06.06.2015 Views

PDF - Land og saga

PDF - Land og saga

PDF - Land og saga

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

28 • Menntun, námskeið <strong>og</strong> nýsköpun Menntun, námskeið <strong>og</strong> nýsköpun • 29<br />

-Tónskóli Hörpunnar<br />

Tungumál,<br />

tækni <strong>og</strong> tónlist<br />

Tónskóli Hörpunnar fagnaði<br />

nýverið tíu ára starfsafmæli<br />

sínu með nemendatónleikum í<br />

vor, í haust verða svo sérstakir<br />

kennaratónleikar af sama tilefni.<br />

Tónskóli Hörpunnar er almennur<br />

tónlistarskóli <strong>og</strong> sinnir<br />

fólki á öllum aldri, kennir á flest<br />

algengustu hljóðfæri <strong>og</strong> er einnig<br />

með forskólakennslu á blokkflautu.<br />

Kjartan Eggertsson, skólastjóri<br />

Tónskóla Hörpunnar, segir<br />

að áhersla sé lögð á hefðbundið<br />

tónlistarnám þar sem hin svokölluðu<br />

þrjú T séu leiðarvísir í starfi<br />

skólans, en téin þrjú eru tungumál,<br />

tækni <strong>og</strong> tónlist. „Með T3 vill<br />

skólinn leggja áherslu á að nemendur<br />

átti sig á því í hverju hljóðfæranám<br />

sé fólgið. Nótnalestur er<br />

eins <strong>og</strong> tungumál, sem hægt er að<br />

lesa, skrifa <strong>og</strong> tala, tæknin er aðferðin<br />

sem notuð er við að spila á<br />

hvert <strong>og</strong> eitt hljóðfæri <strong>og</strong> tónlistin<br />

er sú, sem nemandinn hefur áhuga<br />

á að glíma við, sú sem kennarinn<br />

villa að hann kynnist <strong>og</strong> sú sem er<br />

viðfangsefni í kennslubókunum,“<br />

segir Kjartan.<br />

Hann segir markmið skólans<br />

vera að nemendur öðlist þá<br />

reynslu að þeir líti á hljóðfæraleik<br />

sem sjálfsagðan hlut, í einrúmi,<br />

með öðrum <strong>og</strong> í áheyrn annarra,<br />

til ánægju <strong>og</strong> yndisauka. „Mestu<br />

verðmæti tónlistarnáms felast<br />

í þeirri reynslu að spila á hljóðfæri,<br />

til dæmis undir því áreiti að<br />

foreldrar <strong>og</strong> aðrir nemendur eru<br />

áheyrendur, en þá eru flest skynfæri<br />

virk; sjón, heyrn, jafnvægisskyn,<br />

grófhreyfingar, fínhreyfingar,<br />

snertiskyn <strong>og</strong> svo framvegis<br />

<strong>og</strong> einbeitingin mikil <strong>og</strong> hvert<br />

sekúndubrot skiptir máli. Sköpunarþörfin<br />

fær góða útrás í hljóðfæraleik,“<br />

segir Kjartan.<br />

Draumar um partýspil<br />

Hann segir að auk hefðbundinnar<br />

klassískar tónlistarkennslu<br />

læri nemendur að leika án nótna<br />

<strong>og</strong> semja sína eigin tónlist. „Til<br />

dæmis þurfa gítarnemendur að<br />

læra klassískan nótnalestur, en<br />

einnig gítargrip <strong>og</strong> hljóma <strong>og</strong> blús<br />

<strong>og</strong> rokk tónstiga svo þeir verði<br />

hæfari að leika af fingrum fram<br />

<strong>og</strong> spinna,“ segir Kjartan<br />

Tónskóli Hörpunnar býður<br />

einnig upp á kvöldnámskeið fyrir<br />

fullorðna í gítarleik í hóptímum<br />

sem Kjartan segir að hafi verið<br />

vel sóttir <strong>og</strong> hafi í sumum tilfellum<br />

leitt til frekara náms. „Hversu<br />

marga dreymir ekki um að kunna<br />

gítargrip til að geta spilað í partýum<br />

eða með skólasöngvum<br />

barnanna sinna,“ segir Kjartan.<br />

-Þekkingarsetur Þingeyinga<br />

