06.06.2015 Views

PDF - Land og saga

PDF - Land og saga

PDF - Land og saga

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

32 • Menntun, námskeið <strong>og</strong> nýsköpun Menntun, námskeið <strong>og</strong> nýsköpun • 33<br />

Starfsfólkið mesta auðlind fyrirtækja<br />

-Þjónustufyrirtækið Vinnuvernd sinnir meðal annars fjölbreyttu fræðslustarfi<br />

Vinnuvernd er þjónustufyrirtæki<br />

sem sérhæfir sig á sviði<br />

vinnuverndar, heilsuverndar <strong>og</strong><br />

heilsueflingar. Þjónusta Vinnuverndar<br />

miðar að því að aðstoða<br />

fyrirtæki <strong>og</strong> starfsmenn þeirra<br />

við að bæta öryggi, líðan <strong>og</strong><br />

heilsufar á vinnustað <strong>og</strong> á þann<br />

hátt að draga m.a. úr fjarvistum.<br />

Hjá Vinnuvernd starfa læknar,<br />

hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar,<br />

lýðheilsufræðingur,<br />

vinnuvistfræðingur <strong>og</strong> sálfræðingar<br />

sem allir sinna fjölbreyttum<br />

verkefnum. Alls er þetta 12-<br />

14 manna teymi.<br />

Sem dæmi um þjónustuþætti<br />

má nefna trúnaðarlæknisþjónustu,<br />

úttektir á vinnuaðstæðum,<br />

vinnuvistfræðilega ráðgjöf, heilsufarsmælingar,<br />

áhættumat, vinnu<br />

við eineltismál, áfallahjálp, ýmis<br />

konar fræðsla, námskeið <strong>og</strong> margt<br />

fleira. Einnig hafa sérfræðingar<br />

Vinnuverndar aðstoðað fjölmörg<br />

fyrirtæki við að skipuleggja heilsueflingu<br />

til lengri tíma.<br />

Aldrei mikilvægara<br />

Valgeir Sigurðsson hjá Vinnuvernd<br />

segir það er líklegast aldrei<br />

hafa verið mikilvægara en nú að<br />

fyrirtæki sinni vinnu- <strong>og</strong> heilsuverndarstarfi.<br />

„Starfsfólkið er<br />

mesta auðlind fyrirtækja <strong>og</strong> má<br />

segja að það sé lykilatriði að hlúa<br />

vel að því við uppbyggingarstarfið<br />

sem framundan er. Bæði starfsmenn<br />

<strong>og</strong> stjórnendur eru vængbrotnir<br />

eftir áföll síðastu 10-12<br />

mánaða, víða hefur fólki verið<br />

fækkað, starfshlutfall fært niður<br />

eða laun <strong>og</strong> fríðindi skert. Engu<br />

að síður er launakostnaður stærsti<br />

einstaki kostnaðarliðurinn í öllum<br />

rekstri <strong>og</strong> það er mjög mikilvægt<br />

að leggja rækt við uppbygginguna<br />

á öllum vinnustöðum. Vinnuverndarstarfið<br />

er líklegast ódýrasta<br />

ráðgjafaþjónusta sem völ er á nú í<br />

dag <strong>og</strong> það er hægt að gera býsna<br />

margt fyrir lítið fjámagn. Verkefni<br />

sem ná beint til starfsmanna <strong>og</strong> eru<br />

sýnileg á vinnustaðnum eru mjög<br />

mikilvæg um þessar mundir, „segir<br />

Valgeir.<br />

Valgeir segir það er líklegast aldrei hafa<br />

verið mikilvægara en nú að fyrirtæki sinni<br />

vinnu- <strong>og</strong> heilsuverndarstarfi. Ljósm. Ingó.<br />

Fræðsla <strong>og</strong> námskeið<br />

Allt frá upphafi hefur Vinnuvernd<br />

sinnt fjölbreyttu fræðslustarfi<br />

sem hefur farið fram í formi<br />

fræðslufunda <strong>og</strong> námskeiða, auk<br />

þess sem Vinnuvernd sendir mánaðarlega<br />

fræðslupistla til þeirra<br />

fyrirtækja sem hafa gert þjónustusamninga<br />

við fyrirtækið.<br />

Valgeir segir að áhersla hafi<br />

verið lögð á að hafa fræðsluerindi<br />

<strong>og</strong> námskeið stutt <strong>og</strong> hnitmiðuð.<br />

„Tíminn er dýrmætur auk þess sem<br />

ýmsir starfshópar eru óvanir því að<br />

sitja lengi <strong>og</strong> hlusta. Snörp námskeið<br />

með virkri þátttöku eru því<br />

það sem við höfum boðið uppá.<br />

Meðal fræðslufunda <strong>og</strong> námskeiða<br />

má nefna skyndihjálp, einelti,<br />

líkamsbeitingu, streitu <strong>og</strong> áföll<br />

<strong>og</strong> gerð áhættumats á vinnustað.<br />

Nú síðast höfum við boðið uppá<br />

fyrirlestur þar sem fjallað er um<br />

sóttvarnir á vinnustað í tengslum<br />

við heimsfaraldur inflúensu<br />

(H1N1). Flestir fræðslufundir <strong>og</strong><br />

námskeið fara fram á vinnustöðum<br />

<strong>og</strong> reynum við að tengja efnistök <strong>og</strong><br />

framsetningu hverju fyrirtæki <strong>og</strong><br />

starfshóp fyrir sig,“ segir Valgeir.<br />

Hann segir að síðastu mánuði<br />

hafi starfið hjá Vinnuvernd snúist<br />

talsvert um þau áföll sem orðið<br />

hafa í samfélaginu. Ýmsum áfallaverkefnum<br />

hafi verið sinnt <strong>og</strong> það<br />

hafi verið unnið með þau innan<br />

sem utan vinnustaðanna.<br />

„Nú þegar ný inflúensa (H1N1)<br />

hefur skotið sér niður hafa hjúkrunarfræðingar<br />

okkar <strong>og</strong> læknar<br />

aðstoðað fyrirtæki við viðbraðgsáætlanir<br />

þar sem menn leggja<br />

það niður fyrir sér hvernig best sé<br />

fyrir vinnustaðinn að búa sig undir<br />

<strong>og</strong> bregðast við þessum vágesti.<br />

Þessi vinna hefur verið unnin samkvæmt<br />

þeim leiðbeiningum sem<br />

sóttvarnarlæknir hefur gefið út,“<br />

segir Valgeir.<br />

Stuðningur stéttarfélaga<br />

Að sögn Valgeirs átta sig ekki<br />

allir á því að fjölmörg stéttarfélög<br />

styðja ríkulega við námskeiðahald<br />

á vinnustöðum. „Segja má að stéttarfélögin<br />

hafi þetta hvert með sínu<br />

lagi. Full ástæða er til þess að nefna<br />

framgöngu Eflingar – stéttarfélags<br />

sérstaklega en félagið hefur stutt<br />

dyggilega við fræðslustarf í fyrirtækjum<br />

<strong>og</strong> innan stofnana.<br />

Annars er bjart framundan <strong>og</strong><br />

þó ótrúlegt megi virðast er Vinnuvernd<br />

að stækka <strong>og</strong> eflast. Fjölmargir<br />

stjórnendur hér á landi eru fyrir<br />

nokkru búnir að átta sig á því að<br />

það er hagkvæmt að sinna vinnu<strong>og</strong><br />

heilsuverndarstarfi <strong>og</strong> heilsueflingu<br />

á vinnustað <strong>og</strong> ég á ekki von á<br />

öðru en þeim muni fjölga í framtíðinni,“<br />

segir Valgeir.<br />

Rannsóknarþjónustan Sýni ehf.<br />

setur á stofn matvælaskóla<br />

Nú er að taka til starfa nýr skóli<br />

á höfuðborgarsvæðinu. Ber<br />

hann nafnið Matvælaskólinn<br />

hjá Sýni. Hann er starfræktur<br />

af Rannsóknarþjónustunni<br />

Sýni ehf. sem var upphaflega<br />

stofnuð sem rannsóknarstofa<br />

fyrir matvæla- <strong>og</strong> fóðuriðnað.<br />

Snorri Þórisson, matvælafræðingur<br />

<strong>og</strong> framkvæmdastjóri<br />

Sýnis, segir að Matvælaskólinn<br />

hjá Sýni sé hugsaður sem<br />

umgjörð utan um fjölbreytt<br />

námsefni fyrirtækisins <strong>og</strong><br />

samstarfsaðila þess <strong>og</strong> verða<br />

fjölmörg námskeið í boði hjá<br />

skólanum.<br />

Rannsóknarþjónustan Sýni ehf.<br />

var stofnuð 1. apríl 1993. Þótti<br />

gárungunum dagsetningin benda<br />

til þess að um grín væri að ræða,<br />

þ.e. að einkarekin rannsóknarstofa<br />

ætti litla framtíð fyrir sér.<br />

Hjá Sýni starfa nú 14 manns, þar<br />

af níu háskólamenntaðir, sumir<br />

með áratuga reynslu í þjónustu<br />

við matvælaiðnaðinn. Dótturfyrirtæki<br />

Sýnis, Promat ehf. er rekið<br />

á Akureyri <strong>og</strong> þar eru þrír starfsmenn.<br />

Snorri segir að öll verkefni sem<br />

Sýni tekst á við snúist um matvæli<br />

<strong>og</strong> gæði á einn eða annan hátt. „Til<br />

að byrja með voru helstu verkefnin<br />

örverumælingar <strong>og</strong> efnamælingar<br />

fyrir framleiðendur í matvæla- <strong>og</strong><br />

fóðuriðnaði en smám saman jókst<br />

áhersla á ráðgjöf <strong>og</strong> fræðslu.“<br />

Fjölbreytt námskeiðahald hefur<br />

verið sívaxandi þáttur í starfseminni<br />

hjá Sýni. Áhersla hefur verið<br />

lögð á að aðlaga námskeiðin að<br />

þörfum hvers fyrirtækis eða hóps.<br />

Til að mæta þörfum fyrirtækja úti<br />

á landsbyggðinni hafa starfsmenn<br />

RÞS haldið námskeið um allt land.<br />

Hafa þau auk þess verið haldin á<br />

nokkrum tungumálum með aðstoð<br />

túlka svo að efnið skili sér<br />

sem best til þeirra sem ekki hafa<br />

full tök á íslensku. Og loks hefur<br />

efni sem dreift er verið þýtt á<br />

nokkur tungumál.<br />

„Í umræðu um heilsueflingu <strong>og</strong><br />

vellíðan á vinnustað hefur umræða<br />

um mataræðið verið vanrækt,“<br />

segir Snorri. „Við höfum<br />

því boðið fyrirtækjum <strong>og</strong> stofnum<br />

upp á námskeið sem við köllum<br />

Borðum betur. Í þessu samhengi<br />

höfum við aukið áherslu á<br />

mataræði <strong>og</strong> fjölbreytni í hráefnisvali<br />

<strong>og</strong> þróað ýmis námskeið á<br />

því sviði. Meðal annars má nefna<br />

matreiðslunámskeið þar sem<br />

hressir krakkar koma <strong>og</strong> matreiða<br />

<strong>og</strong> borða saman.”<br />

„Í umræðu um<br />

heilsueflingu<br />

<strong>og</strong><br />

vellíðan á<br />

vinnustað<br />

hefur umræða<br />

um mataræðið<br />

verið<br />

vanrækt,“<br />

Nýjasta verkefnið<br />

Matvælaskólinn hjá Sýni, nýjasta<br />

verkefni Sýnis, er hugsaður<br />

sem umgjörð utan um fjölbreytt<br />

námsefni fyrirtækisins <strong>og</strong> samstarfaðilanna<br />

<strong>og</strong> er ætlað að svara<br />

mikilli þörf á fræðslu í matvælaiðnaði.<br />

Námskeiðum má skipta í<br />

grófum dráttum í þrjá flokka:<br />

•Gæði <strong>og</strong> öryggi matvæla.<br />

•Hollusta <strong>og</strong> matseld – t.d.<br />

krakkamatur <strong>og</strong> hópeflisnámskeið<br />

þar sem hópar elda <strong>og</strong> borða<br />

saman.<br />

•Sérhæfð námskeið t.d. nám<br />

fyrir almenna starfsmenn í matvælaiðnaði<br />

sem metið er til fimm<br />

eininga á framhaldsskólastigi.<br />

„Námsskráin er unnin í samstarfi<br />

við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,<br />

Starfsafl, <strong>Land</strong>smennt,<br />

Eflingu <strong>og</strong> Matvælastofnun.<br />

Þar er ætlunin að bjóða upp á<br />

framhaldsnám sem miðar að því<br />

að viðkomandi geti starfað sem<br />

gæðastjóri í matvælafyrirtækjum.<br />

Einnig viljum við endilega<br />

nefna nýtt námskeið sem haldið<br />

verður í haust; Stofnun fyrirtækja<br />

í matvælaiðnaði, en það<br />

fékk styrk frá Starfsmenntaráði.<br />

Þá erum við í góðu samstarfi<br />

við Þekkingarmiðlun sem býður<br />

námskeið varðandi mannauðsmál<br />

<strong>og</strong> stjórnun <strong>og</strong> Verkís hf. með<br />

námskeið um vinnuvernd, öryggismál,<br />

neyðarstjórnun <strong>og</strong> hönnun<br />

húsnæðis <strong>og</strong> búnaðar. Sýni ehf.<br />

hefur gert samstarfssamninga<br />

við <strong>Land</strong>smennt <strong>og</strong> Starfsafl sem<br />

styrkja mörg okkar námskeiða,“<br />

segir Snorri en bendir á í lokin að<br />

frekari upplýsingar um starfsemi<br />

Matvælaskólans hjá Sýni megi fá<br />

á heimasíðunni www.syni.is eða í<br />

tölvupósti á netfangið matvaelaskolinn@syni.is<br />

Öryggi <strong>og</strong> umhverfismál í öndvegi<br />

-Verkfræðistofan Verkís býður meðal annars upp á námskeið á sviði öryggis- <strong>og</strong> heilbrigðismála.<br />

Verkfræðistofan Verkís 2008<br />

er öflugt, leiðandi ráðgjafar<strong>og</strong><br />

þekkingarfyrirtæki á meginsviðum<br />

verkfræði <strong>og</strong> tengdra<br />

greina með áherslu á orkumál.<br />

Hlutverk þess <strong>og</strong> markmið er að<br />

veita viðskiptavininum vandaða<br />

<strong>og</strong> faglega ráðgjöf. Þá hefur<br />

Verkís boðið upp á námskeið <strong>og</strong><br />

fyrirlestra á sviði öryggis- <strong>og</strong><br />

heilbrigðismála á vinnustöðum.<br />

Verkís var stofnuð í nóvember<br />

2008 við sameiningu Verkfræðistofu<br />

Sigurðar Thoroddsen, Rafteikningar,<br />

Fjarhitunar, Fjölhönnunar<br />

<strong>og</strong> RT-Rafagnatækni sem<br />

hvert um sig var með áratuga<br />

reynslu í ráðgjöf <strong>og</strong> leiðandi á sínu<br />

sérsviði.<br />

Dóra Hjálmarsdóttir, deildarstjóri<br />

Verkís, segir að í fyrirtækinu<br />

sé fyrir hendi sérfræðiþekking<br />

sem spannar allar þarfir<br />

framkvæmda- <strong>og</strong> rekstraraðila frá<br />

fyrstu hugmynd að nýju verkefni,<br />

til aðstoðar við margháttuð rekstrar-<br />

<strong>og</strong> viðhaldsverkefni.<br />

Meðal þeirra þjónustu sem fyrirtækið<br />

býður er:<br />

• Undirbúningur framkvæmda <strong>og</strong><br />

áætlanagerð.<br />

• Hönnun hvers kyns mannvirkja,<br />

svo sem íbúðar- atvinnu- <strong>og</strong> þjónustuhúsnæðis,<br />

orkuvera, samgöngumannvirkja<br />

<strong>og</strong> allra þeirra<br />

sérkerfa sem þarf í slík mannvirki.<br />

• Verkefnastjórnun, bæði við hönnun<br />

<strong>og</strong> á framkvæmdastað.<br />

• Framkvæmdaeftirlit.<br />

• Umhverfisráðgjöf.<br />

• Öryggis- <strong>og</strong> heilbrigðisráðgjöf.<br />

„Styrkur Verkís felst meðal annars<br />

í því að á einum <strong>og</strong> sama stað<br />

geta viðskiptavinir okkar sótt alla<br />

hefðbundna verkfræðiráðgjöf, auk<br />

þeirrar stoðþjónustu sem nú er<br />

orðin eðlilegur hluti af undirbúningi<br />

<strong>og</strong> rekstri flókinna verkefna.<br />

Verkís leggur sig fram um að<br />

sinna þörfum viðskiptavina sinna<br />

fljótt <strong>og</strong> örugglega, <strong>og</strong> veita trausta<br />

ráðgjöf við byggingu <strong>og</strong> rekstur<br />

mannvirkja í sátt við umhverfið<br />

<strong>og</strong> skynsamlega nýtingu auðlinda.<br />

Fyrirtækið hefur þjónustað marga<br />

af viðskiptavinum sínum í áratugi<br />

<strong>og</strong> talar það sínu máli um viðhorf<br />

þeirra til þjónustunnar,“ segir Dóra<br />

Áhersla á öryggi<br />

Um árabil hefur Verkís boðið upp<br />

á öfluga öryggisráðgjöf varðandi<br />

alla þætti mannvirkjagerðar <strong>og</strong> almenns<br />

rekstrarumhverfis mannvirkja.<br />

Þar má nefna áhættugreiningar<br />

mannvirkja, brunavarnir,<br />

öryggis- <strong>og</strong> innbrotavarnir, ásamt<br />

verkefnum sem snúa að neyðarvörnum<br />

veitufyrirtækja svo sem<br />

áhættugreiningar, viðbragðsáætlanir<br />

<strong>og</strong> neyðarfjarskipti. Verkís<br />

hefur á því sviði boðið viðskiptavinum<br />

sínum upp á þjálfun í formi<br />

æfinga, námskeiða, fyrirlestra <strong>og</strong><br />

leiðbeininga.<br />

Dóra segir að á síðustu árum hafi<br />

áherslan á öryggis- <strong>og</strong> umhverfismál<br />

framkvæmda <strong>og</strong> reksturs<br />

farið vaxandi. „Má segja að vakning<br />

hafi orðið í þeim málum á Íslandi<br />

<strong>og</strong> hefur Verkís tekið fullan<br />

þátt í því að auka veg öryggis- <strong>og</strong><br />

heilbrigðis á vinnustað með því að<br />

auka framboð sitt á þjónustu á því<br />

sviði í formi almennrar ráðgjafar,<br />

námskeiða, fyrirlestra <strong>og</strong> ráðstefnuhalds,“<br />

segir Dóra<br />

Síðustu árin hefur Verkís<br />

boðið upp á ýmsa fyrirlestra<br />

<strong>og</strong> námskeið á sviði öryggis<br />

<strong>og</strong> heilbrigðis á vinnustöðum.<br />

Námskeiðin eru sérsniðin að<br />

þörfum hvers viðskiptavinar<br />

<strong>og</strong> haldin hjá Verkís eða hjá<br />

viðkomandi viðskiptavini.<br />

Meðal þess efnis sem fjallað<br />

er um er:<br />

• Innleiðing öryggismála hjá<br />

fyrirtækjum<br />

• Afbrot <strong>og</strong> forvarnir<br />

• Öryggiskerfi, uppbygging<br />

<strong>og</strong> virkni þeirra<br />

• Efling öryggisvitundar<br />

starfsmanna<br />

• Öryggis- <strong>og</strong> heilbrigðisáætlun<br />

á vinnustað <strong>og</strong> áhættumat<br />

starfa<br />

• Öryggishandbók fyrir<br />

smærri verktaka <strong>og</strong> fyrirtæki<br />

• Viðbragðsáætlun vegna farsótta<br />

Námskeiðin löguð af<br />

þörfum fyrirtækja<br />

Verkís hefur staðið fyrir námskeiðum<br />

um framkvæmd áhættumats<br />

starfa <strong>og</strong> gerð öryggis <strong>og</strong><br />

heilbrigðisáætlana. Efni námskeiðanna<br />

hefur verið lagað að þörfum<br />

fyrirtækja þannig að starfsmenn<br />

þeirra, öryggisverðir <strong>og</strong> öryggistrúnaðarmenn<br />

ásamt öðrum sem<br />

sinna öryggismálum fyrirtækisins<br />

séu betur í stakk búnir að framkvæma<br />

áhættumat á sínum vinnustað<br />

<strong>og</strong> fylgja úrbótum eftir. Einnig<br />

býður Verkís upp á heilsufarsmælingar<br />

<strong>og</strong> heilsufars- <strong>og</strong> næringarráðgjöf<br />

í samvinnu við Rannsóknarþjónustuna<br />

Sýni ehf.<br />

Nú þegar heimsfaraldur inflúensu<br />

geisar býður Verkís upp á<br />

ráðgjöf um smitvarnir í formi fyrirlestra<br />

<strong>og</strong> leiðbeininga til starfsmanna,<br />

auk þess að bjóða fyrirtækjum<br />

leiðbeiningu við gerð<br />

viðbragðsáætlana til að tryggja sem<br />

best samfelldan rekstur <strong>og</strong> öryggi<br />

framleiðslunnar.<br />

Verkís hefur aflað sér viðurkenningar<br />

Vinnueftirlitsins sem alhliða<br />

ráðgjafar- <strong>og</strong> þjónustuaðili á sviði<br />

öryggis- <strong>og</strong> heilbrigðis á vinnustöðum<br />

<strong>og</strong> er í samstarfi við sérfræðinga<br />

á sviði öryggismála <strong>og</strong> vinnuverndar<br />

m.a. Rannsóknarþjónustuna<br />

Sýni ehf, Aðgát Eldvarnarþjónustu<br />

ehf, Meton ehf, Forvarnir ehf <strong>og</strong><br />

Magnús Ólafsson sjúkraþjálfara.<br />

Yfir 300 starfsmenn<br />

Starfsemin, <strong>og</strong> þar með öll þjónusta<br />

Verkís, uppfyllir kröfur ISO<br />

9001 til vottaðra gæðakerfa auk<br />

þess að fylgja metnaðarfullri stefnu<br />

í öryggis- <strong>og</strong> umhverfismálum.<br />

Yfir 300 einstaklingar starfa hjá<br />

fyrirtækinu í höfuðstöðvunum í<br />

Reykjavík <strong>og</strong> á sex öðrum stöðum<br />

á landsbyggðinni. Rekstur dreifðra<br />

útibúa tryggir þekkingu á staðháttum<br />

<strong>og</strong> aðgang viðskiptavina<br />

að sérfræðiþjónustu hvar sem er á<br />

landinu.<br />

Helstu viðskiptavinir Verkís eru<br />

opinber- <strong>og</strong> einkafyrirtæki sem<br />

eru m.a. byggjendur, eigendur <strong>og</strong>/<br />

eða rekstraraðilar vatnsaflsvirkjana,<br />

jarðvarmavirkjana, vatns- <strong>og</strong><br />

hitaveitna, stóriðju, samgöngu-,<br />

mennta-, íþrótta-, <strong>og</strong> heilbrigðismannvirkja.<br />

Einnig veitir Verkís<br />

ýmsum þjónustufyrirtækjum <strong>og</strong><br />

verktökum ráðgjöf <strong>og</strong> þjónustu.<br />

• TETRA fjarskipti – námskeið<br />

<strong>og</strong> leiðbeiningar<br />

• Eldvarnir <strong>og</strong> notkun slökkvibúnaðar<br />

• Rýmingar <strong>og</strong> notkun slökkvibúnaðar<br />

• Innleiðing öryggismála hjá<br />

fyrirtækjum<br />

• Neyðarvarnir <strong>og</strong> neyðarviðbrögð<br />

/ viðbragðsáætlanir<br />

• Smitvarnir.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!