09.07.2015 Views

AÐALNÁMSKRÁ FRAMHALDSSKÓLA

AÐALNÁMSKRÁ FRAMHALDSSKÓLA

AÐALNÁMSKRÁ FRAMHALDSSKÓLA

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

AÐALNÁMSKRÁ FRAMHALDSSKÓLAALMENNUR HLUTI1999Menntamálaráðuneytið


EFNISYFIRLITInngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9Grundvöllur og hlutverk aðalnámskrár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11Hlutverk og markmið framhaldsskóla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13Uppbygging náms — námsleiðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19Um stofnun og rekstur námsbrautavið framhaldsskóla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30Inntökuskilyrði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32Skólanámskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35Um réttindi og skyldur skóla og nemenda . . . . . . . . . . . . . . . . . 38Um námsmat og próf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45Sveinspróf og námssamningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49Undanþágur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51Um meðferð persónulegra upplýsinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 53Meðferð mála . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54Fullorðinsfræðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57Lýsing á brautum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58Námsbrautir til stúdentsprófs og listnám . . . . . . . . . . 63Félagsfræðabraut FÉMálabraut MBNáttúrufræðibraut NÁUpplýsinga- og tæknibraut UTListnámsbraut LNNámsbrautir til sveinsprófs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 73BíliðngreinarGrunndeild bíliðna GBBifreiðasmíði BS8Bifvélavirkjun BV8Bílamálun BM8Bókiðngreinar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80Bókband BÓ9Prentsmíð PS9Prentun PR9


Nám til iðnmeistaraprófs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 117Megin markmiðMeistaranám bílgreina . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 119Bifreiðasmíði MBSBifvélavirkjun MBVBílamálun MBMMeistaranám bókiðngreina . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120Bókband MBÓPrentsmíð MPSPrentun MPRMeistaranám bygginga- og tréiðngreina . . . . 124Húsasmíði MHÚHúsgagnabólstrun MHBHúsgagnasmíði MHSMálaraiðn MMÁMúraraiðn MMRPípulagnir MPLVeggfóðrun MKOMeistaranám fata-, skinnaogleðuriðngreina . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 133Kjólasaumur MKJKlæðskurður MKLSkósmíðaiðn MSMMeistaranám garðyrkju . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 135Skrúðgarðyrkja MSGMeistaranám matvælagreina . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 136Bakaraiðn MBAFramreiðsla MFRKjötiðn MKÖMatreiðsla MMAMeistaranám málmiðngreina . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 140Blikksmíði MBLRennismíði MRSStálsmíði MSSVélvirkjun MVS5 5


Meistaranám rafiðngreina . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 141Rafeindavirkjun MRERafvirkjun MRA66Rafvélavirkjun MRVMeistaranám snyrtigreina . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 144Hársnyrtiiðn MHÁSnyrtifræði MSNMeistaranám fámennra iðngreina . . . . . . . . . . . . . . . 145Gull- og silfursmíði MGSLjósmyndun MALNetagerð MNGRafveituvirkjun MRFSímsmíði MSSTannsmíði MTAÚrsmíði MÚRAnnað starfsnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 146Heilbrigðisbrautir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 146Lyfjatæknabraut LTLæknaritarabraut LÆNámsbraut fyrir nuddara NNSjúkraliðabraut SJTanntæknabraut TTMatvæla-, hússtjórnar- og handíðanám . . . . . . 154Grunnnám matvælagreina GNHandíðabraut LIHússtjórnarbraut HBMatartæknabraut MTMatsveinabraut MSSlátrun SLSjávarútvegsnám . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 160Fiskiðnaðarbraut FISjávarútvegsbraut SÚVélstjórnarbraut, 1. stig - vélavörður VV1Vélstjórnarbraut, 2. stig VV2Vélstjórnarbraut, 3. stig VV3Vélstjórnarbraut, 4. stig VV4


PP1 – Policy and Programme ManagementThe starting point – defines an organization’s policy relating toBC, how it will be implemented, controlled and validatedthrough a BCM programme.• Setting BC Policy and determining the scope of the BCMprogramme• Defining governance and assigning roles and responsibilities• Implementing a BCM programme, managing documentationusing programme and project management techniques• Managing outsourced activities and supply chain continuity


INNGANGURAllar breytingar kalla á viðbrögð. Sumir hræðast þær ogleggja hendur í skaut, flestir sjá tækifæri í breytingum oggrípa þau. Ég vona að allir sjái hin nýju tækifæri í námskránniog nýti sér þau. Nám og skólastarf verður að takamið af hraðri þróun í tækni og vísindum, nýjum atvinnuogþjóðfélagsháttum. Menntun auðveldar nemendum aðtakast á við breytingar. Hún sameinar virðingu fyrirreynslu hins liðna og áræði til að glíma við hið óþekkta.Almennur hluti námskrár framhaldsskóla fjallar bæði umbóknám og starfsnám. Menntamálaráðuneytið hefur forgönguum gerð námskrár fyrir bóknáms- og listnámsbrautir.Fjórtán starfsgreinaráð hafa frumkvæði að námskrámfyrir starfsnám og gera tillögur um efni þeirra tilráðuneytisins. Í ýmsum starfsnámsgreinum er stuðst viðnýlegar námskrár, í öðrum eru námskrárnar að mótast ífyrsta sinn.Aðalnámskrá er ætlað að styrkja og móta heilsteypt skólastarfbæði innan hvers skóla og almennt í landinu. Námskröfureru skýrar og eiga að vera skiljanlegar öllum sem aðskólastarfi koma. Við gerð námskrár framhaldsskóla hefurverið tekið mið af lögum um skólana og rétti nemenda tilað ákveða sjálfir hvernig námsleiðir þeir velja sér innanhinna mörkuðu námsbrauta.Ný aðalnámskrá gerir ráð fyrir sveigjanleika í starfi einstakraskóla. Á milli skóla og ráðuneytis gildir skólasamningurþar sem innra starf hvers skóla er skilgreint.Allar ákvarðanir um áfanga og námsbrautir eru að lokumstaðfestar með skólasamningi. Skólanámskrár skipta einnigmiklu um framkvæmd aðalnámskrárinnar en litið er á9 9


landið í heild sem skólasvæði á framhaldsskólastigi. Þá erfjarkennsla til þess fallin að auðvelda verkaskiptingu milliskóla.Unnið hefur verið að endurskoðun aðalnámskráa leikskóla,grunnskóla og framhaldsskóla síðan haustið 1996.Meginatriðin voru kynnt almenningi undir kjörorði nýjuskólastefnunnar, Enn betri skóli. Samráð hefur verið haftvið stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök. Meira en tvöhundruð kennarar hafa lagt hönd á plóginn. Við verklokeru öllum þátttakendum í verkinu færðar einlægar þakkir.Við aldarlok hefst nýr kafli í íslenskri skólasögu. Skólarnirganga inn í nýja öld á nýjum og traustum grunni. Nemendurgeta treyst því að í skólagöngu þeirra verður samfellaog stígandi.Með því að halda í heiðri gildin, sem hafa reynst okkurÍslendingum farsælust, getum við nýtt okkur tækifæribreytinganna best. Skólarnir hafa vaxið úr jarðvegi kristinssiðgæðis og sögu okkar, þær rætur mega aldrei slitna.Minnumst þess að menntun er auður sem aldrei verður fráneinum tekinn. Markmiðið er að sem flestir Íslendingarhljóti sem besta menntun.1010Björn Bjarnasonmenntamálaráðherra


HLUTVERK OG MARKMIÐFRAMHALDSSKÓLAFramhaldsskólinn tekur við að loknum grunnskóla og erhonum gert að sinna öllum nemendum hvernig svo semundirbúningi þeirra úr grunnskóla er háttað. Framhaldsskólumber að búa nemendur sína undir líf, starf og frekaranám. Skólarnir gegna því veigamiklu hlutverki hvaðvarðar almenna menntun og félagslegt uppeldi nemendaauk þess sem þeir skulu vera vettvangur fyrir kynninguþjóðlegra og alþjóðlegra menningarverðmæta. Í námskránnieru meginmarkmið framhaldsskólans skilgreinden þau eru síðan útfærð nánar í skólanámskrám og störfumeinstakra skóla.Þessum markmiðum verður því aðeins náð að skólinnbjóði fjölbreytt nám þannig að allir nemendur geti fundiðþar eitthvað við sitt hæfi.Í skólanámskrá skulu skólar gera grein fyrir því með hvaðahætti þeir hyggist ná þeim markmiðum sem að framan erunefnd og hvernig þeir hyggist gegna hlutverki sínu sbr. 2.gr. laga um framhaldsskóla.Samkvæmt þeirri grein laganna er hlutverk skólanna að- stuðla að alhliða þroska nemenda svo að þeir verðisem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi- búa nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám- efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraustog umburðarlyndi nemenda- þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðumvinnubrögðum og gagnrýninni hugsun13 13


- kenna nemendum að njóta menningarlegra verðmæta- hvetja nemendur til stöðugrar þekkingarleitar, m.a.með því að nýta möguleika upplýsinga- og tölvutækninnarStarfsemi framhaldsskóla þarf að vera sveigjanleg til þessað skólarnir geti mætt nýjungum og breyttum kröfum.Höfuðskylda framhaldsskóla er að veita nemendum góðaalhliða menntun auk þess sem þeim ber að veita nemendummarkvissan undirbúning til starfa og áframhaldandináms í sérskólum eða skólum á háskólastigi.Skólum ber að efla sjálfstraust nemenda, hæfileika þeirratil að taka sjálfstæðar ákvarðanir og bregðast fljótt og skynsamlegavið nýjum og breyttum aðstæðum. Gagnrýninhugsun, heilbrigð dómgreind og verðmætamat ásamtumburðarlyndi leggur grunn að farsæld. Nemendur þurfaað geta látið skoðanir sínar í ljós, vera óhræddir við breytingar,geta tekið áhættu og borið ábyrgð á gerðum sínum.Rækta ber með nemendum hæfileika til að njóta menningarog lista og til að leggja sitt af mörkum á þeimvettvangi.Til að styrkja einstaklinga eiga skólar að bjóða fram námsem auðveldar þeim að átta sig á eigin stöðu í nútímasamfélagi.Þessar skyldur skólans falla undir hugtakið lífsleikniog miða að því að búa nemendur undir líf og starf ílýðræðisþjóðfélagi með því að dýpka skilning þeirra ásamfélaginu, svo sem sögulegum forsendum, atvinnuháttum,menningu, náttúru, fjölskylduábyrgð, fjármálaskyldum,einstaklingsskyldum og rétti.1414Skólar skulu leitast við að stuðla að sjálfstæði nemenda. Íþessu skyni þurfa skólar að leggja áherslu á þverfaglegtnám og ýmsa færniþætti. Hér er m.a. um að ræðafrumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, greiningarhæfni,samstarfshæfni og hæfileika til tjáskipta í mæltu og rituðumáli.


Skólum ber að gæta jafnréttis nemenda til náms. Þetta felstm.a. í því að bjóða nemendum nám og kennslu við hæfi oggefa þeim tækifæri til að spreyta sig á viðfangsefnum aðeigin vali eftir því sem við verður komið. Hér er ekki áttvið sömu úrræði fyrir alla nemendur heldur sambærilegog jafngild tækifæri. Verkefnin skulu höfða jafnt til pilta ogstúlkna, nemenda í dreifbýli og þéttbýli, fatlaðra sem ófatlaðranemenda. Eitt mikilvægasta úrlausnarefnið í þessusambandi er að finna leiðir til að koma til móts við ólíkagetu og ólík áhugamál nemenda, þ.e. að veita nemendummenntun við hæfi hvers og eins.Hvað varðar skólagöngu fatlaðra nemenda skulu skólarleitast við að gera þeim kleift að stunda nám með öðrumeftir því sem kostur er. Fatlaðir nemendur skulu því eigaþess kost að nýta sér það nám sem er í boði á almennumnámsbrautum skólans með þeirri aðstoð sem þeir þurfa ogskólar geta veitt en einnig skal boðið upp á nám á sérstökumnámsbrautum þar sem kennsla og viðfangsefnimiðast við fötlun þeirra.Hinar öru breytingar, sem nú eiga sér stað á öllum sviðumsamfélagsins, gera það að verkum að gildi símenntunareykst stöðugt. Það er því mikilvægt að nemendum verðigert ljóst að menntun er æviverk. Með símenntun er vísaðtil þess að menntun og þjálfun séu órjúfanlegir þættirstarfsferils hvers einstaklings og óhjákvæmileg forsendafyrir virkri þátttöku hans í lýðræðislegu samfélagi menntaog menningar. Námshvatning, sjálfstæði í vinnubrögðum,gagnrýnin hugsun, frumkvæði og almennur áhugi á þróunþjóðfélagsins eflir skilning nemenda á því að þeir verða aðlaga sig að breyttum kröfum og nýjum aðstæðum með þvíað nýta sér fræðslu og þekkingu.Við skipulagningu skólastarfs er aðlögun að náms- ogkennslutækni meðal flóknustu og brýnustu verkefna. Upplýsingatæknihefur skapað nýjar og spennandi forsendur15 15


fyrir öflun og miðlun þekkingar. Mikilvægt er að finnaskynsamlegar og árangursríkar leiðir til að nýta þessatækni sem best í þágu nemenda. Skólar skulu stefna að þvíað gera upplýsingatækni að verkfæri í öllum námsgreinum.Jafnframt þarf að búa nemendur undir það að nýta sértæknina og laga sig að breytingum á henni síðar á ævinni.Kennsluaðferðir þurfa að taka mið af breyttu umhverfi ogbreyttum áherslum á hverjum tíma. Góðir kennsluhættirvekja áhuga nemenda til náms en gera þá ekki að óvirkumþiggjendum. Kennsluhættir mega ekki vera einhæfir ogsamræmi verður að vera á milli þeirra og skólastefnunnarsem skólinn leitast við að framfylgja. Sjálfstraust nemendaverður ekki eflt nema með hæfilegri ögrun. Kynnist þeirekki ögrun sem felst í samkeppni og námsaga býr skólinnþá ekki nægilega vel undir kröfur daglegs lífs og vinnumarkaðarins.Miklu máli skiptir að allir nemendur fái tækifæri til að leggjastund á það nám sem hentar áhuga þeirra, getu og framtíðaráformum.Brottfall nemenda úr námi hefur verið tiltölulegamikið hér á landi miðað við það sem gerist og gengur ínágrannalöndum okkar. Skólar skulu því leitast við að dragaúr brottfallinu m.a. með skýrari námskröfum til nemenda,aukinni upplýsingamiðlun um námskröfur og störf og fjölbreyttaranámsframboði, ekki síst starfsnáms.Sjálfræðisaldur nemenda er nú 18 ár. Í þessu sambandi erþví mikilvægt að foreldrar eða forráðamenn nemenda, semeru yngri en 18 ára, fái sem gleggstar upplýsingar umskólastarfið þannig að þeir eigi þess kost að fylgjast meðnámsgengi barna sinna og öðlist þannig tækifæri til aðstuðla að farsælli skólagöngu þeirra.1616Skil milli almennrar menntunar og starfsmenntunar verðastöðugt óljósari. Hefðbundin starfsmenntun verður fræðilegriog fræðileg menntun nýtist sífellt meira á hagnýtan


hátt. Bóknám og verknám ber að þróa samhliða en ekkisem andstæður. Leiðum starfsnámsnemenda inn í skóla áháskólastigi mun fjölga jafnframt því sem kröfur til þeirraverða skilgreindar með skýrari hætti.Skólar skulu stuðla að þessari þróun með uppbyggingustyttri námsbrauta í samráði við starfsgreinaráð. Fjölgunstarfsnámsbrauta stuðlar að auknum samskiptum skóla ogatvinnulífs og samstarf þessara aðila við mótun námskrafnabætir samskipti þeirra.Á síðustu árum hefur verið unnið að því að auka og eflasamvinnu skóla, einkum í dreifbýli. Markmið samstarfsinser að nýta það besta sem hver skóli hefur upp á að bjóða ogstuðla að hagkvæmu framboði náms á viðkomandi svæði.Fjarkennsla skapar auknar forsendur fyrir slíku samstarfiskóla. Fjarkennsla rýfur ekki aðeins landfræðilega einangrunheldur gefur hún kost á sveigjanleika í menntunsem erfitt er að koma við í hefðbundnu skólastarfi. Fjarkennslaeykur möguleika dreifbýlisins til að bjóða upp ásérhæfða námsáfanga og gerir þeim jafnvel kleift að nýtasér aðgang að þekkingu í öðrum löndum á markvissanhátt. Samvinna skóla af þessu tagi gerir það mögulegt aðnýta betur námsframboð í landinu. Þetta þýðir að litið er ánámstilboð framhaldsskólans sem eina heild. Nemandi íeinum skóla getur því lagt stund á nám í öðrum skóla efnámsáfangi, sem hann óskar að leggja stund á, er ekki íboði í viðkomandi skóla.Ein mikilvæg forsenda þess að skólar geti unnið markvisstað settum markmiðum og í samræmi við gildandi skólastefnuer virk gæðastjórnun innan hvers skóla. Skýr markmiðog mat á þeim leiðum, sem skólinn velur að fara ístjórnun og kennslu, eru mikilvægir þættir í gæðastjórnunhvers skóla. Það eru einkum fjögur tæki sem skólar hafayfir að ráða í þessu tilliti: aðalnámskrá, skólanámskrá,námsmat og sjálfsmatskerfi.17 17


1818Öllum skólum er skylt að taka upp formlegt sjálfsmat. Tilgangursjálfsmatsins er að leggja grunn að sívirku umbótastarfií hverjum skóla. Skólum er frjálst að innleiða þærsjálfsmatsaðferðir sem þeir telja henta starfseminni svofremi sem um viðurkenndar sjálfsmatsaðferðir er að ræða.Gerð er sú krafa til sjálfsmats að það sé formlegt, að fyrirliggi lýsing á aðferðinni, að matið nái til allra þátta skólastarfsinsog að það sé byggt á markvissri upplýsingaöflunum skólahaldið.


UPPBYGGING NÁMS –NÁMSLEIÐIRForsendurÍ lögum um framhaldsskóla segir að innihald og uppbyggingnáms skuli miðast við lokatakmark viðkomandinámsbrautar sem þýðir að innihald og lengd námsbrautatekur mið af þeim markmiðum sem liggja brautinni tilgrundvallar. Námsbrautir framhaldsskólans eru því fjölbreytilegriog sérhæfðari en verið hefur bæði hvað varðarinnihald og lengd náms. Lengd námsbrauta getur þannigverið frá einni önn upp í fjögur ár og áherslur bæði fræðilegarog hagnýtar, allt eftir markmiðum námsins.Nemendur, sem eru að hefja framhaldsskólanám, eru ólíkirhvað varðar undirbúning, þroska, áhugamál og námsgetu.Námsskipulag framhaldsskólans miðast m.a. við þessarólíku þarfir og leitast verður við að tryggja að hver einstaklingurfinni nám við hæfi og að hann geti ráðið námshraðasínum að svo miklu leyti sem við verður komið.Flestir framhaldsskólar starfa eftir svonefndu áfangakerfisem leyfir tiltölulega mikinn sveigjanleika hvað varðar tilhögunnáms en nokkrir skólanna starfa eftir bekkjarkerfiþar sem kennslutilhögun er í fastara formi og sveigjanleikiekki eins mikill. Nemendur eiga því val milli þessaratveggja kerfa en mismunandi er hvað nemendum hentar íþessu efni. Í báðum tilvikum er lögð er áhersla á að námiðverði samfellt, markvisst og hæfilega sérhæft.Með því að auka hlut sérgreina og kjörsviðs verður sérnámhærra hlutfall af námi til lokaprófs. Nemendur hljóta haldgóðaalmenna menntun í íslensku, erlendum tungumálumog hagnýtingu upplýsingatækni í öllum greinum. Með19 19


þessum áherslubreytingum er stefnt að því að gera undirbúningnemenda til áframhaldandi náms betri og markvissari.Þekking, sem aflað hefur verið utan hins hefðbundnamenntakerfis, verður í auknum mæli metin jafngild námi áframhaldsskólastigi. Þetta verður t.d. gert með fjölgunstöðuprófa og víðtækum rétti nemenda til að þreyta þau.Þannig gefst nemendum kostur á að sanna hæfni sína í einstökumgreinum eða á tilteknum starfssviðum og flýtafyrir sér í námi ef þeir standast settar kröfur.Námsefni framhaldsskóla er skipt í áfanga og er hveráfangi hæfilegur til kennslu í eina önn. Markmið og innihaldhvers áfanga er skilgreint í aðalnámskrá. Hver áfangigefur tiltekinn fjölda eininga miðað við að honum hafi veriðlokið með fullnægjandi árangri. Einingafjöldi áfanga erskilgreindur í aðalnámskrá. Miðað er við að nemandi ífullu námi ljúki 18 einingum á önn eða því sem næst.NámsskipanFyrirkomulag náms og kennslu á framhaldsskólastigigetur verið breytilegt eftir skólum. Flestir starfa eftiráfangakerfi en aðrir eftir bekkjarkerfi. Allir skólar starfa þósamkvæmt sömu námskrá, aðalnámskrá framhaldsskóla.Námið er skipulagt eftir námsbrautum og í brautarlýsinguer kveðið á um markmið og inntak námsins.2020Í námskránni er námsefni skipt upp í áfanga þannig aðhver áfangi henti til kennslu í eina önn og fá nemendur tiltekinnfjölda eininga fyrir hvern áfanga sem þeir ljúka meðfullnægjandi árangri. Áfangar eru merktir eftir ákveðnukerfi með þremur bókstöfum og þriggja stafa tölu. Fyrstatalan segir til um hvar í röðinni áfangi er innan námsgreinar,önnur talan greinir að áfanga með sama undanfara ogþriðja talan tilgreinir einingafjölda áfangans.


Í skólum, sem starfa eftir áfangakerfi, mynda þeir nemendursem leggja stund á sama áfanga, námshóp eða hópaen í skólum sem starfa eftir bekkjarkerfi er hverjum árgangiskipt í bekki og leggja allir nemendur sama bekkjar stund ásama nám í öllum greinum að valgreinum undanskildum.Skólaárinu er skipt í tvær annir, haustönn og vorönn, ogeru þær um það bil jafnlangar. Í skólum, sem starfa eftiráfangakerfi, er hægt að hefja nám og ljúka námi á hvorriönninni sem er.Skólar, sem starfa eftir áfangakerfi, skipuleggja starfið tileinnar annar í senn en bekkjarskólar til eins árs í senn. Ískólum, sem starfa eftir bekkjarkerfi, er fyrsta námsáriðyfirleitt sameiginlegt fyrir alla og í flestum tilvikum eraðeins val milli frönsku og þýsku sem þriðja tungumáls.Í greinanámskrám eru flestir áfangar skilgreindir semþriggja eininga áfangar. Skólum er þó heimilt að fengnusamþykki menntamálaráðuneytisins að skipuleggjanámið með öðrum hætti ef þess er gætt að markmið námsinsbreytist ekki.NámsbrautirBóknám til stúdentsprófsBóknámsbrautir til stúdentsprófs eru þrjár og skiptist námiðí kjarna, kjörsvið og frjálst val. Nám í kjarna er að mestu leytisameiginlegt fyrir brautirnar þrjár og í flestum tilvikum eraðeins skilgreind ein útgáfa af hverjum áfanga í námskránni.Þó eru skilgreindir sérstakir áfangar í stærðfræði fyrir málabrautog félagsfræðabraut og geta skólar því boðið nemendumá þessum brautum kennslu í samræmi við markmiðnámsins ef þeir kjósa svo og hafa aðstöðu til þess. Að öðruleyti er það ákvörðun einstakra skóla hvort áherslur íkennslu verða að einhverju leyti breytilegar eftir brautum.21 21


Skipulag kjarna á bóknámsbrautum er sem hér greinir:NámsgreinMála-Náttúrufræði-Félagsfræða-brautbrautbrautÍslenska151515Stærðfræði6156Danska/norska/sænska966Enska15912Þriðja mál151212Fjórða mál9Félagsfræði336Landafræði3Saga669Samfélagsgreinarskv. ákvörðun skóla9Náttúruvísindi999Eðlisfræði3Efnafræði3Jarðfræði3Líffræði3Íþróttir888Lífsleikni333Samtals9898982222Nám á kjörsviði nemur samtals 30 einingum. Kjörsviðiðfelur í sér sérhæfingu á viðkomandi námssviði í samræmivið lokamarkmið brautarinnar. Fyrir hverja braut eru skilgreindarnokkrar námsgreinar sem nemandinn getur valið.Nemandinn velur a.m.k. þrjár greinar á viðkomandi kjörsviðiog teljast þær vera kjörsviðsgreinar hans. Hann geturþannig bætt við sig námi í grein/greinum sem hann hefurtekið í kjarna eða tekið nýja grein eða greinar. Samanlagtnám í kjörsviðsgrein í brautarkjarna og á kjörsviði má þóaldrei vera minna en 9 ein. í hverri grein.


