10.07.2015 Views

Fjárhúsgólf -samanburður sex gólfgerða-

Fjárhúsgólf -samanburður sex gólfgerða-

Fjárhúsgólf -samanburður sex gólfgerða-

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fræðaþing landbúnaðarins 2005<strong>Fjárhúsgólf</strong>-<strong>samanburður</strong> <strong>sex</strong> <strong>gólfgerða</strong>-Sigurður Þór Guðmundsson og Torfi JóhannessonLandbúnaðarháskólanum á HvanneyriGólfgerðirGólf fjárhúsa var upphaflega troðin jarðvegur þakin taði (Daelemans, J. o.fl., 1985). En vegnavandamála sem tengdust því að halda gólfum þurrum og fénu hreinu og heilbrigðu þá fórumenn að setja rimlagólf í fjárhús þegar sú tækni varð möguleg. Fyrstu skráðu heimildir umrimlagólf eru frá Íslandi um 1760 (Noton, N. H., 1982). Vitneskjan um grindagólf undirsauðfé barst til Noregs frá Íslandi með búnaðarlærlingi sem Jens Gausland á Kleppi réð til sín(Bell, S., 1964).Hérlendis hófu bændur við sjávarsíðuna að setja grindur í fjárhús til að halda taðinu þurrumeðfram fjörubeit (Grétar Einarsson, 1982). Þessi tækni breiddist hratt út samfara aukinniinnistöðu og kraftmeiri fóðrun þannig að 1977 var stærstur hluti fjárhúsa á Íslandi meðgrindagólfi (Magnús Sigsteinsson, 1977). Algengast var að þessi grindagólf væru gerð úrfururimlum 32x100 mm (Þórir Baldvinsson, 1964). Árið 2003 voru þrjár gerðir ráðandi:Málmristar og fururimlar eru algengustu gerðirnar og einstaka hús eru með steyptum rimlum,nokkur taðhús eru enn til og það má búast við að vinsældir þeirra aukist með auknu aðgengiað hálmi samfara aukinni kornrækt (Magnús Sigsteinsson o. fl., 2003).Bøe, K. E. (2002) taldi upp <strong>sex</strong> eiginleika sem fjárhúsgólf eiga að hafa:1. Ærnar skulu vera þurrar og hreinar.2. Gólfið skal vera nægilega stamt fyrir pörun og sauðburð.3. Gólfið má ekki valda sárindum en skal þó slíta klaufum.4. Gólfið má ekki vera kalt að liggja á.5. Gólfið skal vera hóflega dýrt.6. Gólfið skal halda þessum eiginleikum yfir lengri tíma.Hálmgólf býður upp á mjúkt og hlýtt legusvæði, en það krefst aðgengis að nokkru magni afhálmi. Á svæðum þar sem hálmur fellur ekki til er grindagólf eini raunhæfi kosturinn (Bøe, K.E., 2002), því samkvæmt Noton, N. H. (1982) er heilt gólf án undirburðar ekki raunhæfurkostur undir fé, en með undirburði má nánast nota hvaða gólfefni sem er.HeilbrigðiSjúkdómar sem herja á flest sauðfjárbú s.s. fósturlát, lambablóðsótt og slefsýki orsakast afsýklum sem lifa í jarðvegi og saur (Sigurður Sigurðarson, 2003). Það er auðveldara að haldaniðri magni sníkjudýra og sýkla í fjárhúsi með grindagólfi, en í húsi hálm eða taði (Bøe, K. E.,1998). Mikilvægast upp á sóttvarnir er að hafa gólf þurr en einnig skiptir máli að þau séuhrein, laus við skít og þvag (Øverås, J., 1977).Á grindagólfi er lömbum hættara við ofkælingu en á taðgólfi. Hálmgólf gefur yl sem er mjögtil bóta fyrir ung lömb, en það verður að vera þurrt og þrifalegt, annars geta blossað uppheiftarlegar sýkingar (Sigurður Sigurðarson, tölvupóstur). Simensen, E. o. fl. (2003) komustað því að dánartíðni lamba, sem fæðast á hálmi eða taði, væri hærri á innistöðutíma ogvorbeit, heldur en lamba sem fæðast á grindagólfi.Ef grindagólfum er illa við haldið og rifur víkka eða göt koma í málmristar getur það valdiðslysum á unglömbum og eldra fé (Sigurður Sigurðarson, tölvupóstur).125


