukynslóð veður þorskurinn 3,3 kg í þriðju kynslóð.5. kynslóð


Fréttir af verkefnumHitastýring frystra sjávarafurða skiptir miklumáliVerkefni: Hermun kæliferla - varmafræðileg hermunvinnslu- og flutningaferla, R 037-08.framleiðslan verði svipuð í ár. Gert er ráð fyrir umtalsverðriaukningu á næstu árum og spáin er rúm 10.000 tonn árið2015 og er búist við að bleikjan verði rúmlega helmingureldisins eða um 5-6.000 tonn.Það skiptir verulegu máli að hafa fulla stjórn á aðstæðumvið framleiðslu og flutning á frystum afurðum. Þaðþykir ekki gott að hægfrysta fisk eða láta hann þiðnaupp í flutningi, slíkt rýrir óhjákvæmilega gæði afurða.Hjá Matís er komin út skýrsla sem sýnir svart á hvítu hve tímiog hitastig skipta miklu máli. Frysting og þíðing grálúðuvar rannsökuð með tilraunum og tölvuvæddum varmaogstraumfræðilíkönum (CFD) smíðuðum með varma- ogstraumfræðihugbúnaðinum FLUENT. Í verkefninu hefurverið sýnt fram á ótvírætt notagildi slíkra líkana fyrirflutningsferla ferskra afurða en niðurstöður skýrslunnarsýna að það sama gildir um frosnar afurðir.Í frystitilrauninni var heilu bretti af hálffrosinni grálúðukomið fyrir í frostgeymslu og lofthiti og hiti grálúðu ámismunandi stöðum á brettinu mældur með hitasíritum.Það tók einn til fjóra daga, háð staðsetningu á bretti, aðfrysta grálúðu undir -15°C sem var -10°C til -5°C þegarhún fór inn í klefa, svo það skiptir miklu máli að ljúkafrystingunni í frystitækjunum áður en afurðin er sett inní fystiklefa.Í þíðingartilraunum voru bæði stakir pokar og tuttugupokar, sem staflað var á bretti, rannsakaðir í hitastýrðumkæliklefum Matís. Upphitun fullfrosinnar vöru var kortlögðvið aðstæður, sem komið geta upp við uppskipun úrfrystitogurum eða 10 – 20 °C lofthita.Við niðurstöður tilraunanna voru bornar samanniðurstöður þrívíðra varmaflutningslíkana og fékkstalmennt gott samræmi þar í milli. Við 10 klst. geymslu í12,6 °C lofthita hækkaði hiti í stökum pokum úr um -26 °Cí u.þ.b. -5 °C. Við jafn langt hitaálag hækkaði hiti í pokum ábretti úr -22,5 °C í -17°C til -3 °C, sem sýnir hversu óeinsleithitadreifingin getur verið við langvarandi hitaálag.Niðurstöður CFD líkansins sýndu að 10 m/s vindur viðuppskipun flýtir þiðnun frosins fisks á bretti verulega.Staða fiskeldis á ÍslandiVerkefni: Stefnumótun fyrir fiskeldi <strong>2010</strong>-2013, S 022-09.Landssamband fiskeldisstöðva hefur tekið saman íáhugaverða skýrslu framtíðaráform og stefnumótun ífiskeldi hér á landi. Samdráttur hefur verið umtalsverðurí laxeldi undanfarin ár, en nú er bleikjan að koma sterkinn.Árið 2008 voru framleidd um 5.000 tonn og er áætlað aðRifós í KelduhverfiLjósmynd: Valdimar Ingi GunnarssonJafnframt er gert ráð fyrir um 2.000 tonna framleiðslu álaxi og um 2.500 tonna framleiðslu í þorskeldi, í öðrumtegundum er ekki búist við mikilli aukningu, nema reiknamá með einhverri aukningu í regnbogsilungseldi, semhefur verið lítið stundað undanfarin ár.Skýrslu verkefnisins „Staða fiskeldis á Íslandi,framtíðaráform og stefnumótun Landssambandsfiskeldisstöðva í rannsókna- og þróunarstarfi <strong>2010</strong>-2013“má nálgast á heimasíðu <strong>AVS</strong> sjóðsins.Hringormar í þorski í áframeldiVerkefni: Vöktun hringormafjölda í þorski í áframeldi,R 65-06.Frá um mitt ár 2004 hefur verið fylgst með hringormumog öðrum líffræðilegum þáttum hjá þorski í áframeldi íSkutulsfirði, og hefur m.a. komið í ljós að selormar erugreinilega mjög langlífir.Frá því þetta <strong>AVS</strong> verkefni hófst hefur verið byrjað áþremur eldislotum og er tveimur þeirra lokið. Fyrstalotan stóð yfir í 565 daga, sú næsta í 929 daga, úr þriðjulotunni sem ekki er lokið voru tekin sýni eftir 719 daga.Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að þorskar 1,6faldi lengd sína og 6,1 faldi þyngd sína á 929 dögum.Þorskur með mikinn fjölda hringorma (2,2 ormar/kg) íupphafi eldis verður svo til hringormalaus að loknu 929daga kvíaeldi (0,7 ormar/kg) þetta kemur til að mestuleyti vegna aukningar þyngdar á hringormafríu fóðri. Um30% af selorminum drepst í þorskinum á hverju ári oggreinilegt að selormurinn er langlífur. Eftir tvö ár er um23


50% selormanna dauðir og að loknum 6,7 árum er 90%þeirra dauðir.Ný aðferð til að greina sýkingu í síld og öðrumfiskumVerkefni: Ichthyophonus hoferi sýking í síld og fleirifiskum, S 015-09.náttúrulega ljóslotu.Ljósastýringin virtist einnig hafa jákvæð áhrif í seiðaeldinuáður en fiskurinn fer út í kvíarnar, þar sem tíðni vaxtagallavar minni í þeim hópi, en ljósasýringin hafði aftur á mótiekki áhrif á vöxt eða lifun þorskseiða á seiðaeldisstigi.Ljósastýring á seiðastigi eldisins virtist ennfremur leiða tillélegri vaxtar eftir flutning fisksins í sjókvíar og mikið varum óútskýrð afföll.Sérfræðingum Matís hefur tekist að þróa fljótvirkaog ábyggilega erfðagreiningaraðferð til að greinaIchthyophonus hoferi sýkilinn í síld og öðrum fiskum.Aðferðin byggir á svokallaðri PCR greiningaraðferð semfelst í mögnun á einkennandi hluta erfðaefnis sýkilsins.Reynd voru fjögur afbrigði af greiningaraðferðum;raðgreiningum þar sem DNA basaröð er greind, hefðbundingreining rauntíma PCR þar sem flúrmerktur DNA bútur ermagnaður og að síðustu lengdargreining merkigensins.Besta aðferðin reyndist vera lengdargreining og má bæðinota hana til að greina sýkingu í blóðríkum líffærum einsog hjarta og nýrum en einnig í sýktu holdi.Í framtíðinni verður hægt að nota aðferðina til frekarirannsókna á sýkingunni og varpa ljósi á hversuumfangsmikil og útbeidd sýkingin er. Spennandi verkefniværi að reyna að greina uppruna sýkingarinnar með því aðbeita aðferðinni við skönnun á mismunandi fæðugerðumsíldarinnar. Einnig er spennandi að rannsaka hvort fleirifisktegundir við Íslandsstrendur séu sýktar af sama I.hoferistofni og síld og skarkoli.Haustið 2008 varð ljóst að íslenska sumargotssíldinværi mikið sýkt af einfrumungnum Ichthyophonushoferi. Upp úr því var farið í umfangsmiklar rannsóknirtil að meta tíðni sýkingarinnar með sérstökumrannsóknarleiðöngrum hjá Hafrannsóknarstofnuninni ogmeð rannsóknum á veiðiafla síldveiðiskipa. Samkvæmtniðurstöðum rannsókna veturinn 2008/09 og sumarið2009 þá er sýkingin enn mjög mikil. Sýkingin nær yfirallt útbreiðslusvæði síldarinnar og er sýkingarhlutfallið34-70% í ungsíld en Skjálfandi er eina svæðið þar semsmásíld er ekki sýkt.Niðurstöður rannsókna á hrygningarslóð stofnsins réttfyrir hrygningu í júlí 2009 sýndu engin merki þess aðsýkingin væri á undanhaldi. Þetta er því faraldur en ekkier enn þekkt hve alvarlegar afleiðingarnar verða. Sýkt sílddrepst eftir um 100 daga (að hámarki 6 mánuðir) og þvíeru afföllin í stofninum mjög mikil.Örva má vöxt þorsks með ljósumVerkefni: Þróun iðnaðarvædds þorskeldis: Stjórn vaxtarog kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði, R 012-06.Komið hefur í ljós í mikilli ljósatilraun við eldi á þorskiað stöðug ljósastýring á kvíastigi eldisins hafði jákvæðáhrif á vöxt fisks samanborið við fisk sem haldið var viðÞorskeldiLjósmynd: VerkefnisstjóriÍ verkefninu voru þróaðar og staðlaðar nýjar aðferðirtil mælinga á styrk vaxtarhormóna í þorski og reyndistaðferðin bæði næm og örugg. Ekki tókst að sýna framá samband vaxtarhraða og styrks vaxtarhormónaí blóði í þessari rannsókn en aðferðin veitir miklaframtíðarmöguleika við rannsóknir á t.d. vaxtarhraðavillts þorsks.Einnig var í verkefninu unnin ítarleg rannsókn á áhrifumsjókvíaeldis á fjölbreytileika og tegundasamsetningubotndýralífs undir kvíum. Ekki reyndist vera mikiðálag samfara eldi í kvíunum yfir þriggja ára tímabilen víðtækar breytingar urðu þó á dýralífi botnsins.Botndýralífið minnkaði ekki og fjölbreytni hélst svipuð entegundasamsetningin breyttist.Umtalsverð lækkun fóðurkostnaðarVerkefni: Próteinþörf bleikju, R 040-07.Niðurstöður umfangsmikilla fóðurtilrauna á bleikjusýna að lækka má fóðurkostnað umtalsvert án þess aðdragi úr vexti fisksins. Próteinþörfin virðist lækka hratteftir að smáseiðastigi sleppir.Próteinríkt hráefni (fiskimjöl) er einn helstikostnaðarliðurinn í bleikjufóðri og því hefur breyting áhlutfalli próteinsinnihalds mikil áhrif á kostnað fóðursins.Lækkað próteinhlutfall gefur einnig aukin tækifæri til aðnota ódýrara hráefni en fiskimjöl og er því grundvöllurfyrir frekari hagræðingu. Góð nýting próteins til vaxtarer einnig jákvæð frá umhverfislegu sjónarmiði því


útskilnaður köfnunarefnis minnkar og vatnsgæði íeldisrýminu batna.Í tilrauninni voru könnuð áhrif sex jafn orkuríkrafóðurgerða, með próteininnihaldi frá 34,7 - 49,2%, ávöxt og aðra vaxtartengda þætti hjá bleikju, allt fráfrumfóðurstigi fram yfir 1 kg þyngd. Jafnframt varkannað hvort próteinhlutfall í fóðri hefði áhrif á gæðifisksins sem matvöru.strax inn í, stýra vinnslu hráefnisins eða stöðva dreifingu efframleiðsluvaran reynist innihalda óæskilegar örverur eðauppfyllir ekki gæðakröfur. Tæknin stuðlar því að bættumgæðum og ímynd matvæla sem er mjög mikilvægurþáttur til að viðhalda góðri ímynd Íslands fyrir heilnæmarlandbúnaðar- og sjávarafurðir.Mikilvægustu niðurstöður verkefnisins eru að bleikjavirðist vaxa álíka vel á 34,7% próteini í fóðri og á 49,2%próteini, eftir að um það bil 90 g þyngd er náð. Algengastapróteinhlutfall í fóðri við matfiskeldi á bleikju hér á landihefur verið um 42,5%. Því er ljóst að tækifæri er til aðminnka próteinið í fóðrinu verulega og lækka þar meðfóðurkostnaðinn umtalsvert.Miðað við núverandi verð (haust 2009) á fóðurhráefnummá gera ráð fyrir að hráefnaverð lækki um 1.4% fyrirhverja prósenteiningu sem prótein er lækkað í fóðri.Þannig má reikna með að niðurstöður verkefnisins getileitt til a.m.k. um 11% lækkunar á hráefniskostnaði meðþví að lækka próteinhlutfall fyrir bleikju frá 100 grammaþyngd úr 42.5% í 34.7%.Miðað við núverandi bleikjuframleiðslu gætusparast nokkrir milljónatugir árlega í fóðurkostnaði.Niðurstöðurnar benda til að lágmarks próteinþörfbleikju í matfiskstærð kunni að liggja enn neðar enlægsta próteinhlutfall í fóðri var í þessu verkefni. Lægrapróteinhlutfall í fóðri virtist ekki hafa sérstök áhrif ágæði bleikjunnar.Samdægursvottun á öryggi matvælaVerkefni: Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í sjávarafurðum,R 046-07.Þróaðar hafa verið hraðvirkar aðferðir til að greinabakteríumengun í matvælum. Nú er hægt að fá úrþví skorið á örfáum klukkustundum hvort matvælininnihalda óæski-legar örverur, en það eykur tilmuna öryggi matvæla og biðtími eftir niðurstöðumörverugreininga styttist úr 2-6 dögum í minna en 24klst.Lokið er <strong>AVS</strong> verkefni sem miðar að því að þróa hraðvirkaraðferðir til að greina algenga sýkla í matvælum ogsérvirkar skemmdarbakteríur í fiski. Greiningartíminnmeð þessum aðferðum er allt frá 2 upp í 6 dögum styttrien viðmiðunaraðferðirnar og þær hraðvirkustu taka um 4klukkustundir.Samdægursvottun á öryggi matvæla - innan 24klukkustunda frá því að sýni eru send til greiningar -er mjög mikilvæg fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaðinum,einkum hvað varðar matvælasýkla og kemur til með aðverða enn mikilvægari í nánustu framtíð. Hraðvirkar PCRgreiningar gera matvælaframleiðendum kleift að grípaÖrverur í fiskiLjósmynd: VerkefnisstjóriÍ verkefninu voru þróaðar nokkrar aðferðir fyrirmismunandi bakteríur. Þróun á hraðvirkum Salmonellagreiningum í mismunandi afurðum voru framkvæmdarog sýndu sambærilega greiningarhæfni og faggildNMKL aðferð, t.a.m. var sýnt fram á sambærilega næmniaðferðanna til að greina Salmonella í hænsnasaur.Rauntíma PCR aðferðin greindi Salmonella ennfremurmeð miklum áreiðanleika í öllum öðrum hráefnum semprófuð voru, þ.e. fiskimjöli, hrognum, rækju, laxi og ýsu.Prófanir á greiningarhæfni Campylobacter aðferðarinnarí hænsnasaur og kjúklingum hafa að sama skapi sýntað greina má bakteríuna í sýnum sem innihalda aðeins10-100 bakteríur í grammi með fullum áreiðanleika aðundandgenginni forræktun yfir nótt. Samanburður viðfaggilda NMKL ræktun sýndi ennfremur að real timePCR aðferðin hafði næmni sem var sambærileg eðameiri en faggild NMKL aðferð. Aðrar aðferðir til að greinasjúkdómsvaldandi bakteríur voru einnig settar uppfyrir Listeria monocytogens og Vibrio parahaemolyticusmeð ágætis árangri. Nánari upplýsingar má nálgast íverkefnaskýrslunni.Sem betur fer innihalda matvæli sjaldnastsjúkdómsvaldandi örverur en þar er þó að finna fjöldannallan af öðrum skaðlausum bakteríutegundum semstuðla að niðurbroti vefja og vaxa jafnt og þétt á meðan25