Auk þess getur nemandi tekið allt að 12 ein. nám á kjörsviðumannarra brauta en þeirrar sem hann stundar nám á.Þannig getur t.d. nemandi á náttúrufræðibraut tekið allt að12 ein. á kjörsviði málabrautar eða kjörsviði félagsfræðabrautar.Reglan um 9 ein. lágmark í grein gildir einnig íþessu tilviki.Skólar geta skipulagt kjörsvið að eigin vild innan þessramma sem hér er tilgreindur og þeim er ekki skylt aðbjóða fram allar greinar sem taldar eru á hverju kjörsviði. Íþessu felst að skóli getur ákveðið kjörsviðsgreinar og fjöldaáfanga í hverri grein.Kjörsviðsgreinar námsbrauta eru þessar:MálabrautNáttúrufræðibrautFélagsfræðabrautDanska/norska/sænskaEnskaFranskaÍslenskaLatínaSpænskaStærðfræðiÞýskaTungumál skv. valiskólaEðlisfræðiEfnafræðiJarðfræðiLandafræðiLíffræðiStærðfræðiTölvufræðiFélagsfræðiFjölmiðlafræðiÍslenskaLandafræðiRekstrarhagfræðiSagaSálarfræðiStærðfræðiUppeldisfræðiÞjóðhagfræði23 23


Starfsnám og viðurkennt listnám á framhaldsskólastigi mámeta til kjörsviðs á bóknámsbrautum. Slíkt nám geturkomið í stað allt að 12 eininga á kjörsviði auk þess semnemandi getur nýtt frjálsa valnámið í sama tilgangi. Nemandigetur því fengið allt að 24 einingar metnar á þennanhátt sem hluta af námi til stúdentsprófs.Starfsnám, sem kemur til álita í þessu skyni, er nám á framhaldsskólastigisem nemandi hefur lokið með fullnægjandiárangri og á sér eðlilegt framhald í sérskólum eða í skólumá háskólastigi.Listnám, sem meta má til kjörsviðs, er nám á framhaldsskólastigiskv. námskrá eða hliðstætt nám við sérskóla. Íbáðum tilvikum er miðað við að nemandi hafi lokið náminumeð fullnægjandi árangri.Nám í frjálsu vali nemur alls 12 einingum. Frjálst val gefurnemanda möguleika á að kynna sér greinar sem ekki tilheyraþví námssviði sem hann hefur valið sér. Einnig geturnemandi notað frjálsa valið til að bæta við kjörsvið sitt.Bjóði viðkomandi skóli ekki upp á þær greinar sem nemandióskar sérstaklega að taka er sá möguleiki fyrir hendiað taka þær við annan skóla, t.d. í fjarnámi.ListnámListnámsbraut er skilgreind sem þriggja ára námsbraut ogveitir hún m.a. undirbúning til frekara náms í listgreinumí sérskólum eða skólum á háskólastigi. Unnt er að velja umfjórar listgreinar, þ.e. dans, hönnun, myndlist og tónlist. Ásviði hönnunar verða skilgreind kjörsviðin margmiðlunarhönnun,almenn hönnun og handverkshönnun.2424


Skipulag kjarna á listnámsbraut er sem hér greinir:NámsgreinListnámsbrautÍslenskaStærðfræðiDanska/norska/sænskaEnskaFélagsfræðiSagaNáttúruvísindiListgreinarÍþróttirLífsleikni9366333963Samtals51Nám á kjörsviði nemur 45 einingum og getur nemandivalið milli ólíkra listgreina, sbr. það sem áður er sagt.Námið fer annaðhvort fram í viðkomandi framhaldsskólaeða viðurkenndum listaskóla. Nemendur, sem þess óska,geta bætt við sig námi í bóklegum greinum og aflað séralmennra réttinda til náms á háskólastigi.Nám í frjálsu vali er samtals 9 einingar. Um þetta námgildir það sama og áður er sagt um frjálst val á bóknámsbrautum.Nemendur, sem þess óska, geta bætt við sig námi í völdumgreinum ef þeir óska að ljúka stúdentsprófi og öðlast rétt tilnáms á háskólastigi í tilteknum greinum eða á tilteknusviði. Viðbótarnám til stúdentsprófs ræðst af inntökukröfumsem settar eru í því háskólanámi sem nemandinnstefnir að og öðrum markmiðum sem hann setur sér.25 25


StarfsnámStarfsnám er mjög fjölbreytt og breytilegt að því er varðarskipulag, umfang og inntak. Námið er verklegt og bóklegtog fer yfirleitt fram í skóla og á vinnustað. Hlutfallið milliverknáms og bóknáms er breytilegt eftir námsbrautum.Sama má segja um vægi náms í skóla og á vinnustað.Dæmi er um starfsnám sem tekur aðeins eina önn en annaðtekur fjögur ár eða jafnvel lengri tíma.Í grófum dráttum má skipta starfsnámi í tvo flokka. Í fyrstalagi er nám sem leiðir til lögverndaðra starfsréttinda. Þettagildir t.d. um nám á heilbrigðissviði og iðnnám. Í öðru lagier um að ræða nám sem veitir undirbúning til skilgreindrastarfa án þess að um sé að ræða lögvernduð starfsréttindi.Um þessar mundir er unnið að endurskoðun á skipulagiog framboði starfsnáms, skv. ákvæðum laga nr. 80/1996,þannig að það sem sagt er hér á eftir miðast að mestu viðnúverandi skipan námsins. Nýjar og breyttar námskrárverða kynntar og gefnar úr jafnóðum og þær eru tilbúnar.2626Nám í löggiltum iðngreinumÞeir sem óska að leggja stund á nám í löggiltum iðngreinumhafa um þrjár leiðir að velja. Þeir geta- gert námssamning við iðnmeistara og lokið almennubóknámi og fagbóklegu námi frá iðnmenntaskóla skv.námskrá viðkomandi iðngreinar- innritast í grunndeild í iðnmenntaskóla eða fjölbrautaskólaþar sem námið tekur eitt til tvö ár; þegar námi ígrunndeild er lokið gerir nemandinn námssamning viðiðnmeistara um starfsþjálfun í atvinnulífinu og lýkurnámi að öðru leyti sbr. ofanritað- innritast í grunndeild í iðnmenntaskóla eða fjölbrautaskóla;þegar námi í grunndeild er lokið getur nemandinninnritast í verknámsdeild iðnnáms í sama skóla eðaöðrum; nemendur á verknámsbrautum gera einnignámssamning við iðnmeistara um starfsþjálfunarþáttnámsins


Þegar nemendur hafa lokið námi í skóla og námssamningihjá iðnmeistara gangast þeir undir sveinspróf og standistþeir prófið hafa þeir rétt til starfa í viðkomandi iðngrein.Að loknu sveinsprófi eiga nemendur kost á að fara ímeistaraskóla og ljúka þaðan prófi sem veitir þeim rétt tilað taka að sér stærri verk, starfa sem verktakar og hafanemendur á námssamningi.Annað starfsnámÞeir sem óska að leggja stund á annað starfsnám þurfa aðinnritast í skóla þar sem viðkomandi nám er í boði. Námiðfer að mestum hluta fram í skólanum en auk þess er starfsþjálfuná vinnustað oftast hluti námsins. Nemendur getainnritast í sumt starfsnám strax að loknu námi í grunnskólaen í öðrum tilvikum þarf nemandinn að ljúka tilteknualmennu námi í framhaldsskóla áður en hann getur innritastí viðkomandi starfsnám. Nánari upplýsingar er aðfinna í námskrá fyrir námið.Í námskrám fyrir einstakar starfsnámsbrautir verður skilgreintviðbótarnám sem undirbýr nemendur undir framhaldsnámí sérskólum eða á háskólastigi á sama eða skyldunámssviði og þeir hafa stundað nám á.Almenn námsbrautNemendur, sem ekki hafa gert upp hug sinn varðandiáframhaldandi nám í framhaldsskóla, og nemendur, semlokið hafa grunnskólaprófi en uppfylla ekki skilyrði til inngönguá lengri námsbrautir framhaldsskólans, geta innritastá almenna námsbraut. Markmið námsins er að veitagóða undirstöðu í kjarnagreinum og jafnframt að gefanemendum tækifæri til að glíma við fjölbreytileg viðfangsefnií list- og verknámi. Námið getur tekið eitt til tvö ár ogmiðast við þarfir viðkomandi nemenda og möguleikaviðkomandi skóla til að koma til móts við þær þarfir. Ínámskránni verður þetta nám ekki skilgreint sérstaklega27 27


heldur hverjum skóla fyrir sig gert að skipuleggja það ogskilgreina í skólanámskrá. Framhaldsskólar geta þvímarkað sér sérstöðu með framboði sínu á námi á almennrinámsbraut. Æskilegt er að þeim nemendum, sem hér eigahlut að máli, standi til boða góð náms- og starfsráðgjöf.Ekki verða skilgreind sérstök inntökuskilyrði í það námsem hér um ræðir. Skólameistari ber ábyrgð á innritun ínámið svo og brautskráningu nemenda.Sem dæmi um mismunandi þarfir nemenda verða nefndhér þrjú dæmi.- Nemandi fullnægir ekki skilyrðum til að innritast á náttúrufræðibrauten vantar tiltölulega lítið á. Þessi nemandiþarf að fá tækifæri til að bæta kunnáttu sína í bóklegumgreinum og takist það að mati viðkomandi skólagetur hann innritast á náttúrufræðibraut og hafið þarnám.- Nemandi hefur náð mjög slökum árangri á grunnskólaprófiog hefur fremur neikvæða sjálfsmynd. Þessinemandi hefur sennilega mesta þörf fyrir öfluga ráðgjöfauk þess sem hann þyrfti að fá tækfæri til aðspreyta sig á nýjum viðfangsefnum á sviði list- eðaverknáms auk nokkurs bóknáms í samræmi við undirstöðuhans.- Nemandi hefur náð þokkalegum árangri á grunnskólaprófi.Hann fullnægir ekki inntökuskilyrðum á allarnámsbrautir framhaldsskóla og veit ekki hvert skalstefna. Þessi nemandi þarf á náms- og starfsráðgjöfað halda, auk þess sem hann þarf e.t.v. að kynnastfrekar ýmsum námssviðum og vinnubrögðum, svosem innan list- og verknáms eða upplýsingatækni,ásamt því að bæta við sig námi í tilteknum bóklegumgreinum.2828


Nám fyrir fatlaða nemendurKennsla fatlaðra nemenda byggist á rökstuddri námsáætlunfyrir nemendahóp eða einstakling. Námsáætluninskal byggð á meginmarkmiðum aðalnámskrár framhaldsskólaog upplýsingum um þarfir nemenda og mati á stöðuþeirra í námi og þroska. Tilgreind skulu langtíma- ogskammtímamarkmið með kennslunni.Fatlaðir nemendur skulu stunda nám með öðrum nemendumskóla eftir því sem tök eru á.Heimilt er að setja á fót sérdeildir (námsbrautir) fyrirþroskahefta nemendur. Þess skal þó gætt að þeir einangristekki heldur skal leitast við að tryggja eðlilegan samgangmilli allra nemenda. Miðað er við að nemendum í sérdeildumstandi til boða eins til fjögurra ára nám.Nám fyrir nemendur með takmarkaða kunnáttu í íslenskuNemendur, sem hafa annað móðurmál en íslensku, ogíslenskir nemendur, sem hafa dvalið lengi erlendis og hafaþar af leiðandi takmarkaða kunnáttu í málinu, geta sótt umað stunda nám í íslensku samkvæmt sérstakri námskrásem ætluð er þessum nemendum. Sama gildir um heyrnarlausanemendur.Hafi viðkomandi nemandi dvalið utan Norðurlanda þágetur hann sótt um að taka annað tungumál í staðinn fyrirNorðurlandamál.29 29


UM STOFNUN OG REKSTURNÁMSBRAUTA VIÐFRAMHALDSSKÓLASkóli, sem óskar að hefja rekstur námsbrautar sem ekkihefur áður verið starfrækt við skólann eða koma á fót nýrrinámsbraut sem ekki er skilgreind í námskrá, skal hagaundirbúningi eins og hér greinir eftir því sem við á.Stofnun nýrra námsbrauta er háð samþykki menntamálaráðherra.Óski skóli að bjóða fram nám sem skilgreint er í aðalnámskráframhaldsskóla og hann hefur ekki starfrækt áðurskal hann senda menntamálaráðuneytinu umsókn þar semfarið er fram á heimild til að starfrækja námið. Í umsókninniskal gerð grein fyrir því hvers vegna óskað er eftir þvíað hefja starfrækslu viðkomandi námsbrautar, hver þörfiner fyrir námið í þeim landshluta þar sem skólinn starfar,hver eftirspurnin er eftir náminu og hvaða aðstöðu skólinnhefur til að bjóða námið fram. Sé um starfsnám að ræðaskal haft samráð við aðila atvinnulífs í viðkomandi landshluta.3030Tillaga að stofnun nýrrar námsbrautar skal send menntamálaráðuneytinu.Í umsókn skal gerð grein fyrir tilgangiog meginmarkmiðum brautarinnar, helstu hugmyndumum inntak námsins, tengslum við aðrar brautir, námsskipan,lengd námsins og stöðu nemanda að loknu námi hvaðvarðar réttindi til starfa eða möguleika til áframhaldandináms. Náminu skal skipt í brautarkjarna, kjörsvið og frjálstval, eftir því sem við á. Þá skal gerð grein fyrir ástæðumþess að farið er fram á stofnun brautarinnar og hver sévæntanlegur starfs- og rekstrargrundvöllur, þ.e. hver


þörfin sé fyrir umrætt nám, áætluð eftirspurn eftir náminu,heppileg hópastærð í kennslu og hvaða aðstaða þurfi aðvera fyrir hendi í viðkomandi skóla.Æskilegt er að fram komi upplýsingar um samráðs- ogsamstarfsaðila á undirbúningsstigi málsins, hverjir þeirvoru, hvernig samstarfinu var háttað og niðurstöður þess.Með umsókn um stofnun og rekstur námsbrauta skal leggjafram sundurliðaða áætlun um stofn- og rekstrarkostnað.31 31


INNTÖKUSKILYRÐIInntökuskilyrði fela í sér að nemandi þarf að hafa náð tilteknumlágmarksárangri í vissum greinum til að geta innritastá námsbrautir framhaldsskóla aðrar en almennabraut. Við ákvörðun inntökuskilyrða er tekið tillit til námsárangursbæði á samræmdum prófum og skólaprófum.Miðað er við að einkunnir á samræmdum prófum verði íþessum tilgangi umreiknaðar í staðaleinkunnir, þannig aðeinkunn nemandans sýni stöðu hans gagnvart öðrumnemendum. Við mat á umsóknum verður miðað við svokallaðaviðmiðunareinkunn í einstökum greinum, sem ermeðaltal staðaleinkunnar á samræmdu prófi og skólaeinkunnar.3232Á þessum forsendum eru sett eftirfarandi inntökuskilyrði:- Allir þeir sem lokið hafa námi grunnskóla eiga rétt á aðhefja nám í framhaldsskóla.- Allir þeir sem lokið hafa námi í grunnskóla en hafa ekkiþreytt samræmd grunnskólapróf eða uppfylla ekki inntökuskilyrðiannarra brauta eiga kost á að hefja nám ísérdeild eða á almennri braut. Á almennri námsbrautgeta nemendur m.a. valið stutt, hagnýtt nám sem veitirundirbúning til skilgreindra starfa, nám sem gefurþeim kost á að bæta fyrri námsárangur í bóklegumgreinum þannig að þeir geti hafið nám á námsbrautumsem gera kröfur um góðan undirbúning í einstökumnámsgreinum, svo og nám sem nemendur skilgreinasjálfir í samræmi við áhugamál sín í samstarfi viðnámsráðgjafa.- Nemandi, sem lokið hefur skyldunámi í samræmi viðákvæði aðalnámskrár grunnskóla, þ.m.t. samræmdumprófum a.m.k. í íslensku og stærðfræði og fengið tilskildalágmarkseinkunn eða hærri viðmiðunareinkunn í


þessum greinum, getur innritast á skilgreindar brautirframhaldsskólans svo fremi að ekki séu gerðar viðbótarkröfurum árangur í öðrum greinum. Stefnt er að þvíað eftir eins til tveggja ára grunnnám á skilgreindusviði starfsnáms verði haldin próf til þess að ákvarðaum frekara nám nemanda.- Til að hefja nám á bóknámsbraut framhaldsskóla þarfnemandinn að uppfylla kröfur um viðmiðunareinkunn íákveðnum lykilgreinum sem tilgreindar eru fyrir hverjabraut. Til að hefja nám á málabraut þarf nemandinn aðhafa hlotið tiltekna viðmiðunareinkunn eða hærri einkunní íslensku, ensku og dönsku og tiltekna viðmiðunareinkunneða hærri einkunn í stærðfræði. Á félagsfræðabrautþarf nemandinn að hafa hlotið tiltekna viðmiðunareinkunneða hærri einkunn í íslensku, ensku ogsamfélagsgreinum og tiltekna viðmiðunareinkunn eðahærri einkunn í stærðfræði. Á náttúrufræðibraut þarfnemandinn að hafa hlotið tiltekna viðmiðunareinkunneða hærri einkunn í íslensku, stærðfræði og náttúrufræðiog tiltekna viðmiðunareinkunn eða hærri einkunní ensku.- Til að hefja nám á listnámsbraut þarf nemandinn aðhafa fengið ákveðna viðmiðunareinkunn í íslensku ogstærðfræði ásamt því að hafa lagt stund á listnám ígrunnskóla eða sérskóla með fullnægjandi árangri aðmati viðtökuskóla eða sýnt með öðrum hætti að námiðhenti honum.- Skólameistari getur heimilað nemanda, sem uppfyllirekki inntökuskilyrði brautar, að hefja nám á viðkomandinámsbraut ef hann telur líkur á því að nemandinnstandist þær kröfur sem gerðar eru um námsárangurá brautinni enda hafi nemendum, sem uppfylla inntökuskilyrðin,ekki verið hafnað. Auk þess er skólameistaraheimilt skv. 15. gr. laga um framhaldsskóla að veita33 33


nemanda, sem orðinn er 18 ára gamall, inngöngu áeinstakar brautir framhaldsskóla þótt hann uppfylli ekkilágmarkskröfur um námsárangur við lok grunnskóla.- Vilji nemandi tryggja sér rétt til náms á öllum námsbrautumþarf hann að ná viðmiðunareinkunn í öllumnámsgreinum sem prófað er í samræmt við lok grunnskóla.- Inntökuskilyrði skv. framanrituðu taka gildi frá og meðskólaárinu 2001-2002.3434


SKÓLANÁMSKRÁHlutverk skólanámskrárSamkvæmt 22. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla erhverjum skóla skylt að gefa út skólanámskrá. Hún á aðlýsa skólastarfi hvers skóla, sérkennum hans og sérstöðu.Þar skal gerð grein fyrir námsframboði, lengd og inntakinámsbrauta og skiptingu námsgreina á námsannir eðanámsár.Í skólanámskrá útfærir skólinn nánar ýmis almenn og fagbundinmarkmið aðalnámskrár og birtir verklagsreglurskólans. Í skólanámskrá skulu einnig birtar samskipta- ogsiðareglur skólans; þar á meðal annars að birta reglur umsamskipti starfsmanna við aðila utan hans. Einnig skalkveðið á um hvernig tekið skuli á einstökum málum semupp koma.Skólanámskrá er í senn stefnuskrá skólans og starfsáætlun.Hún er unnin af starfsmönnum skólans undir stjórn skólameistaraog er því bindandi fyrir starfsmenn skólans.Inntak skólanámskrárÍ skólanámskrá skulu skólar gera grein fyrir því með hvaðahætti þeir hyggist gegna hlutverki sínu samkvæmt 2. gr.laga um framhaldsskóla, þ.e.a.s. hvernig þeir ætli að„stuðla að alhliða þroska allra nemenda svo að þeir verðisem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi“,sbr. einnig 2. kafla. Þar skal einnig gerð grein fyriráherslum í starfi skólans, kennsluháttum, námsmati ogstjórnunarháttum, náms- og starfsráðgjöf, svo og gæðastjórnun.35 35


Í skólanámskrá skulu settar fram meginhugmyndir og viðmiðvið val kennslu- og námsmatsaðferða og skipulagshátta,val námsefnis o.fl.Við gerð skólanámskrár skal einnig tekið mið af lögum,reglugerðum og reglum eftir því sem efni standa til ognauðsyn krefur, meðal annars um jafnan rétt allra til náms.Í skólanámskrá skal einnig fjallað um stuðning við fatlaðanemendur og þroskahefta.3636Í skólanámskrá skal m.a. fjallað um eftirtalin atriði:- Nánari útfærslu á markmiðum og inntaksþáttum aðalnámskrár,svo og aðlögun þeirra að aðstæðum í viðkomandiskóla, og hins vegar staðbundin markmið ogútfærslu þeirra með hliðsjón af ákvæðum aðalnámskrár.- Sérstök viðfangsefni skólans, svo sem áfengis- ogvímuvarnir, umhverfismennt, jafnréttisfræðslu o.fl.- Skipulag, það er lýsingar námsbrauta, tengsl áfangaog námsgreina, samstarf kennara, sérstakar áherslurí starfi skóla, starfsáætlanir og skipan í námshópa eðabekki.- Skipulag kennslunnar og kennsluaðferðir.- Tilhögun námsmats, reglur sem um það kunna aðgilda, hvers konar vitnisburður er gefinn og á hvaðagrunni hann byggist.- Kennslu og nauðsynlega þjónustu við langveika nemendur.- Almennar skólareglur, byggðar á aðalnámskrá framhaldsskóla.Þar skal einnig fjalla um réttindi og skyldurskóla og nemenda, svo og reglur um skólasókn. Ískólareglum skal kveðið á um umgengni og hegðunnemenda í skóla, á samkomum á vegum skóla og áheimavist. Þar ber einnig að veita upplýsingar um viðurlögvið brotum á skólareglum.- Starfslið skólans, menntun þess og starfsreynslu.


Auk þess skulu birtar í skólanámskrá upplýsingar umýmsa aðra veigamikla þætti skólastarfsins, s.s. skóladagatal,samskipti heimila og skóla, félagslíf, heilsugæslu, aðbúnaðog aðstöðu, samskipti við aðra skóla hérlendis ogerlendis og samstarf við aðila á vinnumarkaði eftir því semvið á. Skólar skulu leitast við að koma upplýsingum umnám og skólastarf á framfæri með aðgengilegum hætti, t.d.með birtingu upplýsinga á heimasíðu.37 37


UM RÉTTINDI OG SKYLDURSKÓLA OG NEMENDAInnritun nemenda og þjónustaNemandi og forráðamaður hans undirrita umsókn umskólavist ef nemandi er yngri en 18 ára. Eldri nemendurundirrita umsóknir sínar einir. Undirritun umsóknar erstaðfesting þess að nemandinn hafi kynnt sér námsfyrirkomulagskólans og muni virða reglur hans um hegðun,ástundun og skólasókn. Skólinn tilkynnir nemandanumeins fljótt og verða má hvort hann fær skólavist eða ekki.Fái nemandi jákvætt svar er greiðsla innritunargjaldsendanleg staðfesting á því að hann muni þiggja skólavistog hlíta reglum skólans.Þjónusta, sem nemendum stendur til boða, auk kennslu,án sérstaks endurgjalds, er eftirfarandi: a) aðgangur aðbókasafni og þjónustu bókasafns- og upplýsingafræðinga,b) þjónusta námsráðgjafa, c) aðstoð og þjónusta umsjónarkennara,d) skólanámskrá og kennsluáætlanir, stundatafla,fjarvistayfirlit og námsferill, e) aðgangur að lesstofu ogtölvuveri.SkólasóknNemendur skulu sækja allar kennslustundir og komastundvíslega til kennslu. Í skólanámskrá skal gerð greinfyrir þeim reglum sem gilda um frávik frá skólasókn. Þarskal m.a. koma fram hvernig veikindi nemenda og önnuróhjákvæmileg forföll eru meðhöndluð. Sömuleiðis skal gerðgrein fyrir viðurlögum við brotum á skólasóknarreglum.3838Fjarvera vegna staðfestra veikinda og/eða læknismeðferðarnemanda útilokar hann ekki frá því að ganga undir prófí lok námsannar eða skólaárs. Leitast skal við að finnaviðunandi leið að námslokum fyrir langveika nemendur.