Sálrænt <strong>og</strong> félagslegt gildi<br />

Kjartan segir tónlistariðkun<br />

vera þroskavænlega athöfn, auk<br />

þess að hafa mikið sálrænt <strong>og</strong><br />

félagslegt gildi <strong>og</strong> einmitt þess<br />

vegna hafi tónlistarnám átt stóran<br />

sess í samfélaginu. „Sá sem hefur<br />

á einhverju árabili á grunnskólaaldri<br />

stundað tónlistarnám nýtur<br />

þess um alla framtíð, því hann á<br />

þá auðveldara með að vera virkur<br />

þátttakandi í hljóðfæraleik <strong>og</strong><br />

söng <strong>og</strong> er hæfari til að njóta hvers<br />

konar tónlistar,“ segir Kjartan.<br />

Í skólanum eru 250 nemendur,<br />

en Reykjavíkurborg greiðir með<br />

68 nemendum. „Skólinn hefur<br />

í mörg ár vænst þess að allir<br />

nemendur í sambærilegu tónlistarnámi<br />

fengju sömu niðurgreiðslu<br />

á námskostnaði frá borginni, en<br />

borgarfulltrúar hafa ekki lagt<br />

fram tillögur um breytingar á<br />

úthlutun til tónlistarnema <strong>og</strong><br />

tónlistarskólanna til að jafna aðstöðumun,<br />

þrátt fyrir yfirlýsingar<br />

um jafnrétti til náms handa öllum<br />

börnum <strong>og</strong> heiðarlega samkeppni<br />

í skólarekstri. Á tímum sem<br />

þessum ætti að auka fjármagn til<br />

tónlistarkennslu <strong>og</strong> hvers konar<br />

þroskandi náms handa börnum til<br />

að reyna að mæta þeim afleiðingum<br />

sem efnahagsleg kreppa hefur<br />

á samfélagið,“ segir Kjartan.<br />

Kjartan segir að framundan<br />

hjá Hörpunni sé að takast á við<br />

21% niðurskurð fjárframlaga frá<br />

borginni. „Skólinn stefnir að því<br />

að sinna öllum sínum nemendum<br />

þrátt fyrir niðurskurðinn <strong>og</strong> vonar<br />

að hann sé bara tímabundinn.<br />

Í vetur stefnir skólinn að því<br />

að halda námskeið fyrir tónlistarnema<br />

<strong>og</strong> tónlistarkennara<br />

undir nafninu „Líkamsvitund<br />

tónlistarfólks“. Kennari verður<br />

Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir,<br />

sjúkraþjálfari <strong>og</strong> tónlistarkennari.<br />

Viðfangsefni námskeiðsins<br />

er álagsmeiðsli tónlistarfólks, líffærafræði,<br />

líkamsbeiting <strong>og</strong> áhrif<br />

líkamsþjálfunar,“ segir Kjartan.<br />

Starfstengt nám sérsniðið að óskum fyrirtækja<br />

Þekkingarsetur Þingeyinga er<br />

miðstöð símenntunar, háskólanáms<br />

<strong>og</strong> rannsókna í Þingeyjarsýslum.<br />

ÞÞ stendur fyrir námskeiðum<br />

<strong>og</strong> hefur milligöngu<br />

um nám í samstarfi við einstaklinga<br />

<strong>og</strong> atvinnulífið. Setrið<br />

rekur háskólanámssetur með<br />

þjónustu <strong>og</strong> vinnuaðstöðu fyrir<br />

háskólanema á svæðinu. Einnig<br />

er setrið miðstöð rannsókna á<br />

svæðinu, <strong>og</strong> hýsir til lengri <strong>og</strong><br />

skemmri tíma fólk, stofnanir <strong>og</strong><br />

fyrirtæki sem stunda rannsóknir<br />

í héraðinu.<br />

Óli Halldórsson, forstöðumaður<br />

ÞÞ segir að setrið standi sjálft fyrir<br />

stærstum hluta þeirra námskeiða<br />

sem haldin eru á svæðinu. „Frá því<br />

síðasta haust höfum við verið að<br />

breyta áherslum hjá okkur. Áður<br />

lögðum við töluverða áherslu á<br />

tómstunda-, tungumála- <strong>og</strong> tölvunámskeið<br />

en nú er mest áhersla<br />

