06.06.2015 Views

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

EM í Serbíu 2012<br />

Einblínum fyrst á það að komast upp úr riðlinum<br />

EM viðtal við Guðmund Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfara<br />

UmhverfisvottUð<br />

prentsmiðja<br />

Íslenska landsliðið hefur spilað í úrslitakeppni<br />

EM fimm sinnum í röð <strong>og</strong> er að fara<br />

á sitt sjötta EM-mót. Árangurinn hefur verið<br />

misjafn, allt frá því að komast í undanúrslitaleikinn<br />

<strong>og</strong> ná 3. sæti, niður í 13. sæti. Eftir<br />

þann frábæra árangur sem náðist á síðustu<br />

Ólympíuleikum, EM <strong>og</strong> HM, eru menn mjög<br />

spenntir að sjá hvernig íslenska liðið spjarar<br />

sig. Það er engum blöðum um það að fletta<br />

að við eigum frábært lið sem getur náð<br />

góðum árangri <strong>og</strong> má telja það eitt af bestu<br />

liðum Evrópu. En væntingar eru alltaf miklar<br />

<strong>og</strong> getur brugðið til beggja vona, stöngin<br />

inn eða stöngin út. Guðmundur Guðmundsson,<br />

landsliðsþjálfari, hefur undirbúið<br />

liðið vel fyrir EM <strong>og</strong> eru hann <strong>og</strong> hans menn<br />