Nemendum skal gefin einkunn fyrir skólasókn. Skólasóknskal ekki metin til eininga.Skráning nemenda í próf og brottfall frá námiUm leið og nemandi skráir sig í áfanga/bekk samþykkirhann þá tilhögun námsmats sem námsgreininni fylgir ogbirt er í kennsluáætlun/skólanámskrá. Skólar auglýsa fresttil breytinga á skráningu og stundatöflum í byrjun annareða námsárs. Nemandi, sem hyggst hætta í áfanga eðasegir sig úr skóla eftir að frestur til töflubreytinga er liðinn,skal tilkynna skólanum það skriflega og er hann þáskráður hættur. Skólar skulu leitast við að birta próftöfluráður en frestur til breytinga á stundatöflum rennur út.Greinarmunur er gerður á skráningu þeirra sem hættafyrir tilskilinn tíma og hinna sem koma ekki til prófs, uppfyllaekki kröfur símats eða standast ekki prófkröfur.Skólameistari getur veitt undanþágu frá þessum ákvæðumef aðstæður nemanda breytast, t.d. vegna langvarandiveikinda, slysfara eða vegna dauðsfalla í fjölskyldunni.KennsluáætlanirVið upphaf kennslu skulu nemendur fá skriflegar upplýsingarfrá kennara um námsmarkmið viðkomandi námsáfanga,lista yfir námsgögn og kennsluáætlun. Við upphafáfangans skal kynna nemendum tilhögun námsmats ogreglur um framkvæmd þess, komi slíkt ekki fram í skólanámskrá.Hið sama á við um vægi verklegra þátta, ritgerða,munnlegs prófs o.s.frv. í lokaeinkunn. Gera skal sérstakagrein fyrir því með hvaða hætti tekið er tillit til nemendameð sérþarfir.Reglur um námsframvinduEftirfarandi reglur eru til hliðsjónar við skipulag og starfshættiframhaldsskóla. Skólastjórnendur útfæra nánarframkvæmd reglnanna í skólanámskrám.39 39


Gert er ráð fyrir því að aðstæður nemanda séu þannig aðhann geti lokið námi á námsbraut á eðlilegum námshraðaog innan þeirra tímamarka sem skilgreind eru fyrir hverjanámsbraut.Áfangaskólar- Nemandi skal ljúka 9 einingum á önn hið minnsta eðaná fullnægjandi námsárangri í námi sem svarar til 18kennslustunda á viku og telst hann annars fallinn á viðkomandiönn. Skólum er heimilt að víkja frá þessu lágmarkiá fyrstu önn. Skólum er einnig heimilt að miða viðað nemendur ljúki 18 einingum á tveimur önnum. Skólaer ekki skylt að endurinnrita nemanda hafi hann fallið átveimur önnum í röð.- Falli nemandi á önn á hann rétt á að láta þá áfangastanda þar sem hann hefur fengið einkunnina 7 eðahærra.- Nemanda er heimilt að þreyta próf þrívegis í samaáfanga.- Reglulegt nám til stúdentsprófs skal taka 11 annir mestog reglulegt tveggja ára nám 7 annir mest.- Ef fall í einum áfanga í áfangaskóla kemur í veg fyrir aðnemandi geti útskrifast með lokapróf skal leyfa honumað taka upp próf í þeim áfanga í lok sömu annar.- Nemandi, sem fær einkunnina 8 eða meira í námsáfanga,getur sótt um til skólameistara að stunda námí næsta áfanga í greininni án þess að sækja kennslustundir(P-áfangi).- Til að standast próf í áfanga og fá leyfi til að hefja námí eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunn 5. Þó ernemanda heimilt að útskrifast með einkunnina 4 ef umlokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Þessiráfangar gefa ekki einingar.4040


BekkjarskólarTil þess að standast próf í einstökum námsgreinum þarfnemandi að fullnægja eftirtöldum skilyrðum:- Vorannareinkunn a.m.k. 4,0.- Lokaeinkunn, þ.e. meðaltal haustannar- og vorannareinkunnar,að lágmarki 4,0.Til þess að geta flust án frekari skilyrða á milli námsáraþarf nemandi að fullnægja lágmarksskilyrðum um lokaeinkunn,þ.e. 4,0, og aðaleinkunn þarf að vera 5,0 eðahærri.Nemandi í bekkjarskóla, sem hefur aðaleinkunn 5,0 eðahærri í lok skólaárs en hefur hlotið lokaeinkunn undir lágmarkií tveimur greinum, þ.e. undir 4,0, hefur heimild tilþess að þreyta endurtökupróf í námsefni vetrarins við lokskólaárs. Nemandi telst hafa staðist endurtökupróf ef lokaeinkunnhans í námsgreininni er að lágmarki 4,0 og hefurþá öðlast rétt til þess að flytjast milli námsára. Ef nemandier með þrjár lokaeinkunnir eða fleiri undir 4,0 telst hannfallinn á skólaárinu.Nú fellur nemandi á öðru endurtökuprófinu, þá er heimiltað flytja hann milli bekkja einu sinni á námsferlinum efeinkunn hans er ekki lægri er 2 og námsgreinin ekki aðalgreiná námsbraut hans samkvæmt skilgreiningu viðkomandiskóla.Ef skólar kjósa að halda yfirlitspróf/stúdentspróf þá gildireftirfarandi:Nemandi telst hafa lokið stúdentsprófi þegar hann hefurgengist undir lokapróf í öllum námsgreinum sínum ogfullnægt eftirfarandi lágmarkskröfum um einkunnir:- Aðaleinkunn að lágmarki 5,0.- Prófseinkunn í hverri grein ekki lægri en 4. 41 41


Nemandi telst hafa lokið stúdentsprófi þótt tvær prófseinkunnirséu undir ofangreindu lágmarki en þó ekki lægrien 2.Ef fall í einni námsgrein í bekkjarskóla kemur í veg fyrir aðnemandi geti útskrifast með lokapróf skal leyfa honum aðtaka upp próf í þeirri námsgrein í lok skólaársins.Ársáfangakerfi (bundið áfangakerfi)Skólar, sem ekki telja hagkvæmt að skipuleggja skólastarfiðeftir áfangakerfi eða bekkjarkerfi eins og hér hefurverið lýst, geta hagað starfseminni með öðrum hætti, t.d.eftir ársáfangakerfi (bundnu áfangakerfi). Námsefninu erþá skipt niður í áfanga en nemendur fylgjast samt að íbekkjum og skólaárið skiptist í tvö kennslutímabil meðnámsmati í lokin.Skólar, sem skipuleggja starfsemi sína með þessum hætti,skulu leita staðfestingar ráðuneytisins á skipulaginu.Metið nám úr öðrum skólumÞegar nemandi flyst á milli skóla sem starfa skv. aðalnámskráframhaldsskóla og skráir sig þar á tiltekna námsbrauthalda þeir áfangar gildi sínu sem hann hefur lokiðmeð fullnægjandi árangri svo framarlega sem þeir eru skilgreindurhluti af þeirri braut sem hann innritast á. Áfanga,sem kunna að falla utan brautarinnar, má meta sem valgreinarað því marki sem nemur valgreinakvóta viðkomandibrautar.4242Staða nemenda, sem hér eiga hlut að máli, breytist ekki viðþað að þeir flytjist á milli skóla hvað varðar fjölda staðinnaáfanga og fjölda eininga sem þeir hafa áunnið sér. Viðtökuskóliskal því virða sérreglur þess skóla sem nemandinnkemur frá í atriðum sem kunna að hafa áhrif á einingastöðunemandans. Nám úr öðrum skólum er metið meðeinkunn, þ.e.a.s. einkunn flyst með nemandanum.


Heimilt er að láta þess getið á prófskírteini ef nám er metiðúr öðrum skóla.Hafi nemandi stundað nám við skóla sem ekki starfar samkvæmtaðalnámskrá framhaldsskóla ber skólameistariábyrgð á því að hve miklu leyti námið verður metið inn ánýja námsbraut. Við matið skal ekki leita eftir því að fyrranám sé nákvæmlega það sama og skilgreint er í námskráheldur skal leggja áherslu á að athuga hvort ekki sé hægtað meta námið sem jafngilt og hvort nemandinn hafi forsendurtil að ljúka náminu. Leiki vafi á hvernig rétt sé aðmeta nám er rétt að láta nemandann njóta vafans eða vísahonum á að fara í stöðupróf. Þá er vakin athygli á að listeðastarfsnám má meta til kjörsviðs á bóknámsbrautum,sbr. bls. 24.Nemandi, sem stundar umfangsmikla líkamsþjálfun ávegum sérsambands og/eða íþróttafélags, undir stjórn sérmenntaðsþjálfara, íþróttafræðings eða kennara samhliðanámi í framhaldsskóla, getur óskað eftir því að vera undanþeginnvissum áföngum eða áfangahlutum í íþróttum,líkams- og heilsurækt.Fyrir upphaf skólaárs eða námsannar þarf nemandi aðskila til skólans þjálfunaráætlun sem þjálfari viðkomandisérsambands eða íþróttafélags hefur staðfest. Skólameistaritekur ákvörðun um hvort tilefni sé til eða að hvemiklu leyti beri að meta þjálfun íþróttamannsins í námi íviðkomandi áföngum eða áfangahlutum í íþróttakennsluviðkomandi skóla.Að hámarki geta nemendur fengið eina námseiningumetna, vegna þjálfunar sinnar, fyrir hverja námsönn ámeðan þeir eru í námi í framhaldsskóla.43 43


Nám utan skólaSkólameistari getur veitt nemanda heimild til að stundanám sitt utan skóla. Um utanskólanemendur gilda sömunámskröfur og um aðra nemendur skólans. Utanskólanemendurfá að jafnaði ekki að sækja kennslustundir nemaum sé að ræða æfingar sem þeim er skylt að ljúka en þeirskulu standa skil á verkefnum, skýrslum og ritgerðum ísamráði við kennara sem málið varðar. Sumar greinar eruþess eðlis að ekki er hægt að stunda nám í þeim utan skóla.Nánari upplýsingar um möguleika til utanskólanáms veitirviðkomandi skóli.Reykingar og vímuefniReykingar eru óheimilar í húsnæði og á lóð framhaldsskóla.Einnig er öll meðferð og neysla áfengis og annarravímuefna stranglega bönnuð í húsakynnum skóla. Framhaldsskólarskulu móta stefnu í áfengis- og vímuefnavörnumog birta í skólanámskrám sínum.4444


UM NÁMSMAT OG PRÓFPrófTilgangur námsmats er að kanna að hve miklu leyti nemandihefur tileinkað sér markmið aðalnámskrár (skólanámskrár)í viðkomandi grein. Námsmat getur farið frammeð mismunandi hætti eftir ákvörðun skóla. Umfang þessskal þó að jafnaði vera í samræmi við umfang kennslu íviðkomandi grein. Kennarar bera ábyrgð á námsmati ogþeir meta úrlausnir nemenda.Skólar skulu leitast við að leggja fram próftöflu áður enfrestur til breytinga á skráningu í áfanga rennur út. Á samatíma skal auglýsa sjúkrapróf í einstökum námsáföngum.Vægi spurninga skal koma fram á prófverkefni. Kennarieða staðgengill hans í lögmætum forföllum kennara skalkoma á prófstað í skriflegum prófum sem hann stendurfyrir en ef því verður ekki við komið skal vera unnt að ná íhann á meðan á prófi stendur. Ef kennari verður var viðalmenn vafaatriði hjá nemendum í prófi þá skal hanngreiða úr þeim í heyranda hljóði ef aðstæður leyfa. Í skólanámskrámskulu prófreglur útfærðar sérstaklega.Að loknu prófi skulu nemendur eiga þess kost að skoðaprófúrlausnir sínar í viðurvist kennara í síðasta lagi innanþriggja daga frá afhendingu einkunna. Ef fram kemurskekkja í mati eða einkunnagjöf skal slíkt leiðrétt svo fljóttsem verða má og niðurstaðan birt viðkomandi nemandaán tafar.Menntamálaráðuneytið gefur út staðal fyrir prófskírteinitil notkunar í framhaldsskólum.45 45


Veikindi í prófiNemanda, sem veikist og getur þar af leiðandi ekki þreyttpróf, ber að tilkynna um veikindi sín samdægurs til skrifstofuskólans og skila þangað læknisvottorði innan þriggjadaga. Veikist nemandi í prófi ber honum að vekja athygliprófgæslumanns sem skrifar athugasemd um það áprófúrlausn nemandans. Skal læknisvottorði dagsettusamdægurs skilað til skrifstofu skólans.Nemandi, sem hefur orðið fyrir slysi eða veikist á próftímanum,hefur rétt til þess að taka sjúkrapróf enda skili hannlæknisvottorði því til staðfestingar. Sækja skal skriflega umsjúkrapróf eftir þeim reglum sem hver skóli setur sér.Sjúkrapróf skulu haldin innan tveggja vikna frá því að prófvar haldið. Ef nemandi kemst ekki í sjúkrapróf vegna veikindaeða slysfara hefur hann heimild til þess að þreytasjúkraprófið síðar. Hafa skal samráð við nemanda umtímasetningu slíks sjúkraprófs.EinkunnagjöfEinkunnir í framhaldsskólum skulu gefnar í heilum tölumfrá 1 til 10 og skal hafa eftirfarandi til hliðsjónar um merkinguþeirra:Einkunn 10 vísar til þess að 95-100% markmiða var náð- 9 - 85-94% markmiða var náð- 8 - 75-84% markmiða var náð- 7 - 65-74% markmiða var náð- 6 - 55-64% markmiða var náð- 5 - 45-54% markmiða var náð- 4 - 35-44% markmiða var náð- 3 - 25-34% markmiða var náð- 2 - 15-24% markmiða var náð- 1 - 0-14% markmiða var náð4646


Frávik frá prófareglumNemendur, sem eiga við að etja fötlun og/eða sértækanámserfiðleika, þurfa ekki aðeins sérstaka aðstoð í námiheldur er oft óhjákvæmilegt að gera sérstakar ráðstafanirvarðandi próf og annað námsmat og ber skólum að geraþað sem unnt er til þess að koma til móts við þarfir hlutaðeigandinemenda í þessu efni.Fatlaðir og langveikir nemendur, nemendur með lesröskun(lestrar- og skriftarörðugleika) og/eða aðra staðfestaskynjunarörðugleika geta sótt um frávik frá hefðbundnunámsmati. Um er m.a. að ræða sérstaka samsetningu prófa,lengri próftíma, sérhönnuð próf, notkun hjálpargagna, aðstoðí prófum, munnleg próf o.fl. Þá ber einnig að hafa íhuga aðrar aðferðir við að meta námsárangur þessaranemenda heldur en þær sem almennt eru notaðar í skólum.StöðuprófTilgangur stöðuprófa er að gera viðkomandi kleift aðsanna þekkingu sína í tiltekinni grein eða á tilteknu sviði.Með þessum hætti geta nemendur fengið viðurkenndaþekkingu og reynslu sem þeir búa yfir og ekki hefur veriðaflað með hefðbundnum hætti í skóla og stytt þannignámstíma sinn til lokaprófs. Þeir sem ganga undir stöðuprófgreiða sannanlegan kostnað vegna prófanna.Menntamálaráðuneytið felur framhaldsskólum framkvæmdstöðuprófa. Stöðupróf verða haldin a.m.k. einusinni á ári í bóklegum og verklegum greinum eftir því semtilefni er til.Um birtingu einkunnaMeðferð og birtingu einkunna ber að haga í samræmi viðlög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónulegraupplýsinga. Því er skólum óheimilt að birta einkunnir einstakranemenda undir nafni, kennitölu eða öðruskráningarauðkenni sem hægt er að persónugreina nemafyrir liggi skrifleg heimild viðkomandi nemenda.47 47


Varðveisla prófúrlausnaSkólar skulu varðveita allar prófúrlausnir í eitt ár. Að þeimtíma liðnum ber skólameistari ábyrgð á að eyða öllumskriflegum prófúrlausnum. Próftaki getur fengið að sjáprófúrlausn sína ef hann leggur fram beiðni um það innanárs frá því að niðurstöður prófs voru birtar. Einnig geturhann fengið ljósrit af prófúrlausn sinni ef hann óskar þess.Þeir sem þess óska geta fengið afhent eintök af prófverkefnumskóla — eftir að próf í viðkomandi grein hefur veriðþreytt, sbr. upplýsingalög nr. 50/1996.4848


SVEINSPRÓF OGNÁMSSAMNINGARUm námsmat í sveinsprófumUm námsmat í sveinsprófum gildir reglugerð nr. 278/1997um sveinspróf og reglur um uppbyggingu og tilhögunsveinsprófs í hverri löggiltri iðngrein um sig sem menntamálaráðherrasetur samkvæmt 2. gr. fyrrgreindrar reglugerðar.Reglur um styttingu námssamninga- Verknám og starfsþjálfun á vinnustað byggist áákvæðum aðalnámskrár og reglum um vinnustaðanámí viðkomandi starfsgrein. Námið, skipulag þess oglengd starfsþjálfunar er ákveðin í námskrá hverrar iðngreinarum sig, sbr 31. gr. laga um framhaldsskóla nr.80/1996.- Heimilt er að meta starfsreynslu sem iðnnemi hefursannanlega aflað sér í iðngrein þeirri sem hann hyggstleggja stund á ef meistari hans telur kunnáttu og hæfnigefa tilefni til þess. Gengið skal frá slíkri styttingu viðgerð námssamnings. Við mat á vinnu nema fyrir gerðnámssamnings skal haft í huga ákvæði 25. gr. framhaldsskólalagaum að starfsnám skuli mynda semsamfelldasta heild svo að nemendur fái betur skiliðtengsl fræðilegra og hagnýtra þátta. Í samningsbundnuiðnnámi getur slíkt mat því aldrei leitt til þessað nemi teljist hafa lokið verklegri þjálfun sinni áður enskólanám hefst. Sé nám stundað á verknámsbrautskóla verður að taka mið af gildandi námsskipulagiþegar vinna fyrir gerð námssamnings er metin.- Heimilt er að gera opinn samning sem lýkur þegarnemi hefur brautskráðst frá iðnmenntaskóla og lokið49 49


tilskilinni starfsþjálfun í atvinnulífinu. Við útreikninga erutaldar 173 dagvinnustundir á mánuði, 4,33 vikur í mánuðinumog 40 tímar á viku.- Sannanleg vinna með skóla styttir námstíma skv. eftirfarandireglu: Miðað er við að fullt nám í skóla sé 20einingar á önn; nemi í 10 eininga námi á önn fær metna22 klst. vinnu á viku til styttingar á námstíma, nemi í 15eininga námi á önn fær metna 11 klst. vinnu á vikuo.s.frv. Miðað er við að samanlögð vinna (skóli+starf)fari ekki yfir 44 klst. á viku.5050


UNDANÞÁGURUndanþágur frá einstökum námsgreinum eðanámsáföngumFatlaðir nemendur og nemendur með lesröskun (lestrarogskriftarörðugleika) og/eða aðra staðfesta skynjunarörðugleikageta sótt um undanþágu til skólameistara fráeinstökum námsáföngum enda sé fullreynt að mati skólaað nemandinn geti ekki náð tökum á námsefninu vegnaskilgreindra annmarka sem sérfræðingur á viðkomandisviði hefur staðfest. Nemendur skulu þó taka aðra áfanga ístað þeirra sem þeir fá undanþágu frá.Undanþágur fyrir afreksfólk í íþróttumAfreksíþróttamaður telst sá sem valinn hefur verið íunglingalandslið eða landslið viðkomandi íþróttagreinareða sá sem hefur verið valinn til þátttöku og/eða undirbúningsfyrir Norðurlandamót, Evrópumeistaramót,heimsmeistaramót eða Ólympíuleika í sinni íþróttagrein.Þegar staðfesting á fyrirhugaðri þátttöku nemandans ííþróttaverkefnum liggur fyrir er mælt með því að skólastjórnendurgeri sérstakan samning við hann um þærundanþágur sem á þarf að halda, s.s. um skólasóknnemandans, verkefnaskil og próftöku. Viðkomandi sérsamband/landsliðsþjálfari/landsliðsnefndskal leggjafram staðfesta áætlun um þátttöku íþróttamannsins ííþróttaverkefnum fyrir upphaf skólaárs eða námsannar.Komið skal til móts við afreksíþróttafólk á þann hátt aðfjarvera þess á námstíma, vegna keppnis- og/eða æfingaferðalandsliðs í viðkomandi íþróttagrein, reiknast ekki inní skólasóknareinkunn nemandans. Komið skal til móts viðafreksíþróttafólk á þann hátt að fjarvera þess á prófatíma,vegna keppnis- og/eða æfingaferða á vegum landsliðs í51 51


5252viðkomandi íþróttagrein, útiloki ekki nemanda frá því aðgangast undir námsmat í lok skólaárs eða námsannar.Leitast skal við að gefa nemandanum tækifæri til að ljúkaprófum eða lokaverkefnum eftir því sem við verður komið.


UM MEÐFERÐPERSÓNULEGRA UPPLÝSINGAMeðferð gagnaGögn í vörslu skóla, sem hafa að geyma persónulegar upplýsingarum nemendur, skal farið með í samræmi viðákvæði laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferðpersónuupplýsinga og ákvæði upplýsingalaga nr. 59/1996eftir því sem við á. Vakin er sérstök athygli á því að starfsfólkí framhaldsskóla er bundið trúnaði og óheimilt er aðveita persónulegar upplýsingar um nemanda úr skólaskrámán samþykkis þess sem í hlut á og foreldra/forráðamannaef um er að ræða nemanda yngri en 18 ára.Upplýsingaskylda gagnvart foreldrum/forráðamönnumÓski foreldrar/forráðamenn nemanda, sem er yngri en 18ára, eftir upplýsingum frá framhaldsskóla um námsframvindu,skólasókn eða annað sem tengist barni þeirrasérstaklega þá ber skólastjórnendum að veita þær upplýsingar.Skólastjórnendur skulu einnig leitast við að komaá skipulegum tengslum við foreldra/forráðamenn nemendaog kynna þeim m.a. skólareglur, skipulag og markmiðskólans.Þegar nemandi hefur náð sjálfræðisaldri er einungis heimiltað veita honum sjálfum, eða þeim sem nemandinn veitirskriflegt umboð, upplýsingar um eigin hagi úr gagnasafniskólans.53 53


MEÐFERÐ MÁLALeitast skal við að leysa ágreiningsmál innan skóla. Miðaðskal við að umsjónarkennarar og námsráðgjafar séu hafðirmeð í ráðum við lausn ágreiningsmála sem varða skjólstæðingaþeirra. Veita skal nemanda viðvörun áður en tilrefsingar kemur nema brotið sé þess eðlis að því verði ekkivið komið, svo sem brot á almennum hegningarlögum.Áminningar vegna brota á skólareglum eiga að vera skriflegarþar sem fram kemur m.a.:- tilefni áminningar og þau viðurlög sem fylgja í kjölfariðbrjóti nemandi aftur af sér- að nemanda sé gefinn kostur á að andmæla áminninguog skal tímafrestur hans til þess tilgreindurFramhaldsskólar skulu hafa feril máls skráðan þegarágreiningsmál koma upp innan skólans eða þegar um brotá skólareglum er að ræða. Við meðferð mála skal sérstaklegagæta ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, laga nr.121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga ogupplýsingalaga nr. 50/1996.Leitast skal við að afgreiða brot á skólareglum með skjótumhætti.5454Samskipti nemenda og starfsfólks framhaldsskólaRísi ágreiningur milli nemenda, kennara og/eða annarrastarfsmanna framhaldsskóla og takist hlutaðeigandi ekkiað finna lausn á málinu skal því vísað til skólameistara.Uni málsaðilar ekki niðurstöðu skólameistara má vísamálinu til menntamálaráðuneytisins.


