06.06.2015 Views

PDF - Land og saga

PDF - Land og saga

PDF - Land og saga

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

20 • Menntun, námskeið <strong>og</strong> nýsköpun Menntun, námskeið <strong>og</strong> nýsköpun • 21<br />

Orkunám á alþjóðavísu<br />

-viðtal við Eddu Lilju Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Orkuskólans REYST hf.<br />

Orkuskólinn REYST hf. er nýr<br />

af nálinni, en hann var stofnaður<br />

í samvinnu við Orkuveitu<br />

Reykjavíkur, Háskólann í<br />

Reykjavík <strong>og</strong> Háskóla Íslands í<br />

ársbyrjun 2008 <strong>og</strong> mun útskrifa<br />

sinn fyrsta nemendahóp í byrjun<br />

árs 2010. Edda Lilja Sveinsdóttir,<br />

framkvæmdastjóri<br />

REYST, segir að Orkuskólinn<br />

REYST sé vel í stakk búinn til<br />

að byggja upp framhaldsnám á<br />

háskólastigi sem sé samkeppnisfært<br />

á alþjóðavísu, enda sé<br />

hér á landi áratuga reynsla af<br />

nýtingu jarðhita <strong>og</strong> vatnsorku<br />

<strong>og</strong> margir af færustu sérfræðingum<br />

á þeim sviðum kenni<br />

einmitt við REYST.<br />

Undirbúningur að stofnun<br />

skólans stóð yfir í hátt á þriðja ár,<br />

en grunnurinn var lagður í apríl<br />

2007 þegar Orkuveita Reykjavikur,<br />

Háskólinn í Reykjavík <strong>og</strong><br />

Háskóli Íslands undirrituðu samkomulag<br />

um stofnun alþjóðlegs<br />

skóla um sjálfbæra orku. Þessir<br />

aðilar stofnuðu hlutafélag, Orkuskólann<br />

REYST hf., 25. febrúar<br />

2008 <strong>og</strong> fyrsti nemendahópurinn<br />

hóf nám hjá okkur í ágúst 2008.<br />

Stóraukin þörf fyrir sjálfbæra<br />

orku<br />

Edda Lilja segir að hvatinn að<br />

samstarfi þessara þriggja aðila um<br />

REYST hafi verið þörfin fyrir stóraukna<br />

notkun sjálfbærrar orku <strong>og</strong><br />

þörfin fyrir sérfræðiþekkingu á<br />

því sviði. „Því er spáð að orkuþörf<br />

heimsbyggðarinnar muni aukast<br />

um 50% til ársins 2030 <strong>og</strong> að hún<br />

muni aukast allstaðar í heiminum;<br />

ekki síst í þróunarlöndunum. Aðeins<br />

hluti orkuframleiðslunnar<br />

kemur frá sjálfbærum orkugjöfum<br />

<strong>og</strong> krafan er sú að auka þann<br />

hluta. Íslenskt samfélag fær stóran<br />

hluta þeirrar orku sem það<br />

notar úr sjálfbærum orkulindum.<br />

Það byggir á langri hefð við notkun<br />

sjálfbærrar orku <strong>og</strong> býr yfir<br />

mikilli vísinda- <strong>og</strong> tækniþekkingu<br />

við að nýta jarðhita <strong>og</strong> vatnsorku.<br />

Hér á landi hefur það sannast að<br />

sjálfbær nýting orkulinda er undirstaða<br />

hagvaxtar <strong>og</strong> velferðar <strong>og</strong><br />

verður það til framtíðar,“ segir<br />

Edda Lilja.<br />

Loftslagshlýnunin er vandamál<br />

sem steðjar að öllum löndum<br />

heims <strong>og</strong> segir Edda Lilja flesta<br />

vera sammála um að það sé ekki<br />

lengur spurning um hvort hægt<br />

sé að snúa þróuninni við, heldur<br />

hve langan tíma við höfum til<br />

stefnu. „Talið er að mestu máli<br />

skipti í þeirri baráttu að breyta<br />

orkukerfunum í sjálfbæra orku.<br />