á geymslu stendur. Við niðurbrotið myndast ýmisefnasambönd sem jafnan fylgir ólykt og gæði afurðannaminnka því að sama skapi. Geymsluaðferðir snúast því íöllum tilvikum um að halda vexti þessara örvera í skefjum.Rannsóknir á þessum bakteríum í fiski hafa sýnt fram áhvaða bakteríutegundir eru þar helst að verki og meðvitneskju um magn þeirra í fiskinum við framleiðslu eðageymslu má fá mat á gæðum afurðanna og jafnvel spáfyrir um geymsluþol þeirra.Í þessu verkefni var þróað hraðvirkt próf til að mæla magnskemmdarbaktería sérstaklega. Þetta próf er hægt að notatil að spá fyrir um geymsluþol, til að meta ástand hráefnisog afurðar eða í innra gæðaeftirliti í fiskvinnslum. Þærbakteríutegundir sem helst er beint spjótum að í þessusamhengi eru Pseudomonas tegundir og Photobacteriumphosphoreum en sýnt hefur verið fram á skemmdarvirkniþeirra beggja í fiski við mismunandi geymsluskilyrði.Sú þekking og reynsla sem hefur áunnist í verkefninuhefur þá einnig gert það að verkum að nú er hægt aðsetja upp nýjar aðferðir fyrir aðrar bakteríutegundir meðminni tilkostnaði en áður og stefnt er á frekari umsvif áþessum vettvangi.Getur neysla á fiski lækkað blóðþrýsting?Verkefni: Einangrun, hreinsun og rannsóknir áblóðþrýstinglækkandi peptíðum úr fiskpróteinum,R 047-07.Í samstarfi við Háskóla Ísland var HPLC og Maldi-Tofbúnaður nýttur til að greina hvaða peptíð voru í hinumvirku þáttum. Meðal annars fundust peptíð sem ekki hafaáður verið skilgreind sem ACE hindrar.Niðurstöður verkefnisins sýna að íslensk fiskpróteingætu verið mikilvæg uppspretta peptíða meðblóðþrýstingslækkandi eiginleika. Með þeirri þekkinguog aðstöðu sem hefur verið aflað í verkefninu eru munmeiri möguleikar á að þróa verðmætar fiskafurðir ogheilsufæði.Afföll á þorski í sjókvíumVerkefni: Afföll á þorski í sjókvíum, S 014-09.Töluverð afföll eru á eldisþorski í sjókvíum og getaástæður verið margvíslegar. Nýlegar rannsóknir bendahelst til þess að helsti orsakavaldurinn sé sjúkdómar afýmsum toga.Í þessu <strong>AVS</strong> verkefni voru könnuð afföll í kvíum hjáHraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. sem er með eldi í Álftafirðivið Ísafjarðardjúp og hjá HB Granda hf., en þeir eru meðeldi í Berufirði. Þessi rannsókn miðaðist eingöngu að þvíað greina orsakir affalla á fiski sem háfaður var upp úreldiskvíum.Nýjustu rannsóknir benda til að áhrif próteina á heilsuséu meiri en að afla nauðsynlegrar orku og næringar. Viðniðurbrot á próteinum við meltingu myndast smærriefni, svokölluð peptíð, þessi peptíð gegna margþættumhlutverkum og geta t.d. haft áhrif á blóðþrýsting.Hjarta og æðasjúkdómar eru algengir á Íslandi og hafaverið ein langalgengasta dánarorsökin og er hækkaðurblóðþrýstingur einn helsti áhættuþátturinn.Nýjustu rannsóknir benda til að áhrif próteina á heilsuséu meiri en að afla nauðsynlegrar orku og næringar. Viðniðurbrot á próteinum við meltingu eða annað niðurbrotmyndast smærri efni, peptíð. Þá verða amínósýruraðir semvoru óvirkar innan próteinkeðjunnar virkar þegar peptíðineru “leyst úr læðingi”. Þessi peptíð gegna margþættumhlutverkum sem lífeðlisfræðilegir áhrifavaldar til dæmisáhrif á blóðþrýsting, meltingu, oxunarferla og fleira ílíkamanum og eru kölluð lífvirk efni. Það er því mögulegtað nota peptíð í heilsufæði og jafnvel lyf.Markmið þessa <strong>AVS</strong> verkefnis var að rannsaka virkni ífiskpeptíðum og einangra, hreinsa og skilgreina peptíðsem hafa blóðþrýstingslækkandi áhrif. Í verkefninu varsett upp aðstaða og þekkingar aflað til þessa hjá Matís.Þar með er talin aðferð til að mæla virkni efna til að hindraAngiotensin Converting ensím (ACE) sem er mikilvægtvið stjórnun blóðþrýstings ásamt búnaði til einangrunarog hreinsunar á peptíðum.Hugað að afföllumLjósmynd: Valdimar Ingi GunnarssonMest áberandi voru afföll vegna sjúkdóma, einkumbakteríusýkinga en bæði víbríuveiki og kýlaveikibróðirgreindist í fiskinum. Í stöku tilfellum orsökuðu ytrisníkjudýrin Gyrodactylus, kostía (Ichyobodo necator) ogTrichodina lítilsháttar afföll. Sníkjusveppurinn Lomagreindist í nokkrum mæli.Í sumum tilfellum voru sýkingar miklar sem að líkindumorsökuðu afföll. Í dauðfiskasýnum var töluvert af horfiskiog vansköpuðum fiskum eða 20-40% af heildarfjölda.Afföll sem orsakast af sárum voru allt upp í tæp 30% ogmest áberandi voru sár af völdum afræningja. Hlutfallþarmaveiki var yfirleitt 10-15%.


Afföll sem rakin eru til hrygningarstíflu voru tiltölulegalítil og jukust eftir því sem fiskurinn var stærri. Nokkrartillögur eru um fyrirbyggjandi aðgerðir til að draga úrafföllum sem er að finna í skýrslum af niðurstöðumverkefnisins.Söl í matinnVerkefni: Vöruþróun á kryddlegnum sölvum og söl-puree- maukuðum sölvum, S 017-08.Söl hafa verið nýtt á Íslandi frá landnámi. Neysla ásölvum hefur haldist fram á daginn í dag, en er aðeinsbrot af því sem áður var. Íslensk hollusta ehf. hefur ísamstarfi við Matís ohf. þróað kryddlegin söl.Söl eru tínd, verkuð og seld á hefðbundin hátt á nokkrumstöðum á landinu og margir tína söl til einkaneyslu.Markaðurinn fyrir söl er lítill hérlendis en hefur verið aðvaxa ár frá ári, magnið er aðeins örfá tonn af þurrkuðumsölvum ár hvert. Bæði íslenskir en ekki síður erlendirneytendur (ferðamenn) hafa sýnt sölvum aukinn áhuga.Söl eru nær eingöngu seld þurrkuð í dag og þá einkumheil og markaðssett sem hollustusnakk. Nýjar vörur hafaþó litið dagsins ljós á undanförnum árum s.s. sölvakrydd(þurrkuð og möluð söl), sölvasósa (nokkurs konar sojasósameð sölvabragði) og nú kryddlegin söl.og erlendis. Tugmilljóna tjón varð í fiskeldi í Mjóafirðiút af brennihveljunni (Cyanea capillata).Að haustlagi verða brennihveljurnar mjög stórar (>50 cmí þvermál) og brenniangar þeirra geta orðið yfir 10 metrarað lengd. Þessir angar eru þaktir stingfrumum sem dýrinnota við fæðuöflun. Stingfrumurnar særa hold dýra ogláta frá sér eitursambönd sem lama þau. Við aðstæðursem einkennast af sterkum straumum geta hópar hveljalent á fiskeldiskvíunum, slitnað í sundur á neti kvíanna enbitar af brenniöngum hveljanna lenda síðan á fiskinumog brenna hann, lama og jafnvel deyða hann. Hjá þeimfiski, sem eftir lifir, verður meiri sýkingarhætta út afbrunasárum. Svona lagað gerðist í Mjóafirði síðla í ágústog byrjun september árin 2001, 2002 og 2006. Skaði varðsérlega mikill árið 2006 þegar um 1000 tonn af laxi drapsteða varð að slátra ótímabært vegna sára sem marglyttanolli.Í ljósi þessa m.a. hefur verið lögð áhersla á að afla nýrrarþekkingar um útbreiðslu og magn hvelja á Íslandsmiðum,þannig að unnt sé að meta áhættu af þessu og geraviðeigandi ráðstafanir. Á vegum LíffræðistofununarHáskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunarinnarhafa á undanförnum árum farið fram rannsóknir ábrennihveljunni og öðru hlaupkenndu dýrasvifi í þeimtilgangi að varpa ljósi á lifnaðarhætti þessara dýra.Rannsóknirnar hafa verið styrktar af rannsóknasjóðnum<strong>AVS</strong>.Tvær marglyttutegundir eru algengar á Íslandsmiðum,þ.e. bláglytta (Aurelia aurita) og brennihvelja (Cyaneacapillata). Þéttleiki þeirra í yfirborðslögum var yfirleittmestur frá júní til september. Smáhveljur voru ríkjandifyrri hluta vaxtartímans en stórar hveljur, sem eru mesturskaðvaldur í fiskeldi, reyndust algengastar í ágúst.Fiskeldismenn þurfa því hafa sérstakan vara á síðsumars.Það tímabil sem bláglytta og brennihvelja eru sviflægarer styttra hér við land (maí-september/október) ená nálægum hafsvæðum. Því kunna vandamál tengdhveljufári að vera viðráðanlegri í fiskeldi hér samanboriðvið nágrannalöndin.Fersk sölLjósmynd: VerkefnisstjóriÍ þessu <strong>AVS</strong> verkefni voru gerðar nokkrar tilraunirmeð marineringu á sölvum og tókst að lokum að þróaspennandi vöru með fallegt útlit og gómsætt bragð ogverður áhugavert að fylgjast með hvernig markaðurinntekur við þessari nýjung.Rannsóknir á brennihvelju á ÍslandsmiðuMVerkefni: Brennihvelja á Íslandsmiðum, R 059-07.Marglyttur hafa verið til margvíslegra vandræða ífiskeldi á undanförnum áratug, bæði á ÍslandsmiðumÚtbreiðsla brennihvelju við Ísland hefur að líkindumbreyst frá því um miðbik síðustu aldar þegar það varkannað síðast. Meginútbreiðslusvæðið hefur þannig færstnorðar (frá Vestur-, Norður- og Austurlandi til Norður- ogAusturlands).Í Eyjafirði var kjörsvæði brennihvelju utar í firðinumen kjörsvæði bláglyttu og því meiri líkur á tjóni afvöldum fyrrnefndu tegundarinnar tiltölulega utarlega ífirðinum. Brennihveljur eru yfirleitt tiltölulega smáar ogskaðlausar í fiskeldi út af Vestfjörðum. Þar eru að líkindumuppeldisstöðvar fyrir brennihvelju sem berst þaðan meðstraumum austur með Norðurlandi.Ljóst er að magn brennihvelju og bláglyttu sveiflast ekkií sama takti. Því má fullyrða að mikið magn af bláglyttusnemma hausts sé ekki vísbending um mikið magn af27


ennihvelju síðar það sama haust. Á sama hátt er unntað fullyrða að lítið magn af bláglyttu sé ekki trygging fyrirlitlu magni brennihvelju sama haust.Í ljósi þess hversu lengi angar brennihveljunnar eruvirkir eftir að þeir eru skornir af hveljunni (> 3 vikurvið tilraunaaðstæður) er ljóst að varnargirðingar, sembyggjast á því að slíta sundur hveljur, eru ekki raunhæfurkostur sem vörn gagnvart brennihvelju hérlendis.samanburðarhópa. Þannig er fiskur sem vaninn var seintá þurrfóður (hópur A, meðaltal: 1,5 kg) rúmlega tvöfaltstærri í dag að meðaltali en fiskur sem vaninn var snemma(hópur D, meðaltal: 0,7 kg) (sjá mynd hér fyrir neðan).Rannsóknirnar leiddu í ljós jákvæð tengsl á milli sjávarhitaog þéttleika hvelja hér við land. Rannsóknir á nálægumhafsvæðum hafa leitt í ljós að hlýnun sjávar getur leitt tilaukinnar tíðni hveljublóma.Telja verður líklegt að það sama gildi hér við land. Í ljósimikilvægis hvelja í fæðuvistfræði hafsins og þess að hveljurgeta verið skaðlegar í tengslum við fiskeldi er mikilvægtað halda áfram rannsóknum á hveljum hér við land. Ámeðal atriða sem rannsaka þarf eru langtímabreytingarí magni og útbreiðslu í tengslum við umhverfisþætti,botnlægt stig lífsferilsins og erfðafræðirannsóknir.Góður vöxtur hjá íslenskum eldisþorskiVerkefni: Vaxtargeta eldisþorsks, R 028-09.Í eldisstöð Hafrannsóknastofnunarinnar á Stað viðGrindavík er <strong>AVS</strong>-verkefnið „Vaxtargeta eldisþorsks“nú í fullum gangi. Í verkefninu er fylgst með vextieldisþorsks í eldiskerjum allt frá klaki upp í sláturstærðog kannað hvort vöxtur á lirfu- og ungseiðastigi hafimarktæk, varanleg áhrif á vaxtargetuna. Einnig er fylgstmeð vexti hraðvaxta eldisseiða í sjókví HB-Granda áBerufirði.Nú þegar fylgst hefur verið með fiskinum í tæp tvöár er kominn í ljós mjög afgerandi munur í vexti3Síðvanið (efra) og snemmvanið þorskseiði í eldisstöðinni aðStað við GrindavíkLjósmynd: VerkefnisstjóriHópur A hefur í raun slegið öll fyrri íslensk vaxtarmet ogvirðist stefna í það að ná 3 kg meðalþyngd á aðeins 28mánuðum frá klaki. Afföll í þessum hópi hafa aðeins veriðrúm 10% og að mestu leyti vegna gæðaflokkunar.Um er að ræða grófar vaxtartölur úr þorskeldi og hafaber í huga að sjávarhitinn er auðvitað mismunandi á millisvæða. Pollaseiði í Noregi og Færeyjum eru í algjörumsérflokki en tilraunaseiðin í hópi A (rauð súla) hafa hinsvegar vaxið mun betur en önnur eldisseiði. Íslenskueldisseiðin (bláu súlurnar) eru hér tiltölulega skammt áeftir norsku seiðunum, enda bara búin að vera eitt sumarí sjó á þessum tímapunkti (21 mánuður frá klaki). Athyglivekur að vöxturinn hefur minnkað milli árganga hjáCodfarmers sem er stærsta þorskeldisfyrirtæki Noregs.Kanadísku seiðin vaxa heldur hægar en þau íslenskuen hópur D (snemmvanin seiði) rekur lestina. ÞessiMeðalþyngd (kg)210Dana Feed2003Villa Cod2002Færeyjar2006HópurACodfarmers2006Codfarmers2008Háafell2005Djúpið2002Pollaseiði <strong>AVS</strong> Noregur ÍslandverkefniKanada2005HópurD<strong>AVS</strong>verkefni


samanburður sýnir vel að í þorskeldi eru menn almenntað nýta aðeins brot af mögulegri vaxtargetu þorsksins.En hver er hin undirliggjandi ástæða fyrir þessari varanleguvaxtarbælingu hjá eldisþorskinum? Svarið gæti verið aðfinna á lirfustigi þorsksins. Lengdarmælingar á lirfustigibenda eindregið til þess að hægur vöxtur á seinni hlutalirfustigsins (25-45 dögum frá klaki) geti haft óafturkræfáhrif á lengdarvöxt þorsksins til langs tíma litið. Erlendarrannsóknir hafa sýnt að hægur vöxtur á lirfustigi geturhaft varanleg áhrif á nýmyndun vöðvaþráða og þannigskert vaxtargetu fiska til lengri tíma.Sumarið 2009 voru tæplega 1 þúsund ársgömul eldisseiðiflutt með brunnbáti í sjókví HB-Granda á Berufirði.Seiðin voru þá tæplega 500 g að meðaltali og við vigtuní desember var meðalþyngdin orðin rúmlega 900 g.Vonir standa til þess að þessi fiskur muni ná u.þ.b. 2,7 kgmeðalstærð í árslok <strong>2010</strong> og verða þá orðinn hæfur tilslátrunar ári fyrr en fyrri árgangar í íslensku þorskeldi.Niðurstöður þessa verkefnis sýna það að aðferðir viðfrumfóðrun eru algjörlega afgjörandi þáttur varðandivaxtargetu og heilbrigði þorsksseiða. Jafnframt ermikilvægt að seiðin séu alin við kjöraðstæður allt framað útsetningu í sjókvíar. Með því að framleiða gæðaseiðiað hausti/vetri og ala þau við kjörhita fram að útsetninguí kvíar í sumarlok virðist vera fyllilega raunhæft að nárúmlega 3 kg sláturstærð á 30-34 mánuðum frá klaki ogspara þannig eitt ár í eldistíma frá því sem nú er algengt ííslensku þorskeldi.Heilbrigður þorskurVerkefni: Heilbrigður þorskur - Greining á náttúrulegumvarnarefnum í þorski, S 031-08.Áföll vegna sýkingar í þorskeldi eru algeng og aukin þekking áónæmiskerfi þorsksins er eitt af áherslusviðum framtíðarinnar.Þorskur myndar ekki hefðbundin mótefnasvör og rannsóknirá náttúrulega ónæmiskerfinu (e. innate immunity) eru þar afleiðandi sérstaklega mikilvægar í þorski til þess að finna leiðirtil að verja fiskinn gegn sjúkdómum.Niðurstöður úr þessu verkefni mynda grundvöllfyrir áframhaldandi rannsóknir á hlutverki og virknicathelicidina og vonir standa til að í framtíðinni megi nýtapeptíðin sem forvarnir gegn sjúkdómum í fiskeldi.Lifandi humar á markaðVerkefni: Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri,S 037-05.Sýnt hefur verið fram á að mögulegt er að flytja útlifandi trollveiddan leturhumar frá Hornafirði til Suður-Evrópu. Mjög góður árangur náðist í að halda humrilifandi um borð í veiðiskipum. Búast má við allt aðþreföldu verði miðað við frosinn humar.Nýlokið er rannsóknaverkefni á Hornafirði sem heitirVeiðar og vinnsla á lifandi og ferskum leturhumri.Verkefnið er samstarfsverkefni FrumkvöðlasetursAusturlands ehf., Skinneyjar Þinganes h/f., Matís ohf.,Hafrannsóknastofnunarinnar og Promens h/f á Dalvík.<strong>AVS</strong> rannsóknasjóður hefur styrkt verkefnið fjárhagslegaen Frumkvöðlasetur Austurlands ehf. hefur séð umverkefnisstjórnun.Markmið verkefnisins var að rannsaka leiðir til að aukatekjur og arðsemi humarveiða á Íslandi með því að veiða,framleiða og selja ferskan og lifandi leturhumar.Verkefnið spannar alla dreifikeðju vörunnar það er veiðar,vinnslu, geymslu, dreifingu og markaðssetningu á lifandileturhumri.Í verkefninu hefur verði sýnt fram á að mögulegt er aðflytja út lifandi trollveiddan leturhumar frá Hornafirðitil Suður-Evrópu. Vegna stærðarsamsetningar og gæðaverður þó aldrei hægt að flytja út sem lifandi humar nemabrot af þeim afla sem kemur í trollið á hverjum tíma. Eftirað hafa kynnt sér tilraunir og vinnslur sem byggja álifandi útflutningi á trollveiddum humri bæði í Skotlandiog Danmörku liggur ljóst fyrir að enginn ræður yfirMarkmið verkefnisins var að greina tjáningubakteríudrepandi peptíða, sem eru partur náttúrulegaónæmiskerfisinu, í heilbrigðum og sýktum þorski, enjafnframt á mismunandi þroskastigum. Í verkefninuvar þorskur sýktur með bakteríunni sem veldurkýlaveikibróður og magn bakteríudrepandi peptíða afgerð cathelicidin var mælt í mismunandi vefum.Rannsóknir sýndu að cathelicidin magn jókst við sýkingusem bendir til þess að bakteríudrepandi peptíð hafahlutverk í ónæmiskerfi þorsks. Magn cathelicidin mRNAvar líka athugað í þorsklirfum og niðurstöður gefa tilkynna að meðfædda ónæmiskerfi þorsksins er virktsnemma í þroskun fisksins og svara örvun með aukinnitjáningu á bakteríudrepandi peptíðum.Lifandi humar frá Höfn á sjávarútvegssýninguLjósmynd: Páll Gunnar Pálsson29