Komi fram kvartanir eða kærur vegna samskipta nemanda/nemendaog skólameistara og takist ekki að leysamálið innan skólans skal því vísað til úrlausnar menntamálaráðuneytisins.Telji nemandi, eða forráðamenn hans sé nemandinn yngrien 18 ára, að brotið hafi verið á rétti nemandans, sbr. skólareglur,þannig að ástæða sé til að bera fram kvörtun skuluþeir snúa sér til viðkomandi kennara, umsjónarkennaraeða skólameistara. Takist ekki að leysa málið tekur skólameistariþað til umfjöllunar og ákvarðar um viðbrögð.Með sama hætti skal kennari eða annar starfsmaður skóla,sem telur að brotið hafi verið á rétti sínum með einum eðaöðrum hætti, koma kvörtun sinni til skólameistara.Misferli í prófum, ágreiningur um námsmatNemanda, sem staðinn er að misferli í prófi, skal vísa fráprófi og getur hann átt von á brottvikningu úr skóla, tímabundiðeða til frambúðar, eftir alvarleika brots. Hið samagildir um misferli þar sem námsmat felst í öðru en skriflegueða munnlegu prófi.Komi upp ágreiningur milli nemanda og kennara um matúrlausnar skal skólameistari kveðja til prófdómara til þessað fara yfir úrlausnina að höfðu samráði við deildarstjóra.Úrskurður prófdómara skal gilda.Brot á reglum um skólasóknÁður en nemanda er vikið úr einstökum áföngum eða úrskóla vegna lélegrar skólasóknar skal hann hafa fengiðskriflega viðvörun frá viðkomandi kennara, umsjónarkennaraeða stjórnanda enda hafi verið ljóst að í óefni55 55


stefndi. Endanleg brottvikning úr einstökum áföngum eðaúr skóla vegna lélegrar skólasóknar er á ábyrgð skólameistara.Skólameistari skal leita umsagnar skólaráðs áðuren til brottvikningar kemur.Ágreiningur um námsframvinduÁgreiningsmál um námsframvindu eða undanþágubeiðnirskulu koma til umfjöllunar í skólaráði. Umsögnum skalkomið til skólameistara sem sker úr um slík mál. Uni nemandiekki þeim úrskurði má vísa málinu til menntamálaráðuneytisins.Málsmeðferð sveinsprófaUm meðferð ágreiningsmála vegna árangurs í sveinsprófumgildir reglugerð nr. 278/1997 um sveinspróf.5656


FULLORÐINSFRÆÐSLAFramhaldsskólum er heimilt með samþykki menntamálaráðherraað bjóða upp á nám í öldungadeildum, þ.e.almenna og sérhæfða fræðslu fyrir fullorðna sem hentarekki að sækja reglulega kennslu í dagskóla. Nám íöldungadeildum, sem nemandi lýkur með fullnægjandiárangri, er jafngilt samsvarandi námi sem fram fer áeinstökum brautum framhaldsskóla.Nemandi í öldungadeildarnámi ræður námshraða sínum,þ.e.a.s. hann getur tekið eina grein eða fleiri eða skráð sigtil náms á tiltekna námsbraut sem starfrækt er við viðkomandiframhaldsskóla, allt eftir þeim markmiðum sem hannstefnir að. Nemendur í öldungadeild greiða því sem næstþriðjung kennslulauna vegna kennslunnar.Þeir sem hafa í hyggju að stunda nám í öldungadeild getafengið upplýsingar um framboð náms og skilyrði til aðinnritast í námið í viðkomandi skóla.Nokkrir framhaldsskólar starfrækja endurmenntunarnámskeiðeða annars konar nám í samvinnu við faggreinafélög,stéttarfélög, atvinnurekendur eða aðra hagsmuna- eðaáhugahópa í viðkomandi landshluta. Hér getur verið umáhugavert og fjölbreytt námstilboð að ræða sem einkum erætlað þeim sem eru í starfi. Viðkomandi skólar veita nánariupplýsingar um þetta nám.57 57


LÝSING Á BRAUTUMHér fer á eftir lýsing á þeim brautum framhaldsskólans sem skilgreindareru í þessari útgáfu námskrárinnar.Bóknámsbrautir, sem lýkur með stúdentsprófi, eru skilgreindarskv. ákvæðum laga um framhaldsskóla nr. 80/1996 og eru þærnokkuð frábrugðnar bóknámsbrautum sem starfræktar hafa veriðtil þessa.Skipulag og inntak starfsnáms hefur verið til endurskoðunar áundanförnum árum og hefur í sumum tilvikum tekið umtalsverðumbreytingum frá því að námskrá framhaldsskóla kom út1990. Þessar brautir eru hér birtar í því formi sem þær eru nú í envænta má einhverra breytinga á þeim þegar starfsgreinaráð, semstarfa skv. 29. gr. laga um framhaldsskóla, hafa lokið umfjöllunum nám á viðkomandi sviði og lagt fram tillögur sínar.Að öðru leyti vísast til brautalýsinganna og skýringa og skilgreiningasem þar birtast.BrautaheitiHér fer á eftir skrá yfir heiti námsbrauta í þeirri röð sem þær erubirtar í þessari námskrá. Hver námsbraut er auðkennd meðskammstöfun, oftast tveimur bókstöfum, sem valdir eru með hliðsjónaf heiti viðkomandi brautar. Þrír stafir einkenna námsbrautirí löggiltum iðngreinum, tölustafurinn 8 táknar nám á verknámsbrautí skóla og talan 9 samningsbundið iðnnám.Brýnt er að allir skólar noti þessar skammstafanir, m.a. í skýrslumtil nemendaskrár Hagstofu Íslands.5858Námsbrautirnar eru flokkaðar eftir skyldu námi og/eða starfsgreinum.


Námsbrautir til stúdentsprófs og listnámFélagsfræðabrautMálabrautNáttúrufræðibrautUpplýsinga- og tæknibrautListnámsbrautFÉMBNÁUTLNNámsbrautir til sveinsprófsBíliðngreinar Grunndeild bíliðna GBBifreiðasmíðiBifvélavirkjunBílamálunBS8BV8BM8Bókiðngreinar Bókband BÓ9PrentsmíðPrentunPS9PR9Bygginga- og Grunndeild múriðnar GMRtréiðnir Grunndeild tréiðna GTHúsasmíðiHúsasmíðiHúsgagnasmíðiHúsgagnasmíðiMálaraiðnMúraraiðnPípulagnirHÚ8HÚ9HS8HS9MÁ9MR9PL9Fata-, skinna- og Kjólasaumur KJ8leðuriðngreinar Klæðskurður KL8SöðlasmíðiSÖ959 59


Námsbrautir til sveinsprófsMatvælagreinar Bakaraiðn BA9FramreiðslaKjötiðnMatreiðslaFR9KÖ9MA9Málmiðngreinar Málmiðngreinar, fyrri hluti náms MGBlikksmíðiRennismíðiRennismíðiStálsmíðiVélsmíðiVélsmíðiRafsuðaGull- og silfursmíðiNetagerðBL9RS8RS9SM9VS8VS9RS9GS9NG9Rafiðngreinar Rafeindavirkjun RE8RafvélavirkjunRafvélavirkjunRafvirkjunRafvirkjunSímsmíðiRV8RV9RK8RK9SS9Snyrtigreinar Hársnyrtiiðn HG9SnyrtifræðiSN8Nám til iðnmeistaraprófsBílgreinar Bifreiðasmíði MBSBifvélavirkjunBílamálunMBVMBM6060Bókiðngreinar Bókband MBÓPrentsmíðMPSPrentunMPR


Nám til iðnmeistaraprófsBygginga- og Húsasmíði MHÚtréiðngreinar Húsgagnabólstrun MHBHúsgagnasmíðiMálaraiðnMúraraiðnPípulagnirVeggfóðrunMHSMMÁMMRMPLMKOFata- skinna- og Kjólasaumur MKJleðuriðngreinar Klæðskurður MKLSkósmíðaiðnMSMGarðyrkja Skrúðgarðyrkja MSGMatvælagreinar Bakaraiðn MBAFramreiðslaKjötiðnMatreiðslaMFRMKÖMMAMálmiðngreinar Blikksmíði MBLRennismíðiStálsmíðiVélvirkjunMRSMSSMVSRafiðngreinar Rafeindavirkjun MRERafvirkjunRafvélavirkjunMRAMRVSnyrtigreinar Hársnyrtiiðn MHÁSnyrtifræðiMSNFámennar Gull- og silfursmíði MGSiðngreinar Ljósmyndun MALNetagerðRafveituvirkjunSímsmíðiTannsmíðiÚrsmíðiMNGMRFMSSMTAMÚR61 61


Annað starfsnámHeilbrigðisbrautir Lyfjatæknabraut LTLæknaritarabrautNámsbraut fyrir nuddaraSjúkraliðabrautTanntæknabrautLÆNNSJTTMatvæla-, hús- Grunnnám matvælagreina GNstjórnar- og Handíðabraut LIhandíðanám Hússtjórnarbraut HBMatartæknabrautMatsveinabrautSlátrunMTMSSLSjávarútvegsnám Fiskiðnaðarbraut FISjávarútvegsbrautSkipstjórnarbraut, 1. stigSkipstjórnarbraut, 2. stigSkipstjórnarbraut, 3. stigVélstjórnarbraut, 1. stigVélstjórnarbraut, 2. stigVélstjórnarbraut, 3. stigVélstjórnarbraut, 4. stigSÚSK1SK2SK3VV1VV2VV3VV4Tölvu-, tækni- Hönnunarbraut HÖog hönnunarnám Hönnunarbraut IHTækniteiknunTölvufræðibrautTTTFBUppeldisnám Íþróttir ÍÞUppeldisbrautUPVerslunar- og Ferðamálanám FE6262viðskiptanám Viðskiptabraut VISérdeildir Starfsbraut 1 og 2 ST1Starfsbraut 3 og 4ST3


NÁMSBRAUTIR TILSTÚDENTSPRÓFS OG LISTNÁMFÉLAGSFRÆÐABRAUT (FÉ)140 ein.Félagsfræðabraut er ætlað að veita nemendum góða ogalmenna undirstöðuþekkingu í bóklegu námi með áherslu ásamfélagsgreinar. Brautin býr nemendur undir framhaldsnámí háskóla, einkum á sviði félagsvísinda. Nám á félagsfræðabrauter skipulagt sem 8 anna nám.Kjarni98 ein.Íslenska ÍSL 102 202 212 303403 503 15 ein.Stærðfræði STÆ 103 263/203 6 ein.Erlend tungumál30 ein.Enska ENS 103 203 303 403Danska 1 DAN 103 2033. erl. mál 103 203 303 403Samfélagsgreinar27 ein.Félagsfræði FÉL 103 203Landafræði LAN 103Saga SAG 103 203 303Samfélagsgreinar samkv.ákvörðun skóla9 ein.Lífsleikni LKN 103/101 111 121 3 ein.Náttúruvísindi NÁT 103 113 123 9 ein.Íþróttir - líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 4 8 ein.63 631norska/sænska


Kjörsvið30 ein.Kjörsvið felur í sér sérhæfingu í samfélagsgreinum í samræmi við markmiðbrautarinnar.Kjörsviðsgreinar félagsfræðabrautar eru:Félagsfræði FÉL 303 313 403 503Fjölmiðlafræði FJÖ 103 203 213 303Íslenska ÍSL 603 613 703 713Landafræði LAN 203 303Rekstrarhagfræði REK 103 203 213 303Saga SAG 313 403 413 503Sálarfræði SÁL 103 203 303Stærðfræði STÆ 313 303/363413 403/463 503Uppeldisfræði UPP 103 203 303Þjóðhagfræði ÞJÓ 103 203 303Skóli getur bætt við áföngum í ofannefndum greinum að fengnu samþykkiráðuneytisins. Nemandi velur sér ekki færri en þrjár greinar sem kjörsviðsgreinar,annaðhvort viðbót við kjarnagreinar eða nýjar greinar. Samanlagtnám í grein á kjörsviði og í kjarna verði að lágmarki 9 einingar. Nemandi áfélagsfræðabraut getur einnig tekið allt að 12 eininga nám á kjörsviðumannarra brauta sem hluta af sínu kjörsviði. Þó mega einingar í grein ekkivera færri en 9.Frjálst val nemanda12 ein.Nemandi velur 12 einingar af námsframboði viðkomandi skóla.Skóla er einnig heimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekiðí öðrum skólum.6464


MÁLABRAUT (MB)140 ein.Málabraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkinguí bóklegum greinum með áherslu á erlendtungumál, s.s. ensku, dönsku 1 og a.m.k. tvö önnur tungumál.Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla, einkumþar sem gerð er krafa um góða tungumálakunnáttu. Nám ámálabraut er skipulagt sem 8 anna nám.Kjarni98 ein.Íslenska ÍSL 102 202 212303 403 503 15 ein.Stærðfræði STÆ 103 263 6 ein.Erlend tungumál48 ein.Enska ENS 103 203 303 403 503Danska 1 DAN 103 203 3033. erl. mál 103 203 303 403 5034. erl. mál 103 203 303Samfélagsgreinar9 ein.Félagsfræði FÉL 103Saga SAG 103 203Lífsleikni LKN 103/101 111 121 3 ein.Náttúruvísindi NÁT 103 113 123 9 ein.Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 4 8 ein.65 651norska/sænska


Kjörsvið30 ein.Kjörsvið felur í sér sérhæfingu í tungumálum í samræmi við markmið brautarinnar.Kjörsviðsgreinar málabrautar eru:Danska/norska/sænska DAN 403 503 603Enska ENS 603 703 803Franska FRA (403 503) 603 703 803Íslenska ÍSL 603 613 703 713LatínaLATSpænska SPÆ (403 503) 603 703 803Stærðfræði STÆ 313 363 413 463Þýska ÞÝS (403 503) 603 703 803Tungumál skv. vali skólaSkóli getur bætt við áföngum í ofannefndum greinum að fengnu samþykkiráðuneytisins. Nemandi velur sér ekki færri en þrjár greinar sem kjörsviðsgreinar,annaðhvort viðbót við kjarnagreinar eða nýjar greinar. Samanlagtnám í grein á kjörsviði og í kjarna verði að lágmarki 9 einingar. Nemandi ámálabraut getur einnig tekið allt að 12 eininga nám á kjörsviðum annarrabrauta sem hluta af sínu kjörsviði. Þó mega einingar í grein ekki vera færrien 9.Frjálst val nemanda12 ein.Nemandi velur 12 einingar af námsframboði viðkomandi skóla.Skóla er einnig heimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekiðí öðrum skólum.6666


NÁTTÚRUFRÆÐIBRAUT (NÁ)140 ein.Námi á náttúrufræðibraut er ætlað að veita nemendum góða,almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum meðáherslu á sérsvið náttúruvísinda. Brautin býr nemendur undirframhaldsnám í háskóla í náttúruvísindum, stærðfræði ogöðrum greinum sem byggjast á góðri undirstöðu í náttúruvísindum,s.s. heilbrigðisgreinum og landbúnaðarfræðum.Nám á náttúrufræðibraut er skipulagt sem 8 anna nám.Kjarni98 ein.Íslenska ÍSL 102 202 212303 403 503 15 ein.Stærðfræði STÆ 103 203 303403 503 15 ein.Erlend tungumál27 ein.Enska ENS 103 203 303Danska 1 DAN 103 2033. erl. mál 103 203 303 403Samfélagsgreinar9 ein.Félagsfræði FÉL 103Saga SAG 103 203Lífsleikni LKN 103/101 111 121 3 ein.Náttúrufræði21 ein.Eðlisfræði EÐL 103Efnafræði EFN 103Jarðfræði JAR 103Líffræði LÍF 103Náttúruvísindi NÁT 103 113 123Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 4 8 ein.67 671norska/sænska


Kjörsvið30 ein.Kjörsvið felur í sér sérhæfingu í náttúrufræðigreinum og stærðfræði í samræmivið markmið brautarinnar.Kjörsviðsgreinar náttúrufræðibrautar eru:Eðlisfræði EÐL 203 303 403Efnafræði EFN 203 303 313Jarðfræði JAR 113 203 213Landafræði LAN 103 203 303Líffræði LÍF 113 203 303Stærðfræði STÆ 313 513 523 603 703Tölvufræði TÖL 103 113 203 303Skóli getur bætt við áföngum í ofannefndum greinum að fengnu samþykkiráðuneytisins.Nemandi velur sér ekki færri en þrjár greinar sem kjörsviðsgreinar, annaðhvortviðbót við kjarnagreinar eða nýjar greinar.Samanlagt nám í grein á kjörsviði og í kjarna verði að lágmarki 9 einingar.Nemandi á náttúrufræðibraut getur einnig tekið allt að 12 eininga nám á kjörsviðumannarra brauta sem hluta af sínu kjörsviði. Þó mega einingar í greinekki vera færri en 9.Frjálst val nemanda12 ein.Nemandi velur 12 einingar af námsframboði viðkomandi skóla.Skóla er einnig heimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekiðí öðrum skólum.6868


UPPLÝSINGA- OG TÆKNIBRAUT (UT) 140 ein.Upplýsinga- og tæknibraut er boðin fram sem tilraunaverkefniað fengnu samþykki menntamálaráðuneytisins. Brautarlýsingin,sem hér er birt, getur því tekið breytingum eftirframvindu verkefnisins.Upplýsinga- og tæknibraut er ætlað að veita nemendumfræðilega og verklega innsýn í tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræðigreinar.Brautinni er þannig ætlað að mæta námsþörfumnemenda sem hafa sérstakan áhuga á tækni og verkfræðilegumúrlausnum verkefna en hyggja ekki á iðnnám ítæknigrein. Brautinni er einnig ætlað að vera heppilegur undirbúningurað námi á háskólastigi í tæknigreinum, verkfræðieða tölvunarfræðigreinum. Meðalnámstími á upplýsinga- ogtæknibraut er 8 annir.Kjarni95 ein.Íslenska ÍSL 102 202 212 303403 503 15 ein.Stærðfræði STÆ 103 203303 313 403 15 einErlend tungumál15 ein.Enska ENS 103 203 303Danska 1 DAN 103 203Samfélagsgreinar6 ein.Félagsfræði FÉL 103Saga SAG 103Náttúrufræði12 ein.Náttúruvísindi NÁT 103 113 123Eðlisfræði EÐL 103Lífsleikni LKN 103/101 111 121 3 ein.Sérgreinar brautar21 ein.Verklagsfræði VRF 103 203Tölvustudd hönnun THÖ 103 203Hugbúnaðarfræði HUB 103Rauntækni RTÆ 10369 691norska/sænska


Upplýsinga- ogsamskiptafræði USF 103Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 4 8 ein.Kjörsvið33 ein.Kjörsvið upplýsinga- og tæknibrautar felur í sér sérhæfingu á tæknisviðum ísamræmi við markmið brautarinnar.Kjörsviðsgreinar brautarinnar eru:HugbúnaðarfræðiRauntækniStærðfræðiUpplýsinga- og samskiptafræðiNemandi velur sér ekki færri en þrjár greinar sem kjörsviðsgreinar. Samanlagtnám í grein skal á kjörsviði og í kjarna vera að lágmarki 9 einingar. Nemandiá upplýsinga- og tæknibraut getur einnig tekið allt að 12 eininga nám ákjörsviðum annarra brauta sem hluta af sínu kjörsviði. Samanlagt nám í valgreiná kjörsviði og í kjarna skal vera að lágmarki 9 einingar.Frjálst val nemanda12 ein.Nemandi velur 12 einingar af námsframboði viðkomandi skóla. Skóla er einnigheimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekið í öðrumskólum, til að mynda með fjarnámi.7070


LISTNÁMSBRAUT (LN)105 ein.Með námi á listnámsbraut er lagður grunnur að frekara námií listgreinum í sérskólum eða í skólum á háskólastigi. Listnámsbrauter skipulögð sem þriggja ára námsbraut en nemendur,sem þess óska, geta bætt við sig einingum í bóklegumgreinum og aflað sér þannig almennari réttinda til náms á háskólastigi.Kjarni51 ein.Íslenska ÍSL 103 203 303 9 ein.Stærðfræði STÆ 103 3 ein.Erlend tungumál12 ein.Enska ENS 103 203Danska 1 DAN 103 203Samfélagsgreinar6 ein.Félagsfræði FÉL 103Saga SAG 103Listir og menning LIM 103 113 203 9 ein.Lífsleikni LKN 103/101 111 121 3 ein.Náttúruvísindi NÁT 103 3 ein.Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 2 6 ein.Kjörsvið45 ein.Kjörsvið felur í sér sérhæfingu í listgreinum í samræmi við markmið brautarinnar.Unnt er að velja á milli sex kjörsviða en skólar geta, með samþykkimenntamálaráðuneytis, skipulagt sjónlistakjörsviðin, þ.e. myndlistarkjörsviðog hönnunarkjörsviðin, með öðrum hætti en hér greinir.Kjörsvið listnámsbrautar eru:DansSjá AðalnámskráListdansskóla ÍslandsAlmenn hönnunSjónlistir SJL 103 203Almenn hönnun AHL 103 113 123 133 143203 213 303 403 503Almenn hönnun; saga AHS 103 203 30371 711norska/sænska


HandverkshönnunDæmi: Textíl og fatahönnunSjónlistir SJL 103 203Textíl- og fatahönnun THL 103 112 122 136 143203 212 303 406Almenn hönnun; saga AHS 103 203 313MargmiðlunarhönnunSjónlistir SJL 103 203Margmiðlunarhönnun MHL 103 203 213 304 313323 333 403 504Margmiðlunarhönnun; saga MHS 103 203 304MyndlistSjónlistir SJL 103 203Myndlist MYL 103 202 212 222 233303 314 403 504 603Myndlist; saga MYS 103 203 304TónlistSjá Aðalnámskrá tónlistarskólaFrjálst val nemanda9 ein.Nemandi velur 9 einingar af námsframboði viðkomandi skóla. Skóla er einnigheimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekið í öðrum skólum.7272


NÁMSBRAUTIR TIL SVEINSPRÓFSBÍLIÐNGREINARGRUNNDEILD BÍLIÐNA (GB)40 ein.Nám í grunndeild bíliðna veitir almenna menntun og þjálfunfyrir starf sem bifreiðasmiður, bifvélavirki eða bílamálari.Heildarlengd náms í grunndeild bíliðna er tvær annir, samtals40 einingar.Almennar bóklegar greinar12 ein.Íslenska ÍSL 102 202Enska ENS 102 202Stærðfræði STÆ 102 122Sérgreinar26 ein.Aflvélavirkjun AVV 102 202Grunnteikning GRT 103Handavinna málmiðna HVM 103Hlífðargassuða HSU 102Logsuða LSU 102Rafmagnsfræði RAF 113Skyndihjálp SKY 101Vélfræði VFR 102Plötuvinna PLV 102Rennismíði REN 103Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 2 ein.73 73


BIFREIÐASMÍÐI (BS8)Iðnnám á verknámsbraut111 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemandanum kleiftað öðlast þá færni og þekkingu sem krafist er í námskrábíliðna og er staðfest með sveinsprófi í iðngreininni. Námstímier 4 ár. Námstími í skóla er 6 annir. Starfsþjálfun í greininniundir leiðsögn iðnmeistara er 12 mánuðir.7474Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 2 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102Bókfærsla BÓK 102Tölvufræði TÖL 102SérgreinarAflrás BAX 101Aflvélavirkjun AVV 102 202Gler og þétting BGÞ 121Grunnteikning GRT 103Handavinna málmiðna HVM 103Hemlar BBX 111Hlífðargassuða HSU 102Innréttingar og saumaskapur BIS 121Logsuða LSU 102Nýsmíði BTG 122Plasthlutir BPL 122 221 321Plötuvinna PLV 102Rafmagnsfræði RAF 113Rafmagn BRX 201Rafteikning BRT 102 221Rekstrarfræði REK 102Rennismíði REN 103Réttingar BRÉ 122 223 322 422 523Samskeyting BSA 122 222Skyndihjálp SKY 10120 ein.85 ein.1norska/sænska


Skörun BSK 121 222 321 422Stýri og fjöðrun BSX 101Tjónamat og verkáætlanir BTV 122Verkstæðisfræði BVX 101 201Vélfræði VFR 102Yfirbygging, teikning — smíði BTS 122 223 323 423Ýmis búnaður og kerfi BÝX 122Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Lokaverkefni BLK 123Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 2 ein. 6 ein.75 75


BIFVÉLAVIRKJUN (BV8)Iðnnám á verknámsbraut118 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemandanum kleiftað öðlast þá færni og þekkingu sem krafist er í námskrábíliðna og er staðfest með sveinsprófi í iðngreininni. Námstímier 4 ár. Námstími í skóla er 6 annir. Starfsþjálfun í greininniundir leiðsögn iðnmeistara er 12 mánuðir.7676Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 2 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102Bókfærsla BÓK 102Tölvufræði TÖL 102SérgreinarAflrás BAX 101 211 311 411511 611 711 811 911Aflvélavirkjun AVV 102 202Efnisfræði bílgreina BEX 111Grunnteikning GRT 103Handavinna málmiðna HVM 103Hemlar BBX 111 211 311 411 511 611Hlífðargassuða HSU 102Hreyflar BHX 101 211 311411 511 611 711 811 911Logsuða LSU 102Plötuvinna PLV 102Rafeindatækni BRA 111 212 311 412Raflagnateikning BRT 102Rafmagn BRX 201 312 412512 601 712 812 911Rafmagnsfræði RAF 113Rekstrarfræði REK 102Rennismíði REN 103Skyndihjálp SKY 10120 ein.92 ein.1norska/sænska


Stýri og fjöðrun BSX 101 211 311 411 511Verkstæðisfræði BVX 101 201 301Vélateikning BVT 102Vélfræði VFR 102Yfirbyggingar BYS 111 211Ýmis búnaður og kerfi BÝX 112Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Lokaverkefni BLK 113Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 2 ein. 6 ein.77 77


