06.06.2015 Views

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

36<br />

EM í Serbíu 2012<br />

Varnarleikurinn verður að ganga upp<br />

EM viðtal við Sverre Jakobsson<br />

e n s k i b a r i n n . i s<br />

EVRÓP UKEPPNI KARL A<br />

„Það er allt búið að vera á fullu hjá<br />

okkur í undirbúningnum <strong>og</strong> ekkert<br />

nema gaman að þessu. Þótt þetta sé<br />

auðvitað heilmikil rútína, tvær æfingar<br />

á dag <strong>og</strong> fundir þess á milli, þá er<br />

þetta allt öðruvísi en þegar maður er<br />

að spila með liðinu sínu úti. Bæði það<br />

að maður er kominn í nýtt umhverfi,<br />

hittir strákana <strong>og</strong> þjálfarana <strong>og</strong> svo að<br />

hitta fjölskylduna, vini <strong>og</strong> kunningja,<br />

þó það gefist ekkert rosalega mikill<br />

tími í það.<br />

En þetta er alla vega þannig að maður er kominn<br />

heim til Íslands á undirbúningstímanum<br />

<strong>og</strong> það er ávallt ljúft <strong>og</strong> hressir upp á sálina,<br />

þótt þetta sé nú alltaf sama rútínan með landsliðinu.<br />

Enda þótt við vitum alveg um hvað það<br />

snýst að vera með landsliðinu, þá tekur það<br />

alltaf sinn tíma stilla sig inn, kúpla sig út úr því<br />

sem maður er að gera með félagsliðinu sínu<br />

<strong>og</strong> rifja upp kerfin <strong>og</strong> afbrigðin með landsliðinu.<br />

Það er alltaf eitthvað sem þarfnast upprifjunar<br />

<strong>og</strong> bráðnauðsynlegt að samæfa upp<br />

á nýtt, þrátt fyrir það að við höfum gert þetta<br />

svo oft áður. Fínpússingin <strong>og</strong> samæfingin er<br />

stór hluti af öllu <strong>og</strong> þarf að vera í lagi þegar við<br />

förum á stórmót eins <strong>og</strong> EM. Svo er líka það að<br />

komast inn í hugsanaganginn <strong>og</strong> hugarfarið<br />

hjá landsliðinu. Þó það fari vissulega minni tími<br />

í þetta, því lengur sem við höfum verið saman<br />

<strong>og</strong> stórmótin eru fleiri, þá tekur það samt<br />

alltaf sinn tíma að forrita sig fyrir landsliðið <strong>og</strong><br />

aðlaga sig að liðinu,“ segir Sverre Jakobson,<br />

varnarleikmaðurinn sterki í landsliðinu, <strong>og</strong> er<br />

ákveðinn í því leggja sig allan fram til þess að<br />

vera tilbúinn fyrir slaginn í Serbíu.<br />

„Við erum að spila með liðinu okkar úti í nánast<br />

hverri viku <strong>og</strong> erum mjög einbeittir í þeirri<br />

rútínu, þannig að það er bara málið að skipta<br />

um harða diskinn <strong>og</strong> takast á við allt öðruvísi<br />

hluti sem landsliðið gerir <strong>og</strong> gengur út frá. Það<br />

eru aðrar væntingar <strong>og</strong> kröfur varðandi það að<br />

spila með landsliðinu heldur en með félagsliðinu.<br />

Maður verður t.d. að vera undir það<br />

búinn að spila vörnina með öðrum áherslum<br />

<strong>og</strong> hreyfingum en hjá félagsliðinu sínu úti.<br />

<strong>Land</strong>sliðið er allt annað lið en félagsliðið,“ segir<br />

Sverre.<br />

-Hvernig er það með varnarleikinn, eruð þið<br />

með eitthvað nýtt á prjónunum?<br />

„Það er alltaf eitthvað nýtt á döfinni hjá okkur,<br />

þótt við byggjum alltaf á sama grunni.<br />

Við höfum kannski fleiri útgáfur af varnarleik<br />

núna en áður. T.d. ef 6-0 vörnin gengur ekki<br />

upp, þá lumum við á ýmsum öðrum varnarafbrigðum.<br />

Annars eru allar helstu breytingar í<br />

varnarleik sniðnar út frá því hverjir andstæðingarnir<br />

eru hverju sinni. Svo fer þetta líka eftir<br />

því hvernig þau lið koma til með að spila<br />

sem við mætum hverju sinni. Við höfum alltaf<br />

eitthvað upp á erminni til þess að bregðast<br />

rétt við í hvert skipti. Þetta eru svolítið ólík lið<br />

sem við spilum við í riðlakeppninni <strong>og</strong> þótt<br />

við byggjum alltaf á sama grunninum í varnarleiknum,<br />

þá verða ætíð áherslubreytingar<br />

á milli leikja. Það verður munur á hugsun <strong>og</strong><br />

nálgun á varnarleiknum eftir mótherjunum í<br />

riðlakeppninni. Það getur stundum verið stór<br />

munur á varnarafbrigðum, þótt það séu í eðli<br />

sínu ekki miklar breytingar. Við verðum alltaf<br />

að meta það hverju sinni hvaða afbrigði komi<br />

til með að ganga best <strong>og</strong> vera tilbúnir að<br />

breyta aftur, ef að það gengur ekki. Við erum<br />

auðvitað búnir að stúdera liðin sem við mætum<br />

hverju sinni <strong>og</strong> gerum áætlun um það<br />

hvernig best sé að mæta þeim. Aðalatriðið er<br />

að vera trúir því sem við göngum út frá <strong>og</strong><br />

ganga til leiks með sjálfstraustið í lagi hvað<br />

varðar varnarleikinn,“ segir Sverre.<br />

-Króatía í fyrsta leik, er það góður eða slæmur<br />

kostur?<br />

„Ég held að það skipti engu máli hvort við<br />

mætum þeim í fyrsta leik eða öðrum. Það eru<br />

öll liðin í riðlinum erfiðir andstæðingar <strong>og</strong><br />

kannski að það sé bara ágætt að fá Króata í<br />

fyrsta leik. Við verðum bara að mæta tvíefldir<br />

til leiks <strong>og</strong> selja okkur dýrt. Þeir fóru svolítið illa<br />

með okkur í leiknum um fimmta sætið á HM<br />

í fyrra. Það var leikur sem við hefðum átt að<br />

vinna. Þeir fundu einhvern veikleika hjá okkur í<br />

vörninni <strong>og</strong> spiluðu á það undir lokin <strong>og</strong> uppskáru<br />

sigur. Við höfum farið yfir það <strong>og</strong> vitum<br />

hvernig bregðast á við því. Það voru ákveðnar<br />

stöðubreytingar <strong>og</strong> færslur hjá þeim sem trufluðu<br />

okkur <strong>og</strong> við náðum ekki að bregðast við<br />

því á réttan hátt. Króatar eru alltaf erfiðir andstæðingar,<br />

það vitum við fyrir víst. Leikirnir<br />

gegn Norðmönnum eru alltaf stríð <strong>og</strong> ekkert<br />

gefið eftir, stanslaus slagsmál <strong>og</strong> læti. Við höfum<br />

oftar en ekki verið örlítið grimmari <strong>og</strong> uppskorið<br />

sigur fyrir vikið. Þó að það hafi aðeins<br />

helst úr hópnum hjá þeim, þá hafa þeir svo<br />

marga aðra leikmenn upp á að bjóða sem geta<br />

tekið þær stöður <strong>og</strong> Norðmenn verða ekkert<br />

slakari fyrir bragðið. Við hugsum alls ekkert<br />

sem svo að við séum að fara að mæta léttari<br />

Norðmönnum, það gengur ekki. Norðmenn<br />

eru með firnasterkt lið með góða menn í öllum<br />

stöðum <strong>og</strong> við þurfum að hafa virkilega fyrir<br />

því að ná að leggja þá. Slóvenía er land með<br />

mikla hefð í handboltanum <strong>og</strong> lið þeirra hefur<br />

verið að sækja í sig veðrið aftur, eftir að hafa<br />

dottið svolítið niður um tíma. Þetta verður forvitnilegur<br />

leikur <strong>og</strong> áhugavert að sjá hvar þeir<br />

standa í dag,“ segir Sverre.<br />

„Milliriðillinn verður án efa ósköp svipaður <strong>og</strong><br />

var á HM í fyrra, þegar við spiluðum við Frakka<br />

<strong>og</strong> Spánverja, <strong>og</strong> ekki hægt að ganga að neinu<br />

sem vísu. Þarna verða virkilega góð lið. Við<br />

sjáum þetta fyrir okkur sem svo að við séum<br />

að klífa stórt fjall í riðlakeppninni <strong>og</strong> ef okkur<br />

tekst að komast yfir það, þá bíður okkar enn<br />

stærra fjall til þess að klífa í milliriðlinum.“<br />

-Menn hafa verið að gera að því skóna að<br />

Frakkarnir komi til með að vinna milliriðilinn<br />

<strong>og</strong> svo verði það barátta á milli Spánverja,<br />

Króata, Ungverja <strong>og</strong> Íslands að fylgja þeim<br />

eftir í undanúrslitin?<br />

„Það er ekkert hægt að bóka í þessu. Við vitum<br />

t.d. ekkert um það hvernig Rússar eiga eftir að<br />

spjara sig á þessu móti. Þeir geta alveg strítt<br />

hinum liðunum, en þeir eru mjög misjafnir, eiga<br />

kannski frábæran leik einn daginn <strong>og</strong> detta svo<br />

niður strax í næsta leik. Þá vantar svolítið upp<br />

á jafnvægið <strong>og</strong> að koma því í lag. Ég giska á að<br />

það verði Frakkar, Spánverjar <strong>og</strong> Króatar sem<br />

munu verða í baráttunni um undanúrslitasætin<br />

ásamt okkur. Svo koma Ungverjar alveg til<br />

greina, en við hugsum fyrst <strong>og</strong> fremst um það<br />

hvað við ætlum okkur að gera <strong>og</strong> að hverju við<br />

stefnum á þessu móti. Þótt það sé ekki komist<br />

hjá því að sjá heildarmyndina, þá einblínum<br />

við á það að taka bara einn leik fyrir í einu. Það<br />

vantar ekki metnaðinn í liðið <strong>og</strong> við stefnum<br />

að því að ná sem allra lengst á þessu móti. En<br />

áherslan er eins <strong>og</strong> áður segir á það að einbeita<br />

sér að einum leik í einu <strong>og</strong> svo verður spurt að<br />

leikslokum,“ segir Sverre.<br />

Sverre talar um hvað það sé mikilvægt að liðið<br />

sé í réttu jafnvægi <strong>og</strong> rétt innstillt allan tímann<br />

út mótið <strong>og</strong> nái að sýna sinn besta leik í hvert<br />

sinn. Að það sé betra að vinna leikina með<br />

einu marki, en að vinna kannski þá fyrstu með<br />

tíu mörkum <strong>og</strong> tapa svo restinni.<br />

„Við verðum að hafa sjálfstraustið í lagi allan<br />

tímann. Sjá mótið þannig fyrir okkur að í öllum<br />

leikjunum sem við spilum sé stefnt að því að<br />

toppa í hverjum leik fyrir sig, hvort sem það er<br />

fyrsti leikur eða sá síðasti. Það er vonandi að við<br />

höldum sjálfstraustinu <strong>og</strong> stöðugleikanum <strong>og</strong><br />

að allir haldist heilir út allt mótið,“ segir Sverre.<br />

Á svona stórmótum eins <strong>og</strong> EM eru dómararnir<br />

misjafnir <strong>og</strong> Sverre segir að það þurfi að<br />

meta það hverju sinni hvernig línur þeir gefi í<br />

hverjum leik. Hvað sé hægt að leyfa sér að gera<br />

hvað varðar varnarleikinn. Dómararnir geta<br />

haft mikil áhrif á það hvernig leikir eru spilaðir.<br />

Sverre segir að ef að Ísland ætli að ná árangri á<br />

þessu móti, þá verði varnarleikurinn að ganga<br />

upp <strong>og</strong> þá frá öllum hliðum séð.<br />

„Við erum atvinnumenn í handbolta <strong>og</strong> hugarfarið<br />

í landsliðinu er hungur eftir árangri.<br />

Hungur í það að ná í medalíu, þar sem við<br />

höfum komist á bragðið með það hvað það<br />

er að fá medalíu á stórmóti. Maður á tvo liti af<br />

medalíum <strong>og</strong> auðvitað blundar það í manni<br />

hvað það yrði nú gaman að bæta þriðja litnum<br />

við,“ segir Sverre glettinn að lokum <strong>og</strong> í orðum<br />

hans endurspeglast hugarfar landsliðshópsins,<br />

að það sé ekkert nema sigur sem komi til<br />

greina í hverjum leik <strong>og</strong> þá skipti ekki máli við<br />

hvaða andstæðing sé að etja.<br />

Í HANDBOLTA<br />

stór bjór 750kr.<br />

allir leikir sýndir á<br />

risatjöldum í bestu gæðum<br />

HUGLEIÐING - Hafrún Kristjánsdóttir<br />

Eftir jólin eru stórmót í handbolta<br />

<strong>og</strong> ekki verður breyting á því nú. Íslenska<br />

karlalandsliðinu hefur tekist<br />

margsinnis að gera janúar ótrúlega<br />

skemmtilegan með framgöngu sinni<br />

á stórmótum víðs vegar um heiminn.<br />

Nú er janúar, nú er stórmót að bresta á, nú er<br />

gaman! Í fyrsta sinn í háa herrans tíð skundar íslenska<br />

liðið til leiks án þess að Ólafur Stefánsson<br />

sé með. Flestum finnst það áhyggjuefni, verulegt<br />

áhyggjuefni. Mörgum þykir ekki ástæða<br />

til bjartsýni vegna þess að Óli er ekki með. Alla<br />

hluti er þó hægt að líta á frá mismunandi sjónarhornum.<br />

Auðvitað er það missir fyrir íslenska<br />

liðið að Óli sé ekki með. Það væri missir fyrir öll<br />

lið að missa leikmann af hans „kaliberi“ <strong>og</strong> slíkan<br />

leiðt<strong>og</strong>a. En fátt er þó svo með öllu illt að<br />

ei boði eitthvað gott. Kannski er fjarvera Óla á<br />

þessu móti holl <strong>og</strong> góð fyrir íslenska liðið. Lítum<br />

betur á málið. Hlutverk Ólafs í íslenska landsliðinu<br />

hefur verið gífulega stórt síðustu ár, innan<br />

vallar sem utan. Það er ljóst að svo verður ekki<br />

um ókomna framtíð. Það er verulega farið að<br />

styttast í lokin á handboltaferli Ólafs. Því er mikilvægt<br />

fyrir aðra leikmenn að fara að stíga inn í<br />

hans hlutverk <strong>og</strong> undirbúa sig fyrir brotthvarf<br />

hans. Slíkt hefur í raun verið að gerast síðustu<br />

misserin. Ólafur hefur leikið minna hlutverk í<br />

vörn <strong>og</strong> Alexander Petterson hefur spilað fleiri<br />

<strong>og</strong> fleiri mínútur í hægri skyttunni. Alexander<br />

hefur því smátt <strong>og</strong> smátt verið að stíga inn í<br />

hlutverk Ólafs inni á vellinum. Alexander hefur<br />

átt frábært tímabil í þýsku deildinni með liði<br />

sínu Füchse Berlin <strong>og</strong> kemur því í toppformi<br />

til leiks á EM. Ef einhver leikmaður hefur einhvern<br />

tímann verið tilbúinn til þess að fara í<br />

skóna hans Óla, þá er það Alexander núna.<br />

En þó Alexander sé jafn frábær leikmaður <strong>og</strong><br />

raun ber vitni, þá er ljóst að hann mun ekki fullkomlega<br />

geta fyllt það skarð sem Óli skilur eftir.<br />

Það getur reyndar enginn handboltamaður<br />

af þessum heimi. Það þýðir að aðrir leikmenn<br />

þurfa að stíga örlítið upp, innan sem utan vallar.<br />

Í liðinu eru leikmenn sem hafa svo sannarlega<br />

alla burði til þess að gera slíkt. Guðjón Valur <strong>og</strong><br />

Snorri hafa spilað afar vel með liði sínu <strong>og</strong> nú er<br />

Guðjón í leikformi, ólíkt því sem var á HM fyrir<br />

ári. Aron er árinu eldri <strong>og</strong> svo mætti áfram telja.<br />

Brotthvarf Óla er því kærkomið tækifæri fyrir<br />

leikmenn <strong>og</strong> þjálfara til þess að setja sig inn í<br />

hlutverk hans áður en brotthvarfið verður varanlegt.<br />

Liðið verður sterkara <strong>og</strong> Ólafur mætir<br />

ferskur í undankeppni Ólympíuleikanna í vor.<br />

Það er því rík ástæða til þess að fara á EM 2012<br />

<strong>og</strong> inn í þetta handboltaár af fullri bjartsýni.<br />

H a f n a r f i r ð i & R e y k j a v í k

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!