Flestar rannsóknir sýna að klaufir slitna það vel á málmristum að ekki er þörf á klaufskurði(Bøe, K. 1985; Grétari Einarssyni, 1982; Nygaard, A., 1977; Simensen, E., 1977). Þekkt erað klaufaslit og fótastaða sé slæm hjá fé á fururimlum – jafnvel verri en á taði/hálmi(Nygaard, A., 1977; Simensen, E., 1977).Andersen, I. L. o.fl. (2003) athuguðu hvernig ær af Dala kyni völdu á milli fjögurramismunandi gólfa. Rúnar ær vildu helst liggja á hálmi, þá timburgólfi og gúmmímottum ensíst málmristum. Ef meira en þrjá vikur höfðu liðið frá rúningi gerðu ærnar ekki greinarmun áofangreindum gólfgerðum.Bøe, K. (1987) komst að því að plastrimlar væru of hálir til að hægt væri að láta ær bera áþeim, lömbin duttu niður um rifurnar á milli rimlanna og gátu ekki staðið upp. Hann ályktaðisem svo að hálka gerði lömbum alltaf erfiðara að standa á fætur eftir burð og því væri stamaraundirlag alltaf æskilegra. Reyndar var rifubreiddin 25 mm í þessari rannsókn, seinna segirBøe, K. E. (2002) að rifubreidd megi ekki vera meiri en 20 mm ef ærnar eigi að bera ágólfinu.Efni og aðferðirRannsóknin fór fram í fjárhúsunum að Hesti og hófst haustið 2002. Eftirfarandi gólfefni voruborin saman:- Epoxy: Bangkirairimlar 25x70 mm með tveggja þátta sandbornu epoxyefni, rifa 20mm.- Fura: Fururimlar 32x100 mm, rifa 20 mm.- Harðviður: Bangkirairimlar 25x70 mm, rifa 20 mm.- Hálmur: Hálmur var lagður ofan á troðið malargólf.- Málmristar: Strekkmetalmottur 90x183 cm með 60-70% opnun.- Steypa: Steyptir rimlar með 80 mm breiðum rimlum, rifa 20 mm.Hvert gólfefni var sett í eina 18 m 2 kró. Hálmstían var í hlöðunni. Á hverju gólfi voru hafðar23-29 ær fæddar 1997 til 2001. Ærnar voru fóðraðar til viðhalds og fósturmyndunar. Hey vargefið einu sinni á dag og ærnar höfðu stöðugan aðgang að vatni.Slitmælingar og endingSlit á rimlum var mælt 21. nóvember 2002 og 27. október 2003 með aðferð sem var hönnuðaf starfsmönnum bútæknisviðs Rannsóknarstofnunar Landbúnaðarins ásamt höfundum(Sigurður Þór Guðmundsson, 2004). Ending var metin með heimsóknum til bænda.Afurðir og heilbrigðiFæðingarþungi lamba og frjósemi var skráð á sauðburði vorið 2003. Fjórða mars var snoðklippt og vegið af hverri á. Ærnar voru vigtaðar mánaðarlega veturinn 2002-2003 og þannigfékkst þynging ánna frá desember 2002 til maí 2003. Í skýrsluhald Hestbúsins eru færðarupplýsingar um vanhöld og afdrif áa og lamba.Hreinleiki, ullarmat og bleyta á gólfumÞann 4. mars 2003 var hreinleiki ánna metinn, fyrir snoðrúning. Einkunnin saman stóð af sjömatsþáttum; framfótarhné/leggur, síða, hækill, læri, bringa, reyfi og hey í ull. Einkunnin 0 ersumarhvít og 5 er skítugast. Snoði af hverri gólfgerð var haldið sér og metið sérstaklega aftveim ullarmatsmönnum, bæði samkvæmt reglugerð nr. 856/2003 um ullarmat og eins varframkvæmd röðun á snoðinu eftir hreinleika.126