BÍLAMÁLUN (BM8)Iðnnám á verknámsbraut94 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemandanum kleiftað öðlast þá færni og þekkingu sem krafist er í námskrábíliðna og er staðfest með sveinsprófi í iðngreininni. Námstímier þrjú og hálft ár. Námstími í skóla 5 annir. Starfsþjálfuní greininni undir leiðsögn iðnmeistara er 8 mánuðir.7878Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Danska DAN 1 102 ENS 102 + 2Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102Bókfærsla BÓK 102Tölvufræði TÖL 102SérgreinarAflvélavirkjun AVV 102 202Efnisfræði BEX 131 232 331Grunnteikning GRT 103Handavinna málmiðna HVM 103Hlífðargas suða HSU 102Litafræði BLX 132 231Logsuða LSU 102Ómálmkennd efni BPL 101 232 331Plötuvinna PLV 102Rafmagnsfræði RAF 113Rennismíði REN 103Rekstrarfræði REK 102Skyndihjálp SKY 101Teikning og hönnun BTH 132 233Tjónamat BTJ 101Tækni BTX 132 231 332Mat og útreikningar BMU 101Verkstæðisfræði BVX 101 201Vélfræði VFR 102Vinnuaðferðir og tækni BVT 134 233 33320 ein.70 ein.1norska/sænska


Yfirborðsmeðhöndlun BYB 131Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Lokaverkefni BLK 132 232 332Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.79 79


BÓKIÐNGREINARBÓKBAND (BÓ9)Samningsbundið iðnnám84 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Hluti námsins fer fram í skóla og hluti á vinnustað.Nám getur hafist hvort heldur sem er í skóla eða ávinnustað. Kennslan skiptist í fjórar samfelldar skólaannir ogeins árs vinnustaðanám. Námstíminn er 3 ár.Almennar bóklegar greinar20 ein.Íslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102ENS 102 202 212Stærðfræði STÆ 102 112 122Vélritun VÉL 102Faggreinar28 ein.Bókband VBÓ 117Framleiðsla og þjónusta FOÞ 171Gagnavinnsla GAV 171 271 371Gæðavinnsla og gæðaeftirlit GÆE 171 271Iðngreinafræði IGF 171 271 371Íslenska ÍSL 171Prentmiðlun og myndmál PMM 171 272 372Rekstrarfræði REK 171Tölvufræði TÖL 161 261 361Vinnuumhverfi VUM 101Öryggis- og félagsmál ÖRF 171Sérgreinar32 ein.Verklegt bókbandVBÓ 177 27A 37FÍþróttir, líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.80801norska/sænska


PRENTSMÍÐ (PS9)Samningsbundið iðnnám84 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Hluti námsins fer fram á vinnustað og hluti ískóla. Allir nemendur verða að útvega sér námssamning viðviðurkennt fyrirtæki í lok 2. annar. Nám getur hafist hvortheldur sem er í skóla eða á vinnustað. Kennslan skiptist í tvoaðalflokka, skólaannir og verknámstarnir, til skiptis út námstímann.Skólaannir eru fjórar og vinnustaðatímabil tvö.Námstíminn er fjögur ár.Almennar bóklegar greinar20 ein.Íslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102ENS 102 202 212Stærðfræði STÆ 102 112 122Vélritun VÉL 102Faggreinar28 ein.Bókagerð PRI 107Framleiðsla og þjónusta FOÞ 171Gagnavinnsla GAV 171 271 371Gæðavinnsla og gæðaeftirlit GÆE 171 271Iðngreinafræði IGF 171 271 371Íslenska ÍSL 171Prentmiðlun og myndmál PMM 171 272 372Rekstrarfræði REK 171Tölvufræði TÖL 171 271 371Vinnuumhverfi VUM 101Öryggis- og félagsmál ÖRF 171Sérgreinar32 ein.Verkleg prentsmíðVPM 177 27A 37FÍþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.81 811norska/sænska


PRENTUN (PR9)Samningsbundið iðnnám84 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Hluti námsins fer fram á vinnustað og hluti ískóla. Allir nemendur verða að útvega sér námssamning viðviðurkennt fyrirtæki í lok 2. annar. Nám getur hafist hvortheldur sem er í skóla eða á vinnustað. Kennslan skiptist í tvoaðalflokka, skólaannir og verknámstarnir, til skiptis út námstímann.Skólaannir eru fjórar, vinnustaðatímabil tvö. Námstíminner fjögur ár.Almennar bóklegar greinar20 ein.Íslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102ENS 102 202 212Stærðfræði STÆ 102 112 122Vélritun VÉL 102Faggreinar28 ein.Bókagerð PRI 107Framleiðsla og þjónusta FOÞ 171Gagnavinnsla GAV 171 271 371Gæðavinnsla og gæðaeftirlit GÆE 171 271Iðngreinafræði IGF 171 271 371Íslenska ÍSL 171Prentmiðlun og myndmál PMM 171 272 372Rekstrarfræði REK 171Tölvufræði TÖL 161 261 361Vinnuumhverfi VUM 101Öryggis- og félagsmál ÖRF 171Sérgreinar32 ein.Verkleg prentunVPR 177 27A 37FÍþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.82821norska/sænska


BYGGINGA- OG TRÉIÐNIRGRUNNDEILD MÚRIÐNAR (GMR)43 ein.Meginmarkmið brautarinnar er verkleg kennsla í undirstöðuþáttummúriðnar, meðferð efna og meðhöndlun áhalda.Einnig er lögð áhersla á nokkra áfanga í almennu bóknámi ogfagbóklegum greinum. Deildinni lýkur með sérstöku prófisem veitir styttingu á námssamningi í múrverki hjá múrarameistara.Nám í skóla er tvær annir.Almennar bóklegar greinar (velja skal a.m.k. 6 einingar)6 ein.Íslenska ÍSL 102 202Erlend tungumálDAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 112 122Félagsfræði FÉL 102Bókfærsla BÓK 102Bóklegar faggreinar11 ein.Áhalda- og tækjafræði ÁTB 141Efnisfræði EFB 142Grunnteikning GRT 103 203/106Rafmagnsfræði RAF 101Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Verklegar faggreinar24 ein.Múrsmíði VMR 106 206 306 406Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 201 2 ein.83 831norska/sænska


GRUNNDEILD TRÉIÐNA (GT)45 ein.Markmið brautarinnar er einkum kennsla í undirstöðuþáttumí tréiðnaði, meðferð efna og meðhöndlun áhalda. Einniger lögð áhersla á nokkra áfanga í almennu bóknámi og sérgreinum.Brautin veitir styttingu á námssamningi í tréiðnumog aðgang að framhaldsdeildum. Námstími í skóla er 2 annir.Almennar bóklegar greinar (velja skal a.m.k. 6 einingar)6 ein.Íslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102Bókfærsla BÓK 102Bóklegar faggreinar13 ein.Áhalda- og tækjafræði ÁTB 121Efnisfræði EFB 132Grunnteikning GRT 103 203Rafmagnsfræði RAF 101Verktækni VTB 102Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Verklegar faggreinar24 ein.Trésmíði VGT 106 206 306 406Íþróttir - líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 2 ein.84841norska/sænska


HÚSASMÍÐI (HÚ8)Iðnnám á verknámsbraut113 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Nemendur, sem hafa lokið grunndeild eða verknámsbrautog fara síðan á samning hjá meistara, fá styttinguá námssamningstíma í hlutfalli við fyrra nám sitt. Námstími ískóla: 2 annir í grunndeild og 3 annir í framhaldsdeild, alls 5annir. Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202/103 203Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla5 ein.Bóklegar faggreinar35 ein.Áhalda- og tækjafræði ÁTB 121 221Byggingatækni BYG 102Efnisfræði EFB 132 222Efnisáætlun og verkþáttagreining EVB 102Grunnteikning GRT 103 203 [GRT 106]Iðnreikningur IRB 102Iðnteikning ITB 126 223Rafmagnsfræði RAF 101Verktækni VTB 102 223Viðgerða- og breytingavinna VBV 121Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Verklegar faggreinar48 ein.Trésmíði VGT 106 206 306 406Húsasmíði HSM 10C 20C/104 204304 404 504 604Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 1 ein. 5 ein.85 851norska/sænska


HÚSASMÍÐI (HÚ9)Samningsbundið iðnnám63 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og starfsþjálfun.Námstími í skóla er 3 annir. Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202/103 203Erlend tungumálDAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla5 ein.Bóklegar faggreinar35 ein.Áhalda- og tækjafræði ÁTB 121 221Byggingatækni BYG 102Efnisfræði EFB 132 222Efnisáætlun og verkþáttagreining EVB 102Grunnteikning GRT 103 203 [GRT 106]Iðnreikningur IRB 102Iðnteikning ITB 126 223Rafmagnsfræði RAF 101Verktækni VTB 102 223Viðgerða- og breytingavinna VBV 121Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 3 ein.86861norska/sænska


HÚSGAGNASMÍÐI (HS8)Iðnnám á verknámsbraut113 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Nemendur, sem hafa lokið grunndeild eðaverknámsbraut og fara síðan á samning hjá meistara, fá styttinguá námssamningstíma í hlutfalli við fyrra nám sitt.Námstími í skóla: 2 annir í grunndeild og 3 annir í framhaldsdeild,alls 5 annir. Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202/103 203Erlend tungumálDAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla5 ein.Bóklegar faggreinar35 ein.Áhalda- og tækjafræði ÁTB 121 231Efnisfræði EFB 132 232Grunnteikning GRT 103 203 [106]Iðnreikningur IRB 102Iðnteikning ITB 136 235Rafmagnsfræði RAF 101Stílfræði STF 101Verkskipulag VSK 102Verktækni VTB 102 233Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Verklegar faggreinar48 ein.HúsgagnasmíðiHGS 10C 20CTrésmíði VGT 106 206 306 406Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 1 ein. 5 ein.87 871norska/sænska


HÚSGAGNASMÍÐI (HS9)Samningsbundið iðnnám63 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og starfsþjálfun.Námstími í skóla er 3 annir. Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202/103 203Erlend tungumálDAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla5 ein.Bóklegar faggreinar35 ein.Áhalda- og tækjafræði ÁTB 121 231Efnisfræði EFB 132 232Grunnteikning GRT 103 203 [106]Iðnreikningur IRB 102Iðnteikning ITB 136 235Rafmagnsfræði RAF 101Stílfræði STF 101Verkskipulag VSK 102Verktækni VTB 102 233Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 3 ein.88881norska/sænska


MÁLARAIÐN (MÁ9)Samningsbundið iðnnám66 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og starfsþjálfun.Námstími í skóla er 3 annir. Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202/103 203Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla5 ein.Bóklegar faggreinar19 ein.Efnisfræði EMA 102 202Iðnfræði og öryggismál IÖM 101 201Litafræði LIT 102 202Rafmagnsfræði RAF 101Teikning og skrift TSM 103 203Verkfæri og tæki VMA 101 201Verklegar faggreinar19 ein.VerktækniVTÆ 108 20BÍþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 3 ein.89 891norska/sænska


MÚRARAIÐN (MR9)Samningsbundið iðnnám64 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og starfsþjálfun.Námstími í skóla 3 annir. Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202/103 203Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla5 ein.Bóklegar faggreinar36 ein.Áhalda- og tækjafræði ÁTB 141 221Byggingatækni BYG 102Efnisfræði EFB 142 241Efnisáætlun og verkþáttagreining EVB 102Grunnteikning GRT 103 203 [106]Iðnreikningur IRB 102Iðnteikning ITB 146 244Rafmagnsfræði RAF 101Verktækni VTB 143 243Viðgerða- og breytingavinna VBV 141Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 3 ein.90901norska/sænska


PÍPULAGNIR (PL9)Samningsbundið iðnnám63 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og starfsþjálfun.Námstími í skóla er 3 annir. Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202/103 203Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla5 ein.Bóklegar faggreinar35 ein.Áhalda- og tækjafræði ÁTM 102Byggingatækni BYG 102Efnisáætlun og verkþáttagreining EVB 102Efnisfræði EFM 101 221Grunnteikning GRT 103 203 [106]Iðnreikningur IRM 122 252Iðnteikning ITB 154 254Rafmagnsfræði RAF 101Rafsuða og suða RLS 162Vélfræði VFR 101Verktækni VTB 152 252Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 3 ein.91 911norska/sænska


FATA-, SKINNA- OG LEÐURIÐNGREINARKJÓLASAUMUR (KJ8)Iðnnám á verknámsbraut159 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Námstími í skóla er 7 annir. Vinnustaðaþjálfun4 mánuðir.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202/103 203Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla5 ein.Bóklegar faggreinar56 ein.Efnisfræði EFF 101 201Fríhendisteikning FHT 102Stærðarbreyting GRA 102 202 302Grunnteikning GRT 103Sníðagerð karla SNK 101 201 302 402 502 605Sníðagerð kvenna SKV 101 201 302402 502 605 703Tískuteikning TIT 102 202 302 402 502Vinnu- og verkstæðisfræði VFF 101 201 302Verklegar faggreinar71 ein.Fatagerð karla VKA 102 205 305 405 505 603Fatagerð kvennaVKV 102 205 305 405 505 603 70FPrufusaumur VPS 1201 201Verksmiðjusaumur VVS 102 202Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 3 ein. 7 ein.92921norska/sænska


KLÆÐSKURÐUR (KL8)Iðnnám á verknámsbraut159 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Námstími í verknámsskóla er 7 annir. Vinnustaðaþjálfun4 mánuðir.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202/103 203Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla5 ein.Bóklegar faggreinar56 ein.Efnisfræði EFF 101 201Fríhendisteikning FHT 102Stærðarbreyting GRA 102 202 302Grunnteikning GRT 103Sníðagerð karla SNK 101 201 302402 502 605 703Sníðagerð kvenna SKV 101 201 302 402 502 605Tískuteikning TIT 102 202 302 402 502Vinnu- og verkstæðisfræði VFF 101 201 302Verklegar faggreinar71 ein.Fatagerð karlaVKA 102 205 305 405 505 603 70FFatagerð kvenna VKV 102 205 305 405 505 603Prufusaumur VPS 101 201Verksmiðjusaumur VVS 102 202Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211+ 3 ein. 7 ein.93 931norska/sænska


SÖÐLASMÍÐI (SÖ9)Samningsbundið iðnnám42 ein.Reið- og aktygjasmíðiMarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift að öðlastþá færni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Samfélagsgreinar FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla3-5 ein.Bóklegar faggreinar15 ein.Áhalda- og tækjafræði ÁTS 101Efnisfræði EFS 103Grunnteikning GRT 103 203Iðnteikningsöðlasmíði ITS 103Rafmagnsfræði RAF 101Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 2 ein.94941norska/sænska


MATVÆLAGREINARBAKARAIÐN (BA9)Samningsbundið iðnnám60 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Námstími í skóla er þrjár annir. Heildarnámstími4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 222Erlend tungumálDanska DAN 1 102 222Enska ENS 102 222Stærðfræði STÆ 102Iðnreikningur matvælagreina IRF 222Bókfærsla BÓK 102Tölvufræði TÖL 102Efnafræði EFN 112Hreinlætisfræði HRF 101Skyndihjálp SKY 101Teikning og leturgerð TLG 141Sérgreinar30 ein.Fagfræði bakaraiðnar, bókleg FBB 101 202 302Bakstur BAK 102 207 308Hráefnisfræði HEB 101 201Iðnreikningur bakara IBA 241Næringarfræði NÆR 142Örverufræði ÖRV 141 241Öryggismál ÖRM 141Valáfangi2 ein.Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 3 ein.95 951norska/sænska


FRAMREIÐSLA (FR9)Samningsbundið iðnnám65 ein.Markmið brautarinnar er að gera nemendum kleift að öðlastþá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófs eftirað hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Námstími í skóla er 3 annir. Heildarnámstími 3 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 222Erlend tungumál:Danska DAN 1 102 222Enska ENS 102 222Stærðfræði STÆ 102Iðnreikningurmatvælagreina IRF 222Bókfærsla BÓK 102Tölvufræði TÖL 102Skyndihjálp SKY 101Efnafræði EFN 142Hreinlætisfræði HRF 141Teikning og leturgerð TLG 141Sérgreinar37 ein.Fagfræði framreiðslu, bókleg FFB 105 205 305Framreiðsla FRR 103 203 305Franska FRA 142 242Næringarfræði NÆR 142 242Örverufræði ÖRV 141Öryggismál ÖRM 141Veitingasaga VEI 141Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 3 ein.96961norska/sænska


KJÖTIÐN (KÖ9)Samningsbundið iðnnám60 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Námstími í skóla er þrjár annir. Heildarnámstími4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 222Erlend tungumál DAN 1 102 222ENS 102 222Stærðfræði STÆ 102 222Bókfærsla BÓK 102Tölvufræði TÖL 102Efnafræði EFN 112Hreinlætisfræði HRF 101Teikning og leturgerð TLG 141Skyndihjálp SKY 101Faggreinar32 ein.Fagfræði kjötiðnar,bókleg FKB 101 201 302verkleg KJÖ 103 205 307Hráefnisfræði HEK 102 202Iðnreikningur IRK 102Næringarfræði NÆR 142Örverufræði ÖRV 141 241Öryggisfræði ÖRM 141Val2 ein.Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 3 ein.1norska/sænska9797


MATREIÐSLA (MA9)Samningsbundið iðnnám65 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Námstími í skóla er þrjár annir. Heildarnámstími4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 222Erlend tungumál:Danska DAN 1 102 222Enska ENS 102 222Stærðfræði STÆ 102Iðnreikningur matvælagreina IRF 222Bókfærsla BÓK 102Tölvufræði TÖL 102Skyndihjálp SKY 101Efnafræði EFN 142Hreinlætisfræði HRF 141Teikning og leturgerð TLG 141Sérgreinar37 ein.Fagfræði matreiðslu, bókleg FMB 105 205 305Matreiðsla MAT 103 203 305Franska FRA 142 242Næringarfræði NÆR 142 242Örverufræði ÖRV 141Öryggismál ÖRM 141Veitingasaga VEI 141Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 3 ein.98981norska/sænska


MÁLMIÐNGREINARMÁLMIÐNGREINAR, fyrri hluti náms (MG) 81 ein.Markmið fyrri hluta náms í málmiðngreinum er að nemandinnhljóti nauðsynlega, almenna og faglega undirstöðumenntuntil að takast á við nám í sérgreinum á seinni hlutamálmiðnanáms til sveinsprófs. Að loknum fyrri hluta námsskal nemandi hafa innsýn í helstu málmiðnastörf, hafa hlotiðþjálfun í almennum verkþáttum og tileinkað sér meðferðefna og beitingu áhalda og tækja sem notuð eru í málmiðngreinumauk þess að hafa þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðumog samstarfi við aðra. Fyrri hluta nám í málmiðngreinumtekur 4 annir.Almennar bóklegar greinar27 ein.Íslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102ENS 102 202 212Stærðfræði STÆ 102 122 202Eðlisfræði EÐL 102Félagsfræði FÉL 102Bókfærsla BÓK 102Tölvufræði TÖL 102Skyndihjálp SKY 101Bóklegar faggreinar22 ein.Grunnteikning GRT 103 203Tölvuteikning TTÖ 102Rafmagnsfræði RAF 113Vélfræði VFR 102Öryggismál ÖRF 101Gæðavitund GÆV 101Efnisfræði EFM 102 201Rökrásir RÖK 102Rafeindatækni RAT 102Verklegar faggreinarHandavinna HVM 103 203Rennismíði REN 103 20228 ein.99 991norska/sænska


Logsuða LSU 102Rafsuða RSU 102Hlífðargassuða HSU 102Plötuvinna PLV 102 202Aflvélavirkjun AVV 102 202Mælingar MRM 102Mælingar málma MÆM 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.Nemendur, sem lokið hafa námi í málmiðngreinum, fyrri hluta,eiga rétt á að hefja nám í málmiðngreinunum blikksmíði,rennismíði, stálsmíði og vélsmíði. Námskrá sérgreina í þessumiðngreinum (síðari hluti náms) verður til fyrir upphafskólaársins 2000-2001.RAFSUÐA (RS9)17 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Námstími í skóla er 1 önn og námstími ásamningi 2 ár.Almennar bóklegar greinar4 ein.Íslenska ÍSL 102Stærðfræði STÆ 102Bóklegar faggreinar5 ein.Iðnteikning TRS 102Rafmagnsfræði RAF 101Iðntækni IRS 102Verklegar faggreinar7 ein.Verklegt, rafsuða VRS 107Íþróttir – líkams-og heilsurækt ÍÞR 101 1 ein.100100


GULL- OG SILFURSMÍÐI (GS9)Samningsbundið iðnnám62 ein.Markmið brautarinnar er að gera nemendum kleift að öðlastþá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófs eftirað hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Námstími í skóla er 3 annir. Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 112 122Félagsfræði FÉL 102Bókfærsla BÓK 102Val nemanda3 ein.Bóklegar faggreinar13 ein.Efnisfræði EFG 101Fríhendisteikning FHT 102Grunnteikning GRT 103Hönnun HÖG 102 202Lista- og menningarsaga LIG 101Rafmagnsfræði RAF 101Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Verklegar faggreinar21 ein.VerktækniVGS 105 206 40AÍþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 3 ein.1norska/sænska101 101


NETAGERÐ (NG9)Samningsbundið iðnnám55 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Námstími í skóla er 2-3 annir og námstími ásamningi 3 ár.Almennar bóklegar greinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202Stærðfræði STÆ 102 122Erlend mál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Eðlisfræði EÐL 102Félagsfræði FÉL 102Bókfærsla BÓK 102Tölvufræði TÖL 103Sérgreinar28 ein.Efnisfræði ENG 102Enska fyrir netagerðarmenn ENS 101Fagleg netagerð FNG 103Grunnteikning GRT 103 203Haf- og fiskifræði HAF 101Iðnteikning ITN 105 202Lög og reglugerðir LOR 101Rafmagnsfræði RAF 101Veiðar og veiðarfærafræði VOV 105Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 2 ein.1021021norska/sænska


RAFIÐNGREINARRAFEINDAVIRKJUN (RE8)Iðnnám á verknámsbraut162 ein.Markmið brautarinnar er að gera nemendum kleift að öðlastþá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Til að hefja nám í rafeindavirkjun þurfa nemendur aðhafa lokið grunndeild rafiðna. Nám í framhaldsdeild í rafeindavirkjunhefst með tveggja anna námi þar sem kennd errafeindatækni, rafmagnsfræði og rökrásir. Eftir 4. önn er tekiðsamræmt próf. Þá tekur við tveggja anna verklegt nám (5.og 6. önn) og að því loknu fara nemendur í 6 mánaða starfsþjálfun.7. önn er tekin að lokinni starfsþjálfun. Að lokinnibrautskráningu gangast nemendur undir sveinspróf.Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122 202 282Félagsfræði FÉL 102Bókfærsla BÓK 102Val nemanda1 ein.FaggreinarEfnisfræði EFR 101Fínsmíði FSR 103Fjarskiptatækni FST 106 203 303Grunnteikning GRT 103Handavinna HVR 102Málmsmíði MSR 102Mælingar írafeindatækni MÆR 112rafmagnsfræði MÆR 102 202Rafeindafræði REF 233 333Rafeindatækni RAT 102Rafeindatækni RTV 106 206 306Raflagnir RLR 10225 ein.130 ein.103 1031norska/sænska


Rafmagnsfræði RAF 103 202 333 436Rafeindabúnaður RBM 103 203 303Rökrásir RÖK 113 213Sjónvarpstækni SVT 106 203Verklegt grunnnám RTR 104Smíði tækja SMT 103Tölvustýringar TÖS 103 203 303Tölvutækni TÖT 103 203 306Verklegt grunnnám VGR 103 203Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 3 ein. 7 ein.104104


RAFVÉLAVIRKJUN (RV8)Iðnnám á verknámsbraut144 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Nemendur, sem hafa lokið grunndeild eðaverknámsbraut og fara síðan á samning hjá meistara, fá styttinguá námssamningstíma í hlutfalli við fyrra nám sitt.Námstími í skóla: 2 annir í grunndeild og 4 annir í framhaldsdeild,alls 6 annir. Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122 + 4Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla1 ein.Bóklegar faggreinarEfnisfræði EFR 101Grunnteikning GRT 103 203Lýsing og ljósgjafar LÝS 102Rafeindatækni RAT 102 223Rafmagnsfræði RAF 103 202 323 423Rafvélafræði RVF 142Rafvélatækni RVT 143Reglugerðir RER 101 201Rafeindastýringar STR 102Smáspennulagnir SSL 101Loftstýringar STL 101Stýringar STY 123Tölvustýringar STT 101Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Verklegar faggreinarOrkuöflun og dreifikerfi ODK 101 201Rafkerfi farartækja FAR 101Nýlagnir NÝL 10325 ein.41 ein.72 ein.105 1051norska/sænska