þekktir fyrir alla undirbúningsvinnuna sem<br />

þeir vinna fyrir hvern leik. Hvernig þeir rannsaka<br />

mótherjana <strong>og</strong> kortleggja þá á alla<br />

máta með allskonar tæknivinnu. En hvernig<br />

skyldi mótið í ár leggjast í Guðmund?<br />

„Tilfinningin fyrir mótinu í ár er bara ágæt.<br />

Þótt þetta sé mjög erfiður riðill <strong>og</strong> það sé<br />

ákveðin óvissa hvað varðar hópinn hjá okkur,<br />

þá þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn<br />

<strong>og</strong> vona það besta. Það eiga sumir við<br />

einhver meiðsli að stríða, eins <strong>og</strong> Alexander<br />

sem er slæmur í öxl <strong>og</strong> Ingimundur sem er<br />

slæmur í nára. Hvað riðilinn varðar, þá mætum<br />

við mjög erfiðum andstæðingum, hvort<br />

sem það er lið Króatíu, Noregs eða Slóveníu.<br />

Þetta er erfitt verkefni <strong>og</strong> okkar fyrsta skref er<br />

að einbeita okkur að því að komast upp úr<br />

riðlinum. Þar spilar inn í að bæði Norðmenn<br />

<strong>og</strong> Slóvenar fara á þetta mót til þess að ná<br />

sér í þátttökurétt í forkeppni Ólympíuleikanna<br />

sem gerir þetta enn erfiðara fyrir okkur.<br />

Nú, svo eru Króatar <strong>og</strong> Slóvenar hálfpartinn<br />

að spila á heimavelli <strong>og</strong> fjölmargir áhorfendur<br />

á leikjunum munu styðja við bakið á<br />

þeim. Við verðum að sjá þetta rökrétt fyrir<br />

<strong>og</strong> gera okkur grein fyrir því að það er erfitt<br />

mót sem bíður okkar. Ef okkur tekst að komast<br />

upp úr riðlinum, þá tekur ekki betra við<br />

í milliriðlinum. Frakkar <strong>og</strong> Spánverjar verða<br />

þar örugglega <strong>og</strong> eru mjög sigurstranglegir<br />

á þessu móti. Ég tek þann pólinn í hæðina<br />

að einblína fyrst á það að komast í milliriðilinn,<br />

áður en ég fer að velta því mikið fyrir<br />

mér hvað mögulega bíði okkar þar. Það er<br />

svo mikilvægt að taka þetta í réttum skrefum,<br />

að við séum ekki að plana of langt<br />

fram í tímann <strong>og</strong> jafnvel fara á undan sjálfum<br />

okkur,“ segir Guðmundur Guðmundsson,<br />

þjálfari íslenska liðsins, íbygginn á svip<br />

<strong>og</strong> vill hafa vaðið fyrir neðan sig varðandi<br />

möguleika Íslands á þessu móti.<br />

-Nú hefur Ísland oft spilað gegn mörgum<br />

þessara þjóða á síðustu stórmótum,<br />

eins <strong>og</strong> Króatíu, Frakklandi <strong>og</strong> Noregi?<br />

„Jú, vissulega. En það ber ýmislegt að varast.<br />

Við höfum t.d. ekki riðið feitum hesti<br />

frá viðureignum okkar við Króata í síðustu<br />

mótum. Við höfum tapað fyrir þeim fimm<br />

sinnum <strong>og</strong> aðeins einu sinni náð jafntefli<br />

í síðustu sex leikjum á stórmótum. Þannig<br />

að þeir hafa verið okkur erfiðir. Norðmenn<br />

hafa alltaf reynst okkur erfiðir. Þetta eru alltaf<br />

mjög jafnir leikir <strong>og</strong> hörku spennandi. Það<br />

er engin spurning að Norðmenn verða með<br />

mjög gott lið á þessu móti, þó einhverjir<br />

hafi helst úr lestinni. Slóvenar eru líka með<br />

mjög gott lið. Þetta verða allt erfiðir leikir <strong>og</strong><br />

við verðum að halda einbeitingunni,“ segir<br />

Guðmundur <strong>og</strong> gerir sér grein fyrir því að<br />

það verður allt að ganga upp ef Ísland á<br />

komast upp úr riðlinum.<br />

-Verðið þið með eitthvað nýtt á<br />

prjónunum fyrir þetta mót, nýjar<br />

áherslur <strong>og</strong> ný leikafbrigði?<br />

„Já, það er alltaf eitthvað nýtt sem við komum<br />

með. Varðandi sóknarleikinn erum við<br />

alltaf að þróa einhverja nýja hluti. Áherslubreytingar<br />

varnarlega eru alltaf til staðar, þó<br />

við byggjum ávallt á ákveðnum grunni allt<br />

frá síðustu Ólympíuleikum. Við höfum haldið<br />

áfram að þróa þann grunn <strong>og</strong> hafa þannig<br />

meira upp á að hlaupa. Við erum aðeins<br />

að laga okkur að einu nýju varnarafbrigði <strong>og</strong><br />

svo verðum við með tvo nýja þætti í sókninni.<br />

En sem fyrr segir, þá byggjum við fyrst<br />

<strong>og</strong> fremst á okkar fyrri grunni <strong>og</strong> reynum að<br />

bæta hann enn frekar.“<br />

-Eru ekki strákarnir ekki vel stemmdir<br />

<strong>og</strong> alltaf jafn hungraðir í það að ná<br />

góðum árangri á svona stórmótum?<br />

„Jú, hungrið er alveg til staðar, en það er bara<br />

oft þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en<br />

á hólminn er komið hvernig menn standa.<br />

Strákarnir eru búnir að æfa mjög vel <strong>og</strong> hafa<br />

lagt sig alla fram <strong>og</strong> tekið vel á því, þannig<br />

að þeir ættu að hafa alla burði til þess að<br />

vera í góðum gír <strong>og</strong> rétt stemmdir þegar<br />

mótið byrjar. Ég er mjög ánægður með það<br />

hvað strákarnir leggja mikið í þetta. Þeir vita<br />

líka að hverju þeir eru að ganga, hafa spilað<br />

mikið saman <strong>og</strong> þetta er mjög leikreynt<br />

lið. En það verður að gefa allt í þetta í leikjunum<br />

á mótinu til þess að árangur náist. Ég<br />

er auðvitað búinn að leggja fyrir þá línurnar<br />

<strong>og</strong> þeir hafa alveg gefið sig í það að samæfa<br />

hlutina til þess að láta allt smella saman. Að<br />

menn stilli sig inn í liðið, fínpússi hlutina <strong>og</strong><br />

gangi að því vísu hvernig liðið eigi að virka<br />

til þess að það geti náð góðum árangri. Þó<br />

margir leikmanna landsliðsins séu búnir að<br />

vera saman þetta lengi, þá er það alltaf mikilvægt<br />

atriði að allt smelli rétt saman þegar<br />

mætt er til leiks,“ segir Guðmundur Guðmundsson<br />

landsliðsþjálfari sem hefur staðið<br />

í ströngu við að undirbúa íslenska liðið sem<br />

best fyrir mótið.<br />

Áfram Ísland!<br />

Oddi er stoltur styrktaraðili<br />

íslenska handboltalandsliðsins<br />

Hvernig fara leikirnir?<br />

Ísland - Króatía<br />

Ásbjörn<br />

Sveinbjörnsson:<br />

Guðríður<br />

Guðjónsdóttir:<br />

Ingi Þór<br />

Guðmundsson:<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson:<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson: Þetta byrjar með látum. Þetta eru tvö af fjórum bestu liðum<br />