þekkingu sem tryggir langtímageymslu á trollveiddumhumri. Í flestum tilvikum miða aðilar við að koma humri íútflutning á 96 klst eftir að hann veiðist í trollið.Sé markmiðið að geyma humar í lengri tíma er æskilegtað beita gildruveiðum. Gildruveiðar hafa marga kostifram yfir trollveiðar þegar kemur að lifandi útflutningi.Humarinn verður fyrir litlu hnjaski og streitu í gildrunumsem minnkar áverka og eykur hæfni þeirra til lifunar.Humarinn sem veiðist í gildrurnar er stærri og með minnistærðardreifingu samanborið við trollveiddan humar.Þar sem humarinn kemur jafnt og þétt um borð í skipiðlíður mjög stuttur tími þangað til að hann er aftur kominní sírennsli af sjó og búið er að stærðarflokka hann.Verkefnið kom að gildruveiðum á leturhumri í Háfadýpi.Þær veiðar voru samstarfsverkefni útgerða sem starfainnan sérstaks humarklasa á Suðurlandi. Klasinn varsérstaklega stofnaður til að vinna að verðmætaaukninguvið humarveiðar á Íslandi. Þar skiptast aðilar árannsóknarniðurstöðum og samstilla rannsóknir eins ogþessa til að lágmarka kostnað við þær og hámarka líkur áárangri. Niðurstöður eru mjög lofandi og vinna nú aðilarinnan humarklasans sameiginlega að því að fara yfirrekstrar og útgerðarforsendur á gildrubátum.Mjög góður árangur náðist við að halda humri lifandi umborð í skipum í verkefninu. Sett voru upp sírennsliskerfium borð í bátunum auk þess sem humrar voru flokkaðireftir sjónrænum gæðaþáttum sem skilgreindir voru íverkefninu. Við flokkunina voru humrar svo aðskildir annaðhvort í skúffukerfi eða með lóðréttum geymslukössum.Þegar búið var að þjálfa sjómenn til að sinna flokkuninniaf natni náðist að tryggja fullkomna lifun við flutning íland.sýningargesta. Gæði humarsins voru mikil, hann sýndigóð lífsmörk og litur hélst vel.Eftir markaðsgreiningu kom í ljós að u.þ.b. þrefalt hærraverð fæst fyrir ferskan humar samanborið við frosinn. Ásíðustu misserum hefur afurðaverð bæði á frosnum ogfreskum humri lækkað nokkuð. Það kemur þó í ljós aðhlutfallslega hefur ferski humarinn lækkað mun minna ensá frosni. Ásættanleg verð fengust fyrir tilraunasendingará lifandi humri til Belgíu, Spánar og Ítalíu. Humarinnvar bæði seldur á markaði og beint til aðila í gegnumsamstarfsaðila Skinney Þinganess í Brussel.Í verkefninu hefur verið sýnt fram á að hægt er að flytja útlifandi humar til Evrópu frá Hornafirði. Skilgreindir hafaverið verkferlar fyrir öll stig vinnslunnar og staðfest aðáætluð verð fást fyrir afurðina. Lifun í ferlunum er betrien í sambærilegum verkefnum í Danmörku. Þannig hefurverið lagður þekkingarlegur grunnur fyrir frekari umsvifíslenskra fyrirtækja við útflutning á lifandi og ferskumleturhumri. Telja má að slíkur útflutningur sé sérstaklegaáhugaverður ef tekst að koma á gildruveiðum á leturhumrisem geta staðið undir sér.Vottun ábyrgra fiskveiða ÍslendingaVerkefni: Vottun ábyrgra fiskveiða, R 069-09.Fiskifélag Íslands hóf alþjóðlegt kynningar- ogumsagnarferli 1. júní <strong>2010</strong> vegna kröfulýsingar semvottun ábyrgra fiskveiða mun byggja á. <strong>AVS</strong> sjóðurinnhefur styrkt þetta verkefni frá byrjun.Við geymslutilraunir í Humarhóteli kom í ljós að afföll á 96klst. var um 8% samanborið við 23% í dönskum tilraunum.Í yfirgnæfandi tilvika mátti við nánari skoðun finna áverkaá dauðum humrum sem líklegir eru til að draga þá tildauða. Þetta lýsir enn frekar hversu nákvæm flokkunin ásjó þarf að vera ef það á að nýta trollveiðar til útflutningsá lifandi humri. Veruleg vinna fór í uppsetningu ogstöðlun á Humarhótelinu þar sem sjógæði voru mældnákvæmlega. Þetta bendir til þess að trollveiddur humarsé of illa farinn til að það megi vænta þess að hann nái aðjafna sig eftir veiðarnar.Farið var ítarlega yfir mögulegar pökkunaraðferðir áleturhumri fyrir útflutning. Eftir að hafa kynnt okkur bæðipökkun lárétt í kassa (með heimsókn í pökkunarstöð í Kyleí Skotlandi) og pökkun lóðrétt í kassa (með því að pantalifandi humar frá Skotlandi til Hornafjarðar) var ákveðið aðnota fyrri möguleikann. Eftir að ljóst varð að humarinnlifði nógi lengi í pakkningum til að komast til Evrópu varhafist handa við fyrstu útflutningstilraunir. Í upphafi voruhumrar sendir til samstarfsaðila í Brussel sem staðfestilifun og gæði við móttöku. Í framhaldinu var fluttur úthumar sem hafður var til sýnis á sjávarútvegssýningu íBrussel 2007. Þar var humarinn hafður lifandi í keri í 3sólarhringa eftir flutning. Humarinn vakti mikla athygliTilgangur vottunarinnar er að sýna fram á með gagnsæjumhætti að staðið sé að fiskveiðum og fiskveiðistjórnuná Íslandi á ábyrgan og alþjóðlega viðurkenndan hátt ísamræmi við kröfur Matvæla- og landbúnaðarstofnunarSameinuðu þjóðanna, FAO. Leiðbeiningar um hvernigskila á inn umsögnum og athugasemdum er að finna ávefslóðinni www.responsiblefisheries.is


Andoxunarefni í íslensku sjávarfangiVerkefni: Gull í greipar Ægis, R 023-07.Lífvirk efni eru skilgreind sem efni er geta haftheilsubætandi áhrif. Þau geta hugsanlega unniðgegn álagi í líkamanum (“oxidative stress”), háumblóðþrýstingi, háu kólestróli og bólgumyndun svoeitthvað sé nefnt. Náttúruleg andoxunarefni má notasem heilsusamleg fæðubótarefni til að vinna gegn oxuní líkamanum en það má einnig nota þau í matvæli til aðauka stöðugleika, bragðgæði og næringargildi þeirra.BóluþangLjósmynd: VerkefnisstjóriMarkmið <strong>AVS</strong> verkefnisins Gull í greipar Ægis (Novelantioxidants from Icelandic marine sources) var að skimafyrir andoxunarefnum úr íslensku sjávarfangi eins ogþörungum og loðnu. Athyglin beindist sérstaklega aðmögulegri notkun fjölfenóla úr þörungum sem náttúrulegandoxunarefni. Þetta var gert með því að skima fyrirandoxunarvirkni í afurðum úr þörungum með nokkrumtegundum af andoxunarprófum. Vænlegasta afurðinvar valin til að rannsaka betur andoxunareiginleikahennar í fiskafurðum, þ.e. í þvegnu þorskvöðvakerfi,þorskpróteinkerfi og fiskiborgurum.Niðurstöður sýndu meðal annars að fjölfenól úr bóluþangi(Fucus vesiculosus) hafa mikla andoxandi eiginleikaog möguleikar til notkunar þeirra í fæðubótarefni eðamatvæli eru miklir.Loðna er þekkt fyrir stöðugleika og langt geymsluþolgagnvart þránun og hugsanlega má einnig einangraandoxunarefni úr vatnsleysanlegum fasa loðnunnar til aðnýta í verðmætar afurðir. Í þessu verkefni var unnið að þvíað rannsaka andoxunarvirkni vökvafasa loðnu og sýnduniðurstöður andoxandi áhrif, bæði með andoxunarprófumog við íblöndun í fiskafurðir.Niðurstöður verkefnisins sýndu að íslenskt sjávarfanger mikilvæg uppspretta náttúrulegra andoxunarefna.Mikilvæg uppbygging þekkingar hefur átt sér stað í þessuverkefni og möguleikar á vinnslu verðmætra náttúruvaraeru miklir en markaður fyrir slíkar vörur til notkunar ímatvæli eða sem fæðubótarefni fer ört stækkandi áVesturlöndum.Bakteríusamfélög í fiskiVerkefni: Sameindafræðileg rannsókn á fjölbreytileikabakteríusamfélags í vinnsluumhverfi og skemmdarferlikældra fiskafurða, R 069-07.Nú er lokið verkefninu „Sameindafræðileg rannsókn áfjölbreytileika bakteríusamfélags í vinnsluumhverfi ogskemmdarferli kældra fiskafurða“ sem styrkt var af <strong>AVS</strong>.Verkefnið hófst árið 2007 og síðan þá hefur þekking ogskilningur á örverufræði fiskafurða og vinnsluumhverfisaukist til muna. Rannsóknarspurningar á þessusviði eiga vel við í dag þegar mikil eftirspurn er fráiðnaðinum eftir leiðum til að auka gæði og geymsluþolsjávarafurða en þekking á örverufræðilegum þáttum erlykillinn í þeirri vegferð.Í verkefninu voru þróaðar aðferðir til að rannsakaheildarörveruflóru í sýnum sem gerði það kleift að skoðahvaða breytingum örveruflóra tekur við vinnslu oggeymslu á fiskafurðum. Tvær fiskvinnslur voru skoðaðarm.t.t. bakteríuflóru í hráefni, vinnslulínum og afurðum.Í ljós kom fjölbreytt samfélag baktería þar sem þekktarskemmdarbakteríur voru í jafnan í háu hlutfalli í ásamtýmsum öðrum tegundum.Örverutalningar sýndu fram á hátt magn baktería áyfirborðum vinnslulína á meðan á vinnslu stendur þarsem algengt var að sjá fáa ríkjandi bakteríuhópa en einnigfjölmargar tegundir í minna mæli. Helstu hópar bakteríasem fundust tilheyra Flavobacterium, Psychrobacter,Chryseobacter, Acinetobacter, Pseudoalteromonasog Photobacterium en tegundin Photobacteriumphosphoreum var jafnan í hæsta hlutfallslegu magni.Tegundir innan þessara ættkvísla eru þekktar fiskibakteríursem lifa í roði og þörmum á lifandi fiski. Þetta er fyrstaverkefnið sem vitað er um þar sem sameindalíffræðilegaraðferðir eru notaðar til að skanna bakteríuvistkerfifiskvinnsluhúsa.Einnig voru breytingar á bakteríusamfélögum við geymsluýmissa afurða rannsakaðar og má þar nefna ísaða ýsu,þorskhnakka, útvatnaðan saltfisk og skötu. Þorskur og ýsaeru dæmi um beinfiska en skata flokkast til brjóskfiska.Ýmsir beinfiskar eru mikilvægir nytjastofnar og hafaþví hlotið meiri athygli þegar kemur að rannsóknum áörverufræði þeirra og skemmdarferlum.Í þessum hluta er sýnt fram á og staðfest að Photobacteriumphosphoreum er sú bakteríutegund sem oftar en ekkinær yfirhöndinni við geymslu á þorski og ýsu viðmismunandi aðstæður. Með notkun ræktunaraðferðaog sameindalíffræðilegra greininga var framvinduörverusamfélaga við kæsingu á skötu lýst og sýnt framá viðveru áður ólýstra bakteríutegunda í umtalsverðumagni í þessu sérstæða umhverfi.Í verkefninu hefur því verið lagður til þekkingargrunnur31


á bakteríuvistkerfum við mismunandi aðstæðurí fiskvinnslum og sjávarafurðum sem mun nýtasttil frambúðar við rannsóknir og þróun á bættumvinnsluferlum og geymsluaðferðum á fiski.Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélarVerkefni: Stýring skurðarverkfæra í flökunarvél, R 018-09.þeirra í þessum nýja bæklingi.Stuttu eftir að <strong>AVS</strong> sjóðurinn tók til starfa árið 2003 vargefinn út sambærilegur bæklingur af Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins. Upplag hans var uppurið fyrir nokkru og þvívar brugðið á það ráð að ráðast í endurgerð bæklingsinssvo tryggt væri að bestu fáanlegar upplýsingar um réttameðhöndlun væru ávallt til staðar sem víðast.Umtalsverð þróun hefur orðið í hönnun á flökunarvélumá síðustu áratugum þar sem leitast hefur verið meðalannars við að bæta flakanýtingu, auðvelda þrif, gerastillingar nákvæmari, auka sjálfvirkni og gagnasöfnun.Markmið þessa <strong>AVS</strong> verkefnis var að auka flakanýtinguog gera kleift að vélflaka smærri fisk en áður hefur veriðunnt.Fyrirtækið Fiskvélar og tæki ehf. hefur verið leiðandi í þessariþróun hér á landi síðastliðinn áratug og hefur meðal annarsnáð góðum árangri í að breyta hinum þekktu Baader 189flökunarvélum með því að skipta út vélahlutum og bæta viðtölvustýringum á ýmsa hreyfanlega hluta vélarinnar. Vélinhefur skilað mjög góðri nýtingu og það hefur sýnt sig að meðhenni er hægt að flaka smærri fisk en áður hefur reynst unntmeð ásættanlegum árangri.Með það að markmiði að auka enn á flakanýtingu og gerakleift að vélflaka jafnvel enn smærri fisk en áður hefur veriðmögulegt var farið af stað í þróunarferli þar sem freista áttiþess að koma fyrir tölvustýringum á sköfuhnífa vélarinnar.Nokkuð algengt er að flökunarhnífar í flökunarvélum séutölvustýrðir, en ekki er vitað til þess að áður hafi verið reyntað setja slíkar stýringar á sköfuhnífa.Hönnun, smíði og prófunum á búnaðinum lauk á aprílsíðastliðnum og frá þeim tíma hefur hann verið í notkunhjá Hraðfrystihúsi Hellissands. Almennt virðist búnaðurinnskila því sem til er ætlast þar sem sköfuhnífarnir virðast fylgjaskurðarkúrfunni betur en eldri búnaður og að þeir nái lengrainn að beinum. Einnig lítur út fyrir að aukin hreyfanleikisköfuhnífanna dragi úr áreiti á fiskholdið.Mælingar á flakanýtingu benda til að búnaðurinn sé aðskila u.þ.b. 0,8% betri nýtingu við vinnslu á meðalstórumþorski og tilfinning þátttakenda er sú að með búnaðinumverði auðveldara að flaka mjög smáan fisk þ.e. undir 700grömmum.Ljóst er þó að eftir á að koma meiri reynsla á notkunbúnaðarins, auk þess sem þörf er fyrir að mæla flakanýtinguvið vinnslu á mismunandi tegundum og stærðarflokkum.Nýr glæsilegur bæklingur um meðhöndlun áfiskiVerkefni: Smábátar - hámörkun aflaverðmætis, R 011-09.Það fer ekki á milli mála að rétt meðhöndlun á fiski umborð í fiskiskipum skiptir öllu máli ef gera á sem mestverðmæti úr aflanum. Blóðgun, slæging, þvottur ogkæling eru lykilhugtökin og er gerð grein fyrir mikilvægiForsíðumynd á bæklingiLjósmynd: Magnús B. ÓskarssonÞað er nauðsynlegt að rifja reglulega upp hvað þarf tilsvo gæði afla rýrni ekki. Í bæklingnum er vitnað í gamlanmálshátt „af vondu leðri gjörast ei góðir skór“ það er ekkihægt að framleiða góða afurð úr lélegu hráefni. Það erfátt ömurlegra en að fá til vinnslu illa blóðgaðan eða illakældan afla sem er farinn að láta verulega á sjá, jafnveleftir tiltölulega stuttan tíma frá veiði. Ef farið er eftirþessum leiðbeiningum sem í bæklingnum er að finna þáer öruggt að til vinnslu berst fyrsta flokks hráefni.Bæklingnum verður dreift víða um land í samvinnu viðm.a. Landssamband smábátaeigenda, einnig er hægt aðóska eftir eintaki með að senda póst á matis@matis.is eðahringja í 422 5000.Bleikjan í stöðugri sóknVerkefni: Bein markaðssókn á bleikju 2007 - 2009, R 013-07.Frá árinu 2007 hefur <strong>AVS</strong> sjóðurinn styrkt nokkurverkefni til að efla markaðssetningu á bleikjuafurðumfrá Íslandi. Nokkuð ljóst er að þessi stuðningur hefurkomið bleikjuframleiðendum vel þar sem salan ábleikjunni hefur verið afar góð og haldist í hendur viðaukna framleiðslu.Árið 2005 var framleiðsla bleikju tæp eitt þúsund tonnog hefur framleiðslan verið í stöðugum vexti síðan þáog stefnir framleiðslan í 3.500 tonn á þessu ári, og geraframleiðendur ráð fyrir að framleiðslan verði jafnvel kominí 5-6.000 tonn að fimm árum liðnum. Það er því nokkuðljóst að ekki má slá slöku við í markaðsstarfinu næstu árin.Fyrirtækið Menja ehf hefur verið eitt þessara fyrirtækjasem hefur sinnt sölu- og markaðsmálum fyrir íslenska


