06.06.2015 Views

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

26 27<br />

EM í Serbíu 2012 EM í Serbíu 2012<br />

Einar Örn Jónsson hjá RÚV verður í<br />

Serbíu <strong>og</strong> fangar stemninguna<br />

EM viðtal við Einar Örn Jónsson<br />

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður<br />

á RÚV, <strong>og</strong> fyrrum landsliðsmaður<br />

í handbolta, verður í eldlínunni<br />

í Serbíu ásamt félaga sínum úr<br />

íþróttadeildinni, Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni,<br />

<strong>og</strong> tæknikonunni Maríu<br />

Björk Guðmundsdóttur.<br />

Einar Örn er öllum hnútum kunnugur varðandi<br />

það að spila á stórmóti með íslenska<br />

landsliðinu, sem leikmaður, áhorfandi <strong>og</strong> nú<br />

sem íþróttafréttamaður. Þeir félagar munu<br />

lýsa leikjum Íslands, taka viðtöl við þjálfara<br />

<strong>og</strong> leikmenn <strong>og</strong> vinna að alls konar áhugaverðu<br />

efni sem tengist EM <strong>og</strong> fanga þannig<br />

stemninguna sem myndast í kringum svona<br />

stórmót. Senda þau stöðugt efni heim sem<br />

verður tekið fyrir í EM-stofu sjónvarpsins <strong>og</strong><br />

á fleiri miðlum RÚV.<br />

-Er þetta fyrsta stórmótið sem þú ert að fara<br />

á sem íþróttafréttamaður?<br />

„Nei, ég fór á HM í Svíþjóð í fyrra <strong>og</strong> var þá<br />

með lýsingar fyrir útvarpið <strong>og</strong> sendi inn<br />

fréttir, en við á RÚV vorum ekki með sýningarréttinn<br />

í sjónvarpi. En þetta er fyrsta<br />

mótið sem ég fer á sem sjónvarpsmaður.<br />

Ég <strong>og</strong> Þorkell Gunnar förum saman ásamt<br />

Maríu Björk „producent“ sem mun sjá um<br />

að taka upp <strong>og</strong> klippa efni sem við síðan<br />

sendum jafnóðum heim. Við verðum með<br />

viðtöl í beinni útsendingu eftir leiki <strong>og</strong> eitthvað<br />

í útvarpinu líka. Verðum t.d. með fullt af<br />

efni bæði fyrir stóru fréttatímana í útvarpinu<br />

sem <strong>og</strong> sjónvarpinu. Svo sendum við vonandi<br />

líka eitthvað efni inn á vefinn hjá okkur.<br />

Þá erum við að tala um viðtölin óklippt,<br />

ekki þessar styttri útgáfur af viðtölunum. Við<br />

verðum með viðtöl <strong>og</strong> efni frá Serbíu bæði<br />

fyrir <strong>og</strong> eftir leiki <strong>og</strong> einnig á frídögunum<br />