Reynsla <strong>og</strong> þekking okkar Íslendinga<br />

síðustu áratugina við<br />

nýtingu jarðhita <strong>og</strong> vatnsorku er<br />

dýrmæt. Það er skylda okkar að<br />

koma þessari þekkingu áfram til<br />

næstu kynslóða <strong>og</strong> til heimsins<br />

alls. Skólinn er kjörið tæki til þess<br />

að Íslendingar láti til sín taka í því<br />

brýna verkefni. Þannig getum við<br />

miðlað reynslu okkar <strong>og</strong> komið<br />

tækniþekkingunni til annarra<br />

landa,“ segir Edda Lilja.<br />

Undirstaða hagvaxtar <strong>og</strong><br />

velferðar<br />

Þá segir Edda Lilja að REYST<br />

geti opnað nýjar víddir í aðstoð<br />

við þróunarlönd „Á síðasta ári<br />

fagnaði Jarðhitaskóli Sameinuðu<br />

þjóðanna 30 ára starfsafmæli sínu<br />

hér á landi, sem hefur verið mikilvægt<br />

framlag okkar til að koma<br />

þekkingunni til þróunarlanda.<br />

Tækifæri er fyrir stjórnvöld að<br />

nýta hinn nýja skóla, REYST til<br />

frekara framlags Íslands til aðstoðar<br />

við þróunarlönd auk þess<br />

sem skólinn er opinn nemendum<br />

frá öllum löndum heims því<br />

vandamálið er allstaðar,“ segir<br />

Edda Lilja.<br />

REYST leggur áherslu á umhverfisvernd<br />

<strong>og</strong> sjálfbæra nýtingu<br />

orkulinda á alþjóðavísu. „Það er<br />

almennt viðurkennd staðreynd að<br />

sjálfbær nýting orkulinda sé undirstaða<br />

hagvaxtar <strong>og</strong> velferðar til<br />

framtíðar. En það er ekki nóg að<br />

eiga auðlindir, heldur verður líka<br />

að hyggja að skynsamlegri nýtingu<br />

þeirra. Framtíðin er sjálfbær<br />

nýting endurnýjanlegrar orku <strong>og</strong><br />

hér höfum við þekkinguna,“ segir<br />

Edda Lilja.<br />

Edda Lilja segi að ekki sé nóg að eiga<br />

auðlindir, heldur verði líka að hyggja að<br />

skynsamlegri nýtingu þeirra. Ljósm. Ingó.<br />

Við vorum komin með<br />

ákveðið forskot alþjóðlega<br />

í vísindum <strong>og</strong> tækni<br />

tengdum nýtingu jarðhita<br />

<strong>og</strong> megum ekki tapa því<br />

með því að láta þessa<br />

þekkingu glatast.<br />

Dýrmæt þekking<br />

Edda Lilja segir að sú reynsla<br />

<strong>og</strong> þekking sem Íslendingar hafa<br />

aflað sér síðustu áratugina við<br />

nýtingu jarðhita <strong>og</strong> vatnsorku sé<br />

afar dýrmæt. „Þessi reynsla hefur<br />

byggst upp hjá sérfræðingum<br />

Orkustofnunar, ÍSOR <strong>og</strong> á verkfræðistofum<br />

tengdum í útrás til<br />

fjölda ára <strong>og</strong> síðast en ekki síst er<br />

mikil þekking innan háskólanna.<br />

Það er skylda okkar að koma<br />

þessari þekkingu áfram til næstu<br />

kynslóða <strong>og</strong> til heimsins alls.<br />

Skólinn er kjörið tæki til þess að<br />

Íslendingar láti til sín taka í því<br />

brýna verkefni <strong>og</strong> þannig getum<br />

við miðlað reynslu okkar <strong>og</strong> komið<br />

tækniþekkingunni til annarra<br />

landa.<br />

Við vorum komin með ákveðið<br />

forskot alþjóðlega í vísindum <strong>og</strong><br />

tækni tengdum nýtingu jarðhita<br />

<strong>og</strong> megum ekki tapa því með því<br />