leikjuframleiðendur mörg undanfarin ár og hefurárangur fyrirtækisins verið afar góður. Tala þeir um að árið2009 hafi verið eitt það besta frá upphafi og þrátt fyriraukið framboð þá hefur söluverð í erlendum myntumekkert lækkað, sem þýðir mikla hækkun á skilaverði tilframleiðenda vegna gengisbreytinga, en á móti kemur þóað aðföng til framleiðslunnar hafa hækkað umtalsvert.Niðurstaða markaðsverkefnis Menju var að það tókstað selja alla bleikjuna og halda sama eða hærra verðivörunnar. Nokkuð var um að bleikja færi inn á nýja markaðiog má þar helst nefna vesturströnd Bandaríkjanna. Einnighefur meginland Evrópu sótt í sig verðið. Sala á bleikjutil Skandinavíu jókst verulega og verður sá góði árangurekki síst rakinn til verulegrar vinnu sem lögð var í þannmarkað.Auglýsing í LeifsstöðMynd: VerkefnisstjóriÁrangur af þessu verkefni er augljós, því þegar því var ýttúr vör árið 2007 var mikið til af óseldum birgðum og fiskisem beið slátrunar, en nú er staðan sú að engar birgðireru eftir og öll aukningin seld. Í ljósi þessa þá eru ýmsirað huga að aukningu í framleiðslu, auk þess sem von erá nýjum framleiðendum, þannig að Menju bíða krefjandimarkaðsverkefni á næstu árum.Greinin býr nú við sterkari eftirspurn en nokkurn tíma áður.Þrátt fyrir aukna framleiðslu er nú svo komið að vöntun erá bleikju á markaðnum. Þetta skilar sér í sjálfbæru fiskeldisem aflar mikilvægra gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið.Um þessar mundir ríkir mikil bjartsýni í bleikjueldinu ogmargir að fara af stað í eldi. Gert er ráð fyrir að framleiðslamuni aukast umtalsvert á næstu misserum. Útlit er fyrirað markaðurinn muni geta tekið við þessu aukna magnien fara verður varlega og gæta að offramboði.Menja hefur markvisst tekið þátt í sýningum ogkynningum erlendis og útbúið fyrirtaks kynningarefni áheimasíðu sinni www.menja.isFramleiðsla á sjálfvirkum plötufrystum flutt tilÍslands frá ÍtalíuVerkefni: Framleiðsla á sjálfvirkum plötufrystums, R 005-09.Í sumar var lokið við að flytja framleiðslu ítalskafyrirtækisins SamiTech Srl. til Akraness, og er þar núhafin framleiðsla á sjálfvikum plötufrystum. Þessiframleiðsla skapar um 10-15 ný störf hjá Skaganum hf.<strong>AVS</strong> sjóðurinn hefur undanfarin ár auglýst eftirumsóknum í átaksverkefni þar sem áhersla er lögð áað flytja inn nýja þekkingu eða fyrirtæki til að skapa nýstörf tengd sjávarútvegi. Skaginn hf. fékk styrk til að flytjainn framleiðslu og tækniþekkingu frá Ítalíu til þess aðframleiða hér á landi sjálfvirka plötufrysta.SamiTech Srl. er fyrirtæki sem hefur um árabil framleittsjálfvirka plötufrysta sem notaðir hafa verið í margskonarmatvælavinnslu um heim allan. Hér á landi er fyrirtækið þóbest þekkt fyrir framleiðslu sína á frystum sem notaðir eruí öllum helstu uppsjávarvinnslum landsins. Það má meðsanni segja að frystarnir séu einstakir og markaðsráðandiá sínu sviði. Þess ber að geta að plötufrystar sem þessireru hvergi annarsstaðar framleiddir hér á landi og því másegja að um mjög verðmæta þekkingu sé að ræða.Verkefnið hefur leitt af sér umtalsverða vinnu hér á landi ogþá einna helst við undirbúning á flutningi verksmiðjunnar,yfirtöku á hönnun sem og við uppsetningu. Verksmiðjanhefur nú verið sett upp, tækjabúnaður verið prófaðurog verksmiðjan uppfyllir öll skilyrði fyrir framleiðslu. Aðauki má gera ráð fyrir 10-15 nýjum störfum í beinumtengslum við framleiðsluna sjálfa auk þess sem hún leiðiraf sér önnur störf í tengslum við vinnslukerfi í kringumsjálfvirku plötufrystana.Ásamt því að auka gjaldeyristekjur mun verkefniðvonandi nýtast íslenskum sjávarútvegi vel. Með flutningifyrirtækisins hingað til lands, hefur náðst að tengja samanalla vinnslukeðjuna og þar af leiðandi má segja að náðsthafi að gera allt vinnslukerfið, frá móttöku til pökkunar áunnum afurðum, íslenskt – þ.e.a.s. með íslenskum búnaðiaðlagaðan að íslenskum sjávarútvegi og þörfum hans.Plöntumjöl í stað fiskimjöls í fóðri bleikjuVerkefni: Plöntumjöl í stað fiskimjöls í fóðri bleikju, R 031-08.Sýnt hefur verið fram á að hægt er að ná góðumárangri í bleikjueldi með því að minnka hlut fiskimjölsí fóðri og nota þess í stað plöntumjöl. Þessi breytingá samsetningu fóðurs virðist ekki hafa áhrif á vöxtbleikjunnar eða gæði afurða.Á undanförnum árum hafa verið gerða tilraunir meðstuðningi <strong>AVS</strong> sjóðsins til að lækka fóðurkostnað íbleikjueldi. Með því að skipta út dýru fiskimjöli að hlutaog nota ódýrara próteinríkt plöntumjöl í staðinn þá málækka hráefniskostnað við gerð bleikjufóðurs um allt að25-30%. Þar sem fóðurkostnaður er ríflega helmingurkostnaðar við bleikjueldi þá getur framleiðslukostnaðurvið eldið lækkað um a.m.k. 15%.Að auki er sá ávinningur fenginn að með minni notkunfiskimjöls í fóðrinu þá verður bleikjueldið nettóframleiðandi af fiskipróteinum með umbreytingu áódýrari plöntupróteinum og stefnir því í átt að aukinnisjálfbærni. Plöntupróteinin voru fengin m.a. úr repjusem nú er hafin ræktun á hér á landi, sem gerir þessarniðurstöður mun áhugaverðari.33


Fagur fiskur - sjónvarpsþættir með meira áhorfen fréttirVerkefni: Fiskur í-mynd, R 066-09.Hugmyndin að þáttunum kviknaði hjá GunnþórunniEinarsdóttur matvælafræðingi hjá Matís og BrynhildiPálsdóttur vöruhönnuði. Þættirnir voru sýndir á RÚV ásunnudagskvöldum kl. 19:35, og hafa það að markmiðiað kynna fyrir áhorfendum alla þá ótrúlegu möguleikaí því frábæra hráefni sem finnst í hafinu í kringumlandið.Mastersverkefni Gunnþórunnar í matvælafræði viðHáskóla Íslands fjallaði um stöðu fiskneyslu hjá ungu fólkiá Íslandi. Niðurstöður verkefnisins sýndu að mikil þörfværi fyrir að efla bæði þekkingu fólks og neyslu þess ásjávarfangi.Mynd: Linda Desire LoeskowÚt frá þessu verkefni kviknaði sú hugmynd að gerasjónvarpsþætti þar sem sjávarfang landsins væri íaðalhlutverki. Þær Gunnþórunn og Brynhildur fenguSvein Kjartansson matreiðslumann, Áslaugu Snorradótturljósmyndara og Sagafilm í lið með sér til þess að látahugmyndina verða að veruleika. Hugmyndin varþróuð áfram og útfærð af Áslaugu, Sveini og HrafnhildiGunnarsdóttur leikstjóra hjá Sagafilm.Gerð þáttana var styrkt af <strong>AVS</strong> rannsóknarsjóði ísjávarútvegi. Hægt er að nálgast uppskriftir, fróðleikog horfa á þættina á heimasíðunni www.fagurfiskur.is,einnig er hægt að kíkja á Facebook síðu þáttanna.Bætt frjóvgun hrognaVerkefni: Bætt frjóvgun lúðuhrogna, R 045-09.Helsti flöskuháls í eldi sjávarfiska eru fyrstu þroskastiginog framboð á gæðahrognum, lirfum og seiðum.Hrognagæði fiska eru mjög breytileg og hafa helst veriðmetin af frjóvgunarhlutfalli og afkomu hrogna og lirfaen gæði ráðast hinsvegar af ýmsum ólíkum þáttum.Fyrir stjórnun og afkomu fyrirtækja er mjög mikilvægt aðgeta lagt mat á hrognagæði sem fyrst en markmið þessa<strong>AVS</strong> verkefnis var að skilgreina þætti sem nota mættitil ákvörðunar á gæðum hrogna strax við frjóvgun ogsem e.t.v. mætti stjórna. Jafnframt voru gerðar tilraunirmeð mismunandi aðferðir við frjóvgun í breytileguhlutfallslegu magni af sjó og þar sem efnum var bætt út íumhverfið við frjóvgun.Niðurstöður verkefnisins þykja vera mjög áhugaverðarþar sem ekki hefur áður verið framkvæmd jafn viðamikilrannsókn á tengslum bakteríuflóru og svo margra þáttasamtímis við gæðamat lúðuhrogna. Ekki reyndist mikillbreytileiki í þeim þáttum sem skoðaðir voru og bendirþað til þess að þeir mæliþættir sem skoðaðir voru hafiekki afgerandi áhrif á gæði hrogna einir sér.Niðurstöður verkefnisins styðja því fyrri niðurstöður umað gæði hrogna séu tengd samsetningu nauðsynlegrafitusýra auk þess sem vísbendingar eru um að samsetningheildarflóru baktería geti haft áhrif á hrognagæði en þaðopnar fyrir möguleika á mótvægisaðgerðum sem stuðlaðgætu að auknum hrognagæðum.Niðurstöður frjóvgunartilrauna gáfu vísbendingar umað nýjar aðferðir við frjóvgun hrogna geti aukið hlutfallfrjóvgunar um a.m.k. 10% en ætla má að aukning ífrjóvgunarhlutfalli hrogna leiði til að minnsta kostisömu aukningar í lifun hrogna (jafnvel meiri) og gefiþví möguleika á mikilli tekjuaukningu á ári hverju fyrirfiskeldisfyrirtæki í landinu (Fiskey hf.). Niðurstöður gefaeinnig tilefni til frekari rannsókna á áhrifum breyttrafrjóvgunaraðferða á afkomu og gæði lirfa.Nýr og betri frauðplastkassiVerkefni: Hermun kæliferla - varmafræðileg hermunvinnslu- og flutningaferla, R 037-08.Hannaður hefur verið nýr frauðplastkassi fyrir ferskflök, sem bætir gæði og lengir geymsluþol. Hönnunkassans byggir á rannsóknum Björns Margeirssonarhjá Matís í samvinnu við Promens Tempra ehf. Þessi nýikassi er þegar kominn í framleiðslu.Í nýútkominni skýrslu Matís er fjallað umgeymsluþolstilraun á forkældum ferskum þorskhnökkum.Tilraunin fór fram í mars <strong>2010</strong> sem liður íEvrópuverkefninu ChillOn (EU FP6-016333-2) og íslenskaverkefninu Hermun kæliferla, sem styrkt er af <strong>AVS</strong>rannsóknasjóði í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóði Rannísog Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.Markmið tilraunanna var m.a. að rannsaka hve veltvær tegundir frauðkassa verja þorskhnakkastykki fyrirdæmigerðu hitaálagi í flugflutningskeðju frá framleiðandaá norðanverðu Íslandi til kaupanda í Evrópu. Notast varvið hitamælingar, skynmat, efna- og örverumælingartil að bera frauðkassana saman og kanna mikilvægistaðsetningar flakabita innan kassa (horn og miðja).Nýi frauðkassinn, sem hannaður var með FLUENTvarmaflutningslíkani, reyndist betri en eldri kassinn


með tilliti til varmaeinangrunar. Hitaálagið á fyrsta degitilraunarinnar olli því að hæsti vöruhiti í hornum hækkaðií 5.4 °C í eldri gerðinni en einungis í 4.5 °C í þeirri nýju.Munur milli hæsta vöruhita í miðjum og hornum kassavar um 2 til 3 °C.Umbúðir voru hannaðar fyrir fiskinn, andafitu og birkisalt.Markaðssetning mun hefjast á Markaðstorgi Hornafjarðarþar sem vörurnar verða til sölu ásamt aðgengilegumupplýsingum fyrir ferðamenn. Fylgifiskar hafa nú þegarhafið sölu á birkisalti í verslun sinni í Reykjavík. Birkisaltiðvar notað við matreiðslu í matreiðsluþáttunum Fagur fiskursem sýndir hafa verið í sjónvarpinu við miklar vinsældiren gerð þáttana var einnig styrkt af <strong>AVS</strong> sjóðnum.Eldisþéttleiki og fóðrunartíðni hafa mikil áhrif ávöxt þorskseiðaVerkefni: Áhrif fóðrunartíðni og þéttleika á ung þorskseiði,R 072-09.Nýi frauðplastkassinnLjósmynd: VerkefnisstjóriMeð skynmati var sýnt fram á að geymsla í nýjafrauðkassanum leiddi til tveggja til þriggja daga lengraferskleikatímabils og eins til tveggja daga lengrageymsluþols m.v. geymslu í eldri frauðkassanum.Staðsetning innan kassa (horn og miðja) hafði ekkimarktæk áhrif á niðurstöður skynmats og var einungisum lítinn mun að ræða milli staðsetninga í mælingum áTVB-N og TMA.Promens Tempra ehf. (http://www.tempra.is) hefur þegarhafið framleiðslu á nýja frauðkassanum.Nýleg rannsókn sýnir að þéttleiki þorskseiða í eldi ogfóðurtíðni hefur mikil áhrif á vöxt seiðanna. Ef ekki erfylgst vel með þéttleika ungseiða og þau fóðruð nógutítt má búast við töluvert lakari vexti og meiri afföllumvegna sjálfsráns.Verkefnið “Áhrif fóðrunartíðni og þéttleika á ungþorskseiði” sem <strong>AVS</strong> sjóðurinn styrkti árið 2009, varframkvæmt í eldisaðstöðu Háskólans á Hólum í Verinuá Sauðárkróki í samstarfi Hólaskóla og Rannsókna- ogfræðaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum.Framkvæmd var ein tilraun þar sem könnuð voru áhrifmismunandi eldisþéttleika (2500 eða 5000 fiskar á m3)og fóðurdreifingar í tíma (fóðrun yfir 2 eða 16 klst. ásólarhring) á vöxt, stærðarbreytileika og tíðni sjálfráns(cannibalism) þorsks yfir 40 daga tímabil á fyrsta sumrieftir myndbreytingu úr lirfu í seiði.Fiskur fyrir ferðamennVerkefni: Sælkerafiskur fyrir ferðalanga, R 024-09.Matarsmiðja Matís á Höfn hefur enn á ný tekið þátt íað koma með nýjar vörur á markað, nú voru þróaðarnýjar afurðir úr bleikju og saltfiski fyrir nýstárlegaeldunaraðferð, sem hentar sérstaklega vel fyrirferðamenn sem eru með grillið í skottinu.Það hefur lengi verið í umræðunni að erfitt sé fyrirferðamenn að verða sér út um hentugt sjávarfang tileldunar á ferðalögum, auk þess sem fábreytt úrval er aðfinna á matsölustöðum. Með þessu <strong>AVS</strong> verkefni er gerðtilraun til þess að þróa nýjar afurðir sem gætu komið fiskiá borð ferðmanna.Afurðir verkefnisins eru nýjar vörur í formi sælkerameðlætisfyrir bleikju og saltfisk sem einnig má nota fyrir annaðsjávarfang. Einnig urðu til uppskriftir og leiðbeiningar umhvernig nota eigi vöruna á ferðalögum og annars staðar.Lagt er til að notaður verði grillplatti úr íslensku birki beintá grillið og geta nú ferðamenn á Suð-Austurlandi keyptsér bæði bleikju og saltfisk úr héraði ásamt jurtakryddaðriandafitu, birkisalti og birkiplatta til að nota á grillið.Smá þorskseiðiLjósmynd: VerkefnisstjóriÞessi rannsókn sýndi að eldisþéttleiki og fóðrunartíðnihafa mikil áhrif á vöxt þorskseiða. Í lok tilraunar voru seiðiað jafnaði 18.7% þyngri í lágum þéttleika (2.042 g) en íháum þéttleika (1.721 g) og 18.9% þyngri þar sem fóðrivar dreift í tíma (2.044 g) heldur en þegar sama fóðurmagnbarst í eldisker á stuttum tíma á hverjum degi (1.719g). Samanlögð áhrif þéttleika og fóðrunartíðni voru því35