þegar Ísland er ekki að spila. Þetta fer náttúrulega<br />

allt eftir því hversu mikið aðgengi<br />

við höfum að liðinu. Það er ekki alltaf hægt<br />

að vera í beinu sambandi við leikmenn, því<br />

þeir verða að einbeita sér að leikjunum <strong>og</strong><br />

undirbúningnum fyrir þá. Svo verður María<br />

stöðugt að taka upp eitthvað efni á meðan á<br />

leikjunum stendur sem verður hægt að nota<br />

í EM-stofunni hérna heima. Svo gerum við<br />

einhver stemningsmyndbönd, sérstaklega<br />

þegar vel gengur,“ segir Einar Örn Jónsson.<br />

-Þið verðið sem sagt með stöðuga dagskrá<br />

frá Serbíu til þess að fanga stemninguna?<br />

„Já, við verðum að allan tímann <strong>og</strong> ef einhverjir<br />

Íslendingar verða þarna, þá tökum við hús<br />

á þeim <strong>og</strong> spjöllum við þá. Við gerum allt til<br />

þess að ná fram þeirri miklu stemningu sem<br />

er á svona stórmóti í handbolta eins EM er. Ég<br />

veit ekki hvort það verða margir Íslendingar<br />

á svæðinu, en almennt er mikill áhugi fyrir<br />

mótinu <strong>og</strong> nánast uppselt á hvern einasta<br />

leik. Það er svolítið langt að fara fyrir Íslendinga<br />

til Serbíu. Það er öðruvísi en að fara t.d.<br />

til Svíþjóðar eða Þýskalands sem hægt er að<br />

fljúga til í beinu flugi. Það verða þó einhverjir<br />

Íslendingar þarna, bæði fólk sem býr nálægt<br />

Serbíu <strong>og</strong> svo fólk sem fer gagngert á mótið.<br />

Það er líka oft þannig þegar fram í dregur -<br />

<strong>og</strong> ég tala nú ekki um ef íslenska landsliðinu<br />

vegnar vel <strong>og</strong> góður árangur er í sjónmáli - að<br />

menn eru fljótir til <strong>og</strong> koma í hópum á svæðið,“<br />

segir Einar Örn.<br />

Eftir þá miklu sprengingu sem varð í Þýskalandi<br />

á HM 2007, hefur áhugi fyrir stórmótum<br />

í handbolta farið stigvaxandi. Þó það<br />

hafi komið einstaka afturkippir síðan, þá<br />

er áhuginn fyrir handboltanum alltaf að<br />

aukast. Þegar stórmót eru, þá er verið að<br />

tala um stórmót í orðsins fyllstu merkingu,<br />

þar sem fleiri þúsund manns troðfylla hallirnar<br />

<strong>og</strong> mikil stemning verður.<br />

„Kröfurnar til stórmóta í handbolta eru orðnar<br />

allt aðrar en þær voru. Ég var t.d. bæði á<br />

EM í Portúgal <strong>og</strong> HM í Túnis 2005 <strong>og</strong> þar<br />

voru ekki miklar kröfur gerðar miðað við þær<br />

sem eru í dag. Íþróttahallirnar, aðstæðurnar<br />

<strong>og</strong> öll umgjörðin voru svo allt öðruvísi <strong>og</strong><br />

vart bjóðandi í dag. Á mótinu núna í Serbíu<br />

taka minnstu hallirnar um 5.000 manns <strong>og</strong><br />

þær stærstu 25.000. Þannig að þetta er orðið<br />

allt annað, miklu stærra í allri umgjörð <strong>og</strong><br />

áhuginn eftir því. Þá má segja að stórmótin<br />

í handbolta séu orðin alvöru mót <strong>og</strong> hafi<br />

hækkað um nokkra flokka í allri umsýslu <strong>og</strong><br />

„standard“. Sjónvarpsútsendingar eru orðnar<br />

miklu víðari, m.a. til fjölda landa sem eru<br />

ekki einu sinni að keppa á mótinu <strong>og</strong> miklu<br />

stærri sjónvarpssamningar eru gerðir. Þetta<br />

er orðið virkilega fagmannlegt í allri framsetningu.<br />

Þetta er alltaf að stækka, ár frá ári,“<br />

segir Einar Örn.<br />

-Hvernig verður þessu háttað með EM-stofuna<br />

sem þið verðið með hérna heima?<br />

„Baldvin Þór Bergsson sér um hana <strong>og</strong><br />

verður með góða gesti. Fastir sérfræðingar<br />

verða þar með honum <strong>og</strong> kryfja leikina <strong>og</strong><br />

mótið. Það verða sérfræðingar eins <strong>og</strong> Hafrún<br />

Kristjánsdóttir, Gunnar Berg Viktorsson<br />

<strong>og</strong> Aron Kristjánsson. Svo verða einhverjir<br />

gestir sem verða kallaðir til í hvert skipti<br />

<strong>og</strong> fara yfir málin með Baldvin <strong>og</strong> félögum.<br />