Rafvélar RRV 101 202 302 402Rafvélavindingar RVV 104 205 303Smáspennuvirki VSM 101Stýritækni VST 102 202 302 402Tengingar og mælingar TEM 102 203 303 403Viðgerðir og þjónusta VÞR 101 201Fínsmíði FSR 103Handavinna HVR 102Málmsmíði MSR 102Mælingar írafeindatækni MÆR 112rafmagnsfræði MÆR 102 202Raflagnir RLR 102Verklegt grunnnám RTR 104Verklegt grunnnám VGR 103 203Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 2 ein. 6 ein.106106


RAFVÉLAVIRKJUN (RV9)Samningsbundið iðnnám95 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Námstími á samningi er 3 ár þegar grunndeilder lokið. Skilyrði fyrir námssamningi er að hafa lokið grunndeildrafiðna. Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122 + 4Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla1 ein.Bóklegar faggreinarEfnisfræði EFR 101Grunnteikning GRT 103 203Lýsing og ljósgjafar LÝS 102Rafeindatækni RAT 102 223Rafmagnsfræði RAF 103 202 323 423Rafvélafræði RVF 142Rafvélatækni RVT 143Reglugerðir RER 101 201Rafeindastýringar STR 102Smáspennulagnir SSL 101Loftstýringar STL 101Stýringar STY 123Tölvustýringar STT 101Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Verklegar faggreinarFínsmíði FSR 103Handavinna HVR 102Málmsmíði MSR 10225 ein.41 ein.25 ein.107 1071norska/sænska


Mælingar írafeindatækni MÆR 112rafmagnsfræði MÆR 102 202Verklegt grunnnám RLR 102Verklegt grunnnám RTR 104Verklegt grunnnám VGR 103 203Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.108108


RAFVIRKJUN (RK8)Iðnnám á verknámsbraut144 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Nemendur, sem hafa lokið grunndeild eðaverknámsbraut og fara síðan á samning hjá meistara, fá styttinguá námssamningstíma í hlutfalli við fyrra nám sitt.Námstími í verknámsskóla: 2 annir í grunndeild og 4 annir íframhaldsdeild, alls 6 annir.Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122 + 4Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla1 ein.Bóklegar faggreinarEfnisfræði EFR 101Grunnteikning GRT 103 203Lýsing og ljósgjafar LÝS 102Rafeindatækni RAT 102 223Rafmagnsfræði RAF 103 202 323 423Rafmagntækni og raflagnateikning RLT 102 203Reglugerðir RER 101 201Rafeindastýringar STR 102Smáspennulagnir SSL 101Loftstýringar STL 101Stýringar STY 123Tölvustýringar STT 101Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Verklegar faggreinarOrkuöflun og dreifikerfi ODK 101 201Rafkerfi farartækja FAR 1011norska/sænska25 ein.41 ein.72 ein.Nýlagnir NÝL 103 204 303 402 109 109


Rafvélar RRV 101 202 302 402Smáspennuvirki VSM 101 202 301Stýritækni VST 102 202 302 402Tengingar og mælingar TEM 102 203 303 403Viðgerðir og þjónusta VÞR 101 202Fínsmíði FSR 102Handavinna HVR 102Málmsmíði MSR 102Mælingar írafeindatækni MÆR 112rafmagnsfræði MÆR 102 202Verklegt grunnnám RLR 102Verklegt grunnnám RTR 104Verklegt grunnnám VGR 103 203Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 2 ein. 6 ein.110110


RAFVIRKJUN (RK9)Samningsbundið iðnnám95 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Námstími á samningi er 3 ár að lokinni grunndeild.Skilyrði fyrir námssamningi er að hafa lokið grunndeildrafiðna.Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122 + 4Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Val nemanda og skóla1 ein.Bóklegar faggreinarEfnisfræði EFR 101Grunnteikning GRT 103 203Lýsing og ljósgjafar LÝS 102Rafeindatækni RAT 102 223Rafmagnsfræði RAF 103 202 323 423Rafmagnstækni ograflagnateikning RLT 102 203Reglugerðir RER 101 201Rafeindastýringar STR 102Smáspennulagnir SSL 101Loftstýringar STL 101Stýringar STY 123Tölvustýringar STT 101Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Verklegar faggreinarFínsmíði FSR 103Handavinna HVR 102Málmsmíði MSR 10225 ein.41 ein.25 ein.111 1111norska/sænska


Mælingar írafeindatækni MÆR 112rafmagnsfræði MÆR 102 202Verklegt grunnnám RLR 102Verklegt grunnnám RTR 104Verklegt grunnnám VGR 103 203Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.112112


SÍMSMÍÐI (SS9)Samningsbundið iðnnám82 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að gera nemendum kleift aðöðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófseftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda og vinnustaðaþjálfun.Skilyrði fyrir námssamningi er að hafa lokiðgrunndeild rafiðna. Námstími á samningi að lokinni grunndeilder 2 ár.Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122+4Félagsfræði FÉL 102/103Bókfærsla BÓK 102/103Valgrein1 ein.Bóklegar faggreinarEfnisfræði EFR 101Grunnteikning GRT 103Rafeindatækni RAT 102Rafmagnsfræði RAF 103 202Öryggismál ÖRF 101Verklegar faggreinarFínsmíði FSR 103Handavinna HVR 102Málmsmíði MSR 102Mælingar írafeindatækni MÆR 112rafmagnsfræði MÆR 102 202/124Verklegt grunnnám RLR 102Verklegt grunnnám RTR 104Verktækni VGR 103 203Bóklegar faggreinar símsmiðaSímafræði, línur SFL 102Símafræði, tæki SFN 10225 ein.12 ein.25 ein.4 ein.1131131norska/sænska


Verklegar faggreinar símsmiða12 ein.Verkleg símafræði SFV 103Símafræði, tengingar SFT 105Símafræði, efni SFE 101Línufræði, mælingar SFM 102Afstöðuteikning GRT 111Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.114114


SNYRTIGREINARNÁMSBRAUT Í HÁRSNYRTIIÐN (HG9) 84 ein.Meginmarkmið náms í hársnyrtiiðn er að nemandinn hafi viðlok námsins öðlast fræðilega og faglega þekkingu og hæfni ímeðferð á hári og þjónustu við viðskiptavini sem krafist er tilsveinsprófs eftir að hafa lokið tilskildum einingafjölda ogvinnustaðaþjálfun. Námstími í skóla er fjórar annir, vinnustaðaþjálfun30 mánuðir. Heildarnámstími 4 ár.Almennar bóklegar geinar25 ein.Íslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122Félagsfræði FÉL 102Bókfærsla BÓK 102Val nemanda5 ein.Bóklegar faggreinar13 ein.Iðnfræði IFH 102 202 301 401Iðnteikning ITH 102 202 302Öryggis- og félagsmál ÖRF 101Verklegar faggreinar42 ein.Blástur BLS 101 201 302 402Bylgjur BYL 102 202 302Hárlitun HLI 101 202Hárgreiðsla HGR 102 202 302 402Hárþvottur og snyrting HÞS 101Klipping KLP 102 202 302Klipping og hárlitun KLH 403Permanent PEM 102 202 302 402Skeggsnyrting/rakstur RAK 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.1norska/sænska115 115


SNYRTIFRÆÐI (SN8)Iðnnám á verknámsbraut101 ein.Meginmarkmið náms í snyrtifræði er að nemandinn hafi, aðloknu námi í skóla og starfsþjálfun undir eftirliti meistara ígreininni, öðlast þá fræðilegu og faglegu þekkingu og hæfnií greininni og þjónustu við viðskiptavini sem krafist er tilsveinsprófs. Nám í skóla er 5 annir. Starfsþjálfun á snyrtistofuundir eftirliti meistara: 10 mánuðir.116116Almennar bóklegar greinar47 ein.Íslenska ÍSL 102 202 302Tjáning TJÁ 102Erlend tungumál DAN 1 102 202ENS 102 202 302Eðlisfræði EÐL 123/103Efnafræði EFN 103 223Líffræði LÍF 103Stærðfræði STÆ 102 122/202Sálfræði SÁL 103 112Siðfræði SIÐ 102Bókfærsla BÓK 103Tölvufræði TÖL 103Sérgreinar49 ein.Fótsnyrting FÓS 102 201Förðun FÖR 102 202 302Handsnyrting HAS 102 201Heilbrigðisfræði HBF 102Húðsjúkdómar HÚÐ 101Líffæra- og lífeðlisfræði LOL 103 203Líkamssnyrting LSS 103 204Myndlist MYN 152Næringarfræði NÆR 102Skyndihjálp SKY 101Snyrtifræði SNY 105 204 304Snyrtivörur SNV 101Stofutími STO 101Vax VAX 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 1 5 ein.1norska/sænska


NÁM TIL IÐNMEISTARAPRÓFSMeginmarkmiðAð loknu meistaranámi er gert ráð fyrir að nemendur hafihlotið allgóðan þekkingar- og hæfnigrunn sem þeir getiþróað áfram í starfi og með frekara námi. Meginmarkmiðnámsins eru þessi:- Stofnun fyrirtækja: Nemandi viti hvernig staðið er aðstofnun fyrirtækis, þekki hlutaðeigandi lög og reglur ogönnur meginatriði sem taka þarf tillit til þegar hefja skalsjálfstæðan atvinnurekstur og viti hvar hann geti leitaðsér aðstoðar.- Rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja: Nemandi viti áhvaða meginforsendum rekstur lítilla og meðalstórrafyrirtækja byggist. Hann þekki helstu hugtök semnotuð eru í rekstri og helstu lögmál sem stjórna framboðiog eftirspurn og ákvörðun vöruverðs. Hann skiljihvernig efnahags- og rekstrarreikningur er byggðurupp, kunni að nýta sér upplýsingar úr bókhaldi semgrundvöll ákvarðanatöku og geti sett upp einfaldarfjárhagsáætlanir fyrir fyrirtæki. Enn fremur kunni hannað umgangast bókhaldsskjöl í samræmi við lög ogreglur.- Stjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum: Nemandifái innsýn í hlutverk, verksvið og ábyrgð stjórnendafyrirtækja, einkum á sviði starfsmannastjórnunar ogverkstjórnar, fái skilning á sjálfum sér sem stjórnandaog búi sig markvisst undir að geta leyst af hendi stjórnunarstörfí iðnfyrirtæki á fagsviði sínu.- Kennsla og þjálfun: Nemandi þekki námskröfur oguppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni ogviti hvernig skóli og fyrirtæki þurfa að vinna saman aðmenntun einstaklingsins. Hann þekki réttindi og skyduriðnmeistara og iðnnema á náms- eða starfsþjálfunarsamningi.Hann viti hvernig meistari getur búið iðnnemaæskileg skilyrði til náms og þroska í fyrirtækinu117 117


og kunni aðferðir til að miðla þekkingu og annast handleiðsluí samræmi við námsþarfir nemandans ognámskröfur iðngreinarinnar.- Hæfni í notkun íslensku: Nemandi öðlist dýpri skilning ámóðurmálinu og aukna færni í notkun þess í ræðu ogriti svo að það verði virkt hjálpartæki í starfi. Námið ám.a. að auðvelda honum tilboðs- og áætlanagerð,hvers konar skýrslugerð og skipulagningu verka, ennfremur samskipti innan fyrirtækisins, starfsmannastjórnun,verkstjórn og kennslu iðnnema. Námið skaleinnig auðvelda nemandanum að eiga samskipti viðviðskiptaaðila, að nýta sér fjölmiðla og að taka virkanþátt í félagsstarfi.- Tölvísi: Nemandi geri sér grein fyrir algengum tölulegumupplýsingum í fjármálum fyrirtækja, viðskiptum ogdaglegu lífi, geti gert öðrum grein fyrir þeim og annasthelstu útreikninga í þessu skyni.- Tölvunotkun: Nemandi öðlist þekkingu og færni ígrundvallaratriðum tölvunotkunar og geti unnið verkefnimeð ritvinnslu og töflureikni. Hann verði hvattur tilað nota tölvu við úrlausnir ýmissa verkefna í meistaranáminuog fái þar með meiri þjálfun en nám í einumtölvuáfanga veitir. Ætlast er til að í meistaranáminuopnist nemandanum frekari sýn á möguleika tölvutæknií starfi iðnmeistara.- Fagmennska meistarans: Nemandi sé meðvitaður umfaglega ábyrgð sína. Hann geri sér grein fyrir því aðmeiri kröfur eru gerðar til fagmennsku hans sem meistaraen sveins og viðurkenni nauðsyn símenntunar.118118


MEISTARANÁM BÍLGREINABIFREIÐASMÍÐI (MBS)BIFVÉLAVIRKJUN (MBV)BÍLAMÁLUN (MBM)26 ein.Almennt bóknámÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103Val nemanda10 ein.16 ein.12 ein.4 ein.119 119


MEISTARANÁM BÓKIÐNGREINABÓKBAND (MBÓ)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinarErlend tungumál að vali nemanda 4 ein.Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal nemanda4 ein.FaggreinarKjarniBókbandshönnun MHÖ 102Brot og brotvélar MBB 101Límtækni MLÍ 101Nýjungar og framtíðarsýn MNF 101Pappírsfræði MPF 101Tölvustýringí iðnaði MTI 101Viðgerðir gamalla bóka og handrita MVH 102ValSjá valgreinar á bls. 12343 ein.14 ein.10 ein.4 ein.16 ein.12 ein.4 ein.13 ein.9 ein.4 ein.120120


PRENTSMÍÐ (MPS)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinarErlend tungumálað vali nemandans4 ein.Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValFaggreinarKjarniBrot og brotvélar MBB 101Bækur og týpógrafía MBT 101Gæðastýring í prentun 1 MGP 101Lita- og ljósfræði MLL 101Myndvinnsla í tölvu MMV 101Nýjungar og framtíðarsýn MNF 101Rippatækni og PostScript MRP 101Týpógrafía og tölvuumbrot MTT 101Tölvuumbrot, framhald MTU 101ValSjá valgreinablað á bls. 12343 ein.14 ein.10 ein.4 ein.16 ein.12 ein.4 ein.13 ein.9 ein.4 ein.121 121


PRENTUN (MPR)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskipta-stærðfræði STÆ 243Val iðngreinarErlend tungumálað vali nemanda4 ein.Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal nemanda4 ein.FaggreinarKjarniEfnafræði prentara MEP 101Gæðastýring í prentun 1 MGP 101Gæðastýring í prentun 2 MGP 201Gæðastýring í prentun 3 MGP 301Lita- og ljósfræði MLL 101Litprentun MLP 101Nýjungar og framtíðarsýn MNT 101Pappírsfræði MPF 101Tölvustýring í iðnaði MTI 101ValSjá valgreinablað á bls. 12343 ein.14 ein.10 ein.4 ein.16 ein.12 ein.4 ein.13 ein.9 ein.4 ein.122122


VALGREINAR Í BÓKIÐNGREINUMAuglýsingahönnun MAH 102 2 ein.Bókbandshönnun MHÖ 102 2 ein.Brot og brotvélar MBB 101 1 ein.Bækur og týpógrafía MBT 101 1 ein.Efnafræði prentara MEP 101 1 ein.Gagnabreytingar MGB 101 1 ein.Gagnagrunnar og tölvunet MGT 101 1 ein.Gæðastýring í prentun 1 MGP 101 1 ein.Gæðastýring í prentun 2 MGP 201 1 ein.Gæðastýring í prentun 3 MGP 301 1 ein.Hönnun blaða og tímarita MHB 101 1 ein.Hönnun með tölvuforriti MHT 101 1 ein.Lita- og ljósfræði MLL 101 1 ein.Litprentun MLP 101 1 ein.Límtækni MLÍ 101 1 ein.Margmiðlun MMI 103 3 ein.Merkjahönnun MMH 102 2 ein.Myndvinnsla í tölvu MMV 101 1 ein.Netþjónar og heimasíður MNH 101 1 ein.Nýjungar og framtíðarsýn MNF 101 1 ein.Pappírsfræði MPF 101 1 ein.Rippatækni og PostScript MRP 101 1 ein.Tölvuumbrot með forriti MTU 101 1 ein.Týpógrafía og tölvuumbrot MTT 101 1 ein.Tölvuletur og tölvuumsjón MTL 101 1 ein.Tölvuprentun MTP 101 1 ein.Tölvustýring í iðnaði MTI 101 1 ein.Viðgerðir gamalla bóka og handrita MVH 1022 ein.123 123


MEISTARANÁM BYGGINGA- OG TRÉIÐNGREINAHÚSASMÍÐI (MHÚ)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinar68 ein.20 ein.10 ein.10 ein.124124Enska/danska 1 5 ein. 2Stærðfræði STÆ 202 323Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal iðngreinarÚtboð og tilboð,gerð verksamninga2 ein.Val nemanda7 ein.FaggreinarKjarniBurðarþolsfræði og teikningalestur MBÞ 102Byggingaeðlisfræði MEÐ 102Byggingaefnisfræði MEF 102Endurbygging eldri húsa MEH 102Greining steypuskemmdaog viðgerðir MGV 102Mælingar í byggingariðnaði MMR 104Skipulag vinnusvæðisog tækjafræði MSV 102Tilboðsgerð MTB 103Verðskrá byggingamanna MVB 101Viðgerðir og viðhald mannvirkja MVV 10221 ein.12 ein.9 ein.27 ein.22 ein.1norska/sænska2Við lok meistaraprófs skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 13 ein.samtals í ensku og dönsku á framhaldsskólastigi.


ValGluggar og glerjun MGG 101Vegg- og loftklæðningar innanhúss MVL 101Staðbyggð timburhús MTH 102Tölvuteikning TTÖ 102Uppsteypa mannvirkjaog mótasmíði MUM 102Útveggjaklæðningar MÚK 101Yfirborðsefni fyrirsteinfleti utanhúss MYS 101Þök og þakfrágangur MÞF 1015 ein.125 125


HÚSGAGNABÓLSTRUN (MHB)Almennt bóknámÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal nemanda4 ein.26 ein.10 ein.16 ein.12 ein.4 ein.126126


HÚSGAGNASMÍÐI (MHS)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinar40 ein.17 ein.10 ein.7 ein.Enska/danska 1 5 ein. 2Stærðfræði STÆ 202Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal iðngreinarÚtboð og tilboð,gerð verksamninga2 ein.Val nemanda7 ein.FaggreinarTölvuteikning TTÖ 10221 ein.12 ein.9 ein.2 ein.127 1271norska/sænska2Við lok meistaraprófs skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 13 ein.samtals í ensku og dönsku á framhaldsskólastigi.


MÁLARAIÐN (MMÁ)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinar51 ein.17 ein.10 ein.7 ein.128128Enska/danska 1 5 ein. 2Stærðfræði STÆ 202Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal iðngreinarÚtboð og tilboð,gerð verksamninga2 ein.Val nemanda7 ein.FaggreinarKjarniByggingaeðlisfræði MEÐ 102Efnisfræði málara MEM 102Endurmálun eldri húsa MEL 101Greining steypuskemmdaog viðgerðir MGV 102Tilboðsgerð MTB 103Verðskrá byggingamanna MVB 101ValYfirborðsefni fyrirsteinfleti utanhúss MYS 101Vatnsþynnanleg plastþeytulökk MVP 101Notkun lasur-efna MLE 10121 ein.12 ein.9 ein.13 ein.12 ein.1 ein.1norska/sænska2Við lok meistaraprófs skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 13 ein.samtals í ensku og dönsku á framhaldsskólastigi.


MÚRARAIÐN (MMR)Almennt bóknámKjarni10 ein.68 ein.20 ein.Íslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinar10 ein.Enska/danska 1 5 ein. 2Stætðfræði STÆ 202, 323Stjórnunar- og rekstrargreinar21 ein.Kjarni12 ein.Stjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103Val9 ein.Val iðngreinarÚtboð og tilboð,gerð verksamningaVal nemanda2 ein.7 ein.Faggreinar27 ein.Kjarni22 ein.Burðarþolsfræði og teikningalestur MBÞ 102Byggingaeðlisfræði MEÐ 102Byggingaefnisfræði MEF 102Endurbygging eldri húsa MEH 102Greining steypuskemmdaog viðgerðir MGV 102Mælingar í byggingariðnaði MMÆ 104Skipulag vinnusvæðisog tækjafræði MSV 102Tilboðsgerð MTB 103Verðskrá byggingamanna MVB 101Viðgerðir og viðhald mannvirkja MVM 102Val 5 ein. 129 1291norska/sænska2Við lok meistaraprófs skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 13 ein.samtals í ensku og dönsku á framhaldsskólastigi.


Flísalagnir og steinlögn MFL 102Hlaðin hús MHH 102Járnalagnir MJÁ 101Uppsteypa mannvirkjaog mótasmíði MUM 102Útveggjaklæðningar MÚK 101130130


PÍPULAGNIR (MPL)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinar60 ein.20 ein.10 ein.10 ein.Enska/danska 1 5 ein. 2Stærðfræði STÆ 202 323Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal iðngreinarÚtboð og tilboð,gerð verksamninga2 ein.Val nemanda7 ein.FaggreinarKjarniBurðarþolsfræði og teikningalestur MBÞ 102Eftirlit með sjálfvirkum úðakerfum MEÚ 101Mælingar í byggingariðnaði MMÆ 104Skipulag vinnusvæðisog tækjafræði MSV 102Tilboðsgerð MTB 103Verðskrá byggingamanna MVB 101ValGasflæðilagnir og loftakerfi MGL 102Plastlagnir MPL 102Snjóbræðslu- og gólfhitalagnir MSG 102Stilling hitakerfa MHK 101Tæring og tæringarvarnir MTÆ 101Uppsetning sjálfvirkra úðakerfa MSÚ 102Varmadælur og kælikerfi MVK 102Varmagjafar og stýringar MVG 1011norska/sænska12 ein.9 ein.13 ein.6 ein.21 ein.19 ein.131 1312Við lok meistaraprófs skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 13 ein.samtals í ensku og dönsku á framhaldsskólastigi.


VEGGFÓÐRUN (MKO)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinar39 ein.17 ein.10 ein.7 ein.Enska/danska 1 5 ein. 2Stærðfræði STÆ 202Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal iðngreinarÚtboð og tilboð,gerð verksamninga2 ein.Val nemanda7 ein.FaggreinarVerðskrá byggingamanna MVB 10121 ein.12 ein.9 ein.1 ein.1321321norska/sænska2Við lok meistaraprófs skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 13 ein.samtals í ensku og dönsku á framhaldsskólastigi.


MEISTARANÁM FATA-,SKINNA- OG LEÐURIÐNGREINAKJÓLASAUMUR (MKJ)KLÆÐSKURÐUR (MKL)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinarEnska2 ein.Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValAltæk gæðastjórnun MAG 102Framleiðslustýring MFS 101Innkaup og birgðastýring MIB 101Markaðsmál MMM 101Skipulagning vinnusvæðis MSK 101Vöruþróun MVÞ 101Val nemanda4 ein.FaggreinarViðhald véla og tækja MVT 101Undirbúningur vöruframleiðslu MUF 10743 ein.12 ein.10 ein.2 ein.23 ein.12 ein.11 ein.8 ein.133 133


SKÓSMÍÐAIÐN (MSM)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinarEnska2 ein.Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 10Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal nemanda4 ein.28 ein.12 ein.10 ein.2 ein.16 ein.12 ein.4 ein.134134


MEISTARANÁM GARÐYRKJUSKRÚÐGARÐYRKJA (MSG)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal iðngreinarÚtboð, tilboð,gerð verksamninga2 ein.Val nemanda4 ein.FaggreinarTilboðsgerð MTB 103Skipulag vinnusvæðisog tækjafræði MSV 10233 ein.10 ein.10 ein.18 ein.12 ein.6 ein.5 ein.135 135


MEISTARANÁM MATVÆLAGREINA136136BAKARAIÐN (MBA)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinarDanska 1 /Enska4 ein.Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValAltæk gæðastjórnun MAG 102Vöruþróun MVÞ 101Áætlanagerð og stefnumörkun MÁS 101Stjórnunarstílar MSS 101Markaðsmál MMM 101Viðskiptamannabókhald MVM 101Val nemanda4 ein.FaggreinarKjarniInnkaup og verðlagning MIV 101Næringarfræði NÆR 202 302Matvælaframleiðsla MMF 102ValÁbætisréttir MÁR 102Framleiðslukerfi MFK 102.Innbakstur og hraðréttir MIH 101Saga brauð- og kökugerðar MBK 101Straumar og stefnur í matargerð MSM 102Súrdeigsbakstur MSD 10148 ein.14 ein.10 ein.4 ein.23 ein.12 ein.11 ein.11 ein.7 ein.4 ein.1norska /sænska


FRAMREIÐSLA (MFR)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinarDanska 1 /Enska4 ein.Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal nemanda4 ein.FaggreinarKjarniInnkaup og verðlagning MIV 101Vínfræði MVF 103Þjónustusamskipti MÞS 102ValFerðalandafræði Íslands FLA 102Framleiðslukerfi MFK 102Straumar og stefnur í matargerð MSM 102Veitinga- og matvælalöggjöf MVL 101Veitingar og ráðstefnuhald MVR 10140 ein.14 ein.10 ein.4 ein.16 ein.12 ein.4 ein.10 ein.6 ein.4 ein.137 1371norska /sænska


KJÖTIÐN (MKÖ)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinarDanska 1 /Enska4 ein.Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValAltæk gæðastjórnun MAG 102Vöruþróun MVÞ 101Áætlanagerð og stefnumörkun MÁS 101Stjórnunarstílar MSS 101Framleiðslustýring MFS 101Val nemanda4 ein.FaggreinarInnkaup og verðlagning MIV 10137 ein.14 ein.10 ein.4 ein.22 ein.12 ein.10 ein.1 ein.1381381norska /sænska


MATREIÐSLA (MMA)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinarDanska 1 /Enska4 ein.Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal nemanda4 ein.FaggreinarKjarniÁrstíðabundið eldhús MÁE 103Hreinlætis- og örverufræði ÖRV 101Innkaup og verðlagning MIV 101Íslensk matargerð MÍM 102Næringarfræði NÆR 342 402Straumar og stefnur í matargerð MSM 102Veitinga- og matvælalöggjöf MVL 101ValÁbætisréttir MÁR 102Framleiðslukerfi MFK 102Innbakstur og hraðréttir MIH 101Matvælaframleiðsla MMF 102Næringarfræði NÆR 242/202Súrdeigsbakstur MSD 101Þjónustusamskipti MÞS 10248 ein.14 ein.10 ein.4 ein.16 ein.12 ein.4 ein.18 ein.14 ein.4 ein.139 1391norska /sænska


MEISTARANÁM MÁLMIÐNGREINABLIKKSMÍÐI (MBL)RENNISMÍÐI (MRS)STÁLSMÍÐI (MSS)VÉLVIRKJUN (MVS)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Val iðngreinar40 ein.18 ein.10 ein.8 ein.Danska 1 /Enska 5 ein. 2Eðlisfræði EÐL 103Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal nemanda4 ein.FaggreinarKjarniNámskeið að vali þátttakenda16 ein.12 ein.4 ein.6 ein.1 ein.5 ein.1401401norska/sænska2Við lok meistaraprófs skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 13 ein.samtals í ensku og dönsku á framhaldsskólastigi.


