06.06.2015 Views

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

34 35<br />

EM í Serbíu 2012 EM í Serbíu 2012<br />

Menn þurfa að fara í hvern einasta leik<br />

<strong>og</strong> selja sig dýrt <strong>og</strong> berjast fyrir lífi sínu<br />

EM viðtal við Guðjón Guðmundsson<br />

Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi<br />

eins <strong>og</strong> hann er kallaður manna á<br />

meðal, er einn af okkar mestu handboltasérfæðingum.<br />

Enda hefur hann<br />

bæði verið þátttakandi, íþróttafréttamaður<br />

<strong>og</strong> áhorfandi þegar íslenska<br />

liðið fer á stórmót. Hann sér hlutina<br />

frá mörgum hliðum <strong>og</strong> hefur sterkar<br />

skoðanir á ýmsum málum handboltans<br />

<strong>og</strong> landsliðsins. Það er alltaf jafn<br />

gaman að setjast niður <strong>og</strong> spjalla við<br />

Gaupa um handbolta <strong>og</strong> landsliðið,<br />

sérstaklega þegar svona stórhátíð<br />

eins <strong>og</strong> EM er að fara að hefjast.<br />

„Jú, það er rétt, það er stórhátíð framundan en<br />

það er alveg ljóst að riðillinn okkar í Serbíu er<br />

alveg feikilega erfiður. Króatar <strong>og</strong> Slóvenar eru<br />

nánast á heimavelli <strong>og</strong> leikirnir við Norðmenn<br />

eru alltaf hörkuleikir. Þannig að það verður ekki<br />

á vísan að róa fyrir íslenska liðið. Mín skoðun<br />

er sú að það yrði mjög gott ef Ísland næði að<br />

vinna einn leik í riðlinum <strong>og</strong> komast áfram í<br />

milliriðil <strong>og</strong> þá kannski án stiga. Ég bendi þó<br />

á að Ísland getur hæglega tapað öllum leikjunum<br />

í riðlinum. Þetta þarf ekki að vera óeðlilegt<br />

<strong>og</strong> ég tel að liðið þurfi að sýna sínar bestu<br />

hliðar til þess að komast áfram með fjögur stig<br />

í milliriðil eða tvö stig í það minnsta. Ég byggi<br />

þetta á því að ég hef miklar áhyggjur af varnarleiknum<br />

sem þarf að vera gríðarlega öflugur<br />

á þessu móti ef árangur á að nást. Það eru blikur<br />

á lofti þar, því okkur skortir mjög hina svonefnda<br />

þrista í vörninni. Við eigum bara tvo,<br />

þá Sverre <strong>og</strong> Ingimund, sem hafa skilað sínu<br />

mjög vel á undanförnum árum. Aðrir leikmenn<br />

hafa ekki náð að fylla þeirra skörð þannig að<br />

þetta er svona ákveðið áhyggjuefni þegar lagt<br />

er af stað á mótið. Þarna hangir saman líka að<br />

ef vörnin er góð þá skilar það sér í góðri markvörslu.<br />

Til þess að ná árangri á svona stórmóti<br />

þurfum við að vera með alla vega 45% markvörslu<br />

ef vel á að vera. Björgvin Páll hefur leikið<br />

mismikið með Magdeburg í vetur <strong>og</strong> Hreiðar<br />

hefur verið að leika mjög vel með sínu liði<br />

<strong>og</strong> það mun mikið mæða á þessum piltum á<br />

mótinu. Sóknarlega erum við ágætlega settir<br />

en við erum ekki með Ólaf Stefánsson, sem er<br />

kannski jákvætt útaf fyrir sig, því það kemur<br />

að því að hann yfirgefi svæðið til frambúðar.<br />

Þannig að það fer að reyna meira á aðra sem<br />

stoðir liðsins. Hægt er að velta vöngum yfir því<br />

hvort við séum nógu vel staddir fyrir þetta mót<br />

varðandi útispilara. Arnór Atlason hefur því<br />

miður verið mikið meiddur í vetur, en hann er<br />

einmitt sá leikmaður sem þarf að vera í fantaformi<br />

ef árangur á að nást. Við erum með Aron<br />

Pálmarsson sem hefur verið að leika mjög vel<br />

með Kiel <strong>og</strong> það mun reyna mikið á hann <strong>og</strong><br />

Arnór ásamt Alexander Peterson. Hinir þurfa<br />

síðan að fylgja á eftir til þess að allt gangi upp<br />

hjá okkur <strong>og</strong> við skulum vona að þeir geri það.<br />

Það er líka slæmt fyrir undirbúninginn að Snorri<br />

Steinn skuli ekki hafa verið með allan tímann<br />

<strong>og</strong> ekki á mótinu í Danmörku. Að mínu viti<br />

gæti það sett strik í reikninginn þegar á hólminn<br />

er komið. Þegar allt er dregið saman er ég<br />

svona hæfilega bjartsýnn, alla vega ekki mjög<br />

bjartsýnn, á góðan árangur í Serbíu. Hef væntingar<br />

í hófi. Milliriðillinn er feikilega erfiður þar<br />

sem viðbúið er að við mætum ofjörlum okkar,<br />

Frökkum <strong>og</strong> Spánverjum, en það eru liðin<br />

ásamt Dönum sem fara beint í undanúrslitin.<br />

Við erum því varla að sjá íslenska liðið í undanúrslitum<br />

á þessu móti. Mér finnst ég því miður<br />

geta slegið því föstu,“ segir Gaupi.<br />

-Gæti það þá orðið hlutskipti Íslands að<br />

komast ekki upp úr riðlinum?<br />

„Ég er að vara mig á því að segja að við náum<br />

okkar fyrsta markmiði sem er að komast upp<br />

úr riðlinum. Til þess að svo megi verða, þá<br />

verðum við að vinna Norðmenn <strong>og</strong> Slóvena.<br />

Leikirnir við Norðmenn hafa verið afar jafnir<br />

<strong>og</strong> við höfum náð að landa sigri gegn sterku<br />

norsku liði, en verið oft tiltölulega heppnir í<br />

þeim leikjum. Ég vil vara menn við, því Noregur<br />

á gríðarlega mikið inni <strong>og</strong> fullt af góðum leikmönnum,<br />

þó að þeir hafi vissulega misst tvo<br />

sterka leikmenn úr hópnum, sem er að sjálfsögðu<br />

vatn á okkar myllu. En samt sem áður<br />

eru þeir sýnd veiði en ekki gefin. Slóvenar eru<br />

líka með gríðarlega öflugt lið <strong>og</strong> jafnvel þó að<br />

það vanti sterka leikmenn hjá þeim, þá eru þeir<br />

nánast að spila á heimavelli. Slóvenskir áhorfendur<br />

munu fjölmenna á leikinn. Þeir eru með<br />

ungt lið sem vill sanna sig <strong>og</strong> þetta verður líka<br />

feikilega erfiður leikur fyrir okkur Íslendinga.<br />

Slóvenarnir eru frekar smávaxnir en liðspilið er<br />

mjög gott. Þeir spila mikið inn á línuna <strong>og</strong> eru<br />

með frábæran leikstjórnanda, Zorman, sem ber<br />

þeirra leik uppi. Margir halda að Slóvenar séu<br />

léttir andstæðingar en það er síður en svo, því<br />

í liði þeirra eru, eins <strong>og</strong> í liði Króata, 4-5 heimsklassa<br />

leikmenn. Þetta verður 50-50 leikur fyrir<br />

okkur Íslendinga <strong>og</strong> ég verð að segja alveg eins<br />

<strong>og</strong> er að það yrði afrek ef okkur tekst að landa<br />

sigri gegn Slóveníu. Hvers vegna? Jú, þeir eru<br />

með áhorfendurna með sér <strong>og</strong> það er ekki það<br />

sama, við vitum það handboltaspekingarnir.<br />

Fólk almennt gerir miklar kröfur til íslenska liðsins,<br />

en þarna kannski skortir aðeins á þekkingu.<br />

Við erum að spila í umhverfi sem að Króatar <strong>og</strong><br />

Slóvenar þekkja mjög vel <strong>og</strong> aðstæður verða<br />

okkur ekki hagstæðar. En gangi allt upp hjá íslenska<br />

liðinu <strong>og</strong> strákarnir ná sér á strik, allir leikmennirnir<br />

heilir, þá erum við að fara í leiki gegn<br />

Norðmönnum <strong>og</strong> Slóvenum sem við gætum<br />

hæglega unnið, en við gætum líka hæglega<br />

tapað. Við munum byrja gegn Króötum en þeir<br />

eru með gríðarlega öflugt lið. Þeir spila reyndar<br />

gamaldags handbolta, eru frekar hægir, en það<br />

er afar erfitt við þá að eiga. Það er klárt mál að<br />

eitthvert eitt lið frá Balkanskaganum kemst í<br />

undanúrslit <strong>og</strong> eru mestu líkurnar á því að það<br />

verði Króatar eða Serbar. Þannig að leikurinn<br />

gegn Króötum verður mjög erfiður leikur fyrir<br />

okkur. Við höfum átt í erfiðleikum með þá síðustu<br />

fimm árin, þó það hafi verið jafnir leikir.<br />

Þeir hafa oftar en ekki unnið okkur. Þetta eru<br />

miklir íþróttamenn <strong>og</strong> ef á að segja eins <strong>og</strong> er,<br />

þá eru þeir með betra lið en Ísland í dag. Það er<br />

þó alveg hægt að vinna Króatíu. Eins <strong>og</strong> staðan<br />

er í dag, þá vinnur Ísland u.þ.b. tvo leiki af hverjum<br />

10 gegn þeim <strong>og</strong> það kann að vera að það<br />

verði akkúrat núna, í fyrsta leiknum okkar á EM.<br />

Það verður þó mjög erfitt, þar sem það er valinn<br />

maður í hverju rúmi hjá Króatíu <strong>og</strong> þeir eiga<br />

að minnsta kosti 4-5 af bestu handboltamönnum<br />

heims,“ segir Gaupi.<br />

-Nú hefur maður fundið fyrir eldmóðinum,<br />

kraftinum <strong>og</strong> hugarfarinu sem skapar neistann<br />

í íslenska liðinu á undirbúningstímanum,<br />

eitthvað sem gerist þegar hópurinn<br />

kemur saman.<br />

„Já, það er hárrétt, það er mikill eldmóður í<br />

liðinu, eins <strong>og</strong> verið hefur síðustu árin. Það er<br />

þó afar mikilvægt að liðið geri sér grein fyrir<br />

því að einbeiting liðsins þarf að vera 190% á<br />

svona móti. Menn þurfa að fara í hvern einasta<br />

leik <strong>og</strong> selja sig dýrt <strong>og</strong> berjast fyrir lífi sínu.<br />

Ég hygg nú að menn muni gera það, en ég<br />

hef ákveðnar áhyggjur af því mikla álagi sem<br />

verður á liðinu. Undankeppni Ólympíuleikanna<br />

verður í apríl <strong>og</strong> það er mjög mikilvægt<br />

fyrir íslenska liðið að komast þangað <strong>og</strong> síðan<br />

er það undankeppni HM. Ég hef það einhvern<br />

veginn á tilfinningunni, veit ekki hvers vegna,<br />

að liðið sé að horfa meira á undirbúning leikjanna<br />

í apríl, í undankeppni Ólympíuleikanna,<br />

<strong>og</strong> svo undankeppni HM heldur en akkúrat á<br />

þetta Evrópumeistaramót,“ segir Gaupi.<br />

Gaupi talaði um það að þetta mót í Serbíu yrði<br />

mikil prófraun fyrir íslenska liðið í sjálfu sér. Það<br />

væri kostur að margir leikmanna liðsins hefðu<br />

leikið mjög vel í vetur með sínum félagsliðum,<br />

sumir mun betur en þeir gerðu í fyrra áður en<br />

þeir fóru á HM í Svíþjóð. Það væri þó engin<br />

ávísun á árangur.<br />

-Hverjir eru helstu kostir <strong>og</strong> gallar íslenska<br />

liðsins að þínu mati?<br />

„Kostirnir eru þeir að á undanförnum árum<br />

hefur liðið spilað frábæran sóknarleik <strong>og</strong><br />

markvarslan hefur verið góð. Björgvin hefur<br />

skipað sér á bekk á meðal bestu markvarða<br />

heims. Þó er ekki þar með sagt að góður sóknarleikur<br />

með góðri markvörslu sé vís á hverju<br />

móti. Varnarleikurinn, svona fyrir mótið séð, er<br />

veikasti hlekkurinn. Guðmundur þjálfari hefur<br />

þó náð að berja varnarleikinn saman á síðustu<br />

stórmótum. Liðið glímir þó við það vandmál<br />

að alltaf þarf að skipta einhverjum leikmönnum<br />

á milli sóknar <strong>og</strong> varnar. Það veikir liðið<br />

mjög mikið að þurfa þess. Við erum því svolítið<br />

brothættir ef lykilmenn meiðast,“ segir Gaupi.<br />

Gaupi hefur orð á því að það sé alltaf á ákveðnum<br />

tímapunkti sem þurfi að líta til framtíðarinnar,<br />

meta stöðuna <strong>og</strong> spá í það hvað gera<br />

þurfi til þess að viðhalda þeirri stöðu í handboltaheiminum<br />

sem Ísland hefur náð.<br />

„Ég myndi segja að íslenska liðið í dag sé einhvers<br />

staðar á meðal 6-12 bestu landsliða í<br />

heimi. Þessari stöðu þurfum við að halda. Við<br />

getum náð toppum <strong>og</strong> komist ofar en í 6. sætið,<br />

en til þess, þá þarf allt að ganga upp <strong>og</strong> við<br />

þurfum líka að vera heppnir,“ segir Gaupi.<br />

Það er ekki alltaf hægt að framkalla góðan árangur<br />

á hverju stórmótinu á fætur öðru. Það er<br />

gríðarlegt álag sem er á leikmönnum liðsins,<br />

þannig að menn þurfa að hafa sig alla við til<br />

þess að ná því besta fyrir íslenska liðið. Gaupi<br />

segist sannfærður um það að liðið sé að leggja<br />

sig fram, það vanti ekki, en svo er það bara<br />

spurningin um það hver styrkurinn sé þegar<br />

mótið hefst.<br />

„Þetta handboltalið sem við höfum átt, hefur<br />

verið í forystuhlutverki íslenskra íþróttamanna<br />

á undanförnum árum. Það er í rauninni með<br />

ólíkindum hvað þeir hafa náð að hanga í þeim<br />

bestu í langan tíma. Það er ótrúlega mikið<br />

afrek <strong>og</strong> ég er ekki viss um að almenningur<br />

geri sér grein fyrir því hvað þetta lið hefur lagt<br />

gríðarlega mikið á sig til þess að ná þessum árangri.<br />

Því miður hafa menn oftar en ekki talað<br />

niður til handboltans á undangengnum árum<br />

<strong>og</strong> sagt að handboltinn sé lítil íþrótt í heiminum.<br />

Við heyrum oft þennan söng, jafnvel<br />

hjá íþróttafréttamönnum, að handboltinn<br />

sé ekki nægilega stór íþrótt. Það er í rauninni<br />

sorglegt að heyra þessa úrtölur, vegna þess<br />

að ég er ekki viss um það að á komandi árum<br />

eigum við eftir að eignast svona afrekslið eins<br />

<strong>og</strong> handboltaliðið okkar hefur verið <strong>og</strong> jafnvel<br />

allar götur frá 2002,“ segir Gaupi.<br />

-Ef við horfum á uppbygginguna í íslenskum<br />

handbolta, hvernig sérðu hana fyrir þér <strong>og</strong><br />

hver er staðan á henni í dag?<br />

„Ég hef áhyggjur af unglingaþjálfuninni í dag.<br />

Það er mín skoðun að hún sé ekki nægilega<br />

góð <strong>og</strong> þar þurfum við að taka okkur taki. Við<br />

þurfum á svona næstu 5-6 árum að endurskippuleggja<br />

okkar þjálfun, alveg frá 13-14 ára<br />

aldri <strong>og</strong> upp úr, ef við ætlum að standa þeim<br />

bestu snúning. Það er algjört lykilatriði. Við<br />

sjáum að ungliðinn okkar eru ekki eins sterk<br />

<strong>og</strong> þau hafa verið. Auðvitað ná þau oft góðum<br />

úrslitum <strong>og</strong> það er mikið af góðum efniviði, en<br />

efniviðurinn þarf rétta tilsögn <strong>og</strong> mikla æfingu<br />

<strong>og</strong> þar þarf að bæta vinnubrögðin til mikilla<br />

muna, ef við ætlum áfram að eiga handboltamenn<br />

í fremstu röð. Það er ekki nóg að eiga<br />

3-4 góða leikmenn, við þurfum að eiga alla<br />

vega 10 heimsklassa leikmenn. Auðvitað hefur<br />

góður árangur landsliðsins síðustu árin haft sín<br />

áhrif <strong>og</strong> smitað margan ungviðinn að fara að<br />

spila handbolta, en það eru blikur á lofti í dag<br />

með það að við séum ekki alveg á pari. Ef litið<br />

er til þjóðanna í kringum okkur, eins <strong>og</strong> Þjóðverja,<br />

Dana, Svía <strong>og</strong> Norðmanna, þá eru þær<br />

betur settar en við í dag með uppbygginguna.<br />

En við höfum alveg tíma til þess að breyta<br />

þessu. Við þurfum að taka okkur taki í uppbyggingu<br />

yngri liða <strong>og</strong> þar þurfum við að líta<br />

okkur nærri <strong>og</strong> spyrja hvort við séum að gera<br />

rétta hluti. Þetta eru stór orð hjá mér, en eiga<br />

við rök að styðjast. Ég get tekið sem eitt lítið<br />

Aldrei meiri umfjöllun á RÚV um stórmót í handbolta<br />

EM viðtal við Kristínu Hörpu íþróttastjóra RÚV<br />

Umfjöllun um EM í handbolta verður<br />

meiri en áður hefur verið á RÚV. EM<br />

stofa verður í lok leikdags auk þess<br />

sem fleiri leikjum verður lýst en áður,<br />

bæði á RÚV <strong>og</strong> vefnum. Við töluðum<br />

við Kristínu Hörpu Hálfdánardóttur<br />

íþróttastjóra RÚV <strong>og</strong> forvitnuðumst<br />

um málið.<br />

„Við verðum með hina hefðbundnu EM-stofu<br />

að kvöldi hvers leikdags. Baldvin Þór Bergsson,<br />

gamalreyndur íþróttafréttamaður <strong>og</strong> fjölmiðlamaður<br />

verður umsjónarmaður EM stofunnar<br />

<strong>og</strong> hefur sér til halds <strong>og</strong> trausts Hafrúnu<br />

Kristjánsdóttur, Aron Kristjánsson <strong>og</strong> Gunnar<br />

Berg Viktorsson. Í EM stofunni verður farið<br />

yfir helstu úrslit dagsins auk þess sem málefni<br />

íslenska liðsins verða rædd <strong>og</strong> fylgst með lífinu<br />

úti í Serbíu. Þá daga sem Ísland spilar verður<br />

umfjöllunin skiljanlega að mestu leyti um það<br />

<strong>og</strong> leikur íslenska liðsins krufinn til mergjar, “<br />

segir Kristín Harpa.<br />

Það má búast við miklu fjöri í EM stofunni <strong>og</strong><br />

mikið áhorf, enda er RÚV í beinum tengslum<br />

við íþróttafrétta- <strong>og</strong> dagskrárgerðafólkið sitt í<br />

Serbíu.<br />

„Á vettvangi í keppnisborgunum Vrsac, Novi<br />

Sad <strong>og</strong> Belgrad verða Einar Örn Jónsson <strong>og</strong><br />

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamenn.<br />

Þeir munu lýsa öllum leikjum Íslands<br />

á Rás 2 <strong>og</strong> í sjónvarpi auk þess sem þeir lýsa<br />

öðrum leikjum úr riðli Íslands á mótinu. Með<br />

Þorkatli <strong>og</strong> Einari í Serbíu er einnig dagskrárgerðamaðurinn<br />

María Björk Guðmundsdóttir<br />

en saman munu þau taka viðtöl <strong>og</strong> fylgjast<br />

með lífi Strákanna okkar <strong>og</strong> annarra sem<br />

mótinu tengjast <strong>og</strong> færa fólki heim í EM stofuna.<br />

Öll viðtöl munu svo birtast óklippt í fullri<br />

lengd á vefsíðu RÚV <strong>og</strong> þeir sem hafa ekki<br />

fengið nóg af Strákunum okkar þegar útsendingu<br />

líkur geta farið á ruv.is <strong>og</strong> fengið meira.“<br />

„Svo vonum við bara að strákunum gangi vel<br />

<strong>og</strong> við fáum skemmtilegt handboltamót til að<br />

stytta okkur stundirnar í vetrarkuldanum,“ segir<br />

Kristín að lokum.<br />

dæmi:Hvers vegna eiga leikmenn yngri landsliða<br />

í dag í svona miklum vandræðum með að<br />

spila gegn framliggjandi vörnum? Jú, það er<br />

vegna þess að þeir fá ekki þessa tilsögn sem<br />

þarf til þess að takast á við svona hluti <strong>og</strong> þessu<br />

þurfum við að breyta. Þetta er gegnumgangandi<br />

í öllum unglingaliðunum, alls staðar er<br />

sama vandamálið. Svarið hlýtur því að liggja í<br />

þjálfuninni. Við höfum alveg ágætar aðstæður<br />

hérna, fín íþróttahús <strong>og</strong> allt sem þarf til þess<br />

að byggja upp góða leikmenn. Það þarf fyrst<br />

<strong>og</strong> fremst vilja einstaklinganna sem eru að æfa<br />

handbolta <strong>og</strong> líka vilja þeirra sem eru að þjálfa<br />

að huga að þessu til þess að ná árangri.“<br />

-En nú eigum við marga góða þjálfara sem<br />

eru að æfa mörg bestu félagslið heims.<br />

„Já, þetta er góður punktur. Við erum með<br />

þjálfara í Þýskalandi <strong>og</strong> á fleiri stöðum sem eru<br />

í allra fremstu röð. Ég varpa þó þeirri spurningu<br />

fram: Af hvaða kynslóð koma þeir? Ég ætla ekkert<br />

að segja neitt meira um það. Svarið vita allir<br />

<strong>og</strong> þeir yngri sem eru að feta þessi spor þurfa<br />

aðeins að spóla til baka <strong>og</strong> spyrja hvaðan <strong>og</strong><br />

hvar lærðu þeir fræðin.“<br />

-Finnst þér að þetta sé ekki að endurnýja<br />

sig?<br />

„Ég hef mjög sterkar skoðanir hvað þetta varðar,<br />

alveg rétt, en ég hef alltaf gert miklar kröfur<br />

til handknattleiksmanna <strong>og</strong> þjálfara <strong>og</strong> geri<br />

enn þann dag í dag. Við eigum að gera miklar<br />

kröfur til okkar afreksfólks, ég tala nú ekki um<br />

handboltamanna sem hafa borið merki þjóðarinnar<br />

á undanförnum árum. Ef við ætlum að<br />

halda áfram á sömu braut, þá þurfum við að<br />

staldra við, setjast niður <strong>og</strong> spyrja: Hvað getum<br />

við gert til þess að verða betri? Það er kominn<br />

tími á það að við förum að athuga okkar<br />

gang.“<br />

María Björk Guðmundsdóttir dagskrárgerðakona verður í eldlínunni á EM.<br />

-Nú eru miklar kröfur hjá þjóðinni til strákanna<br />

okkar <strong>og</strong> farið fram á mikið, sérstaklega<br />

upp á síðkastið þegar þjóðin fékk lyktina<br />

af medalíum, <strong>og</strong> þess beinlínis krafist að<br />

liðið nái að sigra mótið eða í það minnsta að<br />

komast á verðlaunapall. Eru þetta of miklar<br />

kröfur <strong>og</strong> væntingar sem þjóðin setur á<br />

strákana?<br />

„Kröfur frá þjóðinni eru nauðsynlegar, því þær<br />

hafa hjálpað handboltanum mjög mikið til<br />

þess að ná árangri. Hinu má þó ekki gleyma<br />

að stjórn HSÍ hefur unnið á síðustu 10 árum<br />

algjört þrekvirki með þetta landslið okkar <strong>og</strong><br />

komið því í allra fremstu röð. En stuðningur<br />

þjóðarinnar skiptir gífurlega miklu máli. Þjóðin<br />

gerir kröfur <strong>og</strong> við eigum að gera kröfur til<br />

okkar íþróttamanna, þær virka hvetjandi. Það<br />

er ekkert annað kapplið á Íslandi sem hefur<br />

fengið þvílíkan stuðning <strong>og</strong> hvatningu frá<br />

þjóðinni eins <strong>og</strong> karlalandsliðið í handbolta.<br />

Það á sér enga líkingu. En hvað varðar kröfur<br />

um verðlaunasæti, þá eru þær að mínu mati<br />

bara píp. Það skiptir miklu máli að gera kröfur,<br />

en með kröfunum verður líka að fylgja einlægur<br />

ævarandi stuðningur <strong>og</strong> hvatning, annað er<br />

ekki heilbrigt,“ segir Gaupi sem styður þá kenningu<br />

að við verðum að standa saman sem ein<br />

stór heild til þess að ná varanlegum árangri, en<br />

séum ekki skammsýn í grunhyggninni sem sér<br />

glampa af einhverjum verðlaunapeningum í<br />

húmi augnabliksins.<br />

„Ég ætla að vona að þjóðin eigi eftir að geta<br />

glaðst yfir góðum árangri landsliðsins á EM svo<br />

birti í þjóðarsálinni núna í svartasta skammdeginu.<br />

Góðir straumar frá íslensku þjóðinni<br />

til strákana hjálpa mikið. Þegar illa gengur, þá<br />

skipta þeir líka gríðarlega miklu máli, jafnvel<br />

meira máli en þegar vel gengur, að þeir nái<br />

að koma sér í gírinn <strong>og</strong> laga það sem aflaga<br />

hefur farið,“ segir Gaupi sem vonar eins <strong>og</strong> öll<br />

þjóðin að strákunum okkar eigi eftir að vegna<br />

sem best í Serbíu. Þetta er erfitt mót sem þeir<br />

eru að fara á <strong>og</strong> margar hindranir sem þarf að<br />

yfirstíga. Þarf íslenska liði því á öllum okkar<br />

stuðningi að halda. Já, með því að senda þeim<br />

ekkert nema góða strauma.<br />

Kristín Harpa<br />

Hálfdánardóttir<br />

íþróttastjóri RÚV.<br />

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður, klár í slaginn í Serbíu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!