Það verða t.d. gamlir landsliðsmenn <strong>og</strong><br />

annað áhugavert fólk sem tengist handboltanum<br />

á einhvern hátt, þó það sé ekki<br />

nema að hafa áhuga á íslenska landsliðinu<br />

<strong>og</strong> mótinu. Það er náttúrulega gríðarlegur<br />

fjöldi sem hefur svo mikinn áhuga á þessum<br />

mótum þegar íslenska landsliðið er að<br />

spila. EM-stofan verður send út fyrir <strong>og</strong> eftir<br />

leiki <strong>og</strong> svo seinna um kvöldið verður samantekt<br />

yfir daginn. Það verður þetta hefðbundna<br />

form í útfærslunni á EM-stofunni.<br />

Leikirnir verða teknir fyrir, horft á þá frá ýmsum<br />

sjónarhornum, bæði tæknilega sem <strong>og</strong><br />

fræðilega, ýmis atriði tekin fyrir úr leikjunum<br />

<strong>og</strong> tölvutæknin verður notuð til þess að<br />

útfæra áhugaverð atriði, eins <strong>og</strong> við vorum<br />

með í EM-stofunni 2010 þegar við notuðum<br />

leikgreiningarforrit landsliðsins til þess að<br />

skýra kerfin <strong>og</strong> hvernig þau virka <strong>og</strong> varpa<br />

ljósi á helstu atriði liða <strong>og</strong> leikja. Við verðum í<br />

beinu sambandi við Baldvin Þór <strong>og</strong> sendum<br />

honum stöðugt nýtt <strong>og</strong> nýtt efni sem hann<br />

getur tekið fyrir í EM-stofunni.“<br />

-Þið sýnið fleiri leiki en aðeins Íslands frá<br />

mótinu?<br />

„Já, við verðum með útsendingar frá sem<br />

flestum leikjum, t.a.m. beinar útsendingar<br />

frá öllum leikjunum í okkar riðli sem verður<br />

lýst frá Serbíu <strong>og</strong> svo verðum við með útsendingar<br />

frá öðrum áhugaverðum leikjum<br />

í hinum riðlunum <strong>og</strong> verður þeim lýst hérna<br />

heima. Við verðum líka með útsendingar frá<br />

leikjum á netinu, þar sem við getum ekki alveg<br />

tekið yfir alla aðra dagskrá sjónvarpsins.<br />

Dagskráin er alltaf fastmótuð eftir ákveðinni<br />

áætlun, þar sem hver þáttur <strong>og</strong> dagskrá<br />

verður að hafa sinn tíma. Handboltanum<br />

verður veglega sinnt bæði í sjónvarpinu,<br />

útvarpinu sem <strong>og</strong> vefmiðlinum okkar,“ segir<br />

Einar Örn fullur tilhlökkunar að fara til Serbíu<br />

<strong>og</strong> takast á við þetta verkefni sem íþróttafréttamaður,<br />

bæði fyrir sjónvarp, útvarp <strong>og</strong><br />

vefmiðla.<br />

-Ef þú horfir á þetta bæði útfrá því að vera<br />

fyrrum landsliðsmaður sem hefur tekið þátt<br />

í fjölda stórmóta <strong>og</strong> svo núna sem íþróttafréttamaður,<br />

sérðu ekki muninn, eins <strong>og</strong> þú<br />

viljir nú fara inn á <strong>og</strong> „redda þessu“ <strong>og</strong> taka<br />