Bleyta var mæld sem ml/m 2 með aðferð sem var hönnuð af höfundi (Sigurður ÞórGuðmundsson, 2004). Mælingar voru framkvæmdar átta sinnum á tímabilinu 28. janúar 2003til 11. apríl 2003.KlaufaslitKlaufir voru mældar þrisvar á tímabilinu 17. desember 2002 til 14. apríl 2003. Ytri klauf ávinstri fram- og afturfæti var mæld, bæði lengd og breidd. Á hverri gólfgerð voru mældarklaufir á 10 ám, tveim af hverju aldursári tveggja til <strong>sex</strong> vetra.VinnumagnTímamælingar voru gerðar á vinnu við sópun og þrif gólfa. Á tímabilinu 18. desember 2002til 10. apríl 2003 var skráð hve oft gólfin voru þrifin/sópuð.Heimsóknir til bændaTil að safna saman reynslu bænda af mismunandi gólfgerðum þá voru sumarið 2003heimsóttir um 50 bændur víðs vegar um Ísland og skoðuð hjá þeim fjárhús. Eftir það standaupplýsingar um 86 gólf í 38 fjárhúsum. Safnað var upplýsingum um aldur og gerð gólfa ífjárhúsum. Ástand gólfanna var metið á skilgreindum kvarða þar sem 1 er lélegast og 5 er best(Sigurður Þór Guðmundsson, 2003).NiðurstöðurSlitmælingar og endingÍ töflu 1 sést að mest slit er á fururimlum, þá koma epoxy og harðviður. Minnst slit mældist ásteypu. Miðju fururimillinn slitnar meira en hinir rimlarnir. Mínusgildi eru tilkomin vegnasamblands af mæliskekkju og lítils slits.Tafla 1. Slit á fjórum gólfefnum á einu ári mælt sem mm 2 í þversniði rimils.20 cm frá garða Mið kró 160 cm frá garðaAð garða Frá garða Að garða Frá garða Að garða Frá garða MeðaltalFura -0,33 6,57 18,69 10,32 2,55 4,02 6,97Epoxy 4,63 9,12 2,44 -0,78 -3,73 3,99 2,61Harðviður 0,61 0,23 2,61 2,67 3,59 2,76 2,08Steypa -1,60 3,09 0,57 1,45 -0,03 0,79 0,71Niðurstöður ástandsskoðunar má sjá í töflu 2. Það eru tekin fyrir gólfefnin fura og málmristar.Einnig er sett fram ástand zinkhúðar á málmristum.Tafla 2. Meðaltal og staðalfrávik (gildi) á aldri gólfefna eftir ástandsflokkumÁstand,flokkurMálmristarFuraZinkhúðStyrkur mottuAldur, ár fjöldi Aldur, ár fjöldi Aldur, ár fjöldi1 24,0 (12;36) 2 11,9 ± 5,2 9 17,3 ± 5,5 32 11,2 ± 7,6 9 7,0 ± 3,0 6 10,0 ± 1,0 53 7,5 ± 5,0 11 5,1 ± 2,1 9 6,8 ± 3,1 64 6,1 ± 7,0 14 3,9 ± 2,3 11 4,4 ± 2,1 185 5,5 (5; 6) 2 0,0 2 3,0 ± 1,7 5127


Afurðir og heilbrigðiEnginn munur var milli hópa á heilbrigði, frjósemi, fæðingarþunga lamba, ullarmagni eðaþyngingu ánna.Hreinleiki, ullarmat og bleyta á gólfumÆr á hálmgólfi voru hreinastar og ær á epoxy voru óhreinastar. Ær á harðviði og steypu vorulítillega hreinni en á epoxy, þá ær á furu og málmristum (sjá mynd 1).54Einkunn3210Epoxy Fura Harðviður Hálmur Málmristar SteypaMynd 1. Hreinleiki áa á mismunandi gólfi metin á kvarðanum 0-5, þar sem 0 er sumarhvítt og 5 er mjögóhreint.Við ullarmat kom ekki fram neinn munur á milli <strong>gólfgerða</strong>. Í hreinleikaröðun ullarmatsmannavar snoð af ám á harðvið, furu, hálmi og málmristum jafnhreint. Snoð af ám á steypu vareilítið óhreinna, snoð af ám á epoxy var óhreinast.Á mynd 2 má sjá niðurstöður bleytumælinga. Epoxy og harðviður eru marktækt blautari enönnur gólfefni (p0,05).128