heims í dag. Ég hallast að því þetta verði svakalegur leikur, þar sem íslenska liðið nái sigri<br />

í síðustu sókn. Það verður ekki mikið skorað í þessum leik <strong>og</strong> jafnt á allflestum tölum. Ég<br />

spái 23 - 22 fyrir Ísland.<br />

Guðríður Guðjónsdóttir: Sagan segir okkur að Króatíu gangi oft illa í fyrsta leik, en þetta<br />

árið spila þeir nánast á heimavelli. Þetta verður eflaust erfiður leikur <strong>og</strong> sennilega okkar<br />

eina tap í riðlinum, 26 - 28.<br />

Ingi Þór Guðmundsson: Fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni er við Króatíu. Króatía er<br />

með ungt lið en hefðin <strong>og</strong> reynslan er gífurleg sem skilar Króatíu einhvern veginn oft<br />

ágætis árangri á stórmótum. Ég geri ráð fyrir því að Króatía vinni leikinn með tveim mörkum,<br />

38 - 36.<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson: 29 - 26 fyrir Ísland. Króatar verða ekki jafn góðir <strong>og</strong> þeir hafa verið á undanförnum<br />

mótum. Við mætum sterkir <strong>og</strong> náum að leggja sigurinn upp með góðum hraðaupphlaupum.<br />

Það verður erfitt fyrir skytturnar að skora á sterka 6-0 vörn þeirra.<br />

Páll Ólafsson: Siggi Sveins: Valdimar<br />

Grímsson<br />

Páll Ólafsson: Ég hef trú á því að það sé gott fyrir okkur að byrja á Króötum. Við í fyrsta<br />

stórmóti sem Óli Stef. er ekki með í langan tíma, þannig að væntanlega eiga fæstir von<br />

á einhverju stórkostlegu frá okkar mönnum. En við eigum sem betur fer fullt af góðum<br />

mönnum, þó þeir séu kannski ekki alveg komnir á þann stað sem Óli er. En mín spá er<br />

sú að við byrjum á glæsilegum sigri á Króötum. Það verður leikinn frábær sóknarleikur í<br />

þessum leik.<br />

Siggi Sveins: Það verður nokkuð gott að fá Króatana í fyrsta leik <strong>og</strong> má búast við hörkuleik,<br />

eins <strong>og</strong> svo oft á milli þessara þjóða. Við eigum að eiga góða möguleika ef við náum<br />

upp sterkri vörn <strong>og</strong> fáum í kjölfarið nokkur eitruð hraðaupphlaup. Króatarnir eru með gífurlega<br />

reynslumikið lið, enda margir af þeim að spila í Þýskalandi. Þeirra aðalmenn eru<br />

„Hamborgararnir“ Vori, Duvnjak, Lackovic <strong>og</strong> ekki má gleyma gömlu „moppunni“ Ivano<br />

Balic, sem reyndar spilar í heimalandinu <strong>og</strong> hefur þar tekist með ágætum að standa í fæturna.<br />

Hann er reyndar notaður í dag sem einskonar jóker. Ég held að úrslit leiksins ráðist á<br />

lokamínútunum þar sem Aron Pálmarsson jafnar leikinn með skoti af 10 metrum <strong>og</strong> vonandi<br />

verður það til þess að hann komi til með að blómstra á mótinu.<br />

Valdimar Grímsson: Opnunarleikur á móti Króatíu verður mjög skemmtilegur <strong>og</strong> hér<br />

vinnum við leikinn með einu marki 32-31.<br />

P11.00.036<br />

Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins <strong>og</strong> þér hentar.<br />

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja.<br />

höfðabakka 7, 110 reykjavík, sími 515 5000. www.oddi.is<br />

prentun frá a til Ö

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!