þátt í leiknum í orðsins fyllstu merkingu?<br />

„Nei, ég reyni nú að passa mig á því að gera<br />

það ekki. Ég geri mér alveg grein fyrir því að<br />

ég get ekki haft nokkur áhrif á gang leikjanna.<br />

Auðvitað upplifir maður leikina svolítið<br />

öðruvísi sem fyrrum leikmaður <strong>og</strong> þekkir<br />

hvernig það er að taka þátt í sjálfum leiknum.<br />

Það er gaman að dvelja í minningunni<br />

um það þegar maður var á fullu í allri hringiðunni<br />

með tilheyrandi keppnisskapi <strong>og</strong><br />

stemningu, bæði á bekknum sem <strong>og</strong> inni á<br />

vellinum. Nú er ég þó í allt öðru hlutverki <strong>og</strong><br />

nálgast leikina á allt annan hátt <strong>og</strong> þá sem<br />

íþróttafréttamaður en ekki leikmaður,“ segir<br />

Einar.<br />

-Er engin hætta á því að þú gætir misst þig<br />

í beinni útsendingu, þegar þér finnst dómararnir<br />

fara yfir strikið <strong>og</strong> látir til þín heyra,<br />

eins <strong>og</strong> í stemningunni á bekknum þegar þú<br />

varst að spila?<br />

„Nei, nei, ég passa mig á því líka, þótt ég sé<br />

óhjákvæmilega meira tengdur leikjunum<br />

tilfinningalega vegna fyrri reynslu, því ég<br />

hef spilað með flestum af þessum strákum<br />

<strong>og</strong> þekki stemninguna frá báðum hliðum,<br />

sem leikmaður <strong>og</strong> íþróttafréttamaður. Það<br />

má alveg búast við því að maður fari að<br />

svitna yfir spennuni í leikjunum <strong>og</strong> verði<br />

stundum heitt í hamsi. Maður verður þó að<br />

halda haus <strong>og</strong> einblína á það að vera fyrst<br />

<strong>og</strong> fremst íþróttafréttamaður. Ég er alveg<br />

búinn að setja mig í það hlutverk.“<br />

Einar Örn hefur spilað á sjö stórmótum með<br />

íslenska landsliðinu <strong>og</strong> hefur tekið alla flóruna,<br />

hvort sem er á EM, HM eða á Ólympíuleikum.<br />

Síðast lék hann á HM í Þýskalandi<br />

árið 2007. Hann getur nýtt sér þá reynslu í<br />

starfi sínu sem íþróttafréttamaður sem hefur<br />

mikið að segja.<br />

„Það er svo algengt víða um heim að fyrrum<br />

handboltamenn séu farnir að starfa sem<br />

íþróttafréttamenn <strong>og</strong> þá sérstaklega þegar<br />

um handboltann er að ræða. Það verður<br />

gaman að hitta gamla félaga frá ýmsum<br />

löndum, sem nú eru í hlutverki íþróttafréttamanna,<br />

rifja upp gömul kynni <strong>og</strong> leikina<br />

sem við spiluðum gegn hver öðrum hér<br />

áður fyrr á ýmsum mótum,“ segir Einar.<br />

-Ef við snúum okkur að mótinu sjálfu. Hvernig<br />

sérð þú íslenska liðið í dag <strong>og</strong> hvernig er<br />

tilfinning þín fyrir mótinu?<br />

„Tilfinningin er mjög góð. Við erum með frábært<br />

lið, það verður ekki framhjá því horft.<br />

Og þótt að Óli Stefáns sé ekki með, þá er<br />

þetta alveg frábær hópur. Það má reikna<br />

með því að það veiki liðið aðeins að hann<br />

sé ekki með núna, en það má líka líta á það<br />

frá öðru sjónarhorni, að þetta sé upphafið<br />

PI PAR SÍA 82289<br />

að einhverju öðru nýju sem muni koma<br />

fram á mótinu. Óli getur auðvitað ekki spilað<br />

handbolta endalaust <strong>og</strong> það kemur að<br />

þeim tímapunkti að hann leggi skóna á<br />

hilluna. Það verður því ágætis reynsla sem<br />

menn fá að spila á stórmóti án Óla, eins <strong>og</strong><br />

það kemur til með að verða í framtíðinni. Íslenska<br />

landsliðið er búið að ná þeim áfanga<br />

að keppa um Ólympíusæti, þannig að það<br />

vakir ekki fyrir þeim á þessu móti <strong>og</strong> þeir<br />

eru ekkert að stressa sig á því. Eigi að síður<br />