umtalsverð; fiskar sem aldir voru við lágan þéttleika ogfóður sem var dreift í tíma, voru 40% þyngri í lok tilraunaren fiskar sem aldir voru við háan þéttleika og hnappdreiftfóður.Lifun þorskseiða á meðan á tilrauninni stóð var 88.2%en afföll vegna sjálfráns, þar sem stærri seiði éta þauminni sömu tegundar, voru að jafnaði mun meiri í háumþéttleika (4.9%) en í lágum þéttleika (1.5%).Þessi tilraun sýnir mikilvægi þess að ala ung þorskseiðivið kjörþéttleika og að fóðrun á þessu lífsstigi sé ekkieinungis bundin við stutt tímabil á hverjum degi. Efekki er fylgst vel með þéttleika ungseiða og þau fóðruðnógu títt, má búast við töluvert lakari vexti (allt að 40%)og meiri afföllum vegna sjálfráns. Saman geta þessirumhverfisþættir því haft umtalsverð áhrif á kostnað viðseiðaeldi og velferð eldisfiska.Nánari upplýsingar veitir Stefán Óli Steingrímsson hjáFiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum.mismunandi tíma ársins) í samanburði við hópa sem aldirvoru við stöðugt ljós. Aukinn vöxtur kom einkum til vegnaaukins fóðuráts og betri fóðurnýtni á tímabili þegar hópar(sem fengu stuttan dag) voru settir aftur á stöðugt ljós.Áhrif seltu á vöxt og fóðurnýtingu bleikju var könnuð.Bleikjuhópar voru aldir við þrjá seltuferla, stöðugt við 16eða 26 prómill og þriðji hópur var flutt af 16 prómill eftir2 mánuði á 26 prómill (16-26). Bleikja sem alin var viðlægri seltu hafði hærri vöxt sem einkum skýrist af meirafóðuráti og betri fóðurnýtingu.Fiskur sem alinn var við 16 prómill allan tímann var 12%þyngri en bleikja sem alin var við 26 prómill. Bleikjasem var alin við 16 prómill í 2 mánuði og síðar alin við26 prómill var 8% þyngri við lok tilraunar en hópur semalinn var stöðugt við 26 prómill. Ekki kom fram afgerandimunur á fóðurnýtingu eða kynþroskastigi á milli hópa.Betri vöxtur með lægra seltustigi skýrist einkum af auknufóðuráti með lækkandi seltu.Umhverfi í bleikjueldi skiptir mikluVerkefni: Skilgreining á kjöreldisaðstæðum á seiðastigi og ímatfiskeldi á bleikju, R 005-07.Umhverfisþættir sem rannsakaðir voru í <strong>AVS</strong> verkefninu„Skilgreining á kjöreldisaðstæðum í bleikjueldi“ höfðuumtalsverð áhrif á vöxt og viðgang bleikju í eldi. Hitastigvið seiðaeldi var rannsakað ásamt áhrif ljóss og seltu.Lokið er rannsókn þar sem unnið var með mikilvægaumhverfisþætti í bleikjueldi. Markmiðið var að skilgreinahvernig hægt væri að beita umhverfisþáttum til þess aðauka framleiðni. Bleikjueldi fer einkum fram í kerum álandi. Í strandeldi má hafa áhrif á þætti eins og eldishita,seltustig og ljóslotu á öllum stigum eldisins. Aðstæðureru þó misjafnar eins og eldisstöðvarnar eru margar.Unnið var með hvern þessara þátta fyrir sig, þ.e. eldishita,ljóslotu og seltustig.Þeir umhverfisþættir sem rannsakaðir voru höfðuumtalsverð áhrif á vöxt og viðgang bleikju. Hægt er að náfram umtalsverðri vaxtaraukningu með því að ala bleikjuvið háan hita (14-15 °C) á seiðastigi. Eftir 6 mánaða eldivar bleikja við 15 °C, 44 og 78% þyngri en bleikjur semaldar höfðu verið við 12 eða 9 °C. Hins vegar tókst ekki aðviðhalda þessum vaxtarávinningi af hærri hita á seiðastigiþegar fiskur var alinn áfram við lægri eldishita (12 eða7°C). Val á eldishita á seiðastigi þarf því samkvæmt þessuað taka mið af eldishita í áframeldi. Eldishiti á seiðastigiætti einnig að taka mið af áætlaðri sláturþyngd. Ef ala ábleikju í 1 kg eða meira virðist koma betur út að nota ekkihærri eldishita á seiðastigi en 9 – 12 °C.Við eldi á bleikju er einkum notast við stöðugt ljós (LD24:0)á seiðastigi. Kannaður var mögulegur ávinningur af því aðala seiði við vetrarljóslotu (LD8:16) í sex vikur en fyrir ogeftir meðhöndlun var notast við stöðugt ljós. Niðurstöðurbenda til þess að hægt sé að auka vöxt á bilinu 12-19%(settir voru upp þrír hópar sem fengu stuttan dag áEldisbleikjurLjósmynd: HólaskóliBleikjuframleiðendur geta nýtt þessar niðurstöður eftirþví sem aðstæður á hverjum stað leyfa til þess að stjórnaumhverfisþáttum á sem bestan hátt og auka afraksturúr eldinu. Í verkefninu er sýnt hvernig tiltölulega litlarbreytingar á umhverfisþáttum geta haft umtalsverðáhrif á vöxt og fóðurnýtingu og bætt framlegð við eldiá bleikju.Lífvirk efni úr brúnþörungumVerkefni: Rannsóknir á lífvirkni og lífvirkum karóten-efnumí sjávargróðri, R 009-08.Þróuð hefur verið aðferð til vinnslu á karóten-efninufucoxanthin úr brúnþörungum á vegum SagaMedicameð stuðningi <strong>AVS</strong>-sjóðsins.Brúnþörungar eru í miklum mæli við Ísland, og eru t.d.þúsundir tonna tekin og unnin af Þörungaverksmiðjunniá Reykhólum á ári hverju. Fucoxanthin er hluti afljóstillífunarkerfi brúnþörunga og ræður mestu umlit þeirra. Efnið hefur notið vaxandi athygli á síðustuárum vegna ýmis konar lífvirkni, bæði í tengslum við


krabbamein en einnig vegna þess að það er talið vænlegttil megrunar vegna áhrifa á fitubruna.Nokkrar fæðubótavörur hafa verið markaðssettar erlendisá grundvelli fucoxanthin-innihalds.Rannsóknir á hráefni gáfu til kynna að bóluþang ogsagþang innihéldu mest af efninu af brúnþörungum viðÍsland.Vinnsluaðferðin gerir kleift að hreinsa efnið verulega ánþess að nota lífræna leysa aðra en etanól. Stefnt er að þvíað nýta aðferðina til frekari vöruþróunar til framleiðslufæðubótarefna úr brúnþörungum.Rannsóknir á beitukóngiVerkefni: Sjálfbær nýting og aukin arðsemi veiða ogvinnslu beitukóngs í Breiðafirði, R 010-07.Beitukóngur (Buccinum undatum L.) er snigill sem lifir fráfjöru að 1200 m dýpi. Útbreiðsla beitukóngs er bundinvið norður Atlantshaf frá Spáni norður til Grænlandsog vestur og suður um til Main í Bandaríkjunum.Beitukóngur er meðal annars nýttur til manneldis oghér við land er beitukóngur veiddur í Breiðafirði.Vör sjávarrannsóknasetur við Breiðafjörð fékk styrk hjá <strong>AVS</strong>til að vinna rannsóknaverkefni sem hafði það markmið aðkanna kynþroskastærð, stærðardreifingu, mökunartímaog svipfar beitukónga á 10 svæðum í Breiðafirði. Einnig varstofnerfðafræði beitukónga í Breiðafirði könnuð og borinsaman við stofna beitukónga í Faxaflóa, Húnaflóa og viðFæreyjar.Meðalstærð veiddra beitukónga á sýnatökustöðvunum 10var 49 – 57 mm. Beitukóngar urðu kynþroska við 45 – 70 mmhæð skeljar og meðalaldur við kynþroska var á bilinu 4,7 –7,5 ár. Mánaðarlegur samanburður á hlutfallslegri þyngdeista miðað við þyngd beitukóngs bendir til þess að tímgunbeitukónga í Breiðafirði eigi sér stað á haustin og fram ámiðjan vetur, líkt og tíðkast í Evrópu. Svipfarsbreytileiki varmikill milli beitukónga frá stöðvunum 10, í flestum tilfellumvoru 4 - 6 útlitsbreytur beitukónga marktækt frábrugðnar ámilli svæða, af þeim sex útlitsbreytum sem voru prófaðar.Ennfremur var svipfar beitukónga marktækt ólíkt milliBreiðafjarðar og Færeyja en svipfar beitukónga frá Húnaflóaog Færeyjum var ekki marktækt frábrugðið á milli svæða.Raðgreining á stuttum röðum hvatberagenanna 16S rRNAog COI leiddi í ljós að 12 16S rRNA og 16 COI arfgerðir vorutil staðar á athugunarsvæðinu. Tíðni arfgerða var borinsaman á milli svæða sem og við svipfar þeirra, en ekki varsamræmi á milli breytileika í arfgerð og svipfari. Marktækurmunur á tíðni arfgerða var til staðar innan Íslands (Faxaflói,Breiðafjörður, Húnaflói) og milli Færeyja og Íslands en ekkiinnan Breiðafjarðar.Aukin þekking á líffræði beitukóngs í Breiðafirði ermikilvægt innlegg í umræðuna um sjálfbæra nýtingutegundarinnar.Nýrnaveiki í laxfiskumVerkefni: Nýrnaveiki í laxfiskum: greining sýkingar ogframvinda sjúkdóms, R 076-07.Nýrnaveiki í laxfiskum er afar erfið viðfangs og mikiðríður á að hafa góðar greiningaraðferðir, þar sembakterían er yfirleitt búin að búa um sig í langantíma og mikill hluti hópsins hefur smitast, þegarsjúkdómseinkenna verður fyrst vart.Eitt af markmiðum <strong>AVS</strong> verkefnisins, sem unnið var áTilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, varað prófa gildi kjarnsýrugreininga og bera saman við aðalgreiningaraðferðina, pELISA, sem nemur mótefnavakabakteríunnar.PCR próf sem þróað var í verkefninu, snPCR, varsambærilegt að næmi, en öruggara og ódýrara en nPCRpróf sem OIE mælir með. Þá var notkun FTA pappírs viðeinangrun kjarnsýra mjög til bóta þar sem hún er einfaldariog ódýrari en þær aðferðir sem mest eru notaðar. Einniger langtíma geymsla slíkra sýna auðveld.Niðurstöður snPCR og nPCR greininga á nýrnasýnumúr mikið sýktum laxahópi gáfu svo til sama næmi og94,4% samsvörun. Þau greindu færri, þó ekki marktæktfærri, jákvæð sýni í hópi með virka sýkingu, en pELISA.Flóknari og dýrari PCR próf, s.k. qPCR og RT-qPCR vorusíðri greiningartæki og gáfu ekki jákvæðar niðurstöðurí hópi með virka sýkingu fyrr en pELISA gildi var orðiðmjög hátt.Hrognavökvi og tálknasýni voru prófuð jafnframtnýrnasýnum og reyndust ekki vera heppileg sýni, hvorkifyrir sjúkdómsgreiningu né kembileit.Niðurstöður úr villtum fiski sýna að birtingarmyndsmitsins er mjög ólík því sem gerist í eldishópi með virkasýkingu. Smit í urriða og bleikju, sem ekki ganga til sjávar,virðist vera uppspretta smits í vatnakerfum.Grandskoðun þess gulaVerkefni: Grandskoðum þann gula frá miðum í maga -rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla,R 077-07.Ýmsum áhugaverðum spurningum er svarað varðandiástand þorsks og vinnslueiginleika. Nýlokið er verkefniþar sem skoðað var meðal annars holdafar eftir árstíma,áhrif holdafars á flakanýtingu og hvort ástand lifrar gætigefið vísbendingu um holdafar og vinnslunýtingu.<strong>AVS</strong> verkefninu Grandskoðum þann gula frá miðum ímaga - rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmætiþorskafla er nýlokið. Markmið verkefnisins var að safnaítarlegri upplýsingum en áður hefur verið gert umefnasamsetningu, vinnslueiginleika og verðmæti þorsksí virðiskeðjunni með nákvæman rekjanleika að leiðarljósi.Endapunktur rannsóknarinnar voru frosin þorskflökog því nær rannsóknin ekki yfir þá hlekki sem snúa að37


flutningi, smásölu o.s.frv. Eitt af markmiðunum var aðauka þekkingu á tengslum milli fituinnihalds lifrar oglifrarstuðuls annars vegar og holdafarsstuðuls hins vegar.Þannig væri hægt að afla mikilvægra upplýsinga umástand þorsks umhverfis Ísland.Ástand fiska er metið á tvo vegu. Annars vegar er reiknaðurholdafarsstuðull (hlutfall þyngdar af lengd í þriðja veldi)og hins vegar lifrarstuðull (hlutfall lifrar af þyngd fisksins).Ef fiskur er í góðum holdum er það vísbending um að nógsé af fæðu og ástand hans gott. Þegar fiskur hefur nægafæðu þá byggir hann einnig upp forðabúr í lifrinni; þvístærri lifur, því betra er ástand fisksins. En raunverulegtástand fisks er eingöngu gott ef hlutfall fitu í lifur er hátt.hafa matið til hliðsjónar þegar ástand þorsks er skoðað.Niðurstöður fyrir vinnslueiginleikana sýndu að fituinnihaldlifrar, þyngd fisksins eða holdastuðullinn gefa ekki neinarafgerandi vísbendingar um flakanýtingu. Í framtíðinniþyrfti að rannsaka betur sambandið milli hlutfalls fitu ílifrum og lifrarstuðulsins og athuga hvort og þá hvernigýmsir þættir, s.s. hitastig, hafa áhrif á sambandið.Haldgóð vitneskja er til um vinnslueiginleika þorsks m.t.t.árstíma, veiðislóðar, meðhöndlunar og annarra aðstæðnavið veiðar. Hins vegar eru tengsl kyns, kynþroska,fæðuástands og aldurs fisks við vinnslueiginleika ekki einsvel þekkt og því var lögð áhersla á að rannsaka mikilvægiþessara breyta á vinnslueiginleika þorsks í þessu <strong>AVS</strong>verkefni.Niðurstöðurnar sýna að kyn og aldur hafa ekkitölfræðilega marktæk áhrif á flakanýtingu og los. Hinsvegar virtist kynþroski hafa nokkur áhrif á flakanýtingunaþ.s. ókynþroska fiskur er með nokkru betri nýtingu enkynþroska fiskur. Sömuleiðis var munur á losi í flakimilli einstakra veiðiferða og sá munur gæti orsakast aðeinhverju leyti af kynþroskastigi.Rétt er þó að benda á að talsvert ójafnvægi var ígagnasafninu varðandi dreifingu kynþroska í einstakaveiðiferðum og tiltölulega fá sýni voru af kynþroska fiskisamanborið við ókynþroska fisk. Því er nauðsynlegt aðgera ítarlegri rannsókn á kynþroska til að komast aðafgerandi niðurstöðu um tengsl hans við flakanýtingu oglos.Þorskar í kariLjósmynd: Ragnar Th.Hingað til hafa lifrar verið vigtaðar í stofnmælingaleiðöngrumHafrannsóknastofnunarinnar og ástandfiska metið út frá holdafars- og lifrarstuðli. Hins vegarvar ekki vitað hve gott þetta mat var á raunveruleguástandi fisksins þar sem hlutfall fitu í lifur var ekki þekkt íþorski við Ísland. Niðurstöður <strong>AVS</strong> verkefnisins sýndu aðjákvætt samband var milli lifrarstuðuls og fituinnihaldslifrar. Sambandið var þó ekki línulegt heldur hækkaðifituinnihaldið hratt við lágan lifrarstuðul en minna eftirþví sem lifrarstuðullinn hækkaði. Sömuleiðis hækkaðifituinnihald lifrar með lengd og aldri bæði hjá hængumog hrygnum. Hins vegar var ekki samband milli holdafarsfisks og fituinnihalds lifrar.Holdafarsstuðullinn gefur því eingöngu upplýsingarum holdafar fisksins, en ekki hvort hann hafi safnaðforðanæringu í lifur. Niðurstöður þessa verkefnis bendatil þess að lifrarstuðullinn gefi ágætar vísbendingar umástand þorsks. Með niðurstöðum verkefnisins væri hægtað meta fituinnihald í lifrum sem hafa verið vigtaðar ístofnmælingaleiðöngrum Hafrannsóknastofnunarinnar.Þó að það gefi ekki nákvæmar fitumælingar þá er hægt aðNiðurstöður varðandi efnasamsetninguna sýndu aðekkert tölfræðilega marktækt samband var milli styrksjárns, selens, blýs, eða lífrænna efna (PCB7) og kyns,aldurs eða kynþroska. Tölfræðilega marktækt sambandvar hins vegar milli styrks kvikasilfurs í þorskflökum ogaldurs/lengdar. Þekkt er að kvikasilfur safnast fyrir í holdifiska með aldri og niðurstöður þessarar rannsóknar eruþví í samræmi við og byggja undir fyrri niðurstöður áþessu sviði.Í verkefninu hefur farið fram mjög víðtæk gagnasöfnun,þar sem margir aðilar hafa komið að sýnatökum ogmælingum á hinum ýmsu stigum í vinnslu þorsksins, aukaldursgreiningar og efnamælinga bæði á flökum og lifur.Verkefnið hefur komið á samstarfi umsýnatökur og samnýtingu gagna milli Fiskistofu,Hafrannsóknastofnunarinnar, Matís og fiskvinnslufyrirtækjannaHB Granda og Guðmundar Runólfssonar.Þessi samvinna hefur gert okkur kleift að safna ítarlegri ogbetri gögnum og þannig leitt til verulegra samlegðaráhrifaog betri nýtingu rannsóknarfjármagns. Þegar er ljóst aðverkefnið mun leiða af sér frekara samstarf í framtíðinni.