MEISTARANÁM RAFIÐNGREINARAFEINDAVIRKJUN (MRE)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal nemanda4 ein.FaggreinarKjarniGagnasenditækni og tölvukerfi MGS 103Mælitæki og truflanir MMT 103Skynjaratækni og búnaður MSB 103Stafræn fjarskiptatækni MSF 103Stafræn rafeindatækni MSR 103Tölvu- og rafeindastýringar MTÖ 103Tölvufjarskipti MTF 103Örtölvur til stýringar MÖS 103ValBilanaleit í PC-vélum MBV 103Bilanaleit í örtölvustýrðum búnaði MBÖ 103Móttöku- og dreifikerfi merkja MMD 103Myndbandatækni,myndbandstökuvélar MMB 103Rafeindatæki,rafeindatækni (Nýtækni) MRN 103Símtækni MSÍ 10110 ein.12 ein.4 ein.24 ein.6 ein.56 ein.10 ein.16 ein.30 ein.141 141


Stafrænir spilarar / upptökutæki MSU 102Stýringar í iðnaði MSI 103Viðvörunarkerfi ogaðgangsbúnaður MVA 103142142


RAFVIRKJUN (MRA)RAFVÉLAVIRKJUN (MRV)Almennt bóknámKjarniÍslenska ÍSL 242 252Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði STÆ 243Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal nemanda4 ein.FaggreinarKjarniKælitækni MKT 102Rafdreifikerfi og reglugerðir MRR 106Raflagnatækni MRT 103Rafmagnsfræði MRF 102Rafvélar MRV 102Smáspennuvirki MSP 103Stýringar MSA 106ValLjósleiðaratækni /uppsetning á tölvukerfum MLU 103Loftnetstækni MLT 103Mælitækni, áhrif truflanaá tölvukerfi MMÆ 103PC-NET / hugbúnaður, vélbúnaður MPC 102Skynjaratækni og búnaður MSB 103Stafræn fjarskiptatækni MSF 103Örtölvur til stýringa MÖS 10310 ein.12 ein.4 ein.24 ein.6 ein.56 ein.10 ein.16 ein.30 ein.143 143


MEISTARANÁM SNYRTIGREINAHÁRSNYRTIIÐN (MHÁ)Almennt bóknámKjarniÍslenska MÍS 102 112Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði MVS 103Val iðngreinarDAN 1 212ENS 212Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal nemanda4 ein.Val iðngreinar4 ein.Sölutækni, samskiptivið viðskiptavini MSÖ 101Afgreiðsla í verslun MAV 101Innkaup og birgðastýring MBI 101Listsköpun og hönnun MLH 101FaggreinarLíffæra- og lífeðlisfræði LOL 103Hársjúkdómar MHS 102Saga hársnyrtiiðnar MSH 103Sýningar, keppnir, leikhús MKL 10245 ein.14 ein.10 ein.4 ein.20 ein.12 ein.8 ein.11 ein.1441441norska /sænska


SNYRTIFRÆÐI (MSN)Almennt bóknámKjarniÍslenska MÍS 102 112Tölvunotkun TÖL 103Viðskiptastærðfræði MVS 103Val iðngreinarTÖL 203Stjórnunar- og rekstrargreinarKjarniStjórnun MST 104Kennsla/þjálfun MKE 102Rekstrarumhverfi MRU 102Bókhald og skjalavarsla MBS 101Reikningsskil MRS 103ValVal nemanda4 ein.Val iðngreinar4 ein.Sölutækni, samskiptivið viðskiptavini MSÖ 101Afgreiðsla í verslun MAV 101Innkaup og birgðastýring MBI 101Listsköpun og hönnun MLH 10133 ein.13 ein.10 ein.3 ein.20 ein.12 ein.8 ein.Fámennar iðngreinarMeistaranám í eftirtöldum iðngreinum samanstendur afalmennum greinum og stjórnunar-/rekstrargreinum:Almennt bóknám Stjórnun/reksturGull- og silfursmíði (MGS) 10 ein. 16 ein.Ljósmyndun (MAL) 10 ein. 16 ein.Netagerð (MNG) 10 ein. 16 ein.Rafveituvirkjun (MRF) 10 ein. 16 ein.Símsmíði (MSS) 10 ein. 16 ein.Tannsmíði (MTA) 10 ein. 16 ein.Úrsmíði (MÚR) 10 ein. 16 ein.


ANNAÐ STARFSNÁMHEILBRIGÐISBRAUTIRLYFJATÆKNABRAUT (LT)143 ein.Markmið lyfjatæknanáms er að sérmennta fólk til starfa viðsölu, dreifingu og afgreiðslu lyfja í apótekum, heildsölum,sjúkrahúsum og opinberum stofnunum þar sem fjallað er umlyf og lyfjatengd málefni. Námið tekur 4 ár, þ.e. tveggja áraalmennt nám og tveggja ára sérhæft nám. Auk þess bætist við10 mánaða starfsþjálfun í apótekum eða á öðrum vinnustaðþar sem fengist er við lyf. Starfsheiti lyfjatækna er lögverndað.146146Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202 212Tjáning TJÁ 102Erlend tungumál 12 ein. DAN 1 102 202ENS 102 202 + 4 ein.DAN/ENSEðlisfræði EÐL 113Efnafræði EFN 103 203Líffræði LÍF 103 203Líffæra-/lífeðlisfræði LOL 103 203Stærðfræði STÆ 102 172 122Vélritun VÉL 101Ritvinnsla/Tölvufræði RIT 103 / TÖL 103Heilbrigðisfræði HBF 102 203Næringarfræði NÆR 102Námstækni NÁM 101Saga SAG 103Sálfræði SÁL 123SérgreinarAfgreiðslufræði AFG 103 203Almenn lyfjafræði ALM 103Eiturefni og hættuleg efni önnur EIT 102Félagslyfjafræði FLL 10265 ein.63 ein.1norska /sænska


Hjúkrunarvörur og sjúkragögn HOS 103 203 303Líkamsbeiting LÍB 101Lokaritgerð LOK 103Lyfhrifafræði LHF 103 203 303Lyfjafræði náttúruefna LYN 103Lyfjahvarfafræði LYH 103 202Lyfjagerð LYG 103Lyfjalöggjöf LLÖ 103Næringarfræði NÆR 203Siðfræði SIÐ 102Sjúkdómafræði SJÚ 103 203Skyndihjálp SKY 101Sýklafræði SÝK 102Verklegar greinar7 ein.Lyfjagerð LYG 204Vistun í apóteki VAT 103Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 4 ein. 8 ein.147 147


LÆKNARITARABRAUT (LÆ)75 ein.Markmið brautarinnar er að í lok námsins hafi nemenduröðlast þá fræðilegu þekkingu og verklegu reynslu sem gerirþeim kleift að starfa sjálfstætt og af fagmennsku sem læknaritarar.Stúdentspróf eða hliðstæð menntun og reynsla er inngönguskilyrðiá þessa braut. Námið veitir tiltekin réttindi ísamræmi við reglugerð heilbrigðisráðuneytis. Meðalnámstímilæknaritaranema er fjórar annir, þar af sex mánaðastarfsþjálfun eftir aðra önn í skólanum í umsjón löggiltslæknaritara.SérgreinarEnska ENS 523 622Heilbrigðisfræði HBF 112 212Latína LAT 102 201Líffæra- og lífeðlisfræði LOL 103 203Líkamsbeiting LÍB 101Lyfjafræði LYF 112Læknaritun LÆR 105 205 306Ritvinnsla RIT 123 222Siðfræði heilbrigðisstétta SIÐ 102Sjúkdómafræði SJÚ 103 213Skjalastjórn SKL 101Stjórnun (gæðastjórnun) STG 111Tölvufræði (notkun) TÖL 123 222Starfsþjálfun18 ein.75 ein.148148


NÁMSBRAUT FYRIR NUDDARA (NN) 98 ein.Markmið brautarinnar er að veita nemendum fræðilegangrunn og faglega verkþjálfun sem gerir þeim kleift að starfasjálfstætt sem nuddarar að námi loknu. Námið tekur þrjú árog skiptist í þrennt, almennar greinar, sérgreinar og verknám.Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202 212Tjáning TJÁ 102Erlend tungumál 8 ein.: DAN 1 102 202ENS 102 202Saga SAG 103Sálfræði SÁL 103/123Siðfræði SIÐ 102Efnafræði EFN 103Líffræði LÍF 103Stærðfræði STÆ 102/172Vélritun VÉL 101Námstækni NÁM 101SérgreinarBókfærsla BÓK 103Heilbrigðisfræði HBF 102 203Líffæra- og lífeðlisfræði LOL 103 203Vöðvafræði VFF 102Sjúkdómafræði SJÚ 103 202Næringarfræði NÆR 102Líkamsbeiting LÍB 101Skyndihjálp SKY 101Rekstur fyrirtækja REF 101Val2 ein.Verklegar greinarIlmolíu- og sogæðanudd ISN 106Vöðvateygjur (sérhæfðar) VTG 102Klassískt og heildrænt nudd KHN 109Íþróttanudd ÍÞN 1031norska /sænska34 ein.28 ein.32 ein.Vöðva- og hreyfifræði VHR 104 149 149


Svæðanudd SVN 105Íþróttameiðsl ÍÞM 102Val1 ein.Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.150150


SJÚKRALIÐABRAUT (SJ)120 ein.Sjúkraliðabraut er ætlað að búa nemendur undir sjúkraliðastörf.Til viðbótar námi á brautinni verða nemendur að vinnafjóra mánuði á sjúkrastofnun og geta að því loknu sótt umlöggildingu starfsheitis til heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis.Meðalnámstími á sjúkraliðabraut er 6 annir í skóla auk 4mánaða starfsþjálfunar.Almennar bóklegar greinar43 ein.Íslenska ÍSL 102 202 212Tjáning TJÁ 102Erlend tungumál DAN 1 102 202ENS 102 202 + 2 ein.StærðfræðiSTÆ 102 + 2 ein.Efnafræði EFN 103Líffræði LÍF 103Sálarfræði SÁL 103Félagsfræði FÉL 103Tölvufræði TÖL 103Val6 ein.Sérgreinar43 ein.Líffæra- og lífeðlisfræði LOL 103 203Heilbrigðisfræði HBF 102 203Siðfræði heilbrigðisstétta SIÐ 102Sýklafræði SÝK 102Skyndihjálp SKY 101Líkamsbeiting LÍB 101NæringarfræðiNÆR 102 + 1 ein. sérfæðiLyfhrifafræði LHF 113Sjúkdómafræði SJÚ 103 202Hjúkrunarfræði, bókleg HJÚ 103 203 212 303 312 402Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201211 + 2 ein. 6 ein.Verklegar greinar12 ein.Hjúkrunarfræði, verkleg HJV 113 213 313 413Starfsþjálfun16 ein.1norska /sænska151 151


TANNTÆKNABRAUT (TT)86 ein.Markmið brautarinnar er að þjálfa nemendur í að vinna ýmisaðstoðarstörf í tannlæknaþjónustu, s.s. aðstoð við tannlæknastól,bókanir, sótthreinsun og önnur störf á tannlæknastofum.Að loknu bóklegu námi tekur við tveggja anna starfsþjálfunmeð bóklegu ívafi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.Námið tekur tvö og hálft ár að meðaltali. Starfsheitið er lögverndað.152152Almennar bóklegar greinar17 ein.Íslenska ÍSL 102Tjáning TJÁ 102Erlend tungumál 6 ein.: DAN 1 102 ENS 102+ 2 ein. DAN/ENSStærðfræði STÆ 172Vélritun VÉL 101Ritvinnsla/Tölvufræði RIT 103 / TÖL 103Námstækni NÁM 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 2 ein.Sérgreinar35 ein.Bókfærsla BÓK 103Efnafræði EFN 103Heilbrigðisfræði HBF 102 203Líffæra- og lífeðlisfræði LOL 103 202Líffræði LÍF 103Lyfjafræði LYF 101Næringarfræði NÆR 102Sálfræði SÁL 123Siðfræði SIÐ 102Skráning og spjaldskrárgerð SKR 102Skyndihjálp SKY 101Sýklafræði SÝK 102Tann- og munnsjúkdómafræði TMS 103Verklegar greinar í Tannlækadeild HÍ32 ein.Aðstoð við tannlækningar AVT 105Áhalda- og efnisfræði ÁEF 103 2021norska /sænska


Fjögurra handa tannlækningar FHT 101 203Forvarnir munn- og tannsjúkdóma FVA 101Gervitannagerð GTG 101Munn- og kjálkaskurðlækningar MKS 102Röntgenfræði RTG 102Samskipti við sjúklinga SAM 101Skerping verkfæra SKE 101Sótthreinsun SÓT 103Tannlækningar TAN 101Tannréttingar TAR 101 201Tannlæknastofan TAS 102Tannholsfræði THF 101Tannvegssjúkdómar TVS 101153 153


MATVÆLA-, HÚSSTJÓRNAR-OG HANDÍÐANÁMGRUNNNÁM MATVÆLAGREINA (GN) 38 ein.Markmið brautarinnar er að nemendur kynnist ítarlegastörfum í hótel- og matvælagreinum, skilji þýðingu þeirrafyrir þjóðfélagið og stöðu greinanna í atvinnulífinu. Áherslaer lögð á verklega þætti. Nemendum eru kennd undirstöðuhandbrögðog fá grunnþjálfun í verklegum greinum. Þá erlögð áhersla á mikilvægi hreinlætis og snyrtimennsku ogkennd meðhöndlun matvæla. Á síðari önn kynnast nemendureinni iðngrein nánar á vinnustað.Almennar bóklegar geinar13 ein.Samfélagsfræði SAM 105Skyndihjálp SKY 101Tölvur TÖL 102Vélritun VÉL 101Val. Velja skal 2 áfanga: ÍSL 102DAN 1 /ENS 102Stærðfræði STÆ 102Sérgreinar23 ein.Eldhús, búnaður, vinnuskipulag EBV 142Hreinlætisfræði HRF 141Veitingatækni VET 145Veitingatækni, bókleg VEB 141Vöru- og neytendafræði VÖN 142Örverufræði ÖRV 141Öryggismál ÖRM 141Verkleg þjálfun í skóla VÞS 105 203Verkleg þjálfun á vinnustað VÞV 102Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 2 ein.1541541norska /sænska


HANDÍÐABRAUT39 ein.Markmið brautarinnar er að bjóða fram nám í fatagerð, fatahönnun,sníðagerð, prjóni og hekli auk almennra námsgreina.Námið veitir góðan undirbúning að frekara námiog/eða störfum á sviði fatagerðar. Námstími er tvær annir.Almennar bóklegar greinar8 ein.Íslenska ÍSL 102Erlend mál 4 ein. DAN 1 102 ENS 102Stærðfræði STÆ 102Sérgreinar29 ein.Fatahönnun HÖN 106Fatasaumur FAT 103 204Módelteikning MDL 344Prjón og hekl PRJ 102Saumatækni SAU 103Sniðteikningar SNI 102Vefjarefnafræði VFJ 101Bundið val 4 ein. FAT 214 / PHB 103 / HÖN 204Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 2 ein.1norska /sænska155 155


HÚSSTJÓRNARBRAUT (HB)41 ein.Hússtjórnarbraut veitir nemendum góðan undirbúning fyrirheimilishald. Námstími er tvær annir.Almennar bóklegar greinar9 ein.Íslenska ÍSL 102Erlend tungumál DAN 1 102 / ENS 102Félagsfræði FÉL 103Stærðfræði STÆ 102Listgreinar og verklegar greinar21 ein.Fatagerð FAG 106Fatahönnun FAH 104Hreinlætisfræði HRL 131Veitingatækni VET 105 305Sérgreinar brautarinnar9 ein.Heilbrigðisfræði HBF 102Næringarfræði NÆR 103Skyndihjálp SKY 101Vörufræði VÖR 102Örverufræði ÖRV 101Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 2 ein.1561561norska /sænska


MATARTÆKNABRAUT (MT)120 ein.Matartæknabraut er ætlað að útskrifa matartækna sem aðnámi loknu geta annast almenna matreiðslu og matreiðslusérfæðis. Skólinn brautskráir nemanda og heilbrigðisráðuneytiðveitir starfsréttindi skv. reglugerð þar að lútandi. Námí skóla og á vinnustað tekur að meðaltali 3 ár.Almennar bóklegar greinar33 ein.Íslenska ÍSL 102 202/222Tjáning TJÁ 102Danska 1 DAN 102 202/222Enska ENS 102 202/222Efnafræði EFN 103/113Líffræði LÍF 103Siðfræði SIÐ 102Stærðfræði STÆ 102 222Bókfærsla BÓK 102Tölvufræði TÖL 102 202Vélritun VÉL 101Sérgreinar50 ein.Eldhúsbúnaður, vinnuskipulag EBV 102Hreinlætisfræði HRF 101Innkaup og áætlanir IKÁ 141Næringarfræði NÆR 142 242 342Samskipti SAM 102Stjórnun STJ 102Skyndihjálp SKY 101Veitingatækni VET 145 245 344 443 564 644Veitingatækni, bókleg VEB 141 241 341Vöru- og neytendafræði VON 142 242Örverufræði ÖRV 141 241Öryggisfræði ÖRM 141Val nemenda7 ein.Íþróttir – líkams-og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.Starfsnám á vinnustað26 ein.1norska /sænska157 157


MATSVEINABRAUT (MS)20 ein.Markmið brautarinnar er gera nemendum kleift að öðlast þáleikni og faglegu þekkingu sem býr þá undir störf matsveinaá fiski- og flutningaskipum sem eru undir 200 rúmlestum.Námstími er tvær annir.Bóklegar greinarHreinlætisfræði HRF 141Kostur og innkaup KOK 142Matreiðsla MAB 162 262Næringarfræði NÆR 142Skyndihjálp SKY 101Vöru- og neytendafræði VÖN 102Verklegar greinarFramreiðsla FRV 162Matreiðsla MAT 163 26312 ein.8 ein.158158


SLÁTRUN (SL)47 ein.Markmið brautarinnar er að gera nemendur hæfa til að sjáum slátrun búfjár samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum.Að loknu námi í skóla og starfsþjálfun á vinnustað ánemandi að vera fær um að annast þá verkefnaþætti sem tilheyraslátrun búfjár og meðferð á afurðum. Nám í skóla ogstarfsþjálfun á vinnustað tekur tvö og hálft ár.Almennar bóklegar greinar24 ein.Íslenska ÍSL 102 222Erlend tungumál DAN 1 102 ENS 102 + 4 ein.Stærðfræði STÆ 102Iðnreikningur matvælagreina IRF 222Bókfærsla BÓK 102Tölvufræði TÖL 102Skyndihjálp SKY 101Efnafræði EFN 112Hreinlætisfræði HRF 141Sérgreinar20 ein.Grófbrytjun og pökkun GÓP 102Örverufræði ÖRV 141 241Hráefnisfræði (kjötfræði) HEK 102 202Slátrun SLÁ 103 203Rekstrar- og markaðsfræði REK 101Gæðastjórnun GÆÐ 102Verkstjórn MVE 111Véla- og tækjafræði VTK 101Öryggis- og umhverfismál ÖRM 141Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 3 ein.1norska /sænska159 159


SJÁVARÚTVEGSNÁMFISKIÐNAÐARBRAUT (FI)80 ein.Markmið náms á fiskiðnaðarbraut er að gera nemendur færaum að taka að sér verkstjórn, gæðaeftirlit og önnur stjórnunarstörfí fiskvinnslu. Námið tekur tvö ár og er bóklegt ogverklegt. Nemendur, sem innritast á brautina, þurfa að hafalokið 52 einingum í framhaldsskóla í almennum bóklegumnámsgreinum.160160Bóklegar og verklegar námsgreinarFagenska ENS 491Ferskfiskur FFS 191Frysting FRO 19A 293Fullvinnsla FVI 195Gæðastjórnun GST 192Hagnýt tölfræði STÆ 493Hráefni HRÁ 195Hreinlæti og búnaður HRB 193Lokaverkefni LOK 192Matvæla- og næringarfræði MNE 194Matvælavinnsla MAT 193Rekstrarhagfræði RHF 192 292 392 492Saltfiskverkun SFV 194Sjávarlíffræði LÍF 191Sjávarútvegskynning SJK 191Skyndihjálp/Björgunarskólinn SKH 191Starfsfræðsla STA 191 291 391 491Tölvufræði TÖL 192 292 391 491Verkstjórnarfræðsla VSN 192 292Vinnsla, skel og skrápur VSS 193Vinnsla uppsjávarfiska VUP 191 291Þurrkun ÞUR 192Örverufræði ÖRV 192Valgreinar:LyftaraprófPróf löggilts vigtarmanns1 ein.1 ein.80 ein.


SJÁVARÚTVEGSBRAUT (SÚ)68 ein.Sjávarútvegsbraut lýkur með réttindum til skipstjórnar á bátumallt að 30 tonnum og veitir jafnframt góðan undirbúningfyrir ýmis störf á sjó eða í landi. Nám á brautinni er skilyrðifyrir framhaldi náms til frekari skipstjórnarréttinda. Meðalnámstímier 4 annir.Almennar bóklegar greinar42 ein.Íslenska ÍSL 102 202 212Tjáning TJÁ 102Danska DAN 1 102 202Enska ENS 102 202 212Félagsfræði FÉL 103Eðlisfræði EÐL 103Efnafræði EFN 103Líffræði LÍF 103Stærðfræði STÆ 102 202 212+3Tölvufræði TÖL 103Sérgreinar22 ein.Aflameðferð og vinnsla AFV 112Bókfærsla BÓK 103Haffræði HAF 101Markaðsfræði MAR 123Sjávarútvegur SJÁ 113Sjómennska SJÓ 112 212Siglingafræði/samlíkirSFS 102 (30 rúmlesta réttindi)Siglingareglur/vélfræðiSOV 101 (30 rúmlesta réttindi)SiglingatækiSIT 101 (30 rúmlesta réttindi)Sjóhæfni og veðurfræðiSHV 101 (30 rúmlesta réttindi)Öryggi og slysavarnirÖRS 101 (30 rúmlesta réttindi)Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.1norska /sænska161 161


SKIPSTJÓRNARNÁMNemendur, sem ljúka námi á sjávarútvegsbraut, eiga rétt á aðhefja skipstjórnarnám sem greinist á 3 stig.Námskrár fyrir 1., 2. og 3. stig skipstjórnarnáms eru ívinnslu og verða tilbúnar fyrir skólaárið 2000-2001.VÉLSTJÓRNARBRAUT, 1. STIGVÉLAVÖRÐUR (VV1)18 ein.Nám vélavarða er miðað við að nemandi hafi lokið grunnskólaprófieða sé orðinn 18 ára. Að loknu námi fást starfsréttindiá báta með vélastærð allt að 220 kW og eftir siglingatíma,sem ákveðinn er í lögum um starfsréttindi, aukast réttindin í375 kW. Lágmarksnámstími er ein önn.SérgreinarMálmsuða MLS 102Smíðar SMÍ 104Rafmagnsfræði RAF 103Vélstjórn VST 103 204Skyndihjálp SKY 101Slysavarnir SLY 10118 ein.162162


VÉLSTJÓRNARBRAUT, 2. STIG (VV2) 84 ein.Markmiðið með vélstjóramenntun 2. stigs er að stuðla að hagnýtritæknimenntun sem nýtist fyrst og fremst til sjós. Aðloknu námi og siglingatíma fást starfsréttindi á skip með aðalvélarallt að 750 kW. Meðalnámstími er fjórar annir.Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Danska DAN 1 102 202Enska ENS 102 202Eðlisfræði EÐL 103Efnafræði EFN 103Stærðfræði STÆ 102 122 212SérgreinarEfnisfræði málmiðna EFM 102Grunnteikning GRT 103 203Kælitækni KÆL 102 202Málmsuða MLS 102 202Rafmagnsfræði RAF 103 253 353Rafeindatækni RAT 102Rennismíði REN 104Slysavarnir SLY 101Skyndihjálp SKY 101Smíðar SMÍ 104 204Stýritækni STÝ 102Vélfræði VFR 113 213Vélstjórn VST 103 204 30424 ein.60 ein.163 1631norska /sænska


VÉLSTJÓRNARBRAUT, 3. STIG (VV3) 146 ein.Markmiðið með vélstjóramenntun 3. stigs er að stuðla að hagnýtritæknimenntun sem nýtist fyrst og fremst til sjós. Í náminuskal vera það mikill almennur og fræðilegur grunnur aðþað geri einstaklingnum kleift að fylgjast með tækniþróuninni.Markmiðið er einnig að uppfylla alþjóðakröfur ummenntun, þjálfun, skírteini og vaktstöðu sem er grundvölluralþjóðlegs atvinnuréttindaskírteinis (STCW). Að loknu námiog siglingatíma fást starfsréttindi á skip með aðalvélar allt að1500 kW.164164Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202 212Danska DAN 1 102 202 212Enska ENS 102 202 212Eðlisfræði EÐL 103 223 323Efnafræði EFN 103 203Stærðfræði STÆ 102 122 202 303 403Tölvufræði TÖL 103SérgreinarBókfærsla BÓK 102Efnisfræði málmiðna EFM 102Grunnteikning GRT 103 203Iðnteikning ITM 112 212Kælitækni KÆL 102 202 302Málmsuða MLS 102 202 302Rafmagnsfræði RAF 103 253 353 453 464Rafeindatækni RAT 102Rennismíði REN 104 202Rökrásir RÖK 102Skyndihjálp SKY 101Slysavarnir SLY 101Smíðar SMÍ 104 204 302Stillitækni STI 103Stýritækni STÝ 102 202Vélfræði VFR 113 213 313Vélstjórn VST 103 204 304 312 403Véltækni VTÆ 10248 ein.98 ein.1norska /sænska


VÉLSTJÓRNARBRAUT, 4. STIG (VV4) 208 ein.Markmiðið með vélfræðingsmenntuninni er að stuðla að víðtækri,hagnýtri tæknimenntun sem nýtist bæði til sjós oglands. Í náminu skal vera það mikill almennur og fræðilegurgrunnur að hann nýtist einstaklingnum til að setja sig inn ítæknileg viðfangsefni og geri honum kleift að fylgjast meðtækniþróuninni, auk þess að mennta og þjálfa viðkomandi íhandverki á málmiðnaðarsviði og skipulagningu viðhaldsstarfa.Markmiðið er einnig að uppfylla alþjóðakröfur ummenntun, þjálfun, skírteini og vaktstöðu sem er grundvölluralþjóðlegs atvinnuréttindaskírteinis (STCW). Eftir tiltekinnsiglingatíma fást starfsréttindi á skip með ótakmarkaðri vélastærð.Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202 212 313Danska DAN 1 102 202 212Enska ENS 102 202 212 302 402Eðlisfræði EÐL 103 223 323Efnafræði EFN 103 203Stærðfræði STÆ 102 122 202303 323 403 503Tölvufræði TÖL 103SérgreinarBókfærsla BÓK 102Burðarþolsfræði BUR 102 202Efnisfræði málmiðna EFM 102Grunnteikning GRT 103 203Iðnteikning ITM 112 212 313Kælitækni KÆL 102 202 302 402Málmsuða MLS 102 202 302Rafmagnsfræði RAF 103 253 353453 464 54 564Rafeindatækni RAT 102 253 352Rennismíði REN 104 202Rökrásir RÖK 102 202Skyndihjálp SKY 10161 ein.147 ein.165 1651norska /sænska


Slysavarnir SLY 101 201Smíðar SMÍ 104 204 302Stillitækni STI 103 203Stýritækni STÝ 102 202Teiknifræði TFV 102Vélfræði VFR 113 213 313 412 513 522Vélstjórn VST 103 204 304 312 403Véltækni VTÆ 102 122 202 212Vélvirkjun VIR 104Viðhald VIÐ 102166166


TÖLVU-, TÆKNI- OG HÖNNUNARNÁMHÖNNUNARBRAUT (HÖ)(Iðnskólinn í Hafnarfirði)80 ein.Markmið brautarinnar er- að nemendur geti aflað sér hagnýtrar og fagurfræðilegrarþekkingar til hönnunar- að gera nemendur hæfa til að útfæra og þróa nýjar hugmyndirer tengjast handverki, listiðnaði og margs konariðnaðarframleiðslu- að nemendur geti unnið við framleiðslu úr ýmsu hráefniog hafi þekkingu á markaði og vinnubrögðum við aðkoma nýrri vöru á framfæri- að örva hugmyndir og efla frumkvæði hjá nemendum tilatvinnuskapandi tækifæra- að tryggja nemendum aðstöðu til leitar og tilrauna á hugmyndafræðilegumgrunni- nemendur öðlist færni og getu til að koma innsæi ogþekkingu á handverki til framtíðar- fræðsla um vistfræði með tilliti til efnisnotkunar og umhverfis- að nemendur fái haldgóða undirstöðuþekkingu sem nýtistí framhaldsnámi í ýmsum iðn-, tækni- og hönnunargreinumAlmennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál 8 ein. DAN 1 102 ENS 102+ 4 ein. DAN 202 212 /ENS 102 212Félagsfræði FÉL 102Eðlisfræði EÐL 102 202Efnafræði EFN 102Bókfærsla BÓK 103Stærðfræði STÆ 102 12227 ein.167 1671norska /sænska


Sérgreinar, bundnar28 ein.Fríhendisteikning FHT 102Grunnteikning GRT 103 203 (106)Hönnunarteikning HÖH 103Listasaga LIH 102Markaðsfræði MAH 103Málmhönnun, verkleg MÁH 104Plasthönnun, verkleg PLH 104Tréhönnun, verkleg TRH 104Sérgreinar, val. Velja skal að lágmarki 21 ein.21 ein.Fríhendisteikning FHT 202Fyrirlestrar FYH 101 201Hönnunarteikning HÖH 203Málmhönnun, verkleg MÁH 204Rafeindatækni, verkleg RTH 103Smíði hönnunarhluta SMH 106Steinahönnun, verkleg STH 104Fjarvíddarteikning TFT 101Tréhönnun, verkleg TRH 204Tölvufræði TÖL 103Ýmis hönnun, verkleg ÝMH 102Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.168168


HÖNNUNARBRAUT (IH)(Iðnskólinn í Reykjavík)85 ein.Markmið brautarinnar er kennsla í undirstöðuatriðum hönnunar,tækni og hugmyndafræði. Áhersla er lögð á að nemendurfái skilning á hönnunarferli að því marki að þeir getiunnið sjálfstætt að þróun hugmynda frá grunni að frumgerðmarkaðshæfrar vöru. Brautin getur nýst sem öflugur undirbúningurundir frekara nám í hönnun hvort sem er á Íslandieða erlendis og einnig sem undirbúningur eða viðbót við iðnogtækninám. Námstími er 4 annir.Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál 8 ein. DAN 1 102, ENS 102+ 4 ein. DAN 202 212 /ENS 102 212Stærðfræði STÆ 102 112 122Félagsfræði FÉL 102Bóklegar faggreinarEfnisfræði, almenn EFI 102Efnisfræði, næmnisfræðiljósmynda ENL 102Fríhendisteikning FHT 102 202/114Grunnteikning GRT 106/103 203Fjarvíddarteikning TTF 101Lita- og formfræði LFR 104/102 202Listasaga LIS 103 203/102 202 302Málstofa iðnhönnunar MÁL 102Teiknitækni TTT 102Tölvuteikning TTÖ 103 202Þjónustutækni TÞJ 101Tölvufræði TÖL 102Vinnustofa tölvuteikningar VTÖ 102Útlitsteikning ÚTL 102 20220 ein.43 ein.169 1691norska /sænska


Vinnustofur iðnhönnunar. Velja skal a.m.k. 12 einingar.12 ein.Vinnustofa fatnaðar FÖT 103 203Vinnustofa trésmíði TRÉ 103 203Vinnustofa málmsmíði VMÁ 103 203Vinnustofa grafískrar hönnunar VGH 103 203Val6 ein.Fjarvíddarteikning TTF 202Iðnteikning, húsgögn ITB 136Lýsing og ljósgjafar LÝS 102Nútímalista- og stílsaga LIS 402Heimspeki HES 103Logsuða LSU 102Rafsuða RSU 102Trésmíði VGT 106Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.ATH. Valgreinar eru ekki bundnar þeim fögum sem tilgreind eru. Aðrar faggreinar,sem nýtast á brautinni, koma til greina og skal velja þær í samráðivið deildarstjóra.170170


TÆKNITEIKNUN (TT)95 ein.Markmið brautarinnar er að mennta tækniteiknara til starfa áteiknistofum fyrirtækja, ráðgefandi verkfræðinga, arkitekta,ríkisstofnana, bæjarfélaga o.fl. Tækniteiknari á að vera færum að gera uppdrátt og vinnuteikningu af hlut sem hann hefurfyrir sér og eftir málsettri skissu af hlut eða mannvirki. Þáer einnig ætlast til að hann geti ljósritað teikningar, stjórnaðtölvuteiknara, vélritað mál, annast einfalda tölvuskráningu,brotið teikningar og annast skráningu þeirra. Meðalnámstímieftir grunnskólapróf er 5-6 annir. Meðalnámstími eftir stúdentsprófer 3-4 annir.Almennar bóklegar greinarÍslenska ÍSL 102 202Erlend tungumál 8 ein. DAN 1 102 ENS 102+ 4 ein. DAN 202 212ENS 202 212Stærðfræði STÆ 102 112 122 202Tölvufræði og vélritun TÖL 102 og VÉL 102Bókfærsla BÓK 102Val4 ein.Sérgreinar, bundnarFjarvíddarteikning TFT 101Fríhendisteikning FHT 102Grunnteikning GRT 106Tækniteiknun,húsateikning THT 103innréttingateikning TTI 103kortateikning TKT 102mannvirkjateikning TMT 103raflagnateikning TRT 103skjalavistun,ljósprentun TSL 101teiknistofutækni TST 101teiknitækni TTT 102tæki og efni TTE 103tölvuteikning TTÖ 103 202vélateikning TVT 103þjónustutækni TÞJ 10130 ein.39 ein.171 1711norska /sænska


Sérgreinar. Velja skal af þessu minnst 21 einingu.Fjarvíddarteikning TFT 202Landmælingar MMÆ 103 202Rekstrartækni RST 102Tækniteiknun,húsateikning THT 203 213innréttingateikning TIT 203 213kortateikning TKT 203mannvirkjateikning TMT 203 213raflagnateikning TRT 203 213skjalavistun, ljósprentun TVT 203 213Einn áfanginn í það minnsta skal hafa hliðfara (203 og 213) og skal 213-áfanginn leystur að minnsta kosti til helminga með tölvuteikningu.Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 1 ein. 5 ein.172172


TÖLVUFRÆÐIBRAUT (TFB)108 ein.Meginmarkmið brautarinnar er að nemendur öðlist haldgóðaþekkingu á flestum sviðum tölvutækninnar sem nýtist þeimí tölvutengdum störfum. Í þessu felst að nemendur geti starfaðsjálfstætt við tölvur, geti þjónustað tölvur og notendurþeirra, hafi góða þekkingu á tölvusamskiptum, geti starfaðvið forritun, þekki uppbyggingu og virkni tölvunnar, getinýtt sér tölvutæknina við úrvinnslu og framsetningu upplýsingaog hafi sérþekkingu á tilteknum sviðum tölvutækninnar.Tölvufræðibrautinni er skipt í 3 stig. Hvert stig svarar tileins árs náms og hefur ákveðið markmið. Að loknu hverjustigi hafa nemendur öðlast ákveðna þekkingu sem nýtistþeim í atvinnulífinu. Meðalnámstími er 6 annir.Almennar bóklegar greinarBókfærsla BÓK 102Danska DAN 1 102Eðlisfræði EÐL 103 203Efnafræði EFN 103Enska ENS 102 202 212 303Félagsfræði FÉL 102Íslenska ÍSL 102 202 212 313Námstækni NÁM 101Stærðfræði STÆ 102 112 122 202303 323 331 403FaggreinarForritun FOR 114 213Framsetning og hönnun FSH 102Gagnasafnsfræði GSF 102Tölvufræði TÖL 113 123Tölvutækni TÆK 104 202 214Vélritun og ritvinnsla VÉL 103Faglegar valgreinar. Velja skal minnst 4 einingar.Forritun FOR 222Framsetning og hönnun FSH 20252 ein.30 ein.4 ein.Gagnasafnsfræði GSF 202 173 1731norska /sænska


Rafmagnsfræði ogmælingar ROM 102Tölvubókhald TBÓ 102Tölvutækni TÆK 312Sérsvið. Velja skal minnst 16 einingar.16 ein.Sérsvið eru kennd m.t.t. fjölda þátttakenda og verða ákveðin hverju sinnimeð forvali. Framboð sérsviða ræðst m.a. af áhuga nemenda og þörfummarkaðarins hverju sinni. Hverju sérsviði er skipt upp í fjóra 4 einingaáfanga. Hver áfangi getur tilheyrt fleiri en einu sviði. Hægt er að fá sérsviðtilgreint á lokaskírteini. Þarf nemandi þá að ljúka minnst 12 einingum á viðkomandisérsviði.Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 + 2 ein. 6 ein.174174


UPPELDISNÁMÍÞRÓTTIRSTARFSNÁM Í ÍÞRÓTTAFRÆÐI OGÍÞRÓTTAGREINUM (ÍÞ)24 - 30 ein.Markmið íþróttafræðináms er að veita nemendum fræðilegaog verklega undirstöðuþekkingu í kennslu og þjálfun íþróttaog hreyfináms fyrir börn og unglinga. Námið er skilgreintsem 24 - 30 eininga sjálfstætt starfsnám þar sem starfsvettvangurer þjálfun barna og unglinga hjá félagasamtökum ogskólum. Námið nýtist einnig sem heppilegur undirbúningurfyrir háskólanám á sviði íþróttafræða hér á landi semerlendis.Námið má meta til kjörsviðs á bóknámsbrautum sbr. bls. 24.Kjarni:ÍþróttafræðiNemendur velja að lágmarki 12 ein.Íþróttafræði ÍÞF 111 112 202 212 222 2322x1 2x2ÍþróttagreinarNemendur velja að lágmarki 12 ein.Íþróttagreinar ÍÞG 102 112 122 132 142 152162 172 182 2x1 2x2StarfsþjálfunNemendur velja allt að 6 ein.ÍÞS 102 112 122 1x2 2x212 ein.12 ein.6 ein.175 175


UPPELDISBRAUT (UP)70 ein.Uppeldisbraut býr nemendur undir nám og störf á vettvangifélags- og uppeldismála. Meðalnámstími er 4 annir.Almennar bóklegar greinar19 ein.Íslenska11 ein.Íslenska ÍSL 202 202 212 + 3TjáningTJÁ 2 ein.Erlend tungumál8 ein.Danska DAN 1 102 202Enska ENS 102 202Samfélagsgreinar18 ein.Félagsfræði FÉL 102/103Saga SAG 103SálfræðiSÁL 3 ein.Val nemanda og skóla10 ein.Raungreinar3 ein.Val nemanda og skóla3 ein.Stærðfræði4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122/202Tölvufræði og vélritun3 ein.Val nemanda og skóla3 ein.Listgreinar og verklegar greinar8 ein.Val nemanda og skóla8 ein.Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.Val nemanda og skóla11 ein.1761761norska /sænska


VERSLUNAR- OG VIÐSKIPTANÁMFERÐAMÁLANÁM – STARFSNÁM ÍFERÐAGREINUM (FE)36 ein.Markmið brautarinnar er að búa nemendur undir störfog/eða frekara nám í ferðaþjónustugreinum. Námið tekurtvær annir. Nemandi, sem hefur nám á brautinni, þarf aðhafa lokið tveggja ára námi á málabraut eða öðru sambærilegunámi.KjarniFerðafræði FER 103Ferðalandafræði Íslands FLÍ 103Ferðalandafræði útlanda FLÚ 103Bókfærsla BÓK 103Markaðsfræði ferðaþjónustu MAF 102Rekstur ferðaþjónustu REF 102Þjónustusamskipti SAM 102Stjórnun STJ 102Starfsþjálfun á vinnustað STÞ 101Val. Nemendur velja 15 einingar.Fargjaldaútreikningur FAR 101Farbókunarkerfi (AMADEUS) FBÓ 101Ferðaskrifstofur og flugfélög FOF 103Hótel- og veitingarekstur HOV 102Umhverfi og ferðaþjónusta UMH 102Markaðsfræði ferðaþjónustu MAF 202Lög í ferðaþjónustu MAF 202Upplýsingatækni í ferðaþjónustu UTF 103Enska/Franska/Þýska/Danska/Norska/Sænska fyrir ferðaþjónustu 8 ein.21 ein.15 ein.177 177


VIÐSKIPTABRAUT (VI)70 ein.Viðskiptabraut er ætlað að búa nemendur undir almennskrifstofu- og verslunarstörf. Námi á brautinni lýkur meðverslunarprófi og það veitir rétt til verslunarleyfis að öðrumskilyrðum fullnægðum. Meðalnámstími er 4 annir.Íslenska8 ein.Íslenska ÍSL 102 202 212 [103 203]TjáningTJÁ 2 ein.Erlend tungumál8 ein.Danska DAN 1 102 202Enska ENS 102 202Samfélagsgreinar8 ein.Félagsfræði FÉL 102/103Saga SAG 103Þjóðhagfræði ÞJÓ 103Raungreinar3 ein.Val nemanda og skóla3 ein.Stærðfræði4 ein.Stærðfræði STÆ 102 122/202Tölvufræði og vélritun7 ein.Val nemanda og skóla7 ein.Sérgreinar17 ein.Bókfærsla BÓK 103 203Hagnýt verslunarstörf HAV 102Rekstrarhagfræði REK 103Verslunarréttur VRR 102/103Val nemanda og skóla4 ein.Íþróttir – líkams- og heilsurækt ÍÞR 101 111 201 211 4 ein.Val nemanda og skóla11 ein.1781781norska /sænska


SÉRDEILDIRSTARFSBRAUT 1 OG 2 (ST1)Tveggja ára námsbrautNámið er einkum ætlað nemendum sem hafa, þrátt fyrirtöluverða námsaðstoð í efstu bekkjum grunnskóla, fallið íöllum greinum á samræmdum lokaprófum úr grunnskólaeða fengið undanþágu frá námi eða prófum í grein eðagreinum.Markmið námsins eru- að styðja nemandann til aukins þroska við að finna sérnám og/eða starf við hæfi- að aðstoða nemandann við að finna sterkar hliðarsínar og að takast á við þær veiku og hjálpa þannig tilvið að efla sjálfstraust hans og ábyrgð á eigin lífi- að veita nemandanum menntun sem nýtist í daglegulífi og tómstundum- að veita nemandanum þjálfun í einföldum störfum áalmennum vinnumarkaði- að auka reynslu, þekkingu og færni nemandans til aðtakast á við viðfangsefni fullorðinna í daglegu lífiKennsla skal byggð á rökstuddri námsáætlun fyrirnemendahóp eða einstakling, byggðri á markmiðum aðalnámskrárframhaldsskóla og upplýsingum um þarfirnemanda og mati á stöðu hans í námi og þroska.Helstu námsþættir:1. Bóklegar greinar: Kjarnagreinar í bóklegu námi eruíslenska, stærðfræði, enska og námsgrein að valiskóla.2. Samfélagsgreinar: Í samfélagsfræði skal fjallað umhelstu stofnanir íslensks samfélags, stjórnmálaflokka,kosningar o.fl.3. Verk- og listgreinar: Námsframboðið í þessum flokkifer eftir aðstöðu í skólum og er því mismunandi frá179 179


einum skóla til annars. Dæmi: handmennt, matreiðsla,málmsmíði, myndmennt, rafmagnsfræði, skrift, skyndihjálp,tölvufræði, trésmíði.4. Starfsnám í skóla og á vinnustað: Misjafnt er eftir aðstöðuí skólum hversu mikill hluti starfsnáms fer framinnan veggja skóla. Þar sem kennsluaðstaða til verknámsí skóla er góð getur allt eða nánast allt starfsnámfarið fram innan veggja hans, annars staðar ferþað fram úti á vinnumarkaði undir umsjá skóla.5. Heilsurækt og heilbrigðisgreinar: Allir nemendur skulufá kennslu í heilbrigðisfræði og íþróttum.Samstarf við foreldra er mjög mikilvægt.180180


STARFSBRAUT 3 og 4 (ST3)Tveggja ára námsbrautNámið er einkum ætlað nemendum sem hafa notið verulegrarsérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild eða sérskólaog fengið námsmat samkvæmt 48. gr. grunnskólalaga.Gert er ráð fyrir að nemendur á starfsbraut 3 hafi náðnokkru valdi á frumatriðum í lestri og ritun.Markmið námsins eru- að stuðla að alhliða þroska nemandans- að auka sjálfstæði nemandans í daglegu lífi og örvahann til sjálfstæðrar ákvörðunartöku- að nemandinn öðlist þekkingu og leikni til að stundaeinföld störf á vernduðum eða almennum vinnustað- að veita menntun sem nýtist í daglegu starfi og tómstundum- að auka reynslu, þekkingu og færni nemandans til aðtakast á við viðfangsefni fullorðinna í daglegu lífiHelstu námsþættir:- verk- og listgreinar- bóklegar greinar- samfélagsgreinar- heilsurækt og heilbrigðisgreinar- vinnustaðanámKennsla skal byggð á rökstuddri námsáætlun fyrir nemendahópeða einstakling, byggðri á markmiðum aðalnámskrárframhaldsskóla og upplýsingum um þarfir nemandaog mati á stöðu hans í námi og þroska.Í verk- og listgreinum getur verið um að ræða val nemendaút frá möguleikum skóla, t.d. matreiðsla, myndlist, tónlist,leiklist, handmennt, tölvunám o.fl.Í bóklegum greinum er áhersla lögð á þjálfun í íslensku,samskiptum og tjáningu, lestri og ritun og stærðfræðidaglegs lífs sem geri nemendur sem mest sjálfbjarga viðbúsetu og heimilishald.181 181


Samfélagsgreinar skiptast í nokkra þætti: samfélagið nærog fjær, vettvangsferðir, umfjöllun um eigin tilfinningar ogannarra, hugtök s.s. vinátta, ást, kynlíf o.fl. Einföld spil erukennd og reglur þeim tengdar. Sú lestrar- og skriftarkunnátta,sem nemandi býr yfir, er nýtt til að efla sjálfstæði hansog sjálfstraust.Heilsurækt og heilbrigðisgreinar: Allir nemendur skulu fákennslu í heilbrigðisfræði og íþróttum. Í heilbrigðisfræði erlögð áhersla á að efla skilning nemenda á nauðsyn heilsuverndarog hreinlætis og þeir hvattir til að bera ábyrgð áeigin hreinlæti. Frætt er um lífshætti s.s. hreyfingu, mataræði,kynlíf og hollar lífsvenjur.Starfsnám í skóla tekur til mannlegra samskipta á vinnustaðog réttinda og skyldna á vinnumarkaði. Á vinnustaðlæri nemendur að þekkja áhöld, þjálfist í að raða og fleiraer við kemur vinnuferli.Samstarf við foreldra er mjög mikilvægt.182182


Menntamálaráðuneytið

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!