KlaufaslitMynd 3 sýnir heildarlengingu klaufa frá 17. desember til 14. apríl. Mest klaufaslit var á epoxyog var það marktækt meira en á furu, harðvið og hálm. Ekki var marktækur munur á hálmi,harðvið og málmristum. Ekki heldur á hálm og steypu.30abbcbcdacad25Lenging, mm20151050Epoxy Fura Harðviður Hálmur Málmristar SteypaMynd 3. Meðallenging afturklaufa 17.des.-14.apríl. Öryggismörk sett fram sem eitt staðalfrávik.Sami bókstafur fyrir ofan liði merkir að ekki sé marktækur munur á milli þeirra (p>0,05).VinnumagnMynd 4 sýnir niðurstöður vinnuskráningar. Hálmdreifing tók um 1,7 sek/kind miðað viðdaglega dreifingu. Hálmur var borin undir ærnar eftir þörfum, með þriggja til sjö dagamillibili en jafnaðist út við u.þ.b. fimmta hvern dag.30Dagar í mánuði2520151050Epoxy Fura Harðviður Málmristar SteypaLítið Meðal MikiðMynd 4. Fjöldi daga sem gólfin voru sópuð á tímabilinu 18. desember 2002 til 10. apríl 2003. Fyrir hvern dagvar metið hvort uppsóp væri lítið, meðalmikið eða mikið.KostnaðurTil að meta byggingarkostnað mismunandi gólfa er annarsvegar settur fram efniskostnaður oghinsvegar vinnukostnaður við uppsetningu á gólfum. Öll verð miðast við innkaup á efni í 400-500 m 2 fjárhús, staðgreiðslu og eru án VSK.129


5.000,-6.000,-4.000,-kr/kind3.000,-2.000,-1.000,-,-EpoxyFura32x100Fura38x100HarðviðurMálmristar3mmMálmristar4mmSteypaEfniskostnaðurVinnulaunMynd 5. Byggingarkostnaður mismunandi gólfa.Byggingarkostnað mismunandi gerða af gólfum má sjá á mynd 5. Ódýrasta gólfið er úr furu32x100 mm og dýrasta gólfið er úr epoxy með kvartssandi og munurinn meira en tvöfaldur.Breytilegur kostnaðurBreytilegur kostnaður er vinnulaun við þrif, klaufasnyrtingu og hálmdreifingu aukvélakostnaðar og kaupa á hálmi. Vinnulaun eru sett á 1.360 kr/klst (Bjarni Guðmundsson o.fl., 2004). Við hálmdreifingu er gert ráð fyrir vélavinnu á 1.200 kr/klst auk vinnulauna.Hálmurinn er reiknaður á 4 kr/kg. Fastur kostnaður er tilkomin annarsvegar vegnaefniskostnaðar og hinsvegar vegna vinnulauna við smíði. Það þykir rétt að greina þar á milliþví annars vegar getur verið um að ræða útlögð gjöld og hinsvegar eigin vinnu sem krefst ekkiútlagðra fjármuna. Fasti kostnaðurinn sem hér er settur fram er fjármagnskostnaður, en vegnamismikillar bindingar fjármagns í gólfunum þykir rétt að taka tillit til lágmarksávöxtunar(5%) á fjármagni miðað við endingu gólfsins. Ending hvers gólfefnis er fengin úrniðurstöðum verkefnisins (Sigurður Guðmundsson, 2003). Ending epoxys og harðviðs eráætluð.Á mynd 6 má því sjá að árlegur kostnaður er mestur á 3 mm málmristagólfi en lægstur á38x100 mm fururimlum.130