Geymsluþol reyktra síldarflakaVerkefni: Geymsluþol reyktra síldarflaka, S 026-09.Notkun rotvarnarefna hefur veruleg áhrif á lengdgeymsluþols reyktra síldarflaka og í þessu <strong>AVS</strong> verkefnikom í ljós að sorbat meðhöndlun síldarflaka veitti besturotvörnina gegn örveruvexti.Lokið er verkefni um athugun á geymsluþoli reyktrasíldarflaka, með og án rotvarnarefna sem pökkuð voruog geymd í lofttæmdum umbúðum. Verkefnið var unniðaf Matís í samvinnu við Egilssíld á Siglufirði.Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að síldarflök ánrotvarnarefna sýndu fyrstu skemmdareinkenni eftir 10vikna geymslu við 7°C og eftir 12 vikur í síldarflökum semrotvarin voru með bensóati. Skemmdareinkenni fundustþó ekki í síldarflökum sem rotvarin voru með sorbatieftir 22 vikna geymslutíma en varð þó vart eftir 40 viknageymslu við 7°C.En aftur á móti eru flugflutningar frá landinu mun tíðariog geta þarf af leiðandi þjónað viðskiptavinum beturhvað varðar afhendingar en skipaflutningur.Í <strong>AVS</strong> verkefninu „Hermun kæliferla“ hafa veriðframkvæmdar margar áhugaverðar tilraunir þar semkortlagðir hafa verið hitaferlar mismunandi flutninga. Íeinni tilrauninni var tekið mið af fyrirliggjandi niðurstöðumhitakortlagningar kælikeðja þegar hitaferlar fyrir flug- ogsjóflutning voru hannaðir fyrir tilraunirnar. Hitastýrðirkæliklefar Matís komu að góðum notum eins og svooft áður. Eftir flutning frá framleiðanda á norðanverðuÍslandi til Matís í Reykjavík varð flugfiskurinn fyrir tveimurtiltölulega vægum hitasveiflum (um 9 °C í 9 klst. og um 13°C í 4 klst. nokkrum klst. síðar) og við tók nokkurra dagageymsla við 1 °C.Gámafiskurinn var aftur á móti geymdur við -1 °C, sem erraunhæfur möguleiki við gámaflutninga með skipum, frákomu til Matís í Reykjavík. Vert er að geta þess að hitaálag íflugflutningi getur orðið umtalsvert meira en fyrrgreindurflughitaferill segir til um skv. mælingum Matís.Notast var við hitamælingar, skynmat, efna- ogörverumælingar til að bera flutningsmátana tvo saman.Hermun flug- og sjóflutnings (hitasveiflur og stöðugurhiti) leiddi í ljós að fyrir vel forkælda þorskhnakka mávænta um fjögurra daga lengra ferskleikatímabils ogum fimm daga lengra geymsluþols í vel hitastýrðumsjóflutningi miðað við dæmigerðan flugflutningsferil.Reykt síldarflökLjósmynd: Páll Gunnar PálssonHlutfallslega langt geymsluþol reyktra síldarflaka ílofttæmdum umbúðum stafar af mörgum þáttum einsog saltinnihaldi, reykingu, lofttæmingu og hitastigi viðkæligeymslu. Í rannsókninni veitti sorbat meðhöndlunsíldarflaka bestu rotvörn gegn örveruvexti og einnigreyndust sorbat meðhöndluð síldarflök koma bestút í óformlegu skynmati. Hvort það stafi af hindrunsorbats á örveruvöxt eða að það dragi úr hraða efnaogeðlisfræðilegra niðurbrotsþátta í samanburði viðsíldarflök með bensóati eða án rotvarnarefna þarfnastfrekari skoðunar.Með skipum í stað flugvélaVerkefni: Hermun kæliferla - varmafræðileg hermunvinnslu- og flutningaferla, R 037-08Með tilraunum hefur verið sýnt fram á að hægt er aðlengja geymsluþol ferskra þorskhnakka um allt 4-5daga ef rétt er staðið að kælingu við framleiðslu ogflutning vörunnar á markað.Flutningur með flugi er dýr flutningsmáti auk þess semsótspor þess háttar flutninga er mun stærra en með skipi.Þar sem sjóflutningur frá Íslandi tekur oft um fjórum tilfimm dögum lengri tíma en flugflutningur (háð m.a.vikudegi og staðsetningu vinnslunnar) sýnir þetta aðsjóflutningur er raunhæfur möguleiki fyrir íslenskaferskfiskframleiðendur. Þetta byggir þó á því að hitastýringí gámum sé eins og best verður á kosið. Samanburður áhitastýringu í mismunandi gámategundum er einmitteitt af viðfangsefnum verkefnisins „Hermun kæliferla“.Verðmætar afurðir að verða til úr slógiVerkefni: Slógvinnsla nýjar afurðir, R 102-10Slóg getur verið til margra hluta nytsamlegt, eneinhvern veginn hefur það samt verið svo að það hefurfrekar verið til vandræða og valdið töluverðum kostnaðivið förgun. En nú hyllir undir að samstarfsaðilar í <strong>AVS</strong>verkefninu „Slógvinnsla, nýjar aðferðir“ nái að finnanýjar leiðir til að búa til verðmætar afurðir.Í verkefninu er verið að vinna með slóg þannig að úr verðit.d. áburður fyrir plöntur og lýsi fyrir fiskeldi og gæludýr.Vinnsla á slógi í þessum tilgangi er að hefjast hjá MarBiotech í Sandgerði auk þess sem AtvinnuþróunarfélagSuðurlands er að vinna með nokkrum fyrirtækjum íÞorlákshöfn að þróun áburðar.Slóginu er safnað saman víðsvegar að af landinu og keyrt39


til Sandgerðis. Helsta vandamálið við söfnunina er hversumisjafnt slógið er að gæðum þegar þar berst vinnslunni.Fram til þessa hefur verið litið á slóg sem úrgang semhefur verið urðaður en ekki hráefni sem hægt er aðnýta. Mikilvægt er að finna leiðir til að viðhalda gæðumslógsins svo vinna megi úr því verðmætar afurðir. Nú eruum 14.000 tonn af slógi á ári urðuð eða þeim fargað áannan hátt og því fylgir mikill kostnaður.Markmið verkefnisins er m.a. að þróa aðferðir til aðvinna prótein- og fiskolíuafurðir úr slógi. Einnig aðvinna plöntuáburð fyrir garðyrkjumenn og áhugasamaræktendur. Áburðurinn sem um ræðir er fljótandi þykknisem er þynnt út fyrir notkun. Hugmyndin er að brjótaslógið niður með ensímum, bæði aðkeyptum og ekkisíður úr stofnasafni Matís sem geymir ýmis áhugaverðíslensk ensím. Ef tilraunir sýna að íslensku ensímin reynastvel yrði hluti af verkefninu að framleiða þau.Það hefur lengi verið áhugamál margra að nýta slógiðog draga þannig úr mengum af völdum þess. Slógið erfullt af efnum sem vel má nota til að framleiða verðmætarvörur og löngu kominn tími til að kanna möguleikann áþví.Sjá má nýjar fréttir á heimasíðu <strong>AVS</strong> sjóðsinswww.avs.isVerkefnið byggir einnig á því að framleiða lífrænanáburð úr slóginu sem köfnunarefnisgjafa í jarðrækt.Áburðurinn verður í formi þykknis sem búið er að meltameð mysu og maurasýru. Síðastliðið vor var gerð tilrauná vegum Landgræðslunnar, þar sem Matís var einnaf þátttakendum. Áhrif mismunandi tegunda lífrænsáburðar á gróður voru borin saman. Fyrstu niðurstöðursýndu að slógið er ágætisköfnunarefnisgjafi, miðað viðt.d. hrossaskít (sjá myndir).Til vinstri var notaður hrossaskítur en til hægri var notaðslóg til áburðarLjósmynd: VerkfnisstjóriÍ grófum dráttum er framleiðsluferlið þannig að slógiðfer í það sem er kallað meltuferli þar sem ensímumsem brjóta niður prótein er bætt út í það. Síðan er fitanaðskilin frá próteinmassanum. Fitan sem fæst með þessuer vel nothæf í ýmis konar lýsisafurðir, til dæmis fóðurlýsifyrir fiskeldi eða omega 3 lýsi fyrir gæludýr sem selst ásvipuðu verði og lýsi til manneldis. Próteinhlutinn yrðiaftur á móti unninn áfram og framleiddur úr honummjög næringarríkt áburðarþykkni. Í Bandaríkjunum erufyrirtæki sem framleiða svipaðan áburð og hann er tildæmis mikið notaður af bændum í lífrænni berjarækt ogsem áburður á golfvelli.


Skýrslur og greinarAllt efni í þessum kafla má finna áheimasíðu <strong>AVS</strong>: www.avs.isBætt meðferð afla 2003Mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski. Bæklingur gefinnút af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.Náttúrleg örverudrepandi efni úr fiskum ( R 009-03)Gudmundur Bergsson, Birgitta Agerberth, Hans Jörnvalland Gudmundur Hrafn Gudmundsson, 2005: Isolationand identification of antimicrobial components from theepidermal mucus of Atlantic cod (Gadus morhua) FEBSJournal 272 (2005) 4960–4969Vannýtt prótein í frárennslisvatni frá fiskvinnslum (R 014-03)Þóra Valsdóttir, Katrín Ásta Stefánsdóttir, Sigurjón Arason.2005. Prótein í frárennslisvatni. Forathugun á magni ogeiginleikum, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla24-05.Aukið öryggi í síldarvinnslu m.t.t. Listeria mengunar(R 016-03)Sigrún Guðmundsdóttir, Birna Guðbjörnsdóttir. 2006.Listería í síldarvinnslu. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins,Skýrsla 13-06.ogBirna Guðbjörnsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir.2006. LEIÐBEININGAR: Leiðir til að fyrirbyggjaListeria monocytogenes mengun í matvælavinnslu.Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla 15-06.Aukið verðmæti saltfiskvinnslu (R 017-03)Emilía Martinsdóttir, Hannes Magnússon, Hélène L.Lauzon, Ása Þorkelsdóttir, Birna Guðbjörnsdóttir, KolbrúnSveinsdóttir. 2004. Aukið verðmæti saltfiskvinnslu.Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla 12-04ogHannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Hélène L.Lauzon, Ása Þorkelsdóttir, Emilía Martinsdóttir, 2006.Keeping Quality of Desalted Cod Fillets in Consumer Packs.Journal of Food Science ,Vol. 71, Nr. 2, 2006.Spálíkan fyrir þorskvinnslu (R 020-03)Sveinn Margeirsson, Guðmundur R. Jonsson, SigurjonArason, Gudjon Thorkelsson. 2006. Influencing factorson yield, gaping, bruises and nematodes in cod (Gadusmorhua) fillets. Journal of Food Engineering (2006).Loðnulýsi til manneldis (R 023-03)Margrét Bragadóttir, Ása Þorkelsdóttir, Irek Klonowski,Helga Gunnlaugsdóttir. 2005. The potential of usingcapelin oil for human consumption. Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins, Skýrsla 12-05.Lífvirkni í íslensku sjávarafangi (R 024-03)Helga Gunnlaugsdóttir, Margrét Geirsdóttir, ArnheiðurEyþórsdóttir, Hjörleifur Einarsson, Guðjón Þorkelsson.2005. Lífvirkni í íslensku sjávarfangi, samantekt.Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla 05-05.ogHelga Gunnlaugsdóttir, Guðjón Þorkelsson. 2005. Lífvirknií íslensku sjávarafangi, yfirlitsskýrsla. Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins, Skýrsla 06-05Framleiðsla á formuðum fiskbitum og gelblokk úrafskurði og marningi (R 027-03)Þóra Valsdóttir, Þorvaldur Þóroddsson, Jón ÞórÞorgeirsson, Kristín A. Þórarinsdóttir. 2005. Framleiðsla áformuðum fiskbitum og gelblokk úr afskurði og marningi.Framleiðsluferli, vörur og markaðir. Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins, Skýrsla 19-05.ogÞóra Valsdóttir, Þorvaldur Þóroddsson, Guðjón Þorkelsson,Sigurjón Arason, Kristín A. Þórarinsdóttir. 2005.Framleiðsla á formuðum fiskbitum og gelblokk úr afskurðiog marningi. Notkun fisklíms í formaða fiskbita framleiddaá verksmiðjulínu. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-ins,Skýrsla 20-05.ogÞóra Valsdóttir, Kristín A. Þórarinsdóttir. 2005. Framleiðsla áformuðum fiskbitum og gelblokk úr afskurði og marningi.Fortilraunir með notkun fisklíms. Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins, Skýrsla 21-05.Upptaka ólífrænna snefilefna í lífverur við NV-land(R 030-03)Helga Gunnlaugsdóttir, Guðjón Atli Auðunsson,Guðmundur Víðir Helgason, Rósa Jónsdóttir, IngibjörgJónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Sasan Rabieh. 2007.Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land. Matís ohf, Skýrsla44-07.Framleiðsla á íslenskum sæbjúgum (R 038-03)Kári P. Ólafsson. 2007. Vöruþróun og vinnsla á íslenskumsæbjúgum. Reykofninn ehf.Möguleikar á vinnslu lífefna úr sjávarlífverum á Íslandi(S 013-3)Arnheiður Eyþórsdóttir, Hjörleifur Einarsson. 2005. Lífvirkefni í íslenskum sjávarlífverum. Forsendur og möguleikará nýtingu. Háskólinn á Akureyri, 2005.Hönnunarforsendur og álag á sjókvíar við suðurströndÍslands (F 017-03)Geir Ágústsson. 2004. Design consideration and loads onopen ocean fish cages south of Iceland. Háskóli Íslands,mastersritgerð, júní 2004.41


Ódýrir próteingjafar sem valkostur við hágæða fiskimjölí þorskfóður (F 031-03)Þorvaldur Þóroddsson, Jón Árnason, RannveigBjörnsdóttir. 2004. Ódýrir próteingjafar sem valkosturvið hágæða fiskimjöl í þorskfóður. Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins, Skýrsla 15-04.Kynbætur og seiðaeldi fyrir þorskeldi (R 003-04)Theódór Kristjánsson, Jónas Jónasson. 2006.Kynbótaverkefni IceCod ehf fyrir þorskeldi, niðurstöðurfyrstu þriggja ára. Stofnfiskur hf.Einangrun kuldakærs ensíms og þróun á bóluefni gegnroðsárum af völdum bakteríunnar Moritella viscosa(R 006-04)B Björnsdóttir, S Guðmundsdóttir, S H Bambir, BMagnadóttir and B K Guðmundsdóttir. 2004. Experimentalinfection of turbot, Scophthalmus maximus (L.), byMoritella viscosa, vaccination effort and vaccine-inducedside-effects. Journal of Fish Diseases 2004, 27, 645–655.ogB Björnsdóttir, S Guðmundsdóttir, S H Bambir and B KGuðmundsdóttir. 2005. Experimental infection of turbot,Scophthalmus maximus (L.), by Aeromonas salmonicidasubsp. achromogenes and evaluation of cross protectioninduced by a furunculosis vaccine. Journal of Fish Diseases2005, 28, 181–188.ogB. Björnsdóttir, MD. Fast, SA. Sperker, LL. Brown, BK.Guðmundsdóttir. 2009. Effects of Moritella viscosaantigens on pro-inflammatory gene expression in anAtlantic salmon (Salmo salar Linnaeus) cell line (SHK-1).Fish&Shellfish Immunology 26, 858-863.ogBryndís Björnsdóttir, Ólafur H. Friðjónsson, SteinunnMagnúsdóttir, Valgerður Andrésdóttir, Guðmundur Ó.Hreggviðsson and Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir. 2008.Characterisation of an extracellular vibriolysin of the fishpathogen Moritella viscosa. Veterinary Microbiology,2008, 136, 326-334.Greining á sýkingarhæfni Listeria monocytogenesstofna sem hafa einangrast úr sjávarafurðum ogvinnslurásum þeirra (R 011-04)Sigrún Guðmundsdóttir, Sylvie M. Roche, Karl G. Kristinsson,Már Kristjánsson. Virulence of Listeria monocytogenesIsolates from Humans and Smoked Salmon, PeeledShrimp, and Their Processing Environments. Journal ofFood Protection, Vol. 69, No. 9, 2006, Pages 2157–2160Áframhaldandi þróun og markaðssetning íslenskrasæbjúgna (R 015-04)Kári P. Ólafsson. 2007. Áframhaldandi þróun ogmarkaðssetning íslenskra sæbjúgna. Reykofninn ehf.Þorskeldi á Vestfjörðum, sjúkdómarannsóknir (R 016-04)Á. Kristmundsson, M. Eydal, S. Helgason. Progress ofco-infections of Trichodina cooperi and T. murmanicaparasitising farmed Atlantic cod (Gadus morhua) juvenilesin Iceland. Inter-Research Diseases of Aquatic Organisms(DAO) 2006 p213-223.ogSigurður Helgason, Árni Kristmundsson, MatthíasEydal, Slavko H. Bambir. 2008. Þorskeldi á Vestfjörðum- Sjúkdómarannsóknir.Tilraunastöð Háskóla Íslands ímeinafræði að Keldum. Skýrsla fyrir <strong>AVS</strong>Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka (R 017-04)Emilía Martinsdóttir, Birna Guðbjörnsdóttir, Hélène L.Lauzon, Guðrún Ólafsdóttir, Þorvaldur Þóroddsson,Soffía V. Tryggvadóttir, Guðmundur Örn Arnarsson. 2004.Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka. Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins, Skýrsla 03-04.ogEmilía Martinsdóttir, Hélène L. Lauzon, Soffía V.Tryggvadóttir. 2005. Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka –MAP-pökkuð og þídd. Rannsóknastofnun fiskiðanaðarins,Skýrsla 10-05Öryggisvörur framtíðar - áhættulíkan frá hafi til maga( R 018-04)Eva Yngvadóttir, ritstjóri. 2004. Leiðir til að auka öryggiútflutningstekna sjávarafurða. Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins, Skýrsla 4-04.PAH- efni í reyktum sjávarafurðum (R 021-04)Helga Halldórsdóttir, Guðjón Atli Auðunsson, 2004. PAHefni í reyktum sjávarafurðum. Mælt með HPLC – UVF.Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla 13-04.Kítósan í meltingarvegi; hámörkun áhrifa kítósansog öflun gagna fyrir kynninar og markaðssetningu áfæðubótarmarkaði ( R 027-04)Þrándur Helgason. 2006. Influence of MolecularCharacter of Chitosan on Fat Binding, Lipase Activity andBioavailability of Oil Emulsion, in vitro Digestion Model.Mastersritgerð, Háskóli ÍslandsogT. Helgason, J. Weiss, D.J. McClements, J. Gislason, J.M.Einarsson, F.R. Thormodsson, K. Kristbergsson. 2008.Examination of the Interaction of Chitosan and Oilin-WaterEmulsions Under Conditions Simulating theDigestive System Using Confocal Microscopy. Journalof Aquatic Food Product Technology, Volume 17, Issue 3July 2008 , pages 216 - 233.Verkunarspá - Tengsl hráefnisgæða við vinnslu- ogverkunarnýtingu þorskafurða (R 030-04)Margeirsson, S., Jónsson, G.R., Arason, S. Thorkelsson,G. 2007. Processing forecast of cod - Influencing factorson yield, gaping, bruises and nematodes in cod (Gadusmorhua) fillets. Journal of Food Engineering 80 (2007).503-508.ogSveinn Margeirsson, Allan A. Nielsen, Gudmundur R.Jonsson, Sigurjon Arason. 2006. Effect of catch location,season and quality on value of Icelandic cod (Gadusmorhua) products. In Seafood research from fish to dish- Quality, safety & processing of wild and farmed fish.Edited by J.B. Luten, C. Jacobsen, K. Bekaert, A. Sæbø, J.