er alltaf til staðar sama stemningin, baráttuandinn<br />

<strong>og</strong> metnaðurinn í liðinu um að<br />

ná mjög góðum árangri. Það gildir annað<br />

fyrir þjóðir eins <strong>og</strong> Þýskaland, Serbíu, Noreg<br />

<strong>og</strong> Rússland sem keppa að því að ná inn í<br />

forkeppni Ólympíuleikanna, en þar eru enn<br />

tvö sæti laus.“<br />

-En hvað með riðilinn okkar, förum við ekki<br />

með fjögur stig út úr honum í milliriðilinn?<br />

„Það verður mjög erfitt. Sum lið eins <strong>og</strong> lið<br />

Króatíu eru algjörlega óútreiknanleg, en ef litið<br />

er á leikmannahóp Króata, þá eru þeir með<br />

eitt af bestu liðum Evrópu. Maður veit aldrei<br />

í hvernig stemningu þeir eru. Þeir geta verið<br />

sínir verstu óvinir sjálfir sem gæti reynst gott<br />

fyrir okkur. Í viðtali sem ég heyrði um daginn<br />

við liðsmann Króatíu, þá fannst mér hann<br />

tala mest um Ólympíuleikana, en Króatar eru<br />

öruggir með sæti þar í forkeppninni. Það er<br />

eins <strong>og</strong> svo margir einblíni mjög mikið á Ólympíuleikana.<br />

Að því leyti til verða bæði Noregur<br />

<strong>og</strong> Slóvenía mjög erfiðir andstæðingar,<br />

þar sem bæði liðin hafa að Ólympíusætinu að<br />

keppa. Að leika við Króatíu í fyrsta leik getur<br />

bæði verið mjög gott <strong>og</strong> slæmt. Það fer svo<br />

mikið eftir því hvernig þeir eru stemmdir. Sem<br />

dæmi má nefna að þeir urðu heimsmeistarar<br />

2003, þrátt fyrir að hafa tapað óvænt sínum<br />

fyrsta leik sem var gegn Argentínu. Þannig<br />

að það er engin leið að sjá hvernig þeir koma<br />

til með að spila í sínum fyrsta leik nú. Ef þeir<br />

spila af eðlilegri getu, þá verður þetta mjög<br />

erfiður leikur fyrir Ísland. Eins er það þannig<br />

að ef við spilum af eðlilegri getu, þá eigum<br />

við hæglega að geta unnið þá. Við höfum<br />

spilað við þá á síðustu tveimur stórmótum<br />

<strong>og</strong> í bæði skiptin vorum við með unninn leik<br />

í höndunum. Við leiddum leikinn nánast allan<br />

tímann á HM í fyrra en töpuðum svo með<br />

einu marki, sem var mjög svekkjandi. Svo<br />

misstum við niður unninn leik í jafntefli á EM<br />

2010. Leikurinn gegn Króatíu gæti reynst úrslitaleikur<br />

riðilsins <strong>og</strong> ég vona það. Það yrði<br />

mjög sterkt að byrja mótið með sigri á þeim.<br />

Norðmenn eru þó alltaf erfiðir <strong>og</strong> hafa góðu<br />

liði á að skipa sem er með frábæra heimsklassa<br />

leikmenn nánast í hverri stöðu. Á móti<br />

kemur að einhvern veginn hefur þeim ekki<br />

alveg tekist að stilla þennan góða hóp sinn<br />

rétt saman, svo úr verði virkilega gott lið sem<br />

hefði burði til þess að ná verulega góðum árangri.<br />

Svo hefur eitthvað týnst úr hópnum <strong>og</strong><br />

einn þeirra besti maður verður ekki með, sem<br />

eru reyndar mjög góðar fréttir fyrir okkur. Að<br />

öllu jöfnu eigum við að vinna Norðmenn, en<br />

það er alltaf sérstök stemning sem myndast<br />

þegar þessar þjóðir eigast við. Lið Íslands<br />

<strong>og</strong> Noregs hafa oft leikið gegn hvort öðru<br />

á stórmótum síðustu ára. Leikirnir hafa alltaf<br />

verið mjög spennandi <strong>og</strong> sem betur fer hefur<br />

Ísland oftar en ekki haft betur. Lið Slóveníu er<br />

svo nánast á heimavelli <strong>og</strong> verður erfitt viðureignar.<br />

Það mæta án efa margir Slóvenar í<br />

höllina <strong>og</strong> hvetja sína menn þegar þeir spila<br />

gegn íslenska liðinu. Slóvenar eru með mjög<br />

skeinuhætt lið <strong>og</strong> þetta gæti reynst mjög<br />