600500400kr/kind3002001000EpoxyFura32x100Fura38x100Harðviður Hálmur Málmr.3mmMálmr.4mmSteypaF. kostn/fjármagn F. kostn/vinnulaun Sópun/dreifing Hálmur KlaufsnyrtingMynd 6. Árlegur kostnaður mismunandi gólfa.UmræðurSlitmælingar og endingNiðurstöður slitmælinga eru í nokkru samræmi við það sem sagt hefur verið um endingugólfefna. Fura getur enst í 11-12 ár sem er lengur en flestir hafa talað um. Margir tala um aðfururimlar endist ekki í nema 2-5 ár (t.d. Ensminger, M. E., 1978; Bøe, K. E., 2002 ogHjulstad, O., 1982). Harðviðarrimlar eru sagðir endast lengur og steyptir rimlar í 10-15 ár(Ensminger, M. E., 1978) Það verður þó að teljast knapplega áætlað miðað við að greint hefurverið frá 25 ára gömlum steyptum rimlum í fullkomnu ástandi (Sigurður Þór Guðmundsson,2003). Málmristar endast í um 10 ár. Hér er rétt að geta þess að í öllum tilfellum var verið aðtala um zinkhúðaðar málmristar. Það er lengri ending en sumir hafa talað um (Ensminger, M.E., 1978) en svipuð og aðrir hafa greint frá ( Faller, T. C., o. fl., 1994). Bøe, K. E. (2002) héltþví fram að málmristar endust í um 15 ár, það verður að teljast í hærri kantinum miðað viðþær niðurstöður sem liggja hér fyrir. Engar vísbendingar liggja fyrir um endingu epoxy- eðaharðviðargólfs. Bøe, K. (1985) átti þó von á því að epoxy-efni gæti aukið endingu fururimlaúr tveimur árum upp í tíu ár.Það reyndist ekki vera munur á milli <strong>gólfgerða</strong> hvað varðar hreinleika ullar í ullarmati. Það ersambærileg niðurstaða og eldri athuganir gefa til kynna fyrir grindagólf (Grétar Einarsson,1980). Ær á epoxy voru óhreinastar og ær á hálm hreinastar. Þó voru ærnar á epoxy ekki þaðóhreinar að hægt væri að telja það til vansa. Yfirborð steypu og epoxys er hrjúft og í því siturnokkur skítur sem berst í ullina. Því gæti verið rétt að tryggja sem best að þessi gólf séu þurrsvo þau haldist þrifaleg. Ær á málmristum voru hreinar enda hefur oft verið sýnt fram á aðmálmristar séu mjög þrifalegt gólfefni (t.d. Bøe, K., 1985 og Nygaard, A., 1977). Enda er þaðopnunin á grindagólfi sem ræður mestu um hve vel það hreinsar sig (Faller, T. C., o. fl.,1994).Klaufaslit er mismunandi eftir gólfgerðum. Hér hefur komið fram að klaufir lengjast minnst áepoxy og í raun það lítið að ekki er þörf á klaufsnyrtingu. Næst á eftir kemur steypa, þaðverður þó að hafa það í huga að steypurimlar slípast með tímanum og því má búast við aðklaufaslit á þeim minnki eftir því sem þeir eldast. Á málmristum er klaufalenging í lágmarkiog því lítil þörf á klaufsnyrtingu. Það er í nokkru samræmi við það sem Bøe, K. (1985) komstað. Grétar Einarsson (1982) komst að svipaðri niðurstöðu varðandi samanburð á fururimlum131


og málmristum. Á furu, harðvið og hálmi þarf að klaufsnyrta talsverðan ef ekki mestan hlutafjárins. Það er löngu staðfest að málmristar gefa góða fótstöðu og slíta klaufum hæfilega, enfura slítur klaufum sáralítið og fótstaða fjár á fururimlum er oft slæm (Simensen, E., 1977).Hér hefur verið sýnt fram á að epoxyrimlar hafa svipuð áhrif á klaufir og málmristar.Það er mikill munur á því hve oft þarf að sópa gólfin. Sjaldnast þurfti að sópa furu og harðvið.Oftast þurfti að sópa málmristarnar. Það sem var sópað af gólfunum er slæðingur úrgörðunum. Það má gera ráð fyrir að hann hafi verið svipaður á öllum gólfgerðum en það ermisjafn hve auðveldlega hann kemst niður úr gólfinu. Þar hefur hrjúfleiki og lögun opnunarmikil áhrif.Ódýrasta gólfefnið í byggingu er fura, þá harðviður, málmristar, steypa og svo epoxy sem erdýrast. Hinsvegar segir stofnkostnaður manni lítið um hver raunverulegur kostnaður verður.Mikilvægasta atriðið til að lækka kostnað við fjárhúsgólf er að hámarka endingu þeirra ogjafnframt að stunda forvarnir sem miða að því, að koma í veg fyrir slæðing sem þarf aðhreinsa af gólfunum til að lækka vinnukostnað. Þegar búið er að reikna inn í vexti á bundiðfjármagn og vinnukostnað kemur í ljós að fura er áfram ódýrasta gólfið, þá harðviður, steypaog hálmur. Epoxy og málmristar eru dýrustu gólfefnin. Hinsvegar er nokkuð mismunandihvernig kostnaður skiptist í fastan- og breytilegan kostnað.ÁlyktanirHér hefur verið sýnt fram á að raunverulegur kostnaður við fjárhúsgólf endurspeglast ekkibeint í stofnkostnaði þeirra heldur miklu fremur endingu þeirra og þeirri vinnu sem þarf aðleggja til vegna þrifa á þeim. Það er ekki munur á því hvaða tekjum mismunandi gólf skila íformi afurða.FramhaldVerkefnið er enn í gangi og stefnt er að því að ljúka því sumarið 2005. Núna er í gangi<strong>samanburður</strong> 7 <strong>gólfgerða</strong> þar af er framhaldsathugun á 5 gólfgerðum sem hér hefur veriðfjallað um. Einnig verða framkvæmdar atferlisathuganir áa á mismunandi gólfum.ÞakkirFramkvæmdarnefnd búvörusamnings.Sigvaldi Jónsson, bústjóri að Hesti ásamt hans starfsfólki.Eyjólfur Kr. Örnólfsson, rannsóknarmaður Hesti.Starfsmenn bútæknisviðs Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins.Starfsmenn rannsóknarstofu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.HeimildirAndersen, I. L., Bøe, K. E. og Færevik, G., (2003). Sauers preferanse for ulike liggeunderlag. ITF rapport124/2003: Norges Landbrukshøgskole.Bjarni Guðmundsson og Guðmundur Hallgrímsson, (2004). Kornræktin á Hvanneyri. Freyr, 1, 30-33.Bøe, K., (1985). Drenerende gulv for sau. IBT-Rapport nr. 218. Ås: Norges Landbrukshøgskole.Bøe, K., (1987). Innredning for sau i lammingsperioden: Norges Landbrukshøgskole.Bøe, K. E., (1998). TBL 230/231 Husdyrenes omgivelser 1998. Ås: Norges landbrukshøgskole.Bøe, K.E., (2002). Framtidens sauehus: Oslo: Norsk kjøtsamvirke.Bell, S., (1964). Sauen. Stavanger: Gjøstein Bokstrykkeri a.l.Daelemans, J., Lambrecht, J. og Maton, A., (1985). Housing of animals. Amsterdam: Elsevier.Ensminger, M. E. (1978). The Stockmans’s handbook. Danville, Illinois: The interstate.Faller, T. C., Hirning, H. J., Hoppe, K. J., Nudell, D. J. og Ricketts, G. E., (1994). Sheep housing and equipmenthandbook. Iowa: MidWest Plan Service.132