Oehlenschläger. Wageningen Academic Publishers, TheNetherlands. p. 265-274.ogSveinn Margeirsson, Páll Jensson, Guðmundur R. Jónssonog Sigurjón Arason. 2006. Hringormar í þorski – útbreiðslaog árstíðasveiflur. Árbók Verkfræðingafélags Íslands2006.Próteinþörf þorsks (R 039-04)Rannveig Björnsdóttir, Helgi Thorarensen, Jón Árnason,Soffía Vala Tryggvadóttir. 2006. Protein requirements offarmed cod. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla31-06.Ódýrt fóður fyrir þorsk (R 040-04)Jón Árnason, Rannveig Björnsdóttir, Helgi Thorarensen,Ingólfut Arnarsson. 2008. Fituþol Þorsks. Matís ohf.,Skýrsla 18-08Forvarnir í fiskeldi (R 041-04)Hélène L. Lauzon, Rannveig Björnsdóttir, ritstjórar. 2006.Forvarnir í fiskeldi. Hluti A: Forvarnir í þorskeldi. Hluti B:Flokkun örvera og probiotika tilraunir. Rannsóknastofnunfiskiðanaðrins, Skýrsla 01-06.ogRannveig Björnsdóttir, Heiðdís Smáradóttir, Jónína ÞJóhannsdóttir, Ágústa Guðmundsdóttir, HólmfríðurSveinsdóttir (PhD nemi), H. Rut Jónsdóttir (MS verkefni),Særún Ósk Sigvaldadóttir (BS verkefni), Viktor MarBonilla, Eyjólfur Reynisson, María Pétursdóttir. 2006.Forvarnir í fiskeldi B-hluti: Flokkun örvera, tilraunir meðnotkun bætibaktería og próteinmengjarannsóknir.Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla 18-06.ogH.L.Lauzon, S.Gudmundsdottir, M.H.Pedersen, B.B.Buddeand B.K.Gudmundsdottir. 2008. Isolation of putativeprobionts from cod rearing environment. VeterinaryMicrobiology, Volume 132, Issues 3-4, 10 December 2008,Pages 328-339Kolmunni í verðmætar afurðir (R 043-04)Ragnar Jóhannsson, Heimir Tryggvason, SigurjónArason. 2006. Kolmunni í verðmætar sjávarafurðir.Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla 25-06.Eldi á villtum Þorskseiðum og eldisseiðum á Nauteyrivið Ísafjarðardjúp (R 050-04)Theodór Kristjánsson, Þórarinn Ólafsson, Kristján G.Jóakimsson og Hjalti karlsson. 2006. Samanburðar áeldi villtra þorskseiða og eldisseiða í landeldi á Nauteyrivið Ísafjarðadjúp og áframeldi í kvíum á Seyðisfirði viðÍsafjarðardjúp. <strong>AVS</strong> skýrsla.Frumathugun á útbreiðslu og þéttleika sandskeljar(Mya arenaria) við suðvestur- og vesturströnd Íslands(S 007-04)Magnús Freyr Ólafsson, Guðrún G. Þórarinsdóttir, Frumathugun áútbreiðslu og þéttleika sandskeljar (Mya arenaria) við suðvesturogvesturströnd Íslands, Nóvember 2004. (<strong>AVS</strong> skýrsla)Skelfiskur við Suðurland - veiðar og vinnsla (S 008-04)Páll Marvin Jónsson. 2009. Kúfskel (Arctica islandica) viðsuðurströnd Íslands. <strong>AVS</strong> skýrsla.Greining á hitadreifingu í frystiklefum (S 020-04)Hlynur Þór Björnsson, Sigurjón Arason, Páll Jensson.Geymslu- og flutninga-stýring lausfrystra sjávarafurða.Almenn grein, maí 2005.Mælingar á lífvirkum efnum í íslensku sjávarfangi –uppsetning mæliaðferða (S 024-04)Margrét Geirsdóttir, Katrín Ásta Stefánsdóttir, 2005.Mælingar á lífvirkum efnum í íslensku sjávarfangi-uppsetning mæliaðferða. Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins, Skýrsla 23-05.Fiskskilja í flotvörpu (S 026-04)Haraldur Arnar Einarsson, 2006. Fiskskilja í flotvörpu.Hafrannsóknastofnun 2006.Aukið verðmæti í saltfiskvinnslu II ( R004-05)Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, ÁsaÞorkelsdóttir, Emilía Martinsdóttir. 2006. Þídd, útvötnuðþorskflök í neytendapakkningum. Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins, Skýrsla 32-06.Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða (R 005-05)Eva Yngvadóttir, Birna Guðbjörnsdóttir. 2007. Verðmætiog öryggi íslenskra sjávarafurða—Áhættusamsetning ogáhætturöðun. Skýrsla Matís 08-07.ogKolbrún Sveinsdóttir. 2007. Fiskneysla 17-49 ára Íslendingaá mismunandi fisktegundum og - afurðum. Skýrsla Matís37-07.Erfðagreiningasett fyrir þorsk (R 009-05)Klara Björg Jakobsdóttir, Þóra Dögg Jörundsdóttir,Sigurlaug Skírnisdóttir, Sigríður Hjörleifsdóttir,Guðmundur Ó. Hreggviðsson, Anna Kristín Daníelsdóttirand Christophe Pampoulie. 2006. Nine new polymorphicmicrosatellite loci for the amplification of archived otolithDNA of Atlantic cod, Gadus morhua L. Molecular EcologyNotes Volume 6 Page 337 - June 2006Tilraunaveiðar á laxsíld og öðrum tegundummiðsjávarfisks (R 010-05)Gunnþór Ingvason, 2007. Tilraunaveiðar á laxsíld ogöðrum tegundum miðsjávarfisks. <strong>AVS</strong> skýrsla.Plöntuhráefni í bleikjufóðri í stað fiskimjöls og lýsis(R 013-05)Jón Árnason, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Bjarni Jónasson,Helgi Thorarensen, Rannveig Björnsdóttir. 2008.Plöntuhráefni í bleikjufóðri í stað fiskimjöls og lýsis. Matísohf., Skýrsla 10-08.Framleiðsla þorskseiða (R 015-05)Agnar Steinarsson. 2005. Framleiðsla þorskseiða.Hafrannsóknastofnun.43


Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímyndsjávarafurða (R 020-05)Gunnþórun Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, EmilíaMartinsdóttir, Friðrik H. Jónsson, Inga Þórsdóttir, FanneyÞórsdóttir. 2007. Viðhorf og fiskneysla ungs fólks áaldrinum 18-25 ára. Skýrsla Matís 05-07.ogGunnþórun Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, EmilíaMartinsdóttir. 2007. Upplýsingar um fiskneyslu ogkauphegðun frá fisksölum og veitingahúsum. SkýrslaMatís 39-07.ogGunnþórun Einarsdóttir. 2008. Viðhorf og fiskneysla ungsfólks: Bætt ímynd sjávarafurða. Mastersritgerð, HáskóliÍslands.Notkun fiskpróteina í flakavinnslu (R 027-05)Þóra Valsdóttir. 2006. Notkun fiskpróteina í flakavinnslu-Merkingarskylda. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins,Skýrsla 21-06.Samkeppnishæft lúðueldi í strandeldisstöðvum(R 031-05)Albert K. Imsland, Atle Foss, Sigurd O. Stefansson, IanMayer, Birgitta Norberg, Björn Roth, Mads D. Jensen.2006. Growth, feed conversion efficiency and growthheterogeneity in Atlantic halibut (Hippoglossushippoglossus) reared at three different photoperiods.Aquaculture Research, 2006, 37, 1099-1106.ogAlbert K. Imsland. 2009. Samkeppnishæft lúðueldi ístrandeldisstöðvum. Lokaskýrsla til <strong>AVS</strong>.ogJón Árnason, Albert K. Imsland, Arnþór Gústavsson, SnorriGunnarsson, Ingólfur Arnarson, Hlynur Reynisson, ArnarF. Jónsson, Heiðdís Smáradóttir, and Helgi Thorarensen.2009. Optimum feed formulation for Atlantic halibut(Hippoglossus hippoglossus L.): Minimum proteincontent in diet for maximum growth. Aquaculture,Volume 291, Issues 3-4.Skilgreining kjöreldisaðstæðna og þróun nýrraframleiðsluaðferða í sandhverfueldi (R 032-05)Albert K. Imsland. 2007. Skilgreining kjöreldis-aðstæðnaog þróun nýrra framleiðsluaðferða í sandhverfueldi. <strong>AVS</strong>skýrsla R 032-05.Markaðir fyrir fiskprótein (R 036-05)Guðjón Þorkelsson, Þóra Valsdóttir, Guðrún AnnaFinnbogadóttir, Sigrún Mjöll Halldórsdóttir. 2008.Markaðir fyrir fiskprótein - Greining á afurðum á markaði.Matís ohf., Skýrsla 07-08.“Feitt er agnið” - beita úr aukaafurðum (R 041-05)Rósa Jónsdóttir, Soffía Vala Tryggvadóttir, MargrétBragadóttir, Haraldur Einarsson, Höskuldur Björnsson,Sveinbjörn Jónsson. 2007. “Feitt er agnið” - beita úraukaafurðum. Matís ohf., Skýrsla 43-07.Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks(R 042-05)Þóra Valsdóttir, Kristín Anna Þ’orarinsdóttir, LárusÞorvaldsson, Sigurjón Arason. 2006. Áhrif kælingar eftirveið á nýtingu og gæði. Rannsóknastofnun fiskiðnaðairns,Skýrsla 34-06ogÞóra Valsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir ogSigurjón Arason. 2006. Formeðhöndlun fyrir verkun.Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla 35-06.ogÞóra Valsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, KristínAnna Þórarinsdóttir og Sigurjón Arason. 2006. Áhriffiskpróteina á verkunareiginleika. Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins, Skýrsla 36-06.ogMaría Guðjónsdóttir, Þóra Valsdóttir, Ása Þorkelsdóttir,Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, SigurjónArason og Kristín Anna Þórarinsdóttir. 2007. Áhrifmismunandi söltunaraðferða á verkun þorskflaka. Matísohf., Skýrsla 20-07.ogÞóra Valsdóttir, Karl Rúnar Róbertsson, Egill Þorbergsson,Sigurjón Arason og Kristín Anna Þórarinsdóttir. 2007.Áhrif kælingar eftir veiði á nýtingu og gæði. Matís ohf.,Skýrsla 21-07.ogKristín Anna Þórarinsdóttir, Þóra Valsdóttir, MaríaGuðjónsdóttir, Sigurjón Arason. 2007. Áhrif mismunandisöltunaraðferða við verkun á flöttum fiski. Matís ohf.,Skýrsla 22-07.ogLárus Þorvaldsson, Þóra Valsdóttir, Sigurjón Arason,Kristín Anna Þórarinsdóttir. 2007. Áhrif hráefnisbreyta ánýtingu og gæði saltfisks. Matís ohf., Skýrsla 26-07.ogValur N. Gunnlaugsson, Jónína Ragnarsdóttir, ÞóraValsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir. 2007. Áhrifkælingar eftir veiði á vöðvabyggingu þorsks. Matís ohf.,Skýrsla 29-07.Lífvirk efni í fiski –heilsufarsleg áhrif R 048-05Á heimasíðu verkefnisins hjá <strong>AVS</strong> má nálgast lista meðsex mastersritgerðum sem tengjast verkefninu ásamtníu greinum. http://www.avs.is//verkefni/rannverk/Listi//nr/1244Áhrif eldis á umhverfi og villta stofna (S 004-05)Guðrún Marteinsdóttir, Heiðrún Guðmundsdóttir,Sigurður Guðjónsson, Anna K. Daníelsdóttir, ÞóroddurF. Þóroddsson, Leó A. Guðmundsson. 2007. Áhrif eldis áumhverfi og villta stofna. <strong>AVS</strong> skýrsla S 004-05.Hrygningaratferli og mökunartíðni eldis og villtraþorska (S 005-05)Guðrún Marteinsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson. 2007.Hrygningaratferli og mökunartíðni eldis og villtra þorska.<strong>AVS</strong> skýrsla S 005-05.


Eru hraðvirkar örverumælingar raunhæfur kostur fyriríslenskan fiskiðnað? (S 006-05)Eyjólfur Reynisson, M.H. Josefsen, M. Krause, J. Hoorfar.Evaluation of probe chemistries and platforms toimprove the detection limit of real-time PCR. Journal ofMicrobiological Methods 66 (2006) 206–216.Ace-hindra virkni í íslensku sjávarfangi – uppsetningmæliaðferða (S 008-05)Lárus Freyr Þórhallsson, Margrét Geirsdóttir, GuðmundurÓli Hreggviðsson, Sigurður Vilhelmsson, GuðjónÞorkelsson. 2007. Blóðþrýstingslækkandi áhrif (Acehindravirkni) í íslensku sjávarfangi - uppsetningmæliaðferða. Skýrsla Matís 10-07.Einangrun og vinnsla lífvirkra peptíða úr vannýttumtegundum sjávarlífvera – undirbúningur og mynduntengslanets (S 010-05)Sigurður Vilhelmsson, Guðmundur Gunnarsson, GuðjónÞorkelsson. 2007. Eiangrun og vinnsla lífvirkra peptíða úrvannýttum tegundum sjávarlífvera - undirbúningur ogmundun tengslanets. Skýrsla Matís 11-07.Frostþurrkun á sjávarfangi. Könnun á möguleikum.(S 011-05)Guðjón Gunnarsson, Irek Klonowski, Guðjón Þorkelsson.2006. Frost-þurrkun á sjávarfangi. Könnun á möguleikum.Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla 05-06Þróun aðferða til að meta næringarástand þorsklirfa íeldi (S 017-05)Ágústa Guðmundsdóttir, Agnar Steinarsson, HólmfríðurSveinsdóttir. 2007. Þróun aðferða til að metanæringarástand þorsklirfa í eldi. <strong>AVS</strong> skýrsla S 017-05.ogHólmfríður Sveinsdóttir, Helgi Thorarensen, ÁgústaGuðmundsdóttir. 2006. Involvement of trypsin andchymotrypsin activities in Atlantic cod (Gadus morhua)embryogenesis. Aquaculture 260 (2006) 307-314.Bætt notkun hreinsiefna í fiskiðnaði og lækkunþrifakostnaðar (S 024-05)Eyjólfur Reynisson, Birna Guðbjörnsdóttir. 2006.Better washing practices in fish processing plants.Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla 26-06.Könnun á notkun rafpúlsa til að bæta nýtingu fiskafurða(S 030-05)Irek Klonowski, Volker Heinz, Stefan Toepfl, GuðjónGunnarsson, Guðjón Þorkelsson. 2006. Applications ofpulsed electric filed technology for the food industry.Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skýrsla 06-06.Votfóður fyrir eldisþorsk ( S 034-05)Jón Örn Pálsson. 2009. Votfóður fyrir eldisþork. Matís ohf,Skýrsla 08-09.Staða og tækifæri íslenskra líftæknifyrirtækja(R 003-06)Steve C. Dillingham, Rune G. Nilssen. 2007. Staða ogtækifæri íslenskra líftæknifyrirtækja. <strong>AVS</strong> skýrsla R 003-06.Verkefnisstjórnun fiskeldishóps <strong>AVS</strong> (R 004-06)Valdimar Ingi Gunnarsson. 2006. Staða bleikjueldis áÍslandi, samkeppnishæfni og stefnumótun rannsóknaog þróunarstarfs. Sjávarútvegs-þjónustan ehf, Vefrit umsjávarútvegsmál 6(2): 1-62.Þróun iðnaðarvædds þorskeldis: Stjórn vaxtar ogkynþroska með háþróuðum ljósabúnaði (R 012-06)Rannveig Björnsdóttir, Jónína Þ. Jóhannsdóttir, JónÁrnason, Þorleifur Eiríksson, Cristian Gallo, BöðvarÞórisson, Þorleifur Ágústsson, Björn Þrándur Björnsson,Guðbjörg Stella Árnadóttir. 2009. Þróun iðnaðarvæddsþorskeldis: Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðumljósabúnaði. Matís ohf, Skýrsla 37-09.Framleiðsluferill hreinsaðra vöðvapróteina úr afskurðiog kolmunna (R 013-06)Ragnar Jóhannsson, Sjöfn Sigurgísladóttir, GuðjónÞorkelsson, Arnljótur B. Bergsson. 2009. Hreinvöðvaprótein úr fiski. Matís ohf, Skýrsla 19-09.ogfleiri skýrslur og greinar sem nálgast má upplýsingar umá http://avs.is/verkefni/rannverk/Listi//nr/1530.Harðfiskur sem heilsufæði (R 025-06)Ásbjörn Jónsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, GuðjónÞorkelsson, Hannes Magnússon, Ólafur Reykdal, SigurjónArason. 2007. Harðfiskur sem heilsufæði. Skýrsla Matís09-07.Vinnsla og gæðastýring á eldisþorski (R 026-06)Kristín Anna Þórarinsdóttir, Valur Noðri Gunnlaugsson,Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kristján G. Jóakimssonog Sigurjón Arason. 2009.Vinnsla og gæðastýring áeldisþorski. Matís ohf, skýrsla 13-09Aukin arðsemi humarveiða (R 031-06)Heather Philp, Guðrún Marteinsdóttir og Sigurgeir B.Kristgeirsson. 2009. Aukin arðsemi humarveiða. HáskóliÍslands og Vinnslustöðin ehf. Lokaskýrsla <strong>AVS</strong>.Notkun RFID merkja í fiskvinnslu – Ferlastýring ogrekjanleiki (R 039-06)Sveinn Margeisson. 2007. Notkun RFID merkja í fiskvinnslu– Ferlastýring og rekjanleiki. Matís ohf., Skýrsla 41-07.Samþætting kælirannsókna [Kæli-bót] (R 061-06)Hannes Magnússon, Hélène L. Lauzon, KolbrúnSveinsdóttir, Ása Þorkelsdóttir, Birna Guðbjörnsdóttir,Emilía Martinsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, MaríaGuðjónsdóttir, Sigurður Bogason, Sigurjón Arason. 2007.Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar,pæklunar og gaspökkunar á gæðabreytingar og45


geymsluþol . Skýrsla Matís 12-07.Markaðsátak rækjuframleiðenda við Norður-Atlantshaf,forkönnun. (S 015-06)Bragi Bergsveinsson. 2007. Markaðsátak rækjuframleiðendavið Norður-Atlantshaf, forkönnun. <strong>AVS</strong>skýrsla S 015-06.Rannsóknir á nýjum lífmerkjum til að meta ástandþorsklirfa í eldi með hjálp próteinmengjagreininga(S 017-06)Ágústa Guðmundsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir. 2007.Rýnt í próteinmengi lifra Atlantshafsþorsks (Gadusmorhua). “Vísindin heilla” afmælisriti til heiðurs SigmundiGuðbjarnasyni 75 ára. Ritstjóri Guðmundur G. Haraldsson.Útgáfa: Háskólaútgáfan 2006. 425-440.ogHólmfríður Sveinsdóttir, Oddur Vilhelmsson, ÁgústaGuðmundsdóttir. 2008. Proteome analysis of abundantproteins in two age groups of early Atlantic cod(Gadus morhua) larvae. Comparative Biochemistry andPhysiology, Part D 3 (2008) 243–250.Fróðir fiskneytendur (S 027-06)Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, HannesMagnússon, Emilía Martinsdóttir. 2007.Fróðirfiskneytendur: Hafa neytendur gagn af fræðslu umgæðaeinkenni og meðhöndlun fisks? Matís ohf., Skýrsla47-07.Tegundaflokkun fisks með lagskiptri botnvörpu(S 030-06)Ólafur Arnar Ingólfsson. 2007. Tegundaflokkun fisks meðlagskiptri botnvörpu . <strong>AVS</strong> skýrsla S 030-06.Fiskirí (S 032-06)Heiður Vigfúsdóttir. 2007. Fiskirí. <strong>AVS</strong> skýrsla S 032-06.Lausnir á umhverfisáhrifum vegna losunar slógs (S 033-06)Heimir Tryggvason, Guðrún Anna Finnbogadóttir, JónGunnar Schram. 2007. Úrlausnir vegna umhverfisáhrifavið losun slógs. Skýrsla Matís 38-07.Undirbúningsverkefni markaðsátak fyrir bleikjuafurðir(S 043-06)Kristján Hjaltason. 2007. Tillögur vegna markaðsátaks ísölu á bleikju 2007 til 2009. <strong>AVS</strong> skýrsla S 043-06.Stöðumat og stefnumótun fyrir þorskeldi (R 002-07)Valdimar Ingi Gunnarsson. 2007. Staða þorskeldis áÍslandi, samkeppnishæfni og stefnumótun rannsóknaogþróunarstarfs. Skýrsla til <strong>AVS</strong>.Skilgreining á kjöreldisaðstæðum á seiðastigi og ímatfiskeldi á bleikju (R 005-07)Albert K. Imsland. <strong>2010</strong>. Skilgreining á kjöreldisaðstæðumí bleikjueldi. Skýrsla til <strong>AVS</strong>.Þróun erfðagreiningaaðferðar til tegundaákvörðunarhelstu nytjastofna Íslands R 012-07)Sigurlaug Skírnisdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, ÓlafurK. Pálsson og Sigríður Hjörleifsdóttir. 2009. Þróunerfðagreiningaaðferðar til tegundaákvörðunar helstunytjastofna Íslands. Matís ohf, skýrsla 17-09Tegundaaðgreining í humarvörpu (R 021-07)Ólafur Arnar Ingólfsson. 2008 Tegundaaðgreining íhumarvörpu. Hafrannsóknastofnunin, skýrsla.Áhrif króka- og beitustærða á stærðarval við línuveiðar(R 022-07)Ólafur Arnar Ingólfsson og Haraldur Arnar Einarsson.2009. Áhrif króka- og beitustærða á stærðarval viðlínuveiða. Hafrannsóknastofnun, <strong>AVS</strong> skýrsla.Gull í greipar Ægis (R 023-07)Rósa Jónsdóttir, Patricia Hamaguchi, Guðrún Ólafsdóttirog Tao Wang. <strong>2010</strong>. Gull í greipar Ægis-Antioxidants fromIcelandic marine sources. Matís ohf., Skýrsla 20-10ogTao Wang, Rósa Jónsdóttir and Guðrún Ólafsdóttir. 2009.Total phenolic compounds, radical scavenging and metalchelation of extracts from Icelandic seaweeds. FoodChemistry, Volume 116, Issue 1, Pages 240-248.Meðaflaskilja í flotvörpu (R 036-07)Haraldur Arnar Einarsson. 2009. Meðaflaskilja í flotvörpu.Hafrannsóknastofnun, lokaskýrsla til <strong>AVS</strong>.Próteinþörf bleikju (R 040-07)Ólafur I. Sigurgeirsson, Jón Árnason, AðalheiðurÓlafsdóttir. 2009. Próteinþörf bleikju. Skýrsla til <strong>AVS</strong>.Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í sjávarafurðum(R 046-07)Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon,Árni Rafn Rúnarsson, Viggó Þór Marteinsson. 2009.Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum. Matísohf., skýrsla 42-09.ogEyjólfur Reynisson, Hélène Liette Lauzon, HannesMagnusson, Guðmundur Óli Hreggvidsson and ViggóThor Marteinsson. 2008. Rapid quantitative monitoringmethod for the fish spoilage bacteria Pseudomonas. J.Environ. Monit., 2008, 10, 1357-1362Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstinglækkandipeptíðum úr fiskpróteinum (R 047-07)Margrét Geirsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson,Lárus Freyr Þórhallsson, Rósa Jónsdóttir, PatriciaHamaguchi. 2007. Einangrun, hreinsun og rannsóknir áblóðþrýstinglækkandi peptíðum úr fiskpróteinum. Matísohf., Skýrsla 48-07.ogMargrét Geirsdóttir. 2009. Isolation, purification andinvestigation of peptides from fish proteins with bloodpressure decreasing properties. Matís ohf., skýrsla 36-09.Brennihvelja á Íslandsmiðum (R 059-07)Guðjón Már Sigurðsson, Fannar Þeyr Guðmundsson,Ástþór Gíslason og Jörundur Svavarsson. <strong>2010</strong>.


Brennihvelja á Íslandsmiðum. Skýrsla til <strong>AVS</strong>.Lífvirk efni við lirfueldi lúðu og þorsks (R 063-07)Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir, EydísElva Þórarinsdóttir, Kristjana Hákonardóttir og LaufeyHrólfsdóttir. 2008. Lífvirk efni við lirfueldi lúðu og þorsks.Matís ohf, skýrsla 38-08.Sameindafræðileg rannsókn á fjölbreytileikabakteríusamfélags í vinnsluumhverfi og skemmdarferlikældra fiskafurða (R 069-07)Reynisson E, Lauzon HL, Magnússon H, Jónsdóttir R,Olafsdóttir G, Marteinsson V, Hreggvidsson GO. 2009.Bacterial composition and succession during storageof North-Atlantic cod (Gadus morhua) at superchilledtemperatures. BMC Microbiol. 2009 Dec 4;9:250.Nýrnaveiki í laxfiskum: greining sýkingar og framvindasjúkdóms (R 076-07)Sigríður Guðmundsdóttir, Árni Kristmundsson, SigurðurHelgason, Sunna Sigurðardóttir, Ívar Örn Árnason ogHarpa Lind Björnsdóttir. <strong>2010</strong>. Nýrnaveiki í laxfiskum:greining sýkingar og framvinda sjúkdóms. Lokaskýrsla til<strong>AVS</strong>.Grandskoðum þann gula frá miðum í maga - rannsókná þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla R 077-07)Helga Gunnlaugsdóttir, Jónas R. Viðarsson, Ásta M.Ásmundsdóttir, Cecile Garate, Hrönn Jörundsdóttir,Ingibjörg G. Jónsdóttir, Sigurjón Arason, VordísBaldursdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Sveinn Margeirsson.<strong>2010</strong>. Grandskoðum þann gula frá miðum í maga -rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla.Matís ohf., Skýrsla 31-10.Kortlagning hörpudisksvæða fyrir veiðar og stofnmat(S 001-07)Gunnar Stefánsson. 2008. Planned research usingautonomous underwater vehicles in Iceland. Universityof Iceland.Örverudrepandi peptíð í þorski, sem varnir gegnsjúkdómum (S 002-07)Valerie H. Maier. 2009. Örverudrepandi peptíð í þorski,sem varnir gegn sjúkdómum. Lokaskýrsla til <strong>AVS</strong>.Rannsóknir á lífvirkni og lífvirkum karóten-efnum ísjávargróðri (R009-08)Steinþór Sigurðsson. <strong>2010</strong>. Rannsóknir á lífvirkni oglífvirkum karótenefnum í sjávargróðri. Lokaskýrsla til<strong>AVS</strong>.Himnusprenging - aukin gæði og bættir eiginleikarmarnings (R 011-08)Kristín Anna Þórarinsdóttir, Magnea G. Arnþórsdóttir, IrekKlonowski, Arnljótur Bjarki Bergsson, Sindri Sigurðssonog Sigurjón Arason. 2009. Jöfnun – aukin gæði og bættireiginleikar marnings. Matís ohf. Skýrsla 15-09.Plöntumjöl í stað fiskimjöls í fóðri fyrir bleikju (R 031-08)Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Jón Árnason, Helgi Thorarensenog Aðalheiðir Ólafsdóttir. <strong>2010</strong>. Plöntumjöl í stað fiskimjölsí fóðri fyrir bleikju af matfiskastærð. Lokaskýrsla til <strong>AVS</strong>.Hermun kæliferla - varmafræðileg hermun vinnslu- ogflutningaferla (R 037-08)Björn Margeirsson, Sigurjón Arason og Halldór Pálsson.2009. Thermal Performance of Corrugated Plastic Boxes andExpanded Polystyrene Boxes. Matís ohf., Skýrsla 01-09.ogBjörn Margeirsson, Lárus Þorvaldsso og Sigurjón Arason.2009. Frysting og þíðing grálúðu - tilraunir og CFDhermun. Matís ohf., Skýrsla 33-09.ogBjörn Margeirsson, Hannes Magnússon, KolbrúnSveinsdóttir, Kristín Líf Valtýsdóttir, Eyjólfur Reynisson ogSigurjón Arason. <strong>2010</strong>. The effect of different preecoolingmedia during processing and cooling techniques duringpackaging of cod (Gadus morhua) fillets. Matís ohf.,Skýrsla 15-10.ogKristín Líf Valtýsdóttir og Björn Margeirsson. <strong>2010</strong>. Thermalabuse during transport of fresh fish thermal insulation ofpackaging. Matís ohf., Skýrsla til <strong>AVS</strong>.ogBjörn Margeirsson, Hélene L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir,Eyjólfur Reynisson, Hannes Magnússon, Sigurjón Arasonog Emilía Martinsdóttir. <strong>2010</strong>. Effect of improved designof wholesale EPS fish boxes on thermal insulation andstorage life of cod loins – simulation of air and seatransport. Matís ohf., Skýrsla 29-10.Marningskerfi (R 050-08)Róbert Hafsteinsson, Albert Högnason og SigurjónArason. 2009. Marningskerfi. Matís ohf., Skýrsla 21-09.Aukið verðmæti uppsjávarfisks - bætt kælitækni (R051-08)Lárus Þorvaldsson, Björn Margeirsson og Sigurjón Arason.2009. CFD Modelling and Quality Forecasting for Coolingand Storage of Pelagic Species. Matís ohf, skýrsla 12-09.Loðnuhrogn. Bættir vinnsluferlar (R 055-08)Margeir Gissurarson, Hannes Magnússon, RagnheiðurSveinþórsdóttir og Cecile Garate. 2009. Samantekt fyrrirannsókna á loðnuhrognum. Matís ohf, Skýrsla 07-09.Sanmanburður á næmi systkinahópa bleikju fyrirkýlaveikibróður (S 004-08)Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir. 2008. Sanmanburðurá næmi systkinahópa bleikju fyrir kýlaveikibróður.Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, skýrsla til <strong>AVS</strong>.BAC erfðamengissafn úr þorski, Gadus morhua(S 008-08)Einar Árnason, Guðmundur H. Guðmundsson. 2008.BAC erfðamengissafn úr þorski, Gadus morhua. HáskóliÍslands, skýrsla til <strong>AVS</strong>.47


Heilbrigður þorskur - Greining á náttúrulegumvarnarefnum í þorski (S 031-08)Valerie H. Maier. <strong>2010</strong>. Heilbrigður þorskur - Greining ánáttúrulegum varnarefnum í þorski. Lokaskýrsla til <strong>AVS</strong>Geymsluþol reyktra síldarflaka (S 026-09)Franklín Georgsson og Margeir Gissurarson. <strong>2010</strong>.Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum.Matís ohf., Skýrsla 23-10.Smábátar - hámörkun aflaverðmætis (R 011-09)Jónas R. Viðarsson, Steinar B. Aðalbjörnsson. <strong>2010</strong>.Mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski. Matís ohf.,bæklingur.Stýring skurðarverkfæra í flökunarvél (R 018-09)Jónas Rúnar Viðarsson, Ábjörn Jónsson og SveinnMargeirsson. <strong>2010</strong>. Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrirflökunarvélar. Matís ohf., Skýrsla 21-10.Sælkerafiskur fyrir ferðalanga (R 024-09)Kolbrún Sveinsdóttir, Patricia Miranda Alfama, AðalheiðurÓlafsdóttir og Emilía Martinsdóttir. <strong>2010</strong>. Þróungæðastuðulsaðferðar og geymsluþols á þíddum makríl.Matís ohf., Skýrsla 25-10.Áhrif fóðurtíðni og þéttleika á ung þorskseiði (R 072-09)Stefán Óli Steingrímsson og Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir.<strong>2010</strong>. Áhrif fóðurtíðni og þéttleika á ung þorskseiði.Lokaskýrsla til <strong>AVS</strong>.Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur (R 075-09)Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson og Irek Klonowski.<strong>2010</strong>. Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur. Matís ohf., Skýrsla05-10.Þekkingaryfirfærsla og viðskiptasambönd í skelrækt(S 005-09)Jón Örn Pálsson. 2009. Þekkingaryfirfærsla ogviðskiptasambönd. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða,lokaskýrsla til <strong>AVS</strong>.Fiskmarkaður fyrir almenning (S 006-09)Theresa Himmer, Brynhildur Pálsdóttir og Þóra Valsdóttir.2009. Tillögur um stofnun smásölu-fiskmarkaða á Íslandi.Matís ohf.Afföll á þorski í sjókvíum (S 014-09)Valdimar Ingi Gunnarsson, Árni Kristmundsson, BarðiIngibjartsson, Kristján Ingimarsson og Kristján G.Jóakimsson. <strong>2010</strong>. Afföl á fiski í eldiskví og notkundauðfiskaháfs. Sjávarútvegsþjónustan ehf. Vefrit.ogValdimar Ingi Gunnarsson, Árni Kristmundsson,Barði Ingibjartsson, Kristján Ingimarsson og KristjánG. Jóakimsson. <strong>2010</strong>. Afföl á þorski í sjókvíum.Sjávarútvegsþjónustan ehf. Vefrit.Stefnumótun fyrir fiskeldi <strong>2010</strong>-2013 (S 022-09)Landssamband fiskeldisstöðva. Staða fiskeldis á Íslandi,framtíðaráform og stefnumótun Landssambandsfiskeldisstöðva í rannsókna- og þróunarstarfi <strong>2010</strong>-2013.Landssamband fiskeldisstöðva.


<strong>AVS</strong> rannsóknasjóður ísjávarútvegiauglýsir eftir umsóknumÁtaksverkefniLögð er áhersla á stutt og hnitmiðuð verkefni semgeta skapað mikil verðmæti á stuttum tíma.Verkefni sem eru til 12-18 mánaða munu að öllujöfnu njóta forgangsSjóðurinn er opinn fyrir öllum hugmyndum semauka verðmæti sjávarfangs.<strong>AVS</strong> sjóðurinn er tilbúinn til að greiða allt að 50% afkostnaði átaksverkefna, en hámarksstyrkir eru 6-8 m.kr.FramhaldsverkefniMeð stuðningi <strong>AVS</strong> sjóðsins eru allmörg 2-3 áraverkefni í gangi og mun sjóðurinn styðja þau áframef framvinda rannsókna er í samræmi við fyrirheitog kröfur sjóðsins.Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fyrirumsækjendur ásamt eyðublaði er að finna áwww.avs.isNýtt hjá <strong>AVS</strong>Atvinnuþróun og nýsköpun ísjávarbyggðÞetta er nýr flokkur umsókna þar sem lögð eráhersla á verkefni sem skapað geta ný störf ogverðmæti í sjávarbyggðum landsins.Um er að ræða stutt verkefni sem tengjast t.d.ferðaþjónustu, framboði á sjávarfangi, nýjumvörum eða þjónustu.Hámarkstími verkefna er 12 mánuðir og skal skilaafrakstursskýrslu til sjóðsins við lok verkefnisins.Hámarksupphæð styrkja er 3 m.kr. og er miðaðvið að hlutfall styrks af heildarkostnaðiverkefnisins verði ekki hærra en 50%.Skilafrestur allra umsókna er tilþriðjudagsins 1. febrúar 2011 fyrirkl. 17:00<strong>AVS</strong> rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisog veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs.<strong>AVS</strong> rannsóknasjóður í sjávarútvegi • Pósthólf 1188 • 121 Reykjavík • Sími 422-5102 • www.avs.is49

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!