örlagaríkur leikur. Bæði hvað varðar það að<br />

komast áfram upp úr riðlinum <strong>og</strong> það hversu<br />

mörg stig íslenska liðið tæki með í milliriðilinn<br />

ef það markmið næðist. Það getur allt gerst í<br />

þessum riðli <strong>og</strong> hef ég trú á því að það skýrist<br />

ekki fyrr en á síðustu mínútum leikja riðilsins<br />

hverjir komist áfram <strong>og</strong> með hvað mörg stig,“<br />

segir Einar.<br />

-En ef við gerum ráð fyrir því að Ísland komist<br />

áfram, bíða okkar þá ekki verulega verðugir<br />

andstæðingar?<br />

… við íslenskan vetur. Þú vaknar að morgni <strong>og</strong><br />

sérð á hrímuðum gluggunum að í nótt hafi Vetur<br />

konungur gengið um ríki sitt. Frostrósirnar minna<br />

þig á landið þitt, ísinn <strong>og</strong> jöklana sem hafa mótað<br />

líf þitt <strong>og</strong> forfeðra þinna.<br />

ICECOLD – falleg íslensk hönnun innblásin<br />

af fegurð íslenskrar náttúru.<br />

„Jú, svo sannarlega! Það yrðu auðvitað gífurleg<br />

vonbrigði ef Ísland kæmist ekki áfram<br />

í keppninni, en það hefur aðeins einu sinni<br />

gerst á EM. Ef íslenska liðið kemst áfram<br />

í milliriðil má fastlega gera ráð fyrir því að<br />

það muni leika við lið Frakklands <strong>og</strong> Spánar,<br />

sem sumir spá að muni komast í undanúrslit.<br />

Það er vissulega okkar verkefni að<br />

reyna að komast þangað á kostnað a.m.k.<br />

annars þeirra. Frakkar eru alltaf Frakkar <strong>og</strong><br />

hafa borið höfuð <strong>og</strong> herðar yfir aðrar þjóðir<br />

í handboltanum <strong>og</strong> munu eflaust gera það<br />

áfram <strong>og</strong> eru mjög sigurstranglegir á EM.<br />

Spánverjar eru að koma til aftur, en þeir<br />

urðu heimsmeistarar árið 2005, svo kom<br />

smá lægð hjá þeim, en nú eru þeir að koma<br />

aftur með látum <strong>og</strong> eru með mjög gott lið<br />

sem er líklegt til afreka.“<br />

-Ef við göngum út frá því að Frakkland sé í<br />

sérflokki í milliriðlinum, getum við þá ekki<br />

séð þetta fyrir okkur sem baráttu þriggja<br />

þjóða, Spánar, Króatíu <strong>og</strong> Íslands, um annað<br />

sætið í riðlinum <strong>og</strong> að komast í undanúrslitin?<br />

„Ja, hvað skal segja? Það getur náttúrulega<br />

allt gerst <strong>og</strong> er jafnvel hægt að reikna með<br />

Ungverjalandi líka í þeirri baráttu. Þeir eru<br />

með mjög sterkt <strong>og</strong> skemmtilegt lið. Við<br />

töpuðum nokkuð sanngjarnt fyrir Frakklandi<br />

<strong>og</strong> Spáni eftir skellinn gegn Þýskalandi<br />

á HM í fyrra. Við getum þó alveg unnið<br />

þessar þjóðir hvenær sem er á góðum degi.<br />

EM er miklu sterkara mót en HM, þar sem öll<br />

liðin eru góð <strong>og</strong> allir geta sigrað alla þegar<br />

þannig ber undir. Það er ekki svo ýkja mikill<br />

munur á getu liðanna. Þótt menn tali um<br />

Frakka í einhverjum sérflokki, þá geta þeir<br />

tapað leikjum eins <strong>og</strong> öll hin liðin á þessu<br />

móti. Það er allt undir í hverjum einasta leik<br />

á EM,“ segir Einar Örn Jónsson, fyrrum landsliðsmaður<br />

<strong>og</strong> nú íþróttafréttamaður á RÚV,<br />

<strong>og</strong> mun ekki láta sitt eftir liggja í allri stemningunni<br />

á EM <strong>og</strong> vonandi sendir hann okkur<br />

hér á Íslandi ekkert nema góðar fréttir..<br />

Laugavegur / Smáralind / Kringlan<br />

Jón & Óskar Laugavegi 61, Kringlunni <strong>og</strong> Smáralind // Sími 552 4910 // www.jon<strong>og</strong>oskar.is // www.icecold.is

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!