Grétar Einarsson, (1980). Áhrif húsgerðar á húsvist sauðfjár. Fjölrit Rala nr. 68, Reykjavík: RannsóknastofnunLandbúnaðarins.Grétar Einarsson, (1982). Málmristargólf í fjárhúsum. Freyr, 23, 976-980.Hjulstad, O., (1982). Hus og innreiing for sau. Sauehald med framtid. Ritstj. Bergøy, Ø. Oslo:Landbruksforlaget, 194-212.Magnús Sigsteinsson, (1977). Eksempler på planlösning. NJF-sektion 7. Hvanneyri landbrugsskole.Magnús Sigsteinsson og Jóhannes Sveinbjörnsson, (2003). Recent developments in sheep housing in Iceland.Proceedings, Sheep and goat housing technical developments in sheep breeding, management andproduction in the Nordic Countries, 11-12Noton, N. H., (1982). Farm Buildings. Reading: College of Estate Management.Nygaard, A., (1977). Golv av stekkmetall til sau. NJF-sektion 7. Hvanneyri landbrugsskole.Reglugerð um ullarmat nr. 856/2003.Sigurður Þór Guðmundsson, (2003). Úttekt nýrra gólfefna fyrir sauðfé. ÓútgefiðSigurður Þór Guðmundsson, (2004). <strong>Fjárhúsgólf</strong>, <strong>samanburður</strong> <strong>sex</strong> <strong>gólfgerða</strong>. Landbúnaðarháskólinn áHvanneyriSigurður Sigurðarson, (2003). Vanhöld og varnarráð á sauðburði. Freyr, 3, 18-24Sigurður Sigurðarson, dýralæknir sauðfjársjúkdóma (tölvupóstur 1. apríl 2004)Simensen, E., (1977). Effekten av ulike golvtyper på klauv- og beintilstanden hos sau. Norsk Veterinærtidsskrift,11, 721-727.Simensen, E., Valle, P. S. og Vatn, S., (2003). Herd factor affecting performance in Norwegian sheep flocks.Proceedings, Sheep and goat housing technical developments in sheep breeding, management andproduction in the Nordic Countries, 29-33Þórir Baldvinsson, (1964). Ný gerð fjárhúsa. Freyr, 20-21, 370-371Øverås, J., (1977). Forhold som virker inn på hygienen i sauehus. NJF-sektion 7. Hvanneyri landbrugsskole.133

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!