að láta þessa þekkingu glatast.<br />

Þá er mikilvægt að tryggja endurnýjun<br />

í greininni því meðalaldur<br />

starfsmanna orkufyrirtækja<br />

hér á landi er yfir 50 ár, meðal<br />

annars vegna þess að fólk hefur<br />

undanfarin ár sniðgengið tæknigreinar<br />

í háskólunum. Staðan var<br />

því orðin sú að okkur vantar fólk<br />

í margar tæknigreinar. Sú staða er<br />

einnig staðreynd víða um heim.<br />

Þess vegna var ákveðið að stofna<br />

Orkuskólann REYST <strong>og</strong> nýta<br />

þessa þekkingu <strong>og</strong> byggja hana<br />

upp með nýju fólki <strong>og</strong> sameina<br />

krafta háskólanna tveggja <strong>og</strong> OR.<br />

Nú sem aldrei fyrr er þörf á því<br />

að sameina kraftana. Með því að<br />

samnýta námskeið <strong>og</strong> sérfræðinga<br />

háskólanna <strong>og</strong> Orkuveitunnar<br />

teljum við að unnt sé að byggja<br />

upp öfluga einingu á sviði orkuvísinda.<br />

Uppbyggingin fer fram<br />

hér á landi <strong>og</strong> við treystum stoðir<br />

menntunar <strong>og</strong> rannsókna á Íslandi<br />

með mikilvægri alþjóðlegri<br />

tengingu,“ segir Edda Lilja.<br />

Nemendahópurinn er afar<br />

fjölþjóðlegur <strong>og</strong> kemur frá<br />

níu mismunandi löndum.<br />

Fjölþjóðleg flóra nemenda<br />

Meistaranám við Orkuskólann<br />

REYST hófst í byrjun ágúst 2008.<br />

Það er 120 ECTS einingar <strong>og</strong> tekur<br />

18 mánuði sem skiptist í þrjár<br />

annir. Fyrstu tvær annirnar eru<br />

nemendur í námskeiðum <strong>og</strong> vinna<br />

síðan eingöngu að lokaverkefnum<br />

sínum þá síðustu. Tólf námskeið<br />

hafa verið sérhönnuð fyrir REYST,<br />

en nemendur velja síðan önnur<br />

námskeið á meistarastigi úr háskólunum<br />

tveimur. Öll námskeið<br />

eru kennd á ensku.<br />

Fyrsti árgangurinn kom í ágúst í<br />

fyrra, 13 nemendur í meistaranámi<br />

við REYST, sjö íslenskir, tveir frá<br />

Indónesíu <strong>og</strong> einn frá hverju þessara<br />

landa: Djibouti, Filippseyjum,<br />

Fílabeinsströndinni, Skotlandi <strong>og</strong><br />

Þýskalandi. Annar hópur hóf nám<br />

hér nú í ágúst, einnig 13 talsins <strong>og</strong><br />

þar eru sex íslenskir nemar<br />

<strong>og</strong> sjö erlendir frá Indlandi, Kólumbíu,<br />

Bandaríkjunum, Finnlandi,<br />

Eþíópíu <strong>og</strong> Taíwan. Nemendurnir<br />

hafa bakgrunnsmenntun, BS,<br />

í ýmsum greinum s.s. verkfræði,<br />

jarðfræði, jarðeðlisfræði, stærðfræði<br />

<strong>og</strong> viðskiptafræði. Nokkrir<br />

nemendanna hafa einnig MS gráður<br />

í raunvísindum. Þetta eru öflugur<br />

hópur <strong>og</strong> hefur ýmist nokkra<br />

reynslu úr atvinnulífinu eða er að<br />

koma beint úr grunnnámi við háskóla.<br />

Nám við REYST fer fram á ensku<br />

<strong>og</strong> segir Edda Lilja að markhópur<br />

REYST sé allstaðar að úr heiminum.<br />

„Við höfum auglýst á erlendum<br />

vefsíðum um sjálfbæra orku,<br />

nýtum stórt tengslanet eigenda<br />

REYST – þ.e. samstarfsháskóla HÍ<br />

<strong>og</strong> HR erlendis <strong>og</strong> fjölmarga samstarfsaðila<br />

Orkuveitunnar erlendis.<br />

Þá höfum við kynnt REYST á<br />

fagráðstefnum hér á landi sem <strong>og</strong><br />

erlendis,“ segir Edda Lilja.<br />

Doktorsnám innan fimm<br />

ára<br />

Edda Lilja segir að til viðbótar<br />

við meistaranámið muni skólinn<br />

bjóða upp á doktorsnám innan<br />

fimm ára. „Það var ákveðið að<br />

byrja á einu skrefi í einu <strong>og</strong> byggja<br />

REYST upp hægt en örugglega þar<br />

sem gæði <strong>og</strong> vönduð kennsla <strong>og</strong><br />

rannsóknir er höfð að leiðarljósi.<br />

Á þann hátt erum við sannfærð<br />

um að framtíðarsýnin, að REYST<br />

sé leiðandi skóli á sviði sjálfbærrar<br />

orku <strong>og</strong> í fararbroddi alþjóðlega í<br />

öflugum rannsóknum <strong>og</strong> kennslu,<br />

muni rætast,“ segir Edda Lilja.<br />

Háskóli Íslands <strong>og</strong> Háskólinn<br />

í Reykjavík bera faglega ábyrgð<br />

á náminu, en Orkuveitan er fjárhagslegur<br />

bakhjarl REYST ásamt<br />

því að vinna náið með háskólunum<br />

að hönnun námskeiða <strong>og</strong><br />

þjálfun nemendanna í rannsóknarverkefnum.<br />

Edda segir að mikilvægur samráðsvettvangur<br />

eigenda REYST sé<br />

svokallað fagráð. „Fagráð REYST<br />

er skipað fulltrúum allra samstarfsaðilanna.<br />

Helsta hlutverk<br />

þess er að þróa námið <strong>og</strong> setja saman<br />

námsskrá, skipuleggja fræðilegt<br />

<strong>og</strong> verklegt innihald kennsluskrár,<br />

gera tillögur um kennara <strong>og</strong> val<br />

nemenda auk þess að sjá um önnur<br />

þau málefni sem snerta faglega<br />

uppbyggingu REYST,“ segir Edda<br />

Lilja.<br />

Skyldunámskeið<br />

Inngangsnámskeið<br />

(ásamt 5 daga vettvangsferð)<br />

Inngangur að jarðfræði<br />

Inngangur að orkutækni<br />

Inngangur að orkuhagfræði<br />

Yfirlit yfir sjálfbær orkukerfi<br />

Þverfaglegt verkefni<br />

Fjármál <strong>og</strong> tæknimál tengd<br />

Starfsvettvangur REYST er<br />

rannsóknir <strong>og</strong> rannsóknatengt<br />

framhaldsnám. Háskóli Íslands <strong>og</strong><br />

Háskólinn í Reykjavík bera faglega<br />

ábyrgð á náminu <strong>og</strong> munu háskólarnir<br />

útskrifa nemendur með<br />

sameiginlega prófgráðu. Skólinn<br />

er ætlaður fólki með BS gráðu í<br />

verkfræði <strong>og</strong> öðrum raunvísindum<br />

<strong>og</strong> viðskiptum sem hyggur á<br />

framhaldsnám á sviði sjálfbærrar<br />

orku.<br />

Ein námsleiða REYST er viðskiptafræði<br />

– orkuvísindi <strong>og</strong> segir<br />

Edda Lilja að tilkoma námsleiðarinnar<br />

sé að oft skorti á að<br />

fjármálafólkið geti skilið hugtök<br />

tæknifólksins – <strong>og</strong> öfugt. „Tvö<br />

námskeiðanna sem eru kennd við<br />

skólann krefjast þess að allir nemendur<br />

úr þessu þremur greinum<br />

starfi saman að lausn verkefna.<br />

Við munum útskrifa sérfræðinga<br />

sem verða leiðandi í stjórnun,<br />

hönnun <strong>og</strong> rannsóknum um nýtingu<br />

sjálfbærrar orku. Einstæð<br />

reynsla <strong>og</strong> þekking samstarfsaðilanna<br />

er hinn trausti grunnur<br />

sem skólinn byggir á. Nemendur<br />

okkar öðlast reynslu við að vinna<br />

að raunverulegum verkefnum<br />

með fyrirtækjum í orkugeiranum,<br />

undir handleiðslu reyndra kennara<br />

við háskólana.<br />

Nú stöndum við frammi fyrir<br />

því að einni stórri stoð – fjármálageiranum<br />

– hefur verið<br />

kippt undan efnahag landsins.<br />

Við þurfum að skjóta mörgum,<br />

minni stoðum undir í staðinn.<br />

Ein þeirra er orkugeirinn <strong>og</strong> þar<br />

er mikilvægt að sameina kraftana<br />

hér innanlands sem utan. Þó svo<br />

hægt hafi á orkuútrásinni í bili<br />

erum við þess fullviss að hún taki<br />

við sér aftur innan skamms. Þá<br />

þarf að eiga mannskap í verkin,<br />

bæði hér á landi <strong>og</strong> erlendis,“ segir<br />

Edda Lilja.<br />

Námskeið á viðskiptalínu<br />

Alþjóðleg <strong>og</strong> evrópsk<br />

orkulög<br />

Arðsemismat <strong>og</strong> fjármögnun<br />

verkefna<br />

Alþjóðleg samskipti,<br />

samningar <strong>og</strong> stjórnun<br />

Öll námskeiðin á viðskiptalínu<br />

eru skylda fyrir nemendur<br />

sem velja þá línu.<br />

Námskeið á<br />

verkfræðilínu:<br />

Orkuberar <strong>og</strong> orkugeymsla<br />

Mælingar <strong>og</strong> kerfisgreining í<br />

jarðhita-orkuverum<br />

Valin viðfangsefni í<br />

verkfræði<br />

Námskeið á<br />

jarðvísindalínu:<br />

Greining borholugagna <strong>og</strong><br />

forðafræði – stýring jarðhita-<br />

<strong>og</strong> vatnsforða<br />

Nánari upplýsingar á<br />

www.reyst.is

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!