lögð á starfstengt nám þá ýmist<br />

eftir námskrám Fræðslumiðstöðvar<br />

atvinnulífsins eða sérsniðin að<br />

óskum fyrirtækja. Námskeiðin sem<br />

boðið verður upp á í haust taka mið<br />

af þessu,“ segir Óli.<br />

Miðstöð rannsóknastarfs<br />

Óli segir hlutverk Þekkingarseturs<br />

Þingeyinga vera í meginatriðum<br />

þríþætt. „Fyrir það fyrsta er<br />

stofnunin hefðbundin símenntunarmiðstöð<br />

<strong>og</strong> starfar sem slík á<br />

sínu starfssvæði við hlið annarra<br />

níu svæðisbundinna miðstöðva<br />

á landinu. Í öðru lagi er stofnunin<br />

háskólanámssetur <strong>og</strong> rekur<br />

öflug námsver <strong>og</strong> þjónustu á því<br />

sviði fyrir alla háskólanema á sínu<br />

svæði. Það sem skilur Þekkingarsetur<br />

Þingeyinga svo frá flestum<br />

hinum símenntunarmiðstöðvunum<br />

er svo það að stofnunin er miðstöð<br />

rannsóknastarfs á norðausturhorni<br />

landsins <strong>og</strong> bæði veitir rannsakendum<br />

þjónustu <strong>og</strong> stundar eigin<br />

rannsóknir. Þekkingarsetrið starfar<br />

náið með öðrum símenntunarmiðstöðvum<br />

á landinu <strong>og</strong> tilheyrir því<br />

stoðkerfi menntakerfisins. Vegna<br />

þessa rannsóknahlutverks Þekkingarsetursins<br />

er þó eina systurstofnun<br />

stofnunarinnar Þekkingarnet<br />

Austurlands, en sú stofnun starfar<br />

í meginatriðum með nákvæmlega<br />

sama hætti, þ.e. hefur ekki eingöngu<br />

hlutverki að gegna á sviði símenntunar<br />

heldur líka rannsókna.<br />

Síðastliðinn vetur höfðum við<br />

Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónskóla<br />

Hörpunnar.<br />

frumkvæði að samstarfi við Vinnumálastofnun,<br />

Framsýn stéttarfélag,<br />

Félagsþjónustu Þingeyinga <strong>og</strong> Húsavíkurdeild<br />

Rauða Kross Íslands um<br />

málefni atvinnuleitenda í héraðinu.<br />

Eitt af markmiðum samstarfsins var<br />

að stuðla að símenntun atvinnuleitenda<br />

<strong>og</strong> búa þá undir endurkomu<br />

á vinnumarkaðinn. Við búum að<br />

því samstarfi <strong>og</strong> munum halda því<br />

áfram í vetur <strong>og</strong> leggjum okkur<br />

fram við að þjónusta atvinnuleitendur<br />

á sem bestan hátt bæði með<br />

námskeiðum fyrir þá <strong>og</strong> náms- <strong>og</strong><br />

starfsráðgjöf,“ segir Óli<br />

Mörg sóknarfæri<br />

Hann segir að ýmis sóknarfæri<br />

séu á komandi vetri. „Við horfum<br />

Við horfum<br />

bjartsýn á<br />

veturinn<br />

framundan,<br />

en ástandið á<br />

vinnumarkaðnum<br />

batnaði til<br />

muna í vor <strong>og</strong><br />

er ágætt eins <strong>og</strong><br />

staðan er í dag.<br />

Kjartan segir tónlistariðkun vera þroskavænlega athöfn,<br />

sem auk þess að hafi mikið sálrænt <strong>og</strong> félagslegt gildi<br />

bjartsýn á veturinn framundan, en<br />

ástandið á vinnumarkaðnum batnaði<br />

til muna í vor <strong>og</strong> er ágætt eins <strong>og</strong><br />

staðan er í dag. Nú eru 112 manns<br />

á atvinnuleysisskrá á svæðinu <strong>og</strong><br />

þeim mun fækka um næstu mánaðarmót<br />

þegar skólarnir byrja, sláturtíð<br />

hefst <strong>og</strong> fiskvinnslan fer aftur<br />

af stað hjá Vísi á Húsavík. Þó er ljóst<br />

að samdráttur hefur orðið í nokkrum<br />

atvinnugreinum. Má þá helst<br />

horfa til iðn- <strong>og</strong> þjónustugreina.<br />

Það er helst á tímum sem þessum<br />

sem hægt er að ná til einstaklinga<br />

innan þessa geira <strong>og</strong> hvetja þá til<br />

þátttöku <strong>og</strong> virkni í eigin símenntun.<br />

Það ætlum við okkur að gera<br />

með því að auka samstarf við fyrirtæki<br />

í þessum greinum,“ segir Óli.<br />

Bætir, hressir <strong>og</strong> kætir<br />

Þó ÞÞ starfstengt nám fái aukna<br />

áherslu í vetur, segir Óli að tómstundir<br />

<strong>og</strong> afþreying séu ekki látin<br />

sitja á hakanum. „Við bíðum mjög<br />

spennt eftir að sjá hvernig íbúar á<br />

starfssvæðinu munu taka í nýjan<br />

lið hjá okkur sem við köllum Bætir,<br />

hressir, kætir <strong>og</strong> snýst kannski<br />

meira um afþreyingu <strong>og</strong> tómstundir<br />

en störf fólks. Með þessum lið<br />

er ætlunin eins <strong>og</strong> nafnið ber með<br />

sér að bæta, hressa <strong>og</strong> kæta þá sem<br />

munu taka þátt í þessu með okkur.<br />

Undir þessum flokki ætlum við<br />

að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá<br />

sem felur í sér ýmist fyrirlestra<br />

sem byggja á fræðilegum grunni<br />

eða léttmeti, örnámskeið sem geta<br />

verið til gagns eða ánægju eða hvort<br />

tveggja <strong>og</strong> svo skemmtilegar kvöldstundir<br />

þar sem þátttakendur útbúa<br />

mat eða sælgæti,“ segir Óli.<br />

-Þekkingarnet Austurlands<br />

Þekkingarsamfélagið styrkt<br />

Þekkingarnet Austurlands<br />

hefur á tíu árum þróast<br />

frá því að vera eins manns<br />

stofnun yfir í tólf manna<br />

stofnun með fimm starfsstöðvar<br />

víða um Austurland,<br />

þar sem boðið er upp á<br />

náms- <strong>og</strong> starfsráðgjöf ,<br />

aðstöðu til náms <strong>og</strong> stuðning<br />

bókasafnsfræðings <strong>og</strong><br />

kennara við nemendur. S-<br />

tefanía Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri<br />

ÞNA, segir<br />

að með góðu samstarfi við<br />

sveitarfélög, fyrirtæki <strong>og</strong><br />

stofnanir leitist ÞNA við að<br />

styrkja innviði <strong>og</strong> þróun<br />

þekkingarsamfélagsins í<br />

dreifðum byggðum landsins.<br />

Stefanía segir að tilurð ÞNA<br />

á Austurlandi hafi orðið til<br />

þess að auka verulega framboð<br />

á símenntun <strong>og</strong> fullorðinsfræðslu<br />

á Austurlandi, þá<br />

hafi verið byggð upp aðstaða<br />

<strong>og</strong> þjónusta fyrir nemendur í<br />

dreifnámi á háskólastigi, enda<br />

hafi fjöldi þeirra tvöfaldast<br />

á síðustu fimm árum. „ÞNA<br />

býður fyrirtækjum <strong>og</strong> stofnunum<br />

á Austurlandi upp á<br />

margvíslega þjónustu, sérsniðin<br />

námskeið, námsráðgjöf <strong>og</strong><br />

markvissa greiningu <strong>og</strong> ráðgjöf<br />

(stefnumótunarferli er varðar<br />

starfsþróun <strong>og</strong> símenntunarstefnu<br />

fyrirtækja). ÞNA hefur<br />

með ráðgjöf sinni <strong>og</strong> þjónustu<br />

orðið til þess að margir hafa<br />

farið aftur í nám á fullorðinsaldri,“<br />

segir Stefanía.<br />

Markmið ÞNA eru víðtæk<br />

<strong>og</strong> ná meðal annars yfir: að<br />

auka framboð á símenntun <strong>og</strong><br />

fullorðinsfræðslu, veita einstaklingsmiðaða<br />

þjónustu til<br />

íbúa varðandi nám <strong>og</strong> starf,<br />

raunfærnimat í verkgreinum,<br />

Markviss ráðgjöf til fyrirtækja,<br />

fjölgun háskólanemua <strong>og</strong> auka<br />

framboð á háskólanámi í dreifnámi,<br />

stuðla að þróun staðbundins<br />

háskólanáms í samstarfi<br />

við stofnanir <strong>og</strong> sérfræðinga á<br />

Austurlandi <strong>og</strong> stuðla að uppbyggingu<br />

<strong>og</strong> þróun rannsókna<br />

<strong>og</strong> rannsóknanáms á Austurlandi.<br />

Hún segir að ástandið á atvinnumarkaði<br />

á Austurlandi sé<br />

nokkuð gott miðað við landið<br />

allt <strong>og</strong> stöðuna eins <strong>og</strong> hún var<br />

í vor. „Búist er við neikvæðri<br />

þróun með haustinu <strong>og</strong> auknu<br />

atvinnuleysi. ÞNA er í góðu<br />

samstarfi við Vinnumálastofnun<br />

<strong>og</strong> aðila vinnumarkaðarins<br />

um þróun úrræða fyrir atvinnuleitendur.<br />

Þar er horft til<br />

námskeiða, ráðgjafar, áhugasviðsgreininga<br />

<strong>og</strong> raunfærnimats<br />

sem mögulegra úrræða.<br />

Þessi úrræði má tvinna við<br />

það námsframboð sem þegar<br />

er í boði hjá framhalds- <strong>og</strong><br />

háskólum sem <strong>og</strong> úrræði tengd<br />

starfsþjálfun,“ segir Stefanía.<br />

Framundan eru fjölbreytt<br />

námskeið, bæði tómstunda <strong>og</strong><br />

starfstengd námskeið. „Síðari<br />

ár hefur verið lögð áhersla á<br />

að þróa lengri námskeið fyrir<br />

ákveðna hópa oft í samstarfi<br />

við sveitarfélög, stofnanir,<br />

fyrirtæki <strong>og</strong> hópa á svæðinu<br />

sem mótað hafa hugmyndir<br />

að námskeiðum í samráði við<br />

starfsmenn ÞNA,“ segir Stefanía<br />

Dæmi um námskeið<br />

á haustönn:<br />

• Hönnunarnám í samstarfi við Menningaráð Austurlands<br />

með áherslu á þjálfun í hönnun <strong>og</strong> efnismeðferð.<br />

Markhópurinn er handverksfólk á<br />

Austurlandi.<br />

• Meistari Megas, námskeið um líf <strong>og</strong> starf, lög <strong>og</strong><br />

ljóð Meistarans. Áhersla á náttúrusýn, slangur <strong>og</strong><br />

hæðni í verkum Megasar.<br />

• Menningartengd ferðaþjónusta á Vopnafirði,<br />

áhersla á sögu Vesturfara <strong>og</strong> heiðarbýla.<br />

• Frumkvöðlanámskeið fyrir innflytjendur.<br />

• Rússneska fyrir byrjendur í fjarnámi<br />

• Nýjar leiðir - námskeið fyrir fiskvinnslufólk á<br />

Hornafirði • Evrópunámskeið, krass- kúrs fyrir<br />

þá sem vilja vita um hvað málið snýst<br />

SKÓLA<br />

FARTÖLVUBAKPOKI<br />

FYLGIR FRÍTT MEÐ!<br />

ALLAR TECAIR<br />

FARTÖLVUTÖSKURUR<br />

Á 30% AFSLÆTTI<br />

WWW.SVAR.IS<br />

SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000<br />

Vopnafjörður<br />

Egilsstaðir<br />

Höfn í Hornafirði<br />

Neskaupstaður<br />

Reyðarfjörður<br />

Starfsstöðvar ÞNA<br />

TILBOÐ!<br />

ACER ASPIRE 5536<br />

Öflug fartölva með stórum <strong>og</strong> björtum 15.6“<br />

skjá. Þægilegt lyklaborð með talnaborði <strong>og</strong><br />

nýjasta kynslóð snertimúsar. Öflugur tveggja<br />

kjarna örgjörvi, 3GB vinnsluminni, 250GB<br />

harður diskur <strong>og</strong> ATi Radeon 3200 skjákort.<br />

119.900<br />

www